Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laugarnes Kleppsvegur, 147 íbúðir Orfirisey ^\/— Mýrargata/Tryggvagata, 42 íbúðir misT jL ' / r Skólavörðustígur, 97 íbúðir Laugavegur, 234 ibuðir r Hverfisgata, 198 íbúðir Hofsvallagata, 46 íbúðir----- s/ebRaut /— Ásholt, 40 íbúðir ‘ \ \ Hringbraut, 285 íbúðir Snorrabraut, 91 ibuð Miklabraut, 164 íbúðir Hávaðamengun af umferð í Reykjavík Havaði yfir 65 desibil a ibuasvæði. Miðað er við meðalumferðarmagn á virkum dögum 1991 i-ossvoaui Aðeins eru teknar götur með meðalumferð umfram 7.000 bila a solarhring. TÆPLEGA 1.700 íbúðir í borginni eru í húsum þar sem hávaði mælist yfir 65 dB við húsvegg, samkvæmt yfirliti umferðardeildar borgarverkfræðings um umferðarhávaða í borginni. Borgarverkfræðing^ur biður um aukafjárveitingu vegna hljóðmengunar í borginni Nákvæmt mat lagt á hvar úrbóta er brýnust þörf Borgarverkfræðingur hefur farið fram á aukafjárveitingu til þess að ljúka gerð tillagna um hvemig bregðast megi við hljóð- mengun í hverfum borgarinnar. Miðað er við að þær verði tilbúnar í haust. STEFÁN Hermannsson borgarverk- fræðingur hefur mælst til þess við borgaryfirvöld að fá aukafjárveit- ingu að upphæð Vh milljón, svo ljúka megi gerð tillagna um úrbætur vegna hljóð- og loftmengunar í ýms- um hverfum borgarinnar. Erindi borgarverkfræðings verður tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag og er lagt til að undirbúningsvinnu verði flýtt, í ljósi umræðu sem spunn- ist hefur að undanförnu um hljóð- og loftmengun í borginni, eins og segir í bréfi frá embættinu. I erindinu segir einnig að með þessu móti megi ljúka tillögugerð, sem ella hefði frestast frarti á næsta ár, í haust, og jafnframt að reynt verði að meta nákvæmlega fjölda íbúða þar sem úrlausna er þörf og hvaða aðgerðir séu brýnastar. Lagt var fram á fundi skipulags- nefndar 6. febrúar 1995 yfirlit um- ferðardeildar borgarverkfræðings um umferðarhávaða í borginni og var afgreiðslu þess frestað. Málið hefur ekki verið afgreitt enn og verð- ur sama yfirlit lagt fyrir borgarráð í dag. Fram kemur að tæplega 1.700 íbúðir í borginni séu í húsum þar sem hávaði við húsvegg mælist 65 dB og yfir. í erindi borgarverkfræðings, sem lagt verður fram í dag, segir að við gerð yfirlitsins hafi einungis verið lit- ið á þær götur þar sem 7.000 bílar eða fleiri aka á sólarhring. Auk þess sé, til einföidunar, gert ráð fyrir sama umferðarhraða og hlutfalli þungra bfla á gatnakerfinu alls staðar. „Viðkvæmt mál“ í bréfi frá embættinu, sem dag- sett er 31. janúar 1995, og lagt var fram á fundi skipulagsnefndar 6. febrúar sama ár, segir að miðað sé við umferð á sólarhring árið 1991; að hlutfall bíla yfir 3,5 tonn sé 5% og meðalaksturshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Þá segir að ofan- greindar forsendur geti verið í lægri kantinum. „En rétt þótti að hafa þær þannig þar sem málið er mjög við- kvæmt. Þegar rætt er um aðgerðir á tilteknum stöðum, er rétt að mæla umferðarhávaða og telja umferð til þess að fá sem bestar forsendur fyr- ir aðgerðum.“ í bréfi borgarverkfræðings, sem borgarráð íjallar um í dag, segir jafnframt að yfirlitið hafi verið unn- ið i tengslum við endurskoðun aðal- skipulags og að því sé ætlað að gera lauslega grein fyrir umfangi þess vanda sem umferðarhávaði er fyrir íbúðabyggð. Eins og fyrr segir er áætlaður fjöldi íbúða í húsum þar sem hávaði er 65 dB eða meiri við húsvegg tæplega 1.700 og segir Stefán Her- mannsson borgarverkfræðingur að það sé um 4% íbúða í borginni. Stef- án segir ennfremur að það teljist mjög lágt hlutfall víðast hvar í ná- grannalöndunum, enda sé Reykjavík mjög ung borg, miðað við margar erlendar borgir. Borgarverkfræðingur nefnir til samanburðar að talið sé að % allra íbúða í Kaupmannahöfn séu í húsum þar sem hávaði við vegg mælist yfir 55 dB og ef miðað sé við 65 dB eða yfir séu íbúðirnar 70.000. Hafi borg- aryfirvöld þar sett sér það markmið að fækka vistar-verum þar sem slíkur hávaði mælist um helming fyrir árið 2010. í framhaldi aí yfirliti umferðar- deildar borgarverkfræðings, sem lagt verður fram á fundi borgarráðs í dag, er ætlunin að setja fram tillög- ur að aðgerðum og markmið fyrir næstu ár. Yfirlit yfír götur þar sem þar sem hávaði mælist yfir 65 dB við húsvegg leiðir m.a. í ljós vanda- mál við Hringbraut, Laugaveg, Hverfisgötu, Miklubraut og Klepps- veg. Einnig er umferð þung við Skólavörðustíg, Stórholt, Snorra- braut, Hofsvallagötu, Skipholt, og Tryggvagötu. Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur segir ekki búið að útfæra nákvæmlega hugmyndir um úrbæt- ur þótt búið sé að spá í ýmislegt. „Vestast á Hringbraut, þar sem að- stæður eru með þeim erfiðustu, kem- ur að mínu mati vart annað til greina en að gera ráðstafanir á húsunum sjálfum, til dæmis með því að setja þrefalt gler.“ Þá segir Stefán hafa verið til umræðu í tengslum við aðra skipulagsvinnu að færa Kleppsveg og þar með umferðarþungann, fjær húsunum. Hins vegar séu hendur manna bundnar við Laugarnes vegna fornminja þar. „Við Laugaveg og Hverfisgötu dugar ekkert annað en aðgerðir á húsunum sjálfum og að minnka umferð. Framkvæmdir okkar á Hverfisgötu miða einmitt að því að minnka umferð þar og færa út á Sæbraut,“ segir borgarverkfræðing- ur. í nýrri mengunarvarnareglugerð, sem færð var til samræmis við evr- ópskar reglur, er kveðið á um að mesta hljóðstig utan glugga við íbúð- arhúsnæði sé 55 dB. Fram kemur í tillögu að skipulagi gömlu hverfanna í Reykjavík, sem unnin var 1984- 1987, hjáteiknistofu Guðrúnar Jóns- dóttur arkitekts, að samkvæmt út- tekt danskra umferðasérfræðinga, Anders Nyvig A/S, geti tiltölulega lítill hávaði, 30-40 dB, valdið svefn- truflunum, eða erfiðleikum við að festa svefn. „Við hávaða yfir 55 dB er erfitt að halda uppi samræðum með eðli- legum raddstyrk, við 70 dB verða menn að kallast á og við 75 dB heyrist talað mál ekki úr eins metra fjarlægð.“ Þá segir í skýrslunni að um 10% þeirra sem búa við 55 dB hávaða opni sjaldnar glugga og séu ekki jafn oft utan dyra og aðrir og að við 65 dB sé hlutfallið orðið 50%. Þess má geta að mælingar við hús- vegg á Miklubraut hafa leitt í ljós 78 dB meðalhávaða en hávaði tvö- faldast með 3 dB aukningu. Rannsóknir á tengslum umferðar- hávaða og heilsufars hafa verið gerðar í nágrannalöndunum og kem- ur fram í nýjum drögum að umferð- ar- og umhverfisáætlun fyrir Kaup- mannahöfn að 4% Kaupmannahafn- arbúa þjáist af astma en 3% lands- manna. Ef miðað er við börn ein- göngu er hiutfallið örlítið hærra samkvæmt skýrslunni. Þar kemur einnig fram að sam- kvæmt könnun, sem gerð var meðal íbúa í borginni árið 1989, hafi yfir helmingur þátttakenda fundið fyrir óþægindum eða veikindum vegna loftmengunar af umferð. Sem dæmi um kvilla nefnda í könnuninni eru höfuðverkur, þreyta, hósti, þyngsli fyrir bijósti og sviði í augum. Einnig segir að þar sem öndunar- færi astma-sjúklinga séu viðkvæm- ari en annarra, finni þeir oftar fyrir óþægindum, og að könnun frá 1989 hafi leitt í ljós að bronkítis og astmi hafi verið algengari meðal starfs- manna hreinsunardeildar borgarinn- ar, sem vinna mikið á götum úti, en annarra stétta sem vinna utan- dyra, fjær umferð. Þá kemur fram í samantekt borg- arlæknis Kaupmannahafnar frá 1990, sem getið er í skýrslunni, að fimmti hluti íbúa borgarinnar verði fyrir truflunum vegna umferðarháv- aða. Nefndu íbúar svefntruflanir og skerta hæfni til einbeitingar sem dæmi. Einnig leiða rannsóknir á vegum embættisins í ljós að þeim sé búa við þungan umferðarnið sé hættara við að ofnota róandi lyf og jafnframt leikur grunur á að hávað- inn hafi slæm áhrif á þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Sophia Hansen hitti ekki dæturnar Kröfu Halims AI hafnað SOPHÍA Hansen fékk ekki að hitta dætur sínar á föstudag eins og ráð var fyrir gert samkvæmt úrskurði undirréttar í Tyrklandi. Á föstudag var einnig hafnað í Istanbul kröfu Halims A1 um að umgengnisréttur Sophíu verði felldur niður, eins og lögamaður hans hafði krafist á fimmtudag. Sophia lét reyna á umgengnisrétt- inn á föstudag en faðir stúlknanna, Halim Al, kom ekki með dæturnar eins honum ber samkvæmt gildandi úrskurði. Fullnustuskrifstofan ytra hafði upplýst hann um að látið yrði reyna á rétt móðurinnar, en hann sinnti ekki tilmælum þar að lútandi. Á vegum utanríkisráðuneytisins eru Ólafur Egilsson sendiherra og Atli Ásmundsson staddir í Tyrklandi og leita þar leiða til að fá Halim A1 til að virða úrskurð dómstóla. Ljóst þykir samkvæmt heimildum Morgunblaðsins að hann teljist lög- bijótur sökum þess að hann virðir að vettugi úrskurð dómstóla og munu fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa rætt við embættismenn í Tyrklandi til að knýja á um að tekið verði fastar á brotum föðurins, en ekki er skýrt hvernig þeim málum verður háttað. Andlát JÓN ÞOR- VARÐS- SON JÓN Þorvarðsson fyrrverandi sókn- arprestur í Háteigsprestakalli lést síðastliðinn sunnudag. Hann var á 90. aldursári. Jón fæddist á Víðihóli á Hólsfjöll- um 10. nóvember 1906. Foreldrar hans voru hjónin Þorvarður Þor- varðsson prófastur í Vík í Mýrdal og Andrea Elísabet Þorvarðsdóttir. Jón lauk stúdentsprófí frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1927 og guð- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1932. Veturinn 1935-36 stundaði hann framhaldsnám í kirkjusögu í Cam- bridge og London, auk þess sem hann dvaldist þá um hríð í Danmörku og Svíþjóð þar sem hann kynnti sér kirkjumál þeirra landa. Jón var aðstoðarprestur föður síns í Vík 1932-34, nema tímablið frá 30. september 1932 til 14. júlí 1933 er hann var settur sóknarprestur í Garðaprestakalli á Akranesi. Hann var sóknarprestur í Mýrdalsþingum 1934-1952 og prófastur í V-Skafta- fellssýslu 1935-1952. Hann var sóknarprestur í Háteigsprestakalli í Reykjavík frá 1952-1976 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jón var skólastjóri unglingaskólans í Vík í Mýrdal 1933-48 og í skólanefnd Skógaskóla 1948-52. Hann sat í kirkjuráði 1954-70, í stjórn Kirkju- kórasambands íslands 1953-64 og í stjórn Prestafélags íslands 1955-67. Jón var sæmdur riddarakrossi fálka- orðunnar 1969. Kona Jóns var Laufey Eiríksdótt- ir, sem lést 1993, og áttu þau þijú böm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.