Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 17 Á ÞESSUM bæ eru plöntur ræktaðar í skjólbelti, en klipptar greinar eru kurlaðar og nýttar í safnhauginn sem borinn er á túnin. NY aðferð við safnhaugagerð til áburðar á túnin. í hann fer allur lífrænn úrgangnr, trjákurl, fyrningar, aðfengnir grænmetisafgangar o.fl. Haugnum er umbylt með til að örva og viðhalda gerjun. KÁLFURINN fær að sjúga mömmu sína fyrstu 5 dagana. Það hefur jákvæð áhrif á heilsufar móður og kálfs og veitir nýfædda kálfinum sjálfsöryggi. HJÓNIN Kristján og Dóra í glerskálanum á Neðra-Hálsi ásamt gesti sínum Einari Þorsteini Ásgeirssyni. þá ákveðin efni í mjólkinni. Þetta sé talið hafa jákvæð áhrif á heilsufar kúnna og kálfanna, skapar þeim jafnvægi og nýfæddu kálfunum sjálfsöryggi. Því hefur hann ieyft sínum kálfum að sjúga móðurina þessa fyrstu daga. Eftir það taki við kálfafóstrur, þ.e. kálfinum er í þijá mánuði gefin mjólk úr fati með túttu á, sem fullnægir sogþörf hans og kemur í veg fyrir að kálfarnir séu að sjúga hver annan og allt sem þeir ná í. Trjábeltaræktun Úti sjáum við að kýrnar hafa leit- að skjóls við trjábelti á túninu. Eins og hvarvetna má sjá er þama mynd- arleg tijárækt. Heim að bæ Kristjáns er ekið um falleg tijágöng og á tún- inu eru skjólbelti með jöfnu millibili kring um skikana. „Trjáræktin er mest til eigin fram- leiðslu. Við ræktum okkar skjól- beltaplöntur sjálf, erum með ýmsar víðitegundir. Reynum alltaf að setja eitthvað út af plöntum á hveiju ári. Faðir minn byrjaði á þessu 1965“, útskýrir Kristján. Hann kveðst aldrei hafa mælt það hve Iöng skjólbeltin em orðin í allt. En þar sem túnið er 40 hektarar sláum við hin á að ekki^sé minna en 5 km löng tijábelti. „Eg lít aðallega á þessa ræktun sem náttúruvæna. Má vísa til Bibl- íunnar sem ráðleggur að gjalda keis- aranum, eða náttúmnni í þessu til- ' felli, ákveðinn skatt, tíund. Geri maður það ekki, þá verði það bara af manni tekið“, segir Kristján. Hann segir að tré séu athvarf náttúrunnar, fyrir fugla og skordýr. En koma skjólbeltin að einhveiju gagni við búskapinn? „Þetta hefur verið rannsakað erlendis og þar gera skjólbeltin gagn. Þó það sé fyrst og fremst fagurfræðilegt fyrir mér, sé ég t.d. að kýmar sækja í skjólið af tijánum. Líka hefí ég séð mun á grasvexti og þá aðallega gagnvart hafáttinni. Þegar er sólfar og hægur vindur þá verður alger hitapottur við skjólbeltin. Ég hefí þó engar mæling- ar á grasvextinum." Samviskuspurning Kristján er auðheyrilega mikill áhugamaður um umhverfismál og allt sem er vistvænt. „Ég er fyrst og fremst áhugasam- ur um mína eigin þróun. Eða að vera sjálfum mér samkvæmur. Það mælir gegn samviskunni að nota tilbúinn áburð, vitandi að það er ekki hollt fyrir umhverfið, hvorki fyrir vöruna sem við erum að fram- leiða, skepnurnar eða manninn. Það er heldur ekki gott fyrir náttúruna, að ekki sé talað um komandi kyn- slóðir. Má segja að með því að nota tilbúinn áburð séum við að taka út fyrirfram, vegna þess að maður er að rýra gæðin, öfugt við það sem gerist í lífrænni ræktun. Þá er verið að byggja upp jarðveginn og skapa traustari grunvöll fyrir framleiðsl- una. Stundum hefur verið sagt að þá sé verið að greiða umhverfis- kostnaðinn strax. En með hefð- bundnu aðferðunum séu það næstu kynslóðir á eftir sem greiða umhver- fiskostnaðinn. Þetta er það sem rétt- lætir hærra verð á vörunni. En það er ekki þar með sagt að lífrænar vörur verði dýrari til frambúðar. Eins og þetta er í dag þá er það ákveðið þróunarstarf og það er dýrt að gera tilraunir." Við víkjum að horfum í land- búnaðinum. „Eins og þetta snýr við mér þá er það mjög dapurlegt með sauðfjárræktina og ég hefí samúð með sauðfjárbændum. Ég hefði haldið að lífræn ræktun væri sem himnasending fyrir þá, ef þeir átta sig á því þetta er tiltölulega lítið mál fyrir þá. Þar er nánast eingöngu um það að ræða að sleppa tilbúna áburðinum á tún og haga. Annað þurfa þeir ekki að gera. En með því gætu þeir fengið lífrænan stimpil og eru komnir í allt aðra markaðsað- stöðu. Ég tala nú ekki um ef þeir tækju á þessum umhverfis- og beit- armálum. Reyndar yrði ekki um ofbeit að ræða ef sauðfjárbændur færu inn á lífræna ræktun því þeir fengju ekki vottun á framleiðsluna nema tryggja það. Þeir þurfa að sýna fram á að þeir taki ekki þátt í að ofgera landinu til að fá vottun sem lífrænir bændur.“ Til þess þyrfti að setja ákveðnar reglur fyrir vottunarstofuna, sem Kristján segir kerfismál sem ekki sé búið að leysa. Hann telur þó ekki stórt vandamál að setja upp skala fyrir þá sem eru með sauðfé. Hvað sé ofbeit og hvað ekki sé að vísu matsatriði, sem enn er um skoðanamunur. Lífrænar mjólkurafurðir En er hann bjartsýnn á að þetta takist hjá kúabændum? „Ég er svart- sýnn á það eins og mjólkurafurðir eru verðlagðar í dag. Við erum að framleiða mjólk á útsölu og búnir að gera það í nokkur ár. Ég sé ekki hvað það getur gengið lengi að vara sé markaðssett á útsölu. Mér sýnist vera flótti úr greininni og hann fer vaxandi ef ekki fæst leiðrétting á kjörum mjólkurframleiðenda. Mjólk- urverðið hefur lækkað um 20% að talið er og þar með laun okkar.“ Liggur þá vonin þar líka í lífrænni framleiðslu? „Það er nokkuð flókið mál, vegna þess hvemig markaðs- setningin á lífrænum afurðum er. Maður getur ekki Tarið inn í hefð- bundna mjólkurstöð með sína mjólk því þar eru reglur sem fyrirbyggja það. Þannig að möguleikarnir liggja í því að menn hreinlega komi sér saman um nýja mjólkurstöð. Þá mundi myndast ákveðin samkeppni , og það er auðvitað af hinu góða. Og mundi hræra upp í þessu kerfi sem við búum við. Ég er hlynntur því.“ Hann segir þetta þó ekki einfalt.,, Ég er einn í þessu hér á stóru svæði og ekki um marga að ræða sem ég get farið í samstarf við. Ég veit ekki um neinn á Vesturlandi sem kominn er þetta langt. En um einstaka aðila í Eyjafírði, og á Suðurlandi, í Mýrd- alnum og í Skaftholti. Þá er bara um það að ræða að vera með sína eigin vinnslu. En ef ég ætti að fara að markaðssetja mína mjólk eða vinna úr henni, til dæmis jógúrt, þá kostar það mig viðbótar- vinnukraft í heilt ár. Ekkert bannar mér þó að markaðssetja jógúrt, nema kerfíð stoppi mig af með einhveijum fáránlegum reglum." Telur hann hættu á því? „Ég held að það yrði ekki hægt, vegna þess að lífræn ræktun er tíska í dag. Þetta er vinsælt og maður hefur markaðinn með sér. Allir eru orðið inni á þessu. Ég held að menn mundu ekki taka þá áhættu í kerfínu að vera á móti því. Ákveðinn hópur bíður eftir þess- ari mjólk, fólk sem ekki drekkur venjulega mjólk. Þessvegna er þetta líka markaðsmál, það mundi auka mjólkurneyslu. Með því að fara út í lífræna mjólk, jafnvel ógerilsneydda, er verið að fullnægja ákveðnum markaði, sem ekki er séð fyrir í dag. Þessi mjólk verður auðvitað dýrari, því með svo lítilli einingu er ekki hægt að ná nægri hagkvæmni. Ég yrði til dæmis að keyra 600 lítra annan hvern dag um 100 km leið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.