Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNIIAl JCJI Y^IKKAAR Rafrún ehf. óskar að ráða rafvirkja eða rafvirkjanema til starfa sem fyrst. Upplýsingar í símum 564 1012 og 557 3687. Byggingastjóri Verktakafyrirtæki í borginni óskar að ráða byggingastjóra til starfa strax. Leitað er að byggingatæknifræðingi eða byggingafræðingi með starfsreynslu á þessu sviði. Laun samningsatriði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til kl. 16 fimmtudaginn 18. júlí nk. Guðni Tónsson RÁDGIÖF & RÁDNINGARMÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Forstaða bókasafns Starf forstöðumanns Bæjar- og héraðsbóka- safnsins á Selfossi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. og skulu umsóknir um starfið, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, berast Bæjarskrif- stofu Selfosskaupstaðar, Austurvegi 10, Selfossi. Væntanlegur forstöðumaður þarf að hafa lokið prófi í bókasafnsfræði og einnig er reynsla í stjórnunarstörfum æskileg. Upplýsingar um starfið veita bæjarritari eða bæjarstjóri í síma 482 1977 og núverandi forstöðumaður safnsins, Rósa Traustadóttir, í síma 482 1467. Bæjarritarinn á Selfossi. VEGAGERÐIN VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR HAGFRÆÐINGUR Staða viðskipta- eða hagfræðings í hagdeild Vegagerðarinnar er laus til umsóknar. Starfssvið • Undirbúningur og aðstoð við gerð rekstraráætlana. • Hagkvæmnisútreikningar og rekstrareftirlit. • Kostnaðareftirlit og kostnaðarsamanburður. • Úrvinnsla bókaldsgagna. • Ýmsar úttektir og verkefni tengd upplýsingagjöf fyrir Vegagerðina o.fl. Menntunar- og hæfniskröfur • Viðskiptafræðingur eða hagfræðingur. • Góð tölvukunnátta, Excel o.fl. • Sjálfstæði i starfi, markviss og nákvæm vinnubrögð. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skirflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: “Vegagerðin - Hagdeild” fyrir 19. júlí nk. RÁÐGARÐURhf SI}ÓRNUNARC)GREKSIRARRÁEXGJÖF Furuger&l 8 108 Rayk|lvik Siml 833 1800 Fax: 833 1808 Hatfang: rgmldlunOtraknat.lt Halnnliai http://araw.traknat.la/radgnrdur Laus staða aðstoðar- skólastjóra Við Höfðaskóla, Skagaströnd, er staða að- stoðarskólastjóra laus til umsóknar. Þá vatnar einn kennara í almenna kennslu. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Sæmundur Gunnarsson, formaður skólanefndar, í síma 452 2702 (vinna) og 452 2925 (heima). Grunnskólinn Hofsósi Við grunnskólann á Hofsósi eru lausar tvær almennar kennarastöður. Boðið er uppá leigufrítt húsnæði fyrsta árið. Hafið samband og kynnið ykkur aðstæður. Upplýsingar veitir sveitarstjóri, vs. 453 7320, hs. 453 7395 og skólastjóri, vs. 453 7344, hs. 453 7309. íþróttakennari - æskulýðs- og íþróttafulltrúi íþróttakennara vantar á Raufarhöfn. Auk íþrótta- og sundkennslu þarf hann að sjá um íþrótta- og æskulýðsstörf ásamt þjálfun og umsjón með ungmennafélaginu Austra. Góð laun. Á staðnum er glæsilegt, nýtt íþróttahús, 16 m innisundlaug, heilsurækt, sauna og Ijósabekkir. Raufarhöfn er 400 manna þorp í 150 km fjarlægð frá Húsavík. Sérstæð, villt og ósnortin náttúra. Mikið fuglalíf, einstök friðsæld, en einn- ig fjörugt félagslíf, gott mannlíf og öll hugsanleg þjónusta. Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Upplýsingar gefur Líney Helgadóttir, skóla- stjóri, í síma 465 1225 eða Hildur Harðar- dóttir, formaður Austra og skólanefndar, í síma 465 1339. Framkvæmdastjóri Óskum eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá Flutningamiðstöð Austurlands á Reyðarfirði. Starfssvið: Skipulagning og uppbygging fyrirtækisins. Dagleg stjómun með áherslu á markaðssetningu og öflun viðskiptasambanda. Við leitum að: 1. Drífandi og framsæknum manni. 2. Reynsla af stjómunarstörfum ásamt þekkingu á markaðamálum, fjármálum og bókhaldi nauðsynleg. 3. Menntun á sviði viðskipta-, verkfræði-, eða tæknifræði æskileg. Upplýsingar veitir Gylfí Dalmann í síma 581 3666. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar “Framkvæmdarstjóri 266” fyrir 22. júlí n.k. Byggingafélag Gylfa og Gunnars óskar eftir að ráða kranamann á bygginga- krana og gröfumann á nýja Case-gröfu. Upplýsingar í síma 562 2991. Heilsugæslustöð Siglufjarðar Sjúkrahús Siglufjarðar Læknar Laus er ein staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslustöð Siglufjarðar. Stöðunni fylgir hlutastarf við Sjúkrahús Siglufjarðar. Staðan veitist strax eða eftir nánara samkomulagi. Krafist er sérfræðiviðurkenningar í heimilis- lækningum. Umsóknir berist til stjórnar sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Siglufjarðar á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá landlækn- isembættinu. Nánari upplýsingar gefa yfirlæknar heilsu- gæslu og sjúkrahúss í síma 467 1166. LYFJAVE RS LU N ÍSLANDS H F. iCELANDIC PHARMACEUTICALS LTD. Rannsóknarstarf Lyfjaverslun íslands hf. óskar að ráða lyfja- fræðing, efnafræðing eða meinatækni til starfa á rannsóknastofu fyrirtækisins á sviði lyfjaþróunar. Starfið er laust nú þegar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí nk. Umsóknir sendist til Lyfjaverslunar íslands hf., Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Umsóknir merkist: „Starfsumsókn". Nánari upplýsingar um starfið veitir Svandís Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri þróunar- sviðs, í síma 562 3900. FJÖRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREVRI Svæfinga- hjúkrunarfræðingar Staða svæfingahjúkrunarfræðings er laus við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Staðan veitist frá september og er starfshlut- fall 80 eða 100%. Á svæfingadeildinni er umfangsmikil og fjöl- breytt starfsemi. Bráðaþjónusta er allan sólarhringinn, allt árið. Upplýsingar eru gefnar af starfsmannastjóra hjúkrunar, sími 463 0273, og deildarstjóra svæfingadeildar í síma 463 0280. Ritari Lögmannsstofa, miðsvæðis í Reykjavík, ósk- ar eftir að ráða ritara í fullt starf. Starfið felst í öllum almennum ritarastörfum auk innheimtu o.fl. Leitað er að aðila með reynslu af störfum á lögmannsstofu og þekkingu á innheimtukerfi lögmanna. Góð íslenskukunnátta nauðsynleg. Ráðning fljótlega. Umsóknarfrestur er til og með 19. júlí 1996. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Lidsauki Hl Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.