Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 1
BILL SEMHEYRÆ OG SER - LIÐVAGNIHA UST-LAGUNA LANG BAKUR FRÁ RENA ULT - NÝTT HEMLAKERFIFRÁ SCANIA - NÝR L T SENDIBÍLL - PEUGETO 206 SMWAÐUR ÍBRETLANDI I fttwgtttiMattfe Skoda Felicia Aðeins kr. 849.000,- 1©Oi -fl MHMltBIN MYCCItr Á HtFOIHHI Tryggðu þér nýjan fjölskyldubíl núna. Þýsk gæði á ótrúlega lágu verði. 19 4 6-199* Nýbylavegur 2 Simi: 554 2600 1 Storlœkkaö verö SUNNUDAGUR14. JULI 1996 BLAÐ D ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 I Nýr LT sendibíll f ró VW í haust NÝR sendi- og farþegabíll frá Volkswagen, LT, verður fáanlegur hjá umboðinu, Heklu hf., með haustinu en LT er sambærilegur við Sprinter frá Mercedes Benz enda er búkur bílsins samvinnu- verkefni þessara þýsku bílaframleiðenda. Marinó Björnsson sölu- stjóri hjá Heklu segir að LT bíllinn sé ívið stærri og burðarmeiri en Transporter og því sé hann góð viðbót við sendibílalínu Volkswagen. LT sendibíllinn verður frumsýndur á bílasýningu í Hannover í haust og kemur hingað til lands fljótlega eftir það, líklega í októ- ber. Hann verður í fyrstunni fáanlegur með 2,5 lítra, fimm strokka og 102 hestafla dísilvél og frá byrjun næsta árs með 2,8 lítra, fjögurra strokka og 125 hestafla dísilvél. LT er fáanlegur í lengd- unum 4,83 m með þriggja metra hjólhafi, 5,58 m með 3,55 m hjólhafi og 6,53 m og er hjólhafið þá orðið 4,02 metrar. LT bíllinn ér afturdrifinn. Flatarmál flutningarýmis er frá 4,3 og uppí 7 fermetrar og rúmmálið frá 7 og uppí 13,4. Burðargetan er frá tæpu tonni upp í 1,5 tonn. Þá er hægt að taka hann með sætum og útbúa hann sem 9 manna bíl auk farangursrýmis og Marinó Björnsson segir hann líka vel fallinn til að innrétta eftir eigin höfði kaupenda, t.d. þeirra sem vilja fá smárútu. Verð liggur ekki fyrir ennþá. Jaguar á móti BMW TÖLVUTEIKNING þessi af Jaguar sýnir hvaða hugmyndir fyrirtækið hefur um nýjan, afturhjóladrifinn bíl sem ætlað er að keppa við BMW 3- og 5-linuna. Bíinum, sem kallast nú X200, er einnig ætlað að fara inn á þann markað sem Mercedes-Benz C- og E-linan keppir á. Áformað er að selja X200 á markað 1998. Nýtt raf einda- hemlakerfi Scania SCANIA hefur hannað nýja gerð rafeindahemlakerfis fyrir vöruflutn- ingabíla sem talsmenn fyrirtæksis- ins segja að muni auka verulega umferðaröryggi. Kerfið byggist á rafeindastýrðum diskahemlum á öll- um hjólum dráttarbílsins sem stýrir nákvæmlega hemlunarátakinu á hvert hjól og eykur viðbragðsflýtinn og tilfmningu bílstjórans fyrir hemlafetlinum. Scania segir að kerfið bjóði upp á meiri hægingu og skemmri stöðvunarvegalengd en hefðbundinn hemlabúnaður. Scania kynnti bún- aðinn á umferðaröryggisráðstefnu í Södertalje í Svíþjóð í vikunni. Kerfið var þróað í samvinnu Scan- ia og Bosch í Þýskalandi. Það verð- ur fyrst kynnt í nýrri 4-línu Scania í október nk. Scania segir að nýja hemlakerfið minnki stöðvunarvega- lengdina um sjö metra sé bílnum ekið á 80 km hraða á klst. fullhlöðn- um. Auk þess á kerfið að auðvelda bílstjóranum að stjórna bílnum af mikilli nákvæmni við hemlun, jafn- vel við slæmar aðstæður. Snemma á næsta ári býður Scan- ia einnig öryggisbelti sem er byggt í bílsætin. Óryggisbeltin verða staðalbúnaður í bíla á Evrópumark- aði og sem staðalbúnað verður einn- ig hægt að fá beltastrekkjara og líknarbelg í stýri. Framstuðari Scania langflutn- ingavörubíla er hannaður sem árekstravörn fyrir fólksbíla. Stuðar- inn er hafður í sömu hæð og stuðar- ar á hefðbundunum fólksbílum. Prófanir Scania hafa leitt í ljós að þessi búnaður hefur tilætluð áhrif þegar fólksbíl er ekið á kyrrstæðan vörubíl á 60 km hraða á klst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.