Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 B 5 Það þarf mikinn kraft til að breyta til. Ég kom hingað á Kanal 2 eins og fíll í postulínsbúð með hausinn fullan af hugmyndum, sem ég hafði haft í mörg ár, en hefði aldrei fengið leyfi til að hrinda í framkvæmd á íslandi. Hér gat ég sett ýmislegt í gang. Það var kannski ekki allt jafnvinsælt, en heppnaðist þó.“ Geturðu nefnt dæmi um breyt- ingar, sem þú hafðir hug á og reyndir hér? „Það er eiginlega allt skipulagið. Við keyrum til dæmis að mestu án yfirmanna og þess vegna er stjórnunarkostnaður sáralítill. Pen- ingarnir eiga að skila sér á skjáinn í_ sjónvarpsefni og ekkert annað. Ég er til dæmis eini yfirmaðurinn í tækni- og framleiðsludeildinni. Við kaupum inn tæki eftir þörfum og án þess að hafa fullt af verk- fræðingum til að stjórna því. Tæk- in þurfa að nýtast í alla fram- leiðslu, ekki aðeins í tiltekinn hluta hennar. Aðhaldið í rekstrinum er gríðar- lega mikið og nákvæmlega farið yfir bókhaldið í hveijum mánuði. Þann 6. júní þurftum við að hafa allt á hreinu um reksturinn í maí, þurfum þá að standa skil á hverri krónu. Það er ekkert sem heitir að fara fram úr fjárveitingum. ABC-sjónvarpsstöðin á 20 pró- senta hlut í SBS og fyrirtækið er skráð á verðbréfamarkaði í Banda- DR var fyrirmynd ís- lenska sjónvarpsins í upphafi og allir ís- lensku starfsmenn- irnir menntaðir þar. DR er sjúkur risi og margt af því, sem er danska ríkissjónvarp- inu fjötur um fót er einmitt þad, sem verið er að gera á íslandi. ríkjunum. Þar þykir svona aðhald sjálfsagt. En það hefur líka borið árangur, því síðan 1991 höfum við aðeins fært út kvíarnar og ekki þuift að skera niður. Ég er stundum spurð að því hvort ekki sé leiðinlegt að fram- leiða sjónvarpsefni sem hreina söluvöru og svara því ávallt á þá leið að það sé ekki leiðinlegt að framleiða efni, sem horft er á. í mínum huga er sjónvarp ekki nein list, heldur fyrst og fremst gott handverk. Við erum að búa til af- þreyingu og söluvöru og ég kveinka mér ekkert við það. Ég sé ekkert ljótt í því að reka fyrir- tæki með hagnaði. Það eru hvort sem er allir hórur í þessum bransa, því hann snýst um að hafa horfun og ef hún næst ekki á maður ekk- ert erindi á þennan markað. Við höfum engar skuldbinding- ar gagnvart auglýsendum hvað efni varðar, en ef við náum ekki til áhorfenda þá er ekkert annað en að loka. Sjónvarpsefni er ekki gott nema að það bæði skemmti og fræði, en ef það er bara há- menningarlegt nær það ekki nema til fámennrar menntaklíku. Sápur njóta kannski ekki mikillar virð- ingar, en það eru líka til sápur, sem taka fyrir efni eins og sam- skipti í fjölskyldunni og fleira gagnlegt.“ Hvernig lætur þér að vinna meðal Dana? „Danir eru harðduglegir og mjög fagmannlegir og ég hef lært heil- mikið af þeim. I byrjun átti ég reyndar svolítið erfitt með að tala svona mikið um hlutina eins og þeir gera og fékk algjört ofnæmi fyrir öllu vandamálatalinu í þeim, þar til ég áttaði mig á að í þeirra huga þýðir „próblem" bara við- fangsefni, meðan ég leit svo á að orðið ætti við algjöra „katastrófu". Hér dugir ekki bara að setja hlut- ina í gang, heldur þarf að ræða þá fyrst. Danir eru duglegir við að skoða hlutina fyrirfram og sjá fyrir hvað gæti farið aflögu, en hoppa ekki bara út í eins og Islendingar gera. Það var því rosaleg kúvending að koma inn í andrúmsloftið hér. í upphafi hætti mér kannski til að framkvæma fyrst og tala svo um það á eftir, en það varð allt vit- laust ef ég kom bara og sagðist vera búin að gera hlutina, jafnvel þótt þeir væru sáttir við það sem ég hafði gert.“ Sjónvarpsheimurinn er karlaheimur Það er annars ekki mikið af kvenfólki í stjórnunarstörfum í íjölmiðlaheiminum. Hvernig er umhorfs í kringum þig í þeim efn- um?_ „Ég er eina konan í stjórnunar- stöðu hjá SBS. Sjónvarpsheimurinn er mikili karlaheimur, en ég hef tileinkað mér hugsunarháttinn hægt og rólega. Við vorum áður þijár konur, hinar tvær voru í Sví- þjóð, en þær þóttu ekki standa sig, svo ég er ein eftir. Skýringin á karlaveldinu í sjónvarpsheiminum er bara þessi venjulega: Það er ein- faldlega erfiðara fyrir konur að verða gjaldgengar í þessum karla- heimi. Sjónvarpsheimurinn er gífurlega kreijandi. Ef maður ætlar sér einhvern frama þar þýðir ekki annað en að hugsa um sjónvarp 24 tíma sólarhrings. Ég hef gert það í 26 ár og gæti víst ekki hugsað mér það neitt öðruvísi. Það er alveg sama hvort ég er á safni og sé einhveijar athyglis- verðar litasamsetningar eða horfi á fólk á járnbraut- arstöðinni að ég tengi þetta oft einhveiju sem ég er að vinna að. Ég get ekkert lokað á þessar hugsanir klukkan fimm og ákveðið að vinna ekki meira þann daginn. Það er alveg rétt sem ég las einhvers staðar að vinnan er kannski 37 tímar, en „karríerinn" er tíminn þar fyrir utan. Þann tíma eru kon- ur kannski ekki tilbúnar til að leggja af mörkum." Hvernig gengur þá að samræma vinnuna heimilishaldinu? „Ef ég ætti ekki mann, sem er líka í sjónvarpsbransanum þá væri þetta örugglega erfitt, en hann hefur fullan skilning á því að ég sé upptekin af vinnunni. En það léttir heimilisreksturinn líka mikið að ég bý í sambýli, þannig að við búum í einu af 25 húsum, sem eru saman um ýmislegt og það sameig- iniega fer að mestu fram í rúm- góðu húsi með eldhúsi, matsal og fleiru. Þarna búa 100 manns í allt. Við eldum til dæmis til skiptis, svo mín íjölskylda þarf ekki að elda oftar en einu sinni á sex vikna fresti, en auðvitað er hverri fjöl- skyldu fijálst að borða út af fyrir sig þegar hún vill. Þetta sambýlisform hentar vel minni lífsfílósófíu, sem er víst af- rakstur hippatímans. Ég kem heim til mín úr mínum lokaða heimi og hitti þarna alls konar fólk, lækna, hjúkrunarfólk, félagsráðgjafa. Fólk, sem hefur allt aðra lífssýn en sjónvarpskassann. Þarna lærir maður líka að taka tillit til annarra og það er gott fyrir krakkana. Og hugsaðu þér hvað þetta sambýlis- form er hagkvæmt á allan hátt. Tökum sem dæmi Tálknafjörð, þar sem búa 300 manns. Þar þyrfti strangt til tekið ekki nema þrjú eldhús og tvö þvottahús..." Þegar samræðurnar spinnast um heimilishaldið kemur því greini- lega í ljós að hún Maríanna á ekk- ert síður auðvelt með að hugsa út frá hagkvæmnissjónarmiðum á öðrum sviðum en í þessum þrönga sjónvarpsheimi... Störfin eru stór- hættuleg Washington. Reuter. STARF leigubílstjóra er hið hættu- legasta sem völ er á í Bandaríkjun- um, að því er fram kemur í nýrri könnun. Rúmlega 1.000 manns eru myrtir á ári hveiju við störf sín og sýnir könnun Vinnu- og öryggismála- stofnunar Bandaríkjanna að leigubíl- stjórar eru líklegastir allra starfs- stétta til að ljúka jarðvist sinni í vinn- unni. Onnur störf eru einnig stórhættu- leg í þessu samhengi. D'jgreglustjór- ar, óbreyttir lögreglumenn og einka- spæjarar sinna hættulegum störfum. Það gera einnig starfsmenn á hótel- um, og verkamenn á bensínstöðvum eða á bifreiðaverkstæðum. Öryggis- verðir, verðbréfasalar og töskuberar eru í nokkurri hættu og tæpast kem- ur á óvart að umhverfi farandsölu- manna er stórhættulegt. Hins vegar vakti það sérstaka athygli í könnun þessari að hún leiddi í ljós að nokk- uð er um að hárskerar séu myrtir í vinnunni. Þórsmörk Náttúran og sagan eftir Þórð Tómasson í Skógum kemur út í haust Þórður Tómasson er 75 ára á þessu ári og af því tilefni er mönnum boðið að votta honum virðingu sína með því að skrá sig á Tabula gratulatoria. Sendið inn áskriftarseðlana, eða hafið samband við útgáfuna. Ég undirrit_ óska eftir að nafn mitt verði skráð í Tabula gratulatoria í bókinni Þórsmörk - Náttúran og sagan, til heiðurs höfundinum, Þórði Tómassyni, á 75 ára afmæli hans og gerast um leið áskrifandi að bókinni. Verð til áskrifenda er kr. 4.960. Nafn: __________________________________________ Heimili:_________________________ Pnr.:________ Kennitala:_____________________________________ Kortnúmer:_______________________Gildistími:__ □ Visa Efgreitt er með greiðslukorti má skipta greiðslunni O Euro í þrennt. □ Póstkrafa □ Óska eftir að greiðslunni verði skipt í þrennt. Fyrsta úttekt af greiðslukortinu fer fram í þeim mánuði sem verkið kemur út. Póstburðargjald er ekki innifalið í verðinu. Mál og mynd - Bræðraborgarstíg 9 Sími 552 8866 - Fax 552 8870 - kjarni málsins! BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS ALMENNT SKULDABRÉFAÚTBOÐ Heildarnafnverð útgáfu: Útgefandi: Flokkar bréfa: Ávöxtunarkrafa á söludegi: Gjalddagar: Verðtrygging: Sölutímabil: Skilmálar: Söluaðili: Umsjón með útboði: 600.000.000,- kr. Búnaðarbanki íslands, Austurstræti 5, Reykjavík kt. 490169-1219. 96/5 5 ára kúlubréf, samtals 200 mkr. 95/15 15 ára árgreiðslubréf, samtals 100 mkr. 95/25 25 ára árgreiðslubréf, samtals 300 mkr. 5 ára bréf, ávöxtunarkrafa 5,55%. 15 og 25 ára bréf, ávöxtunarkrafa 5,50%. 96/5 einn gjalddagi 1. júlí 2001. 96/15 árlegir gjalddagar afborgana og vaxta 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 1997. 96/25 árlegir gjalddagar afborgana og vaxta 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 1997. Bréfin eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs. 15. júlí 1996 til 31. desember 1996. Lágmarksupphæð er að nafnvirði 100.000,- kr. í flokk 96/5, en að lágmarki 1.000.000,- kr. í öðrum flokkum. Verðbréfaviðskipti Búnaðarbanka íslands og útibú bankans. Verðbréfaviðskipti Búnaðarbanka Islands. Skráning: Sótt hefur verið um skráningu á Verðbréfaþingi íslands. Útboðs- og skráningarlýsing vegna ofangreindra skuldabréfa Iiggur frammi hjá Búnaðarbanka íslands. Verðbréfaviðskipti BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS Austurstræti 5, 155 Reykjavík, sími 525-6370, myndsendir 525-6259 Aðili að Verðbréfaþingi Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.