Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ejrjargarður við Örfirisey lengdur um 255 metra LOKIÐ er frumathugun Skipulags ríkisins á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar lengingar Eyjar- garðs við Örfirisey sem Reykjavík- urhöfn áformar að framkvæma. Núverandi garður er um 190 metra langur, en fyrirhugað er að lengja hann um 255 metra til austurs. Hlémegin við garðinn er gert ráð fyrir 71 metra löngum viðlegu- kanti með 13 metra dýpi miðað við hæðarkerfi Sjómælinga ís- lands. Gert er ráð fyrir að skip með allt að 45 þúsund tonna burð- argetu og 11,5 til 12 metra djúp- ristu geti athafnað sig við viðlegu- kantinn. Mat skipulagsstjóra ríkisins er að fyrirhuguð lenging hafi ekki í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfí, náttúruauðlindir eða samfélag. „Lenging Eyjargarðs við Örfírisey mun auka öryggi í af- greiðslu olíuskipa og draga úr hættu á mengunaróhöppum. Vinna við og útfærsla verklagsreglna til að fyrirbyggja óhöpp verði í sam- ráði við olíufélögin og Hollustu- vemd. Gijótnám fyrir gijót í brim- vörn er fyrirhugað í Geldinganesi. Nauðsynleg forsenda þess að efnis- taka vegna lengingar Eyjargarðs geti farið fram í Geldinganesi, er að fyrir liggi niðurstöður mats á umhverfísáhrifum þar ag að fallist hafi verið á efnistöku á grundvelli þess mats. Því setur skipulags- stjóri ríkisins það skilyrði að áður en að seinni áfanga verksins kem- ur liggi fyrir niðurstöður mats á umhverfísáhrifum fyrirhugaðs gijótnáms í Geldinganesi." Engar athugasemdir bárust Almenningi gáfust fímm vikur til að kynna sér framkvæmdimar og leggja fram athugasemdir, en engar bárust. Leitað var umsagna frá Borgarminjaverði, borgarráði, Hollustuvemd ríkisins, Náttúru- vemdarráði og Vita- og hafna- málastofnun. Einnig var Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur kynnt málið. Kæra má úrskurð skipulags- stjóra ríkisins til umhverfísráð- herra innan íjögurra vikna frá því að hann er birtur eða kynntur við- komandi aðila. Datt af hestbaki og slasaðist UNG stúlka datt af hestbaki á móts við bæinn Kross í Lund- arreykjardal síðdegis í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn og var stúlkan flutt með henni á Sjúkrahús Reykjavíkur í Foss- vogi. Stúlkan var enn í rannsókn þegar leitað var upplýsinga á Slysadeild. Að sögn sérfræð- ings var stúlkan ekki í lífs- hættu en hann taldi að meiðsl hennar gætu verið alvarleg. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kristján með klósettsetu EINHVERJIR hrekkjalómar gerðu sér að leik aðfaranótt sunnudags að smeygja klósett- setu upp á handlegginn á stytt- unni af Kristjáni konungi IX. sem stendur fyrir framan Stjórnarráðshúsið. Lögreglan brá skjótt við, kleif styttuna og fjarlægði ósómann af kóngin- um. Alþýðubandalagið Ólafur skrifar úr- sagnarbréf ÓLAFUR Ragnar Grímsson verðandi forseti íslenska lýð- veldisins hefur ekki enn sagt sig formlega úr Alþýðubanda- laginu að sögn Áma Bjöms Ómarssonar sem annast tölvu- mál flokksins. Árni segir að ekki hafí bor- ist formleg tilkynning um úr- sögn Ólafs Ragnars, en sam- kvæmt þeim upplýsingum sem honum hafi borist hefur Ólafur Ragnar skrifað úrsagnarbréf sem dagsett er 10. júní síðast- liðinn, sem verði aflient for- manni flokksins, Margréti Frí- mannsdóttur, í þessari viku eða áður en til embættistöku hans kemur 1. ágúst næstkomandi. Ekki þurfi neinn fyriivara á úrsögn frekar en í flestum öðr- um félagasamtökum og flokk- um. Ólafur hafí sömuleiðis ritað bréf til forseta Alþingis þar sem hann tilkynni að hann láti af þingmennsku, sem verði afhent sömuleiðis í þessari viku. Stálu mynt- fötum með um 600 þús. TVEIR menn voru handteknir í Reykjavík á laugardag vegna innbrota í Vík í Mýrdal. Mennirnir brutust inn að- faranótt laugardags í trésmiðju, bílaþjónustu, vörugeymslu Kaupfélags Ámesinga og vöru- geymslu Flutningamiðstöðvar Suðurlands. Þar stálu mennirnir myntfötum með rúmum 600 þús. krónum. Á hinum stöðun- um höfðu þeir tóbak og ýmis- legt fleira upp úr krafsinu. Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar innbrotin. Mennirnir hafa áður komið við sögu svip- aðra mála og hafa þeir þegar hafið afplánun fangelsisdóma vegna annarra mála. Bann við beinagrindaauglýsingu Osta- og smjörsölunnar sem líma átti á strætisvagna Hvíta húsið telur bannið byggt á húmorsleysi SKISSA af fyrirhugaðri auglýsingu Hvíta hússins fyrir Osta- og smjörsöluna á einum strætisvagna SVR. í herferð Osta- og smjör- sölunnar er lögð áhersla á hversu kalkrík fæða ostur er og mikil- vægi kalks í daglegri fæðu fólks, sérstaklega til viðhalds beinum og tönnum. FORS V ARSMENN auglýsinga- stofunnar Hvíta hússins eru ósátt- ir við bann forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur á auglýsingu frá Osta- og smjörsöiunni, sem líma átti á strætisvagna sl. föstudag. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, gerði grein fyrir afstöðu sinni í Morgunblaðinu sl. laugardag en hún telur óviðeigandi að gera far- þega SVR þátttakendur í auglýs- ingu án samþykkis þeirra. Auglýs- ingin sýnir sitjandi beinagrindur fyrir neðan glugga á strætisvagni. Ekki hægt að afla samþykkis farþega Lilja sendi Halldóri Guðmunds- syni, framkvæmdastjóra Hvíta hússins, bréf í gær þar sem hún segir m.a. áð hún telji útfærslu auglýsingarinnar geta skaðað ímynd SVR og viðskiptavina þeirra. Lilja vitnar í upphaf 8. greinar siðareglna um auglýsingar þar sem segir að ekki megi í aug- lýsingum sýna eða minnast á ein- staklinga, hvort sem þeir starfí á eigin eða opinberu sviði, nema áður fengin heimild sé fyrir hendi. Lilja segir ekki unnt að afla slíkrar heimildar hjá farþegum strætis- vagna og því samræmist auglýs- ingin ekki siðareglunum. Þá vitnar Lilja í samning SVR og Eureka hf. um auglýsingar á strætisvÖgnum SVR. Þar segir í 4. grein að Eureka hf. sé heimilt að hafa 10% flota SVR í sérstökum litum (heilmálaða) að eigin vali. Nánari útfærsla sé háð samþykki SVR hveiju sinni. Lilja segir þetta ákvæði taka af allan vafa um að útfærsla auglýsingar skuli borin undir SVR og að fyrirtækið áskilji sér rétt til að meta það hvetju sinni hvort fallist verði á útfærslu. Lilja segir að í símtölum sl. föstudag, bæði við Halldór og Júl- íus Þorfinnsson, framkvæmda- stjóra Eureka, hafí hún lýst sig reiðubúna til viðræðna um breytta útfærslu auglýsingarinnar sem SVR geti fallist á. Auglýsingin lögleg og siðleg Halldór Guðmundsson sendi Lilju bréf í gær þar sem hann lýs- ir furðu sinni á því hún skyldi tjá sig um málið í Morgunblaðinu. Hann hefði talið það hafa verið bundið fastmælum að „setja málið á ís“ og ræða saman á mánudag. Halldór segir athyglisvert að Lilja skyldi segja í samtali við Morgunblaðið að engar reglur séu til um auglýsingar á vögnum SVR. „Það er ef til vill þess vegna sem strætisvagnar SVR aka um með ólöglegar erlendar auglýsingar, jafnvel heilli viku eftir að Sam- keppnisstofnun hafði úrskurðað að þær brytu í bága við íslensk lög. Það er kaldhæðnislegt að sama dag og þú með geðþóttákvörðun hafnar fullkomlega löglegri og siðlegri auglýsingu, sem er íslenskt hugvit og handverk, aka vagnar SVR með ólöglegar erlendar auglýsingar. Vill fá banninu aflétt Er ekki kominn tími til að eig- endur SVR eða aðrir þar til bærir aðilar setji reglur, svipaðar þeim sem aðrir auglýsingamiðlar hafa, svo auglýsendur geti átt eðlileg viðskipti við SVR en séu ekki háð- ir duttlungum eða smekk - húmor eða húmorsleysi forstjóra SVR?“ segir Halldór í bréfínu. Halldór segir einnig að honum sé mjög til efs að í starfslýsingu forstjóra SVR sé kveðið á um af- skiptasemi af því tagi sem um ræði. Þá sé honum einnig mjög til efs að viðskiptavinir SVR, sem forstjórinn segist vera að vernda fyrir húmornum, kæri sig nokkuð um forsjá hans í þessum efnum. Halldór segist með bréfinu vilja freista þess að fá stjórn SVR og/eða eignaraðila SVR til að af- létta áðurnefndu banni, jafnframt sem hann biður um skýr svör um það hvort forstjóri SVR geti rift einhliða viðskiptasamningi um birtingu löglegrar auglýsingar að eigin geðþótta. Fréttin ekki að frumkvæði SVR Þessu bréfí svaraði Lilja í gær- dag. Hún sagði þar að blaðamaður Morgunblaðsins hefði haft við sig samband seint á föstudag til að bera undir sig þá frétt að SVR hefði stöðvað auglýsinguna. Hún hefði ekki gert annað en svara spurningum hans. Fréttin hefði ekki verið komin til fjölmiðla að frumkvæði SVR og það hefði því ekki verið að hennar völdum sem hún birtist. „Ég tel ekki að við höfum bund- ið það fastmælum að setja málið á ís fram yfir helgi og ræða saman á mánudaginn. Að vísu stakk ég upp á því en fékk ekki þær undir- tektir að hægt væri að skilja það sem samþykki af þinni hálfu. Nefnd auglýsing frá Calvin Klein, með enskum texta, var tek- in af vögnum SVR sl. föstudag. Birting Eureka á þeirri auglýsingu réttlætir á engan hátt að auglýsing Hvíta hússins verði birt,“ segir Lilja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.