Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIINIGAR SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ1996 31 sagnahöfundurinn Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli gat vel brugðið fyrir sig kveðskap í bundnu máli. Það voru einkum afmæliskvæði tileinkuð vinum og frændum, en einnig orti hann hagleg kvæði sem hann notaði í leikþætti sem hann samdi mönnum til skemmtunar. Þetta var að sjálf- sögðu gerólíkt mínum atómkveðskap og allt með mjög hefðbundnum og þjóðlegum blæ, enda var hann hveij- um manni hagmæltari. Snjallari menn í vísnagerð, þar sem kímnigáfan nýt- ur sín til fulls, voru og eru vandfundn- ir. Ég hef enga tölu á því hversu öft við hjónin erum búin að njóta skemmtilegra samverustunda með þeim Einari og Guðrúnu á Akureyri, en oft greip Einar á slíkum stundum í tvöfalda harmóníku sem hann var sérfræðingur í að spila á, enda hafði hann meðhöndlað slíkt hljóðfæri á baðstofuböllum í Þistilfirði, þegar hann var ungur að árum, en í Þistil- firði hafði hann fyrst litið ljós þessa heims 1911. Hann hóf þetta gamla danshljóðfæri, sem hljómað hafði í margri lágreistri baðstofu þessa lands á fyrri tíð, til virðingar á ný og leyfði okkur að heyra þá dillandi tóna sem heillað höfðu unga fólkið þá ekki síð- ur kröftuglega en ærandi hávaði raf- tóna nútímans, og þó líklega mun stórkostlegar, þótt engin væri ljósa- tæknin og lágt væri til veggja, því fjörið var mikið og hjartanlegt, en laust við æði. Einar lék þessi lög inn á hljómplötu ásamt þingeyska fiðlar- anum Garðari í Lautum, og var það held ég Svavar Gests sem gaf plötuna út. Enginn lét sér víst detta í hug að veruleg sala yrði í slíku fornaldar- fyrirbæri dansmúsíkur á íslandi, en menn voru varla búnir að snúa sér við þegar platan var uppseld. Einar frá Hermundarfelli var reyndar á þeim tíma orðinn frægur um aHt land, ekki svo mjög fyrir smásögur sínar, því fáir verða frægir fyrir slíkt, heldur fyrir ágæt erindi sem hann hafði flutt í Ríkisútvarpið. Hann hafði síðan fasta þætti hjá út- varpinu í mörg ár undir heitinu Mér eru fornu minnin kær og urðu þeir þættir svo vinsælir að samkvæmt könnun sem fram fór, þegar hann hafði í áraijöld glatt landsmenn með þáttum þeim, var meira hlustað á þá en allt annað í útvarpinu fyrir utan fréttir. En þá brá svo við, að þættim- ir voru lagðir niður, því ráðamenn útvarpsins vildu breyta til. Ég veit að hann tók það mjög nærri sér og skildi það ekki. Ég skildi það ekki heldur. Ekkert kom í staðinn sem jafnaðist á við þessa þætti sem opn- uðu þjóðinni svið sögu hennar og bókmennta, voru vel fluttir og á góðri íslensku og svo alþýðlegir að þeir náðu til alls almennings. Ef til vill sýnir þessi samtíningur minn hversu geysilega fjölhæfur hann var, maður af þeirri kynslóð sem átti ekki endilega kost langskólámenntun- ar, þótt gáfur væru nógar, en hafði sig áfram af menntalögun, til dæmis gegnum héraðsskólana, sem þá voru risnir, en það var einmitt menntun Einars frá Hermundarfelli, að hann hafði stundað nám í Reykholtsskóla og bændaskólanum á Hvanneyri. Hann hafði eftir það verið bóndi um hríð (líkt og skáldbróðir hans Kristján frá Djúpalæk), en síðan gerðist hann húsvörður í bamaskólanum á Akur- eyri. Það var einmitt hans aðalstarf, þegar ég kynntist honum á þann ein- kennilega hátt og óvænta sem frá greinir í upphafi þessara kveðjuorða. Én skömmu eftir að við kynntumst hóf hann að skrifa æviminningar sínar og koma út heildarsafni ritverka sinna, enda var hann þá laus við húsvarðar- starfíð. Um helstu skáldskaparverk , hans, smásögumar sem ekki hvað síst bera vitni um einstaka kímnigáfu hans, er ekki rúm til að fjalla í þessum fáu orðum, en það er trúa mín, að þegar ' upp rís íslenskur bókmenntafræðingur sem skynjar og skilur smásagnagerð, þá verði smásögur Einars frá Her- mundarfelli tilefni verðugrar bók- menntalegrar umíjöllunar. Ég sé hann fyrir mér, glettinn, gáfaðan, en umfram allt dreyminn með litlu hannóníkuna milli fíngra sér. Jón Óskar. Tvennt kemur mér fyrst í hug þeg- ar kvaddur er Einar Kristjánsson frá Hemiundarfelli; glaðværðin og gest- risnin sem ég naut í ranni hans og Guðrúnar á Akureyri á unglingsárum og spruttu af skaplyndi og lífsviðhorfi húsráðenda. Þangað norður flýgur um þessar mundir þakklátur hugur þeirra sem rifja nú að gefnu tilefni upp marg- ar glaðar stundir sem þeir áttu með þeim hjónum og heimilisfólki þeirra meðan ævisól húsbóndans skein hvað skærast. Skin hennar var mjög tekið að dap- rast síðustu misserin og hefur honum því eflaust verið hvíldin góð, enda hafði hann lifað langa ævi, margt reynt og margs notið, en þess þó senni- lega mest að eiga góða að og vera þannig gerðut' að vilja fremur lifa sér og öðmm til skemmtunar en leiðinda ef þess var nokkur kostur að létta sér með því lífsbaráttuna. Hæfíleikum Einars til að gleðja samferðafólk sitt með eðlislægum og skapandi gáfum sem mögnuðu hver aðra í ákjósanleg- um hlutföllum kynntust þeir auðvitað best sem höfðu persónuleg kynni af honum. En það gerðu líka með öðrum hætti lesendur hans og útvarpshlust- endur, því að eftir að einyrkinn úr Þistilfírði fluttist á mölina og fór að dunda við smásagnagerð út úr at- vinnuleysi varð hann þjóðkunnur mað- ur fyrir ritverk sín og síðar útvarps- þætti. Bæði í verkum og viðkynningu sannaðist þó á Einari eins og fleirum sem léð er náðargáfa kímninnar að hún er einungis hin hliðin á alvörunni og stutt í kvikuna undir niðri. Þótt sumir leikþættir hans og önnur skemmtiskrif séu of stað- og tíma- bundin til langlífís gegnir öðru máli um sitthvað sem úr penna hans flaut og dýpra ristir. Til eru eftir hann kvæði og söngtextar með ljóðrænum tregablæ sem áreiðanlega eiga vin- sældir sínar ekki síst því að þakka hve tilfínningin í þeim er ekta og hve Ein- ari var létt um að yrkja án þess að bragur hans bæri merki mikillar áreynslu. Og bestu sögur hans eru annað og meira en skemmtilestur. Þótt húmorinn sé formerki þeirra margra liggur viða fískur undir steini eins og löngum hefur þótt fara vel á í góðri smásögu. Einmitt kímninnar vegna er hæðniblandin ádeila þeirra miklu fremur ísmeygileg en köld og miskunnarlaus og vopn höfundarins vel til þess fallin að leiða í ljós brest- ina og veiku blettina í fari manns og samfélags sem urðu honum einatt að yrkisefni. Í hugskoti og hjarta Iesand- ans skilja sögur Einars ýmist eftir undrun yfír broslegum atvikum lífsins og duttlungum tilverunnar eða sam- kennd með þeim sem eiga undir högg að sækja, stundum hvort tveggja í senn. Og séu smásögur „stuttar og samþjappaðar svipmyndir úr lífinu", sem ekki er vitlausari skilgreining en hver önnur, þá veit ég skemmtilegt dæmi þess hve góður myndasmiður Einar Kristjánsson var. „Blóm afþökkuð" heitir ein af bók- um hans og var smábók Menningar- sjóðs 1965. Úr henni las ég í útvarp söguna „Kona af Snæfjallaströnd" stuttu eftir að bókin kom út. Sama kvöld hringdi til mín hlustandi sem stóð á því fastar en fótunum að hann þekkti konuna sem þar segir frá með nafni og vildi fá það staðfest að sagan væri um hana. Ég taldi það af ýmsum ástæðum ólíklegt og fékk það seinna staðfest hjá höfundinum. En ekkert dugðu andmæli mín, þótt ég segðist þekkja hann vel persónulega, og sá sem hringdi var vissari í sinni sök en nokkru sinni fyrr þegar við slitum tal- inu. Þetta kitlaði Einar sem fannst hann óneitanlega hafa fengið þama sönnun fyrir því að sér hefði tekist að draga upp óvenju raunsanna mann- lífsmynd og heppnast hin listræna blekking til fullrar hlítar. En þótt sögur hans sem nokkrar eiga með ágætum heima í úrvali ís- lenskra smásagna séu mörgum kunnar var Einar ekki síður þekktur og vin- sæll fyrir landfleygar stökur sínar, létt- ar, hnyttnar og vel kveðnar, einatt ortar af tilefnum sem gáfu honum færi á að láta njóta sín þann óborgan- lega spaugara sem í honum bjó, en aðrar sprottnar úr tilfinningalífínu án þess að þurfa skýringa við. I þeim var oft alvarlegri tónn og þar gat skáld- skapur Einars í fjórum línum notið sín óháður stund og stað. Um sumar stök- ur hans þykir mér vænst af öllu sem hann festi á blað, enda hafa þær yljað mörgum urn hjartarætur og verið eftir- sóttar af vísnavinum og vísnasöfnur- um. Einn þeirra var Sigurður frá Haukagili, en þeir Einar höfðu ungir kynnst í Reykholti og ræktu löngum vináttu og vísnakynni. Slíkt heldur eldinum lifandi, og ekki glæddi það logann minnst að á Akureyri var Éin- ar í áratugi samtíða öðrum skáldum sem áttu ýmislegt saman að sælda. Nánastir honum úr þeirra hópi vegna ýmissa aðstæðna og eðlisskyldleika voru Rósberg G. Snædal, Heiðrekur Guðmundsson og Kristján frá Djúpa- læk - hnyttnir menn og afburða vel hagmæltir sem skiptust oft á misjafn- lega fóstum skotum eða lögðu í púkk, enda spaugarar miklir og uppáfínn- ingasamir þegar sá gállinn var á þeim, og æði margar eru þær vísur sem voru sameigin þeirra eða Pétur og Páll kenna þeim til skiptis. Ég var anda þessa samfélags býsna vel kunnugur þegar ég var að tánast upp á Akureyri á sjötta áratugnum og aðeins fram á þann sjöunda og á það að þakka vináttu minni við Ott- ar, næstelsta son Einars og Guðrún- ar, sem haidist hefur röska fjóra ára- tugi og rofnar varla úr þessu. Við kynntumst fyrst að marki í lands- prófsdeild gagnfræðaskólans og fylgdumst síðan að til stúdentsprófs í MA og reyndar suður að því loknu. Fyrir bragðið urðu bæði ég og fleiri skólabræður og vinir Óttars eins og gráir kettir á heimili hans á neðstu hæð Barnaskólans á Akureyri þar sem Einar var þá húsvörður og hann og Guðrún tóku öllum sem að garði bar opnum örmum, héldu þá vel í mat og drykk og voru heldur ekki spör á andlegar veitingar og vingjarn- legt viðmót hvemig sem á stóð. Á unglingsárum höfðum við sem þessa nutum ekki áhyggjur af því hvern tíma, fé og fyrirhöfn þetta kost- aði húsráðendur, en eftir á að hyggja hlýtur að hafa munað um minna og ekki seinna vænna að þakka allt at- lætið og öriætið í Bamaskólanum. Þaðan var ekki langt í hina skólana og auðvelt að skjótast þangað í löngu frímínútunum, yfír Barnaskólatúnið upp á næsta skólastig, en upp Skóla- stíg og suður Laugagötu, Möðruvalla- stræti eð_a Eyrarlandsveg í mennta- skólann. í eldhúsinu hjá Guðrúnu var alltaf heitt á könnunni, enda þáði þar margur bita og sopa dögum oftar - í frímínútum og utan þeirra - þ.á m. sumir kennarar barnaskólans sjálfs. Húsvörðurinn var þá oft á næstu grös- um og lét ekki hjá líða að glettast við gestina, stundum af engu minni galsa en unglingunum var eiginlegur. Þótt hann væri hvorki mikill að vallar- sýn né andlitsdrættir hans minntu á gleðigrímu í fljótu bragði fór áreiðan- lega flestum svo við nánari kynni að á þeim lyftist brúnin við að mæta honum líkt ög gerist um gamanleik- ara sem þurfa ekki annað en birtast á sviðinu til að koma öllum í gott skap. Og þegar heimiliskettimir kvöddu með nýjustu stökuna eða brandarann í nesti heyrðu þeir enn smitandi hlátur húsfreyjunnar iangt út á stétt. Oft minnti heimilið í Barnaskól- anum mest á einhvers konar umferð- armiðstöð þangað sem einn kom þeg- ar annar fór. Þangað komu skyld- menni, vinir og sveitungar húsráð- enda og aðrir gestir að sunnan og austan og vinir og skólasystkin barn- anna sem voru á öllum aldri, Aggi tveimur árum eldri en Óttar og líka vinur okkar og vinnufélagi á sumrum, Bekka og Hildigunnur stútungsstelp- ur og Einar enn í smekkbuxum. Og fulltrúi elstu kynslóðarinnar var svo Kristján, faðir Einars, með útvarpið sitt og koffortið í kompunni inn af herbergi eldri bræðranna. Margt sem gerðist á þessu góða heimili meðan ég þekkti þar best til á ekki erindi til annarra og getur ekki skemmt öðrum en þeim sem þá voru þar tíðastir gestir, enda ástæðu- laust að tjúfa friðhelgi einkalifsins og svipta hulunni af öllum launhelg- um æskunnar. En svo að nefnt sé aðeins eitt dæmi gleymist sjálfsagt viðstöddum seint kátínan á tvítugsaf- mæli Óttars þegar hálft kvöldið fór í að rífa utan af afmælisgjöfínni sem faðir hans og e.t.v. fleiri höfðu pakk- að inn í hvern kassann og bréfíð á fætur öðru og bundið þrælslega utan um með ótal rembihnútum. Ysti kass- inn gat vel verið utan af kæliskáp eða þvottavél, en þegar afmælisbarn- ið var að niðurlotum komið hrundu loks úr þeim innsta nýútkomnar rit- gerðir Þórbergs Þórðarsonar í tveimur bindum. Þannig var unnt að verða sér úti um ódýra skemmtun með dá- litlum húmor og hugmyndaflugi sem í bland við margt annað gerir æskuár- in engu öðru æviskeiði lík. Yfír og allt um kring svífur svo í minningunni söngur ungra og aldinna og tónar gítars og harmóniku sem þeir Barnaskólafeðgar gátu allir þan- ið af list og tilfinningu, enda Einar vel kunnur fyrir harmónikuleik sinn í útvarp og á mannamótum. Auðvelt er líka kunnugum að sjá fyrir sér bakvið árin Grétar við píanóið, Gísla með munnhörpuna og Agga með tón- kvíslina á lofti meðan fjórði maður reynir við háa c-ið í „Söng feijumann- anna á Volgu“. Seinna tók litli dreng- urinn á heimilinu gítarinn enn fastari tökum en elsti bróðirinn og systur þeirra, en öll erfðu börn þeirra Einars og Guðrúnar margar bestu gáfur og eigindir foreldra sinna, þ. á m. létt- lyndið og listhneigðina í tónlist og skáldskap. Óttar er t.d. einhver snjall- asti vísnasmiður sem nú bregður fyr- ir sig ferskeyttum brag, þótt fáir njóti þess sem skyldi vegna meðfæddrar hlédrægni hans. Þeir eru áreiðanlega margir sem hugsa nú með þökk og hlýju þeli til Guðrúnar Kristjánsdóttur í minningu Einars bónda hennar og senda henni, börnum þeirra og öðrum ástvinum samúðarkveðjur um mislangan veg. Sjóði góðra minninga eyða mölurinn og ryðið seint. Þó að vafalaust séu til mörg dramatískari verk en „Bjarg- ið“ eftir Sigurð Heiðdal sem fjalla- bæjafólk lék í stofunni í Dal á útmán- uðum 1937 varð það fleirum gæfu- vegur en Gunnu í Holti og Einari frá Hermundarfelli, sem þá fóru með hlutverk elskendanna, að þau skyldu setja upp hringana í alvöru áður en tjaldið féll og taka þá ekki ofan eftir það. Hjörtur Pálsson. Til sölu Til sölu er Hótel Hvolsvöllur. Hótelið er miðsvæðis á Suðurlandi í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík. 27 gistiherbergi. Möguleiki á makaskiptum. Verð og nánari upplýsingar á skrif stofu Lögmanna Suðurlandi í síma 482 2988. Lögmenn Suðurlandi, Austurvegi 3, Selfossi, sími 482 2988. Það er leikur að leigja með aðstoð Leiaulistans - oa bér að kostnaðarlausu! Einungis eitt símtal og íbúðin er komin á skrá hjá Leigulistanum og þar með ert þú kominn í samband við fjölda leigjenda - einfaldara getur það ekki verið. Sýnishorn úr leigulista Stœ Hetb ö m2 Letga kr/mán M/án Húsq. leg. húsn. S P.nr. aösetnlng Helmlllsfang Afhendlng/ lelgutíml Naln Sími Lýsing eignar ) 8 7.000 ón blokk 109 Jörfabakki laust/ltl Nemi hetst neiD með sar 1 12 12.000 ath blokk 105 Kleppsv., ris laust/ltl b(arí Itlð ura« súö teopt. 1 16 '6.000 ath. 3þý!i 101 Sólvallagafa laust/1 ár til < Þeykiaust. sér Irng. herti ♦ 1 17 13.300 án 3 býli 107 Hjaröarhagi 5/1-31 /8 tila HerD m/aögang oö baöi 1 20 17 000 án 2 býli 104 Langholtsv.,.kj laus/samk kvenlólk.séf inng búr sem 2 46 30.000 án blokk 101 KlaDbarstígur ■ laus/lti Ný toúö 6 4 haeö. 1 svl\ st 2 50 31.000 ath. 1 býli 220 Fagrahvamm l/2.scmk. séi 'nng l svh. stora eidhi 2 65 35.000 ath blokk 111 Vesturberg. 4t 4/2-1/996 Reykioust. 1 svrí stola. elc 2 75 40.000 án 2 býli 108 Brekkugeröi 1/3 1 ár a.rr Fjötskyldufðik. 1 stó- svh. r 2 80 42.000 án 2 býll 200 Þinghólsbraut ftjótl/ltl 1 svh. stór stnfo baðnerb 2 90 40.000 án raöhú 210 Þernunes laust.ltl stór sfolc 1 svti geymsrc. 3 60 35.000 með blckk 112 Vegghamrar laus.6 mán )c reykloust. reglusanr góði 3 60 40.000 án 2 býli 105 Gunnarsbraut laus/ltl 2 herce'gi. eltl liriö hetb s 3 77 38.000 án 2 býli 105 Hcfteigur. jarö l/3,samk. Reyktaust/raglusQm’.stotc 3 80 40.000 án blokk 104 Ljósheimar 14/l.samk. 2 svh. stola. eldhus. baöh 4 70 30 000 án 2 bý1i 190 Suöurgata Itl 3 svh, stota bvottah og e 4 70 43 000 ath. 3 býli 105 Eskihiiö. ris 1/2.1« ' 1 Iftiö svh. m/Þakgiugga. 4 92 45 000 án 6 býti 101 Laugavegur laus/itt 3 svh dola e«huv Daöh 4 100 40 000 án blokk 105 Kleppsvegur fl|Ótl./ltl stigog.Þvotlur. stotc txy/ 4 100 45 000 án blokk 109 MariuOakki 15/4/1« 3 svh slola ekjhus. baöt> 4 H8 50 000 án blokk 112 Gullengl, |aröt lous.ltl GkBnylt.opÆ teiksvcitíN. t 1 Oýlí 220 samk Meö 4 herb 210 Garöabœ samk./l-2 ár Blskúr. húsgógn 3 svh. sto 1 Dýli 297 100 000 án 8 herb 108 Safamýri 1/8/96.1«. Entýi 6 3 hœöum m gai cönú 165 70.000 ön 6 herb 109 Fífusel laus/i sölu vaskahús og geymsla 1 kj aönú 230 78 000 án 5 herb 170 Vlkurstönd samkl./ltl. Lll Roðh á premur hCBÖum.* Notaðu tækifærið og skráðu íbúðina áður en hún losnar og komdu þannig í veg fyrir leigulausan tíma. EIGULISTINN LEIGUMIÐLUN Skráning í síma 511-1600 Skipholti 50B, 105 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.