Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGA R Hárgreiðslunemi! óskast sem fyrst fram til áramóta. Þarf að hafa lokið 1. bekk í Iðnskólanum. Upplýsingar á mánudag, í síma 551 3130, milli kl. 18.00-19.00. Hárhönnun. Vélstjóri Vanur vélstjóri (réttindi yfir 750 kw) óskast á bát á Vestfjörðum. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „Vélstjóri - 4376“, fyrir 19. júlí. Lyfjafræðingur Lyfjafræðingur óskast til starfa í Apóteki Keflavíkur. Góð laun í boði. Upplýsingar í síma 421 3200. FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA V. HRINGBRAUT, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 561 5959 Ræstingar Fólk vantar í ræstingar hálfan daginn. Upplýsingar á skrifstofutíma. Auglýsingasálfr. Ungur maður, með B.S. gráðu í auglýsinga- sálfræði og markaðsfræði, óskar eftir atvinnu- tilboði. Atvinnureynsla í umbroti og hönnun. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „A - 4300“. Trésmiðir/verkamenn óskast strax. Mikil vinna. Friðjón og Viðarehf., símar 565 3845 og 565 3847, bílasímar 85 42968 og 85 34335. Fyrirtækið var stofnað 1959 og er í dag eitt stærsta matvælaíyrirtæki landsins þar sem starfsmannafjöldi er um 300. Það hefur yfir að ráða nýjum og fullkomnum framleiðslutækjum í höfuðstöðvunum Skeifunni 19. Fyrirtækið á og rekur fjölda bakaría og eitt af markmiðum þess er að koma vörunni nýrri og ferskri til neytandans. Hagur neytandans er hafður í fyrirrúmi og lögð er mikil áhersla á ítrasta hreinlæti og hollustu. Fyrirtækið hefur nú nýverið fengið viðurkenningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. Myllan Brauð hf., óskar eftir að ráða starfsmann í TÖLVUDEILD Leikskóli St. Franciskussystra, / Stykkishólmi Leikskólakennarar Lausar eru eftirtaldar stöður: Staða aðstoðarskólastjóra og stöður leik- skólakennara. Stöðurnar eru lausar frá og með 1. september eða eftir nánara sam- komulagi. Fyrirhugað er að ráða leikskólafulltrúa í hluta- starf á vegum bæjarfélagsins. Æskilegt er að þeir, sem ráðnir verða, hafi áhuga á að hafa fagleg áhrif á mótun skól- ans ásamt þeim, sem nú starfa við skólann. Hér er tækifæri fyrir samhentan hóp leik- skólakennara að aðstoða við að byggja upp betri leikskóla. Við leikskólann starfa nú 80 börn í blönduðum deildum og 12 fullorðnir auk skólastjóra, í 10 stöðugildum. Stykkishólmur er 1300 manna byggðarlag í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Aðstoðað verður með útvegun húsnæðis. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1996. Frekari upplýsingar veita stjórnarmenn leik- skólans, Margrét Thorlacius og Róbert Jörg- ensen, í síma 438 1128 og bæjarstjóri, Ólaf- ur Hilmar Sverrisson, í síma 438 1136. Starfið felst í umsjón með tölvumálum fyrirtækisins þ.m.t. umsjón með Novel- netkerfi og rekstur á Concorde viðskiptahugbúnaði. Við leitum að einstaklingi sem þekkir ítarlega Windows umhverfið, Novel- netkerfi, Concorde viðskiptahugbúnað og Unix-stýrikerfí. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun í tölvunarffæðum. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann í síma581 3666. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar “Myllan 363” fyrir 22. júlí n.k. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráögjöf Skoðanakannanir Til móts við nýja tíma með Navís - óskað er eftir tölvunarfræðingum, kerfis- fræðingum og viðskiptafræðingum til starfa við forritun í Navision Financials Vegna stóraukinna umsvifa leitar Navís hf. að dugmiklum kerfis- tölvunar- eða viðskiptafræðingum til starfa við for- ritun í upplýsingakerfunum Navision Financials og Navision. Um er að ræða verkefni fyrir íslenska og erlenda aðila. Upplýsingakerfið Navision Financials er þróað miðað við staðla Microsoft af Navision Software A/S. stærsta framleið- anda viðskiptakerfa í Danmörku. Navision Financials hefur htotið einróma tof víða um heim en kerfið hlaut nýverið gulllverðlaun í úttekt breska tölvutímaritsins PC-user. Navision Financials er fyrsta viðskiptakerfið t heiminum sem ber merki Windows 95. Navís hf. er framsækið hugbúnaðarfyrirtæki í eigu Tækni- vals hf. Landsteina ehf. og starfsmanna. Fyrirtækið fytgir ströngustu stöðlum í þjónustu og þróun hugbúnaðarlausna. Navís hf. kappkostar að skapa starfsmönnum fullkomið vinnuumhverfi og veita viðskiptavinum þá bestu þjónustu sem kostur er. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og verð- ur öllum umsóknum svarað. Umsóknum skat skilað í af- greiðslu Morgunblaðsins merktum "Navfs-Nýir tímar" fyrir 21. JÚIÍ199Ó. NAVISION Financials NAVISIÖM ' REYKJALUNDUR Leikskólakennari - starfsmaður Leikskólakennari eða starfsmaður, með reynslu af uppeldisstörfum, óskast í 50°/o stöðu eftir hádegi frá og með 1. september nk. Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 566 6200 (177) til kl. 14.00 daglega. Staða deildarstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu Staða deildastjóra á skrifstofu lögfræði-, trygg- inga- og alþjóðamála er laus til umsóknar. Umsækjandi skal hafa lokið prófi í lögfræði. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, eigi síðar en 15. ágúst 1996. Reykjavík, 9.júlí 1996. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. VEGAGERÐIN TÖLVUNARFRÆÐINGAR KERFISFRÆÐINGAR TVÖSTÖRF Vegagerðin óskar að ráða tölvunarfræðinga, kerfisfræðinga eða aðila með sambærilega menntun í eftirtalin störf. 1. Gagnabanki Starfið felst í þróun, uppsetningu og viðhaldi gagnagrunna og hugbúnaði fyrir þá. Greining, hönnun og útfærsla verkefna vegna tölvu- væðingar þeirra. Samskipti við hugbúnaðarhús o.fl. Óskað er eftir einstaklingi með góða þekkingu á gagnagrunnum, SQL, ODBC, auk þess er æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á Visual Basic og Visual C++. 2. Einmenningstölvur Starfið felst í uppsetningu á tölvum og hugbúnaði, nettengingum, ásamt forritaþróun. Þjónusta við notendur o.fl. Óskað er efir þjónustuliprum einstaklingi, sem á auðvelt með samskipti og sjálfstæð vinnubrögð. Þekking á Visual Basic og Visual C++ æskileg. Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon eða Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: “Vegagerðin - og viðkomandi störfum” fyrir 26. júlí nk. RÁÐGARÐURhf STJÓRNUNARCXÍREKSIRARRÁÐGjC*1 FurugarSI 5 108 Ruykjuvlk Slml 833 1800 F»: 633 1808 Nvttingi rgmldlunttriknit.il Heimatlftai httpi//www.tr«kn»t.U/r»da«r<lur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.