Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ~h MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 B 13 Það lið sem tapaði skyldi þrífa salernin að mót- inu loknu svo það var til einhvers að vinna. Ungir og aldnir tróðu upp með söng- og dans, eftirhermur, ljóðalestur og hljóðfæraleik svo nokkuð sé nefnt. Nokkrir gamlir smalar úr Jök- ulfjörðum rifjuðu upp gamla takta með því að reka mótsgesti í kringum samkomuhúsið. Á laugardagskvöldinu var dregið í Híramíuhapp- drætti. Allar söngbækurnar voru tölusettar og dregið úr númerunum. Ef enginn gaf sig fram með vinningsnúmer var dregið aftur þar til vinn- ingurinn gekk út. Þannig var þetta allt á eðlileg- um og afslöppuðum nótum. Enginn fullur eða edrú Það var ekki síst að fólk skemmti sér við að spjalla við gamla vini og kunningja. Menn rifj- uðu upp gömul kynni og gamla daga. Við hitt- um Óskar Friðbjarnarson fiskverkanda úr Hnífs- dal þar sem hann var við félagsheimilið. Óskar er landsþekktur fyrir afburða góðan hákarl og harðfisk sem hann framleiðir í hjalli sínum. „Hér má enginn vera fullur - og enginn edrú,“ sagði Óskar léttur í bragði. Hann rifjaði upp þegar hann sótti skemmtanir á Flæðareyri á yngri árum. „Ég rtian að það kostaði krónu inn og 25 aura ölið.“ Hann benti út á túnið og sagði: „Eg sé fyrir mér frænda minn, Halldór Pálsson frá Höfða, þar sem hann sat hér í túninu um- kringdur litlum frændum og frænkum. Hann tíndi tuttugu og fimmeyringa úr buddunni sinni og rétti hveiju og einu. Þá gátu allir keypt sér flösku af Vallas appelsíni frá Akureyri. Halldór fór á vertíðir og átti peninga sem annars voru sjaldséðir." Enn er drukkið „Vallas“ á Flæðar- eyri. Vörumerkið hefur fengið yfirfærða merk- ingu og er nú notað um „styrkta" gosdrykki. Frá Sidney til Flæðareyrar Fólkið kom víða að, en líklega engir lengra en hjónin Björk Dagbjartsdóttir og Gary Potter, ásamt börnum sínum Eriku og Reyni, en þau búa í Sidney í Ástralíu. Þau komu ásamt föður Bjark- ar, Dagbjarti Majassyni. „Ég hef ekki áður komið á Flæðareyrarhá- tíð,“ sagði Björk. Kveikjan að því að þau komu nú var að Dagbjartur varð áttræður í fyrra. Fjöl- skyldan hittist i Danmörku og fór til Noregs þar sem Rannveig Ragúelsdóttir, frænka Bjarkar, býr ásamt kúrdískum manni sínum Amad Hajo og þremur bömum. Þar var ákveðið að hittast á Flæðareyri í ár og voru þau Rannveig og Amad einnig á Flæðareyri með börnum sínum. „Það er ægilega gaman að koma hingað,“ sagði Björk. „Gary hefur gaman af útivist og fjallgöngum svo þetta á vel við hann.“ Þegar kinin Pálína söngkona, Hrólfur harmónikkuleik- ari og Haukur trommari Vagnsbörn úr Bolung- arvík sem fyrst léku og sungu fyrir dansi. Laga- valið mætti nefna íslandslistann frá aldamótum og fram á síðari ár, vinsæl lög sem þjóðin hefur sungið í rútum og útilegum um árabil. Á þessu balli var ekkert aldurstakmark, í hvorugan end- ann. Börn og gamalmenni voru þar í bland við unglinga og miðaldra sem ýmist dönsuðu í þéttu faðmlagi vegna troðningsins eða sátu og stóðu með veggjum, fylgdust með dansinum eða spjöll- uðu saman. Margir tóku undir sönginn og tónlist- in var ekki háværari en svo að vel var spjall- fært. Það var funhiti í salnum og gott að oma sér þar eftir nepjuna úti. Þegar fólki varð of heitt rölti það útfyrir til að kæla sig. Aðrir fóru niður í eldhúsið og fengu sér hressingu. Allt svo eðlilegt Guðrún Helga Leifsdóttir frá Eskifirði stóð við olíueldavélina og setti pylsur í brauð fyrir viðskiptavini sem stóðu utan við gluggann. Yfir eldavélinni héngu nokkur pör af strigaskóm til þerris. Það leyndi sér ekki að Guðrún var í góðu skapi. „Hér er ánægt fólk og því líður ljóm- andi vel,“ sagði hún hlæjandi. „Þetta er allt svo eðlilegt!" Guðrún var ásamt móður sinni, fjórum systkinum og fjölskyldum þeirra á mótinu. Hún sagði að mótsgestir væru allir meira og minna skyldir, þetta væri ein stór fjölskylda. Vindinn lægði þegar leið á nóttina. Fáninn sem daglangt hafði staðið strekktur lafði nú þreyttur við hún. Um leið og lygndi hlýnaði. Bátarnir á læginu spegluðu sig í sléttum Leiru- firðinum og gyllt ský endurköstuðu geislum miðnætursólarinnar yfir Einbúa og Lónanúp. Víða á mótssvæðinu mátti sjá fólk í litlum hóp- um, sumir rauluðu við gítarspil, aðrir röbbuðu saman. Krakkarnir voru enn að leik, gengu á stultum og keyrðu hjólbörur, nokkur voru á fleygiferð með plastpoka að safna tómum dósum og flöskum. Ung pör leiddust feimnislega í sum- arnóttinni eða tylltu sér á fjörukambinn og hjúfruðu sig. Það var skipt um hljómsveit og Halli nikkari (Magnús Haraldur Magnússon) og Ingi Jóhann- esson þöndu dragspilin í vínarkruss og polka við öruggan takt Halldórs Guðmundssonar trommara þegar við blaðamenn héldum út að Höfða til að taka á okkur náðir. Við nutum þess að sjá sólina koma upp yfir norðurfjöllin og hella geislum sínum yfir firðina. Selkópur spókaði sig á Höfðabótinni og í hlíðum Hestsins gaggaði tófa. Yrðlingarnir í greninu við vatns- bólið okkar kumruðu á móti. Einn gesta á Flæðareyri var Sjöfn Theodórs- A„,., , . , Morgunblaðið/Árni Sæberg OSKAK skvetti a balið svo skiðlogaði í kuldastrekkmgnum. Kappklæddir hátíðargestir tylltu sér utan í hól og sungu átthagasöngva og ættjarðarlög við harmónikkuundirleik. PÁLL Halldór Kristinsson, átta ára harmónikkuleikari, skemmti á kvöldvökunni. þau yfirgáfu veturinn í Ástralíu var þar 18 stiga hiti og því nokkur viðbrigði að koma í 6 stiga sumarhitann í Jökulfjörðum. Dagbjartur Majasson er frá Leiru í Leiru- firði. Bærinn fór í eyði 1926 og flutti fólkið þá að Höfðaströnd. Árið 1941 flutti Dagbjartur svo í Sætún í Grunnavík. Þar kvæntist hann Sigríði Kristjánsdóttur, uppeldisdóttur séra Jónmundar Halldórssonar á Stað í Grunnavík. Þau fluttu svo 1948 á Seltjarnarnesið. Dagbjartur hefur alltaf haldið tengslum við sveitina sína og oft komið norður. Honum þótti dýrmætt að fá einkadóttur sína, tengdasoninn og barnabörnin með sér í þetta sinn. Um leið og dansinn hófst á laugardagskvöld var félagsheimilið troðið af fólki. Það voru syst- VÍÐA sat fólk í litlum hópum við gítarspil og söng. Guðrún Helga Leifsdóttir við pylsupottinn. VIÐGERÐALIÐIÐ ’96 atti kappi við Landsbyggðarúrvalið í HESTAFÓLKIÐ var ánægt að heimta hrossin aftur af fjöllum. knattspyrnu. VL menn viðhöfðu ýmsar tilfæringar. Flugmaður smalaði þeim á flugvél úr dal ofan við neðstu brúnir. MaríiilHirn 381 . 'ý gadur y J^^Xlnn^NeT^"^, Staðarheiði fe...' Bjarnar- itndi núpur Höfðaströnd Höfði TVöU- /jöp hálsp^A^ ' 276 y Hestur ” i "Ov j® Miðmunda- fcS1' 4 fcU311 4 ^ / k Tincla- 638 X /CO’ skörð V- Sauðhyrna 649 Nónhðgg Dynjandisfjal) Árbók Ferðafélags íslands 1994 dóttir, eða Theo Brown eins og hún heitir upp á amerísku. Sjöfn býr í Mt. Vernon í Washing- tonríki og hefur búið vestra í 39 ár og á þar fjölskyldu. Hún sleit barnsskónum í Aðalvík, á Patreksfirði, ísafirði og Hnífsdal. Sjöfn kunni því ágætlega að vera á hátíðinni, þótt seinna væri gengið til náða en hún á að venjast í Ameríku. „Þetta er dásamlegt!, Það er engin ástæða til að sofa á íslandi. Þetta er okkar náttúra. íslendingurinn er aldrei tekinn úr okk- ur, sama hvað við búum lengi erlendis." Sjöfn þótti ótrúlegt að sjá hvað fólkið lét kuldann lítið á sig fá. Ekki þótti henni verra að komast á sveitaball. „Við fórum í gamla daga frá Patreksfirði á sveitaböll á Barða- strönd. Þar spilaði gamall karl á harmónikku og kunni ekkert nema sambatakt svo við döns- uðum bara samba!“ Sjöfn reynir að koma til Islands á fjögurra ára fresti og hlakkar ævin- lega jafn mikið til. „Mig dreymir oft í Aðalvík þótt ég væri ekki nema sjö, ára þegar ég fór þaðan. Þar er svo yndislega fallegt." Fjallhressir hestar Sjö Borgfirðingar á ellefu hestum komu sunn- an úr Tungu í Svínadal til Flæðareyrar. Fólkið hafði riðið í einum áfanga frá Sandeyri á Snæ- fjallaströnd um Grunnavík og að Flæðareyri. Það ætlaði eftir mótið í Furufjörð og Reykja- fjörð áður en haldið_yrði suður Strandir. Farar- stjóri var Samúel Olafsson bóndi, fæddur og uppalinn í Furufirði. Á sunnudagsmorgninum sluppu hrossin og enginn vissi hvert. Þeirra var leitað í ailar áttir án árangurs. Að vonum voru hestamennirnir óhressir og allt eins líklegt að þeir væru orðnir strandaglópar með reiðtygi sín, hnakka og hnakktöskur. Loks var að kölluð út flugvél frá ísafirði að leita hrossanna. Síðdegis á sunnudeginum mátti sjá litla rellu þræða fjalladalina. Þegar hún kom yfír Dynjandisdal breyttist fluglagið og upphó- fust miklir loftfimleikar. Þóttust menn skynja að þar væru hestarnir fundnir og tygjuðu sig til smalamennsku. Ekki linnti loftfimleikunum og undraðist fólkið hvað þetta ætti að þýða en skildi fljótt hvað fyrir flugmanninum vakti. Hann var að reka hestana! Brátt sást hópurinn Gary Potter, Erika, Björk, Reynir og Dagbjartur Majasson. Hlíf Guðmundsdóttir. Helga Ástríður Pálsdóttir. Sjöfn Theodórsdóttir. Steinar Örn Eydal, Óskar Friðbjarn- arson, Guðmundur Páll Óskarsson. Ragúel Hagalínsson. Steinunn Guðmundsdóttir í stofunni á Höfða. koma fram á fjallsbrúnina og lét flugmaðurinn ekki af fyrr en hrossin voru komin niður að Flæðareyri. Sum þessara hrossa eru ekki alveg óvön fjall- göngum því í ársbyijun 1995 stukku þau upp á brún Skarðshyrnu í Svínadal og þurfti tölu- vert umstang til að ná þeim niður, eins og greint var frá í blöðum á þeim tíma. Lánuðu tarfinn til byggingarvinnu Aldursforseti mótsins var Helga Ástríður Pálsdóttir frá Höfða, hún verður 87 ára í októ- ber næstkomandi. Hún gaf þeim yngri ekkert eftir og var með seint og snemma. „Ef það er nokkur leið að komast þá fer ég á Flæðareyri," sagði Helga. Hún vílaði ekki fyrir sér langar gönguferðir. „Æskustöðvarnar toga í mig. Ég gekk út á Höfða í gær, átti eftir að taka mynd af steini þar. Ég safna myndum frá bernsku- stöðvunum sem ég get skoðað þegar ég kemst ekki lengur." Höfði er næsti bær við Flæðareyri og Helga man vel eftir stofnun Ungmennafélagsins Glaðs um 1930 og byggingu félagsheimilisins skömmu síðar. Helga segir að stofnendur Glaðs hafi ver- ið 14 og fyrstu fundirnir haldnir í stofunni á Höfða og nálægum bæjum. „Halldór Halldórsson frá Dynjanda gaf land undir félagsheimilið og 20 poka af sementi, það var byrjunin," segir Helga. Eins gáfu bændur í sveitinni lömb til byggingarinnar. „Það var vinnu- skylda að vinna í húsinu og ef félagamir gátu ekki unnið urðu þeir að borga. Við Guðrún (tvíburasystir Helgu) sluppum því við lánuðum tarf og kerru til flutninga.“ Tarfur þessi var bola- kálfur sem systumar á Höfða ólu upp. Hann var gæfur sem lamb og dró kerru á við tvo hesta. Kerran var notuð til að flytja byggingarefnið. „Halldór bróðir minn var aðalmaðurinn við að drífa þetta áfram,“ segir Helga. „Eftir að húsið var vígt lagðist mikið á okkur Guðrúnu að ræsta og baka fyrir skemmtanir. Það var dansað við harmónikku fram á morgun. Það þekktist ekki fyllerí og ekki einn einasti sem reykti. í eldhúsinu niðri stóð rabbarbaragrautur sem við Gunna elduðum á Höfða og var borinn hingað. Grauturinn var borðaður með rjóma og einnig boðið upp á kaffi og kökur.“ Með trillu á dansleik Steinunn Guðmundsdóttir frá Höfða og upp- alin í Grunnavík var mætt á Flæðareyri með sínu fólki. Hún mundi vel skemmtanir Ung- mennafélagsins Glaðs. „Það var minnst ein leik- sýning á ári, yfirleitt í kringum áramótin. Fyrst var sýnt í baðstofunni á neðri bænum á Dynj- anda. Þar sá ég leikritið Átján barna faðir í álflieimum og mér er minnisstæð stelpan sem lék umskiptinginn. Eftir að félagsheimilið kom var sýnt þar. Eg man eftir sýningum á Happinu eftir Árdal og Manni og konu. Pabbi minn átti trillu og fór með okkur á böllin á sumrin. Þá var komið við á Kolsá og Höfðaströnd til að taka upp fólk. Fólkið frá Horni kom siglandi með Kvíafólkinu yfir. Þetta var líkt og nú, það kom allur aldur. Þegar börn- in sofnuðu voru þau lögð inn í herbergi eða á sviðið og svo var dansað til morguns,“ segir Steinunn. Hún segir að bögglauppboð hafi ver- ið ómissandi á böllunum. Bændur gáfu lömb og fólk lagði ýmislegt annað til í bögglana. Ragúel Hagalínsson Ragúel Hagalínsson er orðinn 75 ára en kvik- ur og hress eins og unglingur. „Ég er fæddur á Leiru, fór 5 ára á Steinhóla á Höfðaströnd þar sem ég var í 15 ár. Síðan að Efra-Sætúni í Grunnavík þar sem ég var í 21 ár. Þá sáum við að ekki þýddi lengur að beijast," segir Ragúel. Kona hans er Helga Stígsdóttir frá Horni. Þau voru meðal þeirra síðustu sem fluttu úr hreppn- um haustið 1962. Ragúel segir lífsbaráttuna í Jökulfjörðum hafa verið erfiða þegar hann var ungur en batnað síðustu árin. „Maður taldi svo sjálfsagt og eðlilegt að svona ætti lífið að vera meðan maður þekkti ekki annað. Annars voru þetta ágæt ár, að minnsta kosti í minningunni.“ Ragúel var kominn undir tvítugt þegar hann gekk í Ungmennafélagið Glað og var síðasti rit- ari félagsins. Hann var tíður gestur á Flæðareyri í eina tíð. „Það voru ekki margir sem voru oftar en ég á böllum,“ sagði Ragúel hlæjandi. Böllin voru boðuð með bréfum sem á stóð: Berist til næsta bæjar og voru auglýsingarnar þannig sel- fluttar um sveitina. í fyrstu var spilað fyrir dansi á grammofón og síðar eina harmónikku. Sjálfur keypti Ragúel harmónikku í félagi við Matthías heitinn bróður sinn árið 1942 og spiluðu þeir til skiptis fyrir dansi. Ragúel segir að böllin hafí yfirleitt staðið til 8 á morgnana. „Aðsóknin gat verið upp undir hundrað manns því margir komu frá Hesteyri og síldarstöðinni á Hekleyri og alls staðar úr hreppnum." Unga fólkið vílaði ekki fyrir sér langar ball- ferðir um fjallvegi og firði. Einu sinni var boðað til dansleiks að Flæðareyri. Fólk kom norðan frá Homi í Kvíar, sjö tíma gang. Þaðan var róið yfir á Flæðareyri, sem tók klukkutíma. Þegar á Flæðareyri kom komst fólkið að því að að ballið hefði verið fellt niður vegna dansleiks í Unaðsdal á Snæfjallaströnd. „Þau létu sig ekki muna um að rölta fjóra tíma í viðbót í Unaðsd- al,“ segir Ragúel. Að sumu leyti minna Flæðareyrarhátíðarnar Ragúel á gamla daga. „Það rifjast margt upp hjá manni. Maður verður hreinlega ungur í annað sinn við að koma hingað. Svo hittir mað- ur svo margt fólk sem maður sér ekki nema á fjögurra ára fresti. Aðalerindi mitt nú orðið er að hitta fólkið." Ungur Grunnvíkingur sagði stóran mun á Flæðareyrarhátíð og öðrum útihátíðum sem hann hafði sótt. „Fólk er fengið hingað til að skemmta sér en ekki til að ræna það.“ Þessari sérstæðu skemmtun lauk aðfaranótt mánudags. Upp úr hádeginu var von á Fagranesinu til að sækja fólk og föggur þess. Menn voru snemma á fótum að taka saman. Það gekk greiðlega að hlaða skipið og fólk kvaddist með þeim heit- strengingum að sjást aftur að fjórum árum liðn- um á Flæðareyri. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.