Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uppbætur lækkaöar hjá elli- og örorkulífeyrisþegum: Mega hafa sjötíu og fimm þúsund í laun á mánuði - og eiga eiga 2,5 milljónir í peningum og-verðbréfmn Tí ! I Það er ekki svona hátt undir höfði vegna verðbréfa og peninga, góða. Við erum bara orðin svona bogin í baki. ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Góð veiði er víða um land LAXVEIÐIMENN hafa verið að fá’ann bæði fyrir sunnan, vestan og austan. Mönnum ber saman um að afli hafi verið góður og búast við góðri veiði áfram. Afli glæðist í Rangám Að sögn Þrastar Elliðasonar fékk útlendingaholl, sem byrjaði í Ytri-Rangá á fimmtudag, 10 laxa á sex stangir fyrsta morguninn. Breskur veiðimaður, Chris Shep- ard, fékk einn 20 punda (lbs.) á Rauða Frances, en eingöngu var veitt á flugu. Þröstur segir að laxinn sé nú byijaður að ganga fyrir alvöru. Fyrir helgi voru komnir um 50 laxar á land úr Eystrí-Rangá og 100 úr Ytri-Rangá. Góð byijun í Flekkudalsá Laxmenn, þeir Jón Ingi Ragn- arsson, Logi Kristjánsson og Ómar Blöndal Siggeirsson, leigutakar Flekkudalsár, opnuðu ána 1. júlí síðastliðinn og veiddu til hádegis. Að sögn Jóns Inga tóku þeir fimm laxa á einni klukkustund. Eftir hádegi sama dag tók fyrsta hollið við og fékk 36 laxa á 3 stangir á tveimur dögum. Jón segir vatna- svæðið, sem nær yfir Kjarlaks- staðaá, Tunguá og Flekkudalsá, hafa gefið mjög góðan afla það sem af er miðað við undangengin ár. Um hádegi á sunnudag voru komnir 78_ laxar á land eftir 13 veiðidaga. í fyrra veiddust alls 110 laxar í ánni. Stærð fiskanna var á bilinu 5-15 pund og fengust flestir á maðk. Selá yfir 100 laxa markið Helgi Þorsteinsson, formaður Veiðifélags Selár í Vopnafirði, sagði ána um það bil að skríða yfir 100 laxa múrinn. Um hádegi í gær voru komnir 97 laxar á land. Fyrstu tvö hollin fengu óvenju góðan afla, síðan kom deyfð í veið- ina og fiskurinn tók illa. Nú virð- ist laxinn aftur vera farinn að ganga af krafti og sýna agninu meiri áhuga. Fram að síðustu helgi var veitt á fjórar stangir en á sunnudag var efsta svæðið, þar sem veitt er á tvær stangir, opn- að. Þá fengust 19 laxar í Selá á sex stangir. Að sögn Helga er eins árs smálax farinn að ganga sem bendir til að árgangurinn sé sterk- ur. „Hann hefur að minnsta kosti ekki misfarist og líkur á að ár- gangurinn sé góður,“ sagði Helgi. Stærsti laxinn til þessa úr ánni er 18 pund en veiðimenn telja sig hafa orðið vara við raunverulegan stórlax á Fossbreiðunni og hafa slegið á 30 pund. Sá mun óveiddur enn. Dræmt í Þórisvatni Veiðimaður, sem var við veiðar í Þórisvatni á laugardag, sagði afla hafa verið dræman. Um 20 manns hefðu verið við veiðar og voru ineð frá engum og upp í þijá físka eftir daginn. Þeir sem fengu afla voru með vænan fisk, 2-3 ÓLI Þór Barðdal hampar hér Maríufiski sínum, 14 punda laxi, sem hann fékk í Blöndu um daginn. „Daiwa-gengið“ var þar í tvo daga og fékk alls 24 laxa. pund. Veiðimaðurinn sagði að veð- ur hefði Iíklega hamlað veiði en kalt var og hvasst þennan dag. Stuð í Grímsá Ingi Þór Jónsson, kokkur í veiði- húsinu við Grímsá í Borgarfirði, sagði að þar væru menn heldur betur að fá’ann þessa dagana. Alls voru komnir 450 laxar á land þar í gær. „Það var fremur rólegt í ánni framanaf en svo byijuðu lætin 1. júlí. Einn veiðimaðurinn fékk 17 laxa einn morguninn og síðastliðinn miðvikudag komu 60 laxar upp úr ánni. Hér er stuð!“ sagði Ingi Þór. Stærsti laxinn, sem kominn er, vó sextán og hálft pund en annars er þyngdin heldur í lægri kantinum, að sögn Inga, eða um 4-7 pund. Stofnandi Borealis Normandíbúar líta til norðurs Eric Eydoux MIKILL áhugi er á Norðurlöndum í Caen, sem er höf- uðborg Normandíhéraðs. Þar eru sérstakar stofnanir til að efla tengslin milli Normandí og Norðurlanda. Háskólinn hefur þar stórt hlutverk. Eric Eydoux út- skýrir ramma Norðurlanda- deildarinnar: „Við Caenháskóla störf- um við í Norðurlandadeild, sem er einhver mikilvæg- asta norræna deildin við háskóla í Frakklandi, bæði hvað varðar fjölda nemenda og kennsluefni. Þar eru kennd öll norrænu málin, dánska, norska, sænska, finnska og íslenska. Það er eini háskólinn þar sem hægt er að taka BA-próf í ein- hveiju norðurlandamálinu sem aðalfagi, auk magist- ersstigs. I Norðurlanda- deildinni eru að jafnaði 250-300 nemendur. En hvernig datt honum í hug að efna til þessarar miklu Norður- landahátíðar í bókmenntum, Norð- urljósa? „Þegar ég starfaði í Noregi fór mig að langa til að ná fjölbreytt- ara sambandi milli landanna en með háskólakennslunni einni. Því myndaði ég 1979 sérstakt norskt útibú í Bayeux, þar sem koma 6 norskir nemendur á ári og hægt að ljúka frönsku stúdentsprófi á þremur árum. Árið eftir, 1983, efndi ég til Fransk-norskrar mið- stöðvar við háskólann í Caen. Þangað sækja árlega 300 norskir nemendur og dveljast frá þremur vikum upp í eitt ár. Þetta er um- talsvert starf, því 8 manns starfa þar. Menningarhátíðin Borealis er sprottin af þessum grunni, hefði ekki getað orðið til án þessa bakst- uðnings. Þar sem þetta er alhliða norsk-frönsk menningarmiðstöð, sú eina af sínu tagi í Frakklandi, þá rekum við auk nemendaskipta almenn menningarskipti, fáum rit- höfunda, sýningar o. fl. “ 1992 byijuðum við ofur hægt á Boreales de Normandie, því fjárráð voru lítil. Það ár buðum við 12 rithöfundum, þar af tveimur frá íslandi. Þegar á næsta ári var áhugi héraðsins Basse Normandie vakinn og fékkst fé.“ Er þ'dð þá ekki ríkissjóður sem stendur að þessu? „í Frakklandi er valddreifing á ferðinni. Frakkland er sagt mjög miðstýrt, en nú nýlega fóru héruð- in að vega meira. Svo að nú er hægt að gera ýmislegt sem ekki var hægt fyrir fáum árum. Héruð- unum finnst þau því þurfa eitthvað til að skera sig úr og reka eigin stefnu út á við. Margir Norm- andíbúar trúa á möguleikana á að auka tengslin í norður. Fjölmargar stofnanir og söfn vinna í þá átt. Tengslin eru að vísu gömul, en það er eink- um síðustu áratugina sem farið er að vinna markvisst að þeim. Nefna má að ófáir menntaskólar eru í tvíburasam- bandi við menntaskóla á Norður- löndunum og líka dæmi um að héruð séu það. “ Norðurlandakynningin Borealis hefur þá vaxið úr grasi? „Aldeilis. Nú fáum við styrki frá héraðsstjóminni, úr ríkissjóði, Ca- enborg og ýmsum stofnunum og borgum í héraðinu. Enda fer kynn- ingin um 20 borgir. Það ánægju- lega er að margar borgir utan Normandí eru farnar að biðja um þessa norrænu rithöfunda til sín. ► ERIC Eydoux er forseti nor- rænu listahátíðarinnar Borealis í Normandí. Hann er dósent í bókmenntum og menningu Norðurlanda við Háskólann í Caen með áherslu á dönsku og norsku. Hann er frá París, franskur í föðurætt og norskur í móðurætt. 1970 kom hann til starfa í Caen, var síðan 4 ár í Noregi og eitt ár dósent í Strasbourg. Þá var hann menn- ingarfulltrúi Frakka í Noregi 1976-80, en síðan dósent við norrænu háskóladeildina í Ca- en. Hann hefur skrifað Dan- merkursögu á frönsku og þýtt mikið af dönskum bókmennt- um. Með honum á Islandi er kona hans Veronique Eydoux framhaldsskólakennari. Það er hafið í Rennes og St. Malo í Bretagne og Monpelier í Suður- Frakklandi. Einn af þingmönnum okkar vill að verði gerður sam- starfssamningur milli Norðurland- anna fimm og okkar um þetta. En þap þarf að vinna grunnvinn- una. í Frakklandi er til dæmis hvorki til íslandssaga á frönsku né bókmenntasaga. Það þyrfti því að leggja grunninn með langtíma- áætlun.“ Ert þú ekki á íslandi til að und- irbúa þessa miklu kynningu íhaust og um ieið bókmenntakynninguna á næsta ári? „Jú, og það gengur vel. Sjö ís- lenskir rithofundar koma og þeir lesa líka með frönskum rithöfund- um, auk þess sem við gefum út fjórar bækur eftir íslenska höf- unda í franskri þýðingu. Það verða sýndar kvikmyndir, flutt tónlist, leikrit leiklesið og opnaðar sýning- ar. Við höfum átt ákaflega góða samvinnu við Sverri Gunnlaugsson sendiherra í París og einnig við menntamálaráðuneytið hér. Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra hefur þegið boð um að koma til Caen í nóvem- ber. Við erum ákaflega ánægðir með viðtökunar. Hér fylg- ist franski sendiherrann með af áhuga. Á næsta ári höfum við hug á að efna til myndarlegrar norrænn- ar bókamessu. Viljum hafa bóka- sýningu með sakamálasögum eftir norræna og franska höfunda. Af því tilefni hyggjumst við þýða tvær sögur frá hveiju Norðurlandanna og gefa út 10 sakamálasögur. Að slíkum sögum er ég að leita og ætla að hitta íslenska útgefendur til að leiðbeina mér. “ Kynningin fer um 20 borgir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.