Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 1
84 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 159. TBL. 84. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Oeirðirnar á Norður-Irlandi „Mesta bak- slag í mörg ár" IaiihUhi, Londonderry. Reuter. SIR Patrick Mayhew, Norður- írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, lýsti í gær átökun- um á Norður-írlandi síðustu daga sem „versta bakslagi friðarferlis- ins í mörg ár". Mayhew kvaðst staðráðinn í að hrekja „óréttmæta gagnrýni" á bresku stjórnina og lögregluyfir- völd á Norður-írlandi vegna óeirð- anna. John Bruton, forsætisráð- herra írlands, hafði gagnrýnt bresku stjórnina fyrir að heimila göngu mótmælenda um hverfi kaþólikka í Drumcree sem leiddi til átaka í nokkrum norður-írskum borgum. Fórnarlamb óeirðanna jarðsett Þúsundir kaþólikka fylgdu Der- mot McShane, fyrsta manninum sem beðið hefur bana í óeirðunum á Norður-írlandi að undanförnu, til grafar í Londonderry í gær. Hann var jarðsettur við hlið tuga annarra fórnarlamba 27 ára átaka kaþólikka og mótmælenda. „í þau 20 ár sem ég hef verið hér hef ég sjaldan orðið var við jafnmikla sorg, fólkíð er næstum á barmi örvæntingar," sagði prest- urinn Con McLaughlin í útfarar- ræðu sinni. Varð fyrir bíl hermanna Dermot McShane var félagi í írska þjóðfrelsishernum (INLA) og lést á laugardag af sárum sem hann fékk daginn áður þegar hann varð fyrir bíl hermanna, sem reyndu að stöðva óeirðir meðal ungra kaþól- ikka. Kista hans var hulin fána ír- lands en foreldrar hans höfnuðu því að félagar hans í INLA kveddu hann með hefðbundnum hætti. McShane afplánaði 4'Zz árs fangels- isdóm á síðasta áratug fyrir sprengjutilræði en hann var ekki virkur félagi í INLA þegar hann lést. ¦ Sprengjusmiðja finnst/17 Reuter SAMBÝLISKONA Dermots McShane, sem beið bana í óeirðum, grætur meðan kista hans er látin síga í gröf í Londonderry í gær. Bandaríkj- unum verði refsað Washinjjton. Reuter. TALSMAÐUR Bandaríkjastjórnar sagði í gær Bandaríkin hvetja Evr- ópuríki til þess að koma til liðs við Bandaríkjamenn í viðleitni þeirra að koma kommúnisma á Kúbu fyrir kattarnef. Brugðust Bandaríkjamenn þar með við þeirri samþykkt utanríkis- ráðherra Evrópusambandsríkjanna að gripið verði til refsiaðgerða gegn Bandaríkjunum ef Bill Clinton, for- s'eti, kemur ekki í veg fyrir að um- deilt ákvæði bandarískra laga um viðskipti við fyrirtæki á Kúbu taki gildi. Hefur Clinton frest til miðnættis til þess að hindra gildistöku ákvæðis- ins, sem kveður á um að höfða megi mál á hendur erlendum fyrirtækjum sem kaupa eða selja eigur fyrirtækja, sem áður voru í eigu bandarískra borgara en voru gerð upptæk eftir byltinguna á Kúbu 1959. Jeltsín aflýsir fundi með Gore, varaforseta Bandaríkjanna Staða umbótasinna styrkist verulega Moskvu. Reuter. SÍÐASTA verk Borisar Jeltsíns Rússlandsforseta, áður en hann hélt í skyndilegt heilsubótarfrí í gær, var að reka yfirmann nánasta starfsliðs síns í Kreml, harðlínumanninn Ni- kolaj Jegorov, og ráða umbóta- sinnann Anatolí Tsjúbajs í hans stað. Þessi mannaskipti vekja at- hygli, því Jeltsín rak Tsjúbajs úr embætti einkavæðingarráðherra og varaforsætisráðherra í janúar síð- astliðnum. Jegorov er síðasti harðlínuhauk- urinn, sem missir hátt embætti í Kreml, en skömmu eftir umferð for- setakosninganna losaði Jeltsín sig við lífvörð sinn, Alexander Korz- hakov, og Mikhaíl Barsúkov, yfir- mann öryggissveita forsetans. Ekki er nóg með að Tsjúbajs komi í stað harðlínumanns sem yfirmaður þess starfsliðs forsetans sem hefur um- sjón með hinum daglegu verkefnum í Kreml, heldur er staða hans styrkt enn frekar með því að sameina stöðu helzta ráðgjafa forsetans stöðu yfir- manns starfsliðsins. Sá sem hefur gegnt hlutverki helzta ráðgjafa Jeltsíns fram að þessu, Viktor Iljús- hín, er gamall trúnaðarmaður for- setans. Iljúshín var fengið embætti varaforsætisráðherra. Stjórnmálaskýrendur segja skip- un Tsjúbais í þessa sterku stöðu við hlið forsetans þýða verulega bætta stöðu umbótaafla í Rússlandi. „Þetta gæti verið stór sigur fyrir frjálslynd öfl umhverfis Boris Jeltsín og Viktor Tsjernomyrdín. Skipunin mun hafa mikil áhrif á framkvæmd róttækra efnahagsumbóta," sagði Sergei Markov, stjórnmálaskýrandi í Moskvu. Gore ekki skemmt Jeltsín frestaði á síðustu stundu fundi með Al Gore, varaforseta Bandaríkjanna, sem fara átti fram í gær. Á blaðamannafundi í Kreml reyndi varaforsetinn lítið að dylja undrun sína og gremju yfir hinni skyndilegu dagskrárbreytingu. ¦ Gat ekki hitt/18 Hóta her IFOR og SÞofbeldi Sarcyevo, Reuter. LÖGREGLUSTJÓRINN í Pale, höf- uðstað Bosníu-Serba, hótar því að ráðast gegn hermönnum fjölþjóðaliðs IFOR og lögreglumönnum á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ), verði gerð tilraun til þess að taka leiðtoga Bosn- íu-Serba, þá Radovan Karadzic og herstjórann Ratko Mladic, höndum. Segir talsmaður SÞ í Sarajevo, Alex Ivanko, að fuli ástæða sé til að hafa áhyggjur af þessu í ljósi nýlegra árása á lögreglulið SÞ, nú síðast á föstudag. Þá séu greinileg merki um fjölgun í röðum öfga-þjóðernissinna og aukið ofbeldi af hálfu Bosníu- Serba. Á sunnudag var tilkynnt að Rich- ard Holbrooke, fyrrverandi sendi- maður Bandaríkjastjórnar í Bosníu, myndi halda til Sarajevo í vikunni til viðræðna um hvernig uppfylla mætti öll skilyrði Dayton-samkomu- lagsins um frið í Bosníu og þrýsta á um það að Karadzic yrði komið frá völdum. Kosningabaráttu frestað Yfirmaður Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE), Robert Frowick, tilkynnti í gær að kosninga- baráttan fyrir þingkosningar sem halda á um miðjan september í Bos- níu, gæti ekki hafist fyrr en Karadzic hætti stjórnmálaþátttöku. ? ? ? Mandela í Sorbonne NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, var í gær sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót við Sorbonne- háskóla í París. Hann líkti baráthi blökkumanna í Suður-Afríku gegn kynþáttaaðskilnaði við frönsku byltinguna árið 1789. Mandela er í fjögurra daga heimsókn í Frakk- landi og hvatti Frakka til að fjár- festa í Suður-Afríku og styðja þannig málstað blökkumanna. Hann líkti suður-afrískum blökku- mönnum við alþýðuna sem réðst inn í Bastilluna í París 14. júlí árið 1789. „27. apríl 1994 réðumst við, á okkar sérstaka hátt, inn í okkar Bastillu," sagði Mandela og vísaði til dagsins sem hann var lg'örinn forseti í fyrstu kosningunum með þátttöku allra kynþátta í Suður- Afríku. Mandela ræddi við Jacques Chirac, forseta Frakklands, á sunnudag og fór lofsamlegum orð- um um hugsjónir frönsku bylting- armannanna en minntist einnig á kurteislegan hátt á sögu Frakka sem nýlenduherra í Afríku. 32 fórust í Hollandi Eindhovcn. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 32 létust þeg- ar belgísk Hercules-herflutninga- flugvél fórst í lendingu á flugvell- inum við Eindhoven í Hollandi síð- degis í gær, að því er hollenska fréttastofan ANP greindi frá. Með vélinni voru 36 meðlimir lúðrasveitar hollenska hersins og fjögurra manna belgísk áhöfn. Vél- in var að koma frá Italíu. Að sögn vitna virtist sem flug- menn vélarinnar hefðu reynt að hætta við lendingu, en þá hefði ann- ar vængendinn rekist í jörð og vélin kollsteypst. Eldur hefði samstundis komið upp í henni. Fregnir hafa ekki borist af orsökum slyssins. Ekki eru flugritar, eða svonefndir svartir kassar, um borð í herflugvél- um, eins og eru í farþegaflugvélum. ffipST-^gj'', ", I _^ ,rí ' "^, ¦ : ¦H E« ¦• •¦¦. ¦ ¦ »v s "¦^wífc »««-*: "^SNI ^B ; mf~~* i ' ?Wi*>.\ *^B ^BP^T^i ki *r?5 B, íSmW ^kJ ViL/- • M \^ HH 1 ^B^H wm \ ¦ \ li ¦ Reutor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.