Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Gömlu hand- tökin sýnd Fjölmenni á starfsdegi í Laufási FJÖLMARGIR gestir lögðu leið sína í Laufás í Grýtubakka- hreppi en þar var svokallaður starfsdagur í og við gamla bæ- inn sl. laugardag. Hópur fólks tók þátt í dagskránni en sýnd voru gömul vinnubrögð sem nú heyra sögunni til. Sérstaka at- hygli vakti danshópur frá Dal- vík, sem sýndi þjóðdansa við harmóníkuundirleik framan við gamla bæinn. Dansararnir eru úr Félagi aldraðra á Dalvík og nágrenni og hafa lengi æft þjóð- dansa undir stjórn þeirra Margrétar Brynjólfsdóttur og Gunnars Björgvinssonar. Inni í bænum var kveikt upp í hlóðum og bakað, í búri var mjólkin skilin og strokkuð en einnig var gert skyr sem gestir fengu að bragða á. Einnig fengu gestir að smakka á slátri, hangi- ‘ kjöti, nýstrokkuðu smjöriog heimabökuðu rúgbrauði. I bað- stofu sat fólk á rúmum við vinnu úr ull og hrosshári. Uti við var sýndur sláttur með orfi og ljá, konur gengu i flekk, snéru og rökuðu, heyið var bundið og sett á klakka, því þarna var hross með reiðing og klyfbera. Slíkur dagur hefur verið hald- inn síðustu tvö ár en hátíðin er undirbúin af starfsfólki gamla bæjarins í Laufási og Minjasafn- ins á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján JÓNINA Björt Gunnarsdóttir, 6 ára Dalvíkurmær, tók þátt í dansi og söng af fullum krafti, ásamt móður sinni og föður og félögum í Félagi aldraðra á Dalvík og nágrenni. HANNA Lára Magnúsdóttir sat í full- um skrúða við rokkinn á baðstofuloft- inu og spann ull. JÓN Helgi Pétursson, teymir hross með reiðing og klyf- bera en heyið var bundið og sett upp á klakka. Morgunblaðið/Kristján Færðu Akureyrarkirkju kaleik að gjöf FERMINGARSYSTKIN frá árinu 1946 hafa fært Akureyrarkirkju kaleik að gjöf til notkunar við kirkjulegar athafnir. Gjöfin er til minningar um séra Friðrik Rafnar vígslubiskup og Ásdísi Rafnar konu hans. Séra Friðrik undirbjó fermingarbörnin fyrir ferming- una og fermdi þau fyrir 50 árum, vorið 1946. „Hann var umburðar- Iyndur og góðviþ'aður lærifaðir og okkur eftirminnilegur," segir í gjafabréfi sem afhent var með gjöfinni. Á myndinni er Þórunn Sigur- björnsdóttir, t.h. að afhenda Guð- ríði Eiríksdóttur, formanni sókn- arhefndar kaleikinn fyrir hönd fermingarsystkina sinna. Fyrir aftan þær sjást þeir sr. Svavar Alfreð Jónsson og Rafn Hjaltalín. HÚSEIGNIR A MIÐBÆJARSVÆÐINU Húseignirnar Strandgata 7 og Strandgata 9 og eignarlóðin Strandgata 9, sem eru í eigu Kaupfélags Eyfirðinga og Verkalýðsfélagsins Einingar eru til sölu. Upplýsingar gefur Sigurður Jóhannesson, aðalfulltrúi, sími 463 0300. Tilboð óskast send eigendum fyrir 31. júlí nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Kaupfélag Eyfiröinga, Verkalýðsfélagið Eining Tröllaskagatvíþrautin í þriðja sinn Daníel Jakobsson settinýttmet DANÍEL Jakobsson, Ólafsfirði setti nýtt met í karlaflokki í Trölla- skagatvíþraut sem haldin var um helgina. Þrautin fólst í því að hlaupa frá ráðhúsinu á Dalvík, inn Böggvisstaðadalinn, yfir Reykja- heiði og niður að Reykjum, sem er sumarbústaðahverfi innst í Ól- afsfirði við rætur Lágheiðar. Tuttugu manns tóku þátt í þrautinni í karla- og kvennaflokki auk trimmara án tímatöku, en einnig var hópur göngufólks sem gekk frá mynni Böggvisstaðadals- ins og að Reykjum. Daníel fór þessa þraut á tíman- um 1.47.41; en áður átti Kristján Hauksson, Ólafsfirði besta tímann, 2.03. Árni Gunnar Gunnarsson sem varð í öðru sæti er einungis 16 ára gamall og er með þriðja besta tíma í þrautinni frá upp- hafi. Árni Gunnar sem er frá Ól- afsfirði fór þrautina á tímanum 2.09.17. í þriðja sæti varð Gísli Einar Árnason, Isafirði á tímanum 2.11.03. í fimm efstu sætunum í karlaflokki voru skíðagöngumenn, Þóroddur Ingvarsson, Akureyri, í fjórða sæti og Ólafur Björnsson, Noregi, í því fimmta. í kvennaflokki sigraði Hólmfríð- ur Vala Svavarsdóttir, Ólafsfirði, á tímanum 2.29.47 og Ágústa Gísladóttir, Grindavík, varð í öðru sæti átímanum 3.10.37. Hólmfríð- ur hefur sigrað í öllum þrautunum, en þetta er í þriðja sinn sem efnt er til Tröllaskagatvíþrautar. Skíðadeild Leifturs hefur umsjón með þrautinni og hefur ætið notið liðsinnis björgunarsveitanna á Ól- afsfirði og Dalvík við gæslu á leið- inni. Um 40 ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot LÖGREGLAN á. Akureyri kærði tæplega 40 ökumenn síðustu þrjá sóiarhringa vegna ýmissa umferð- arlagabrota, en sérstakt umferðar- átak stendur nú yfir í umdæmi hennar. Átta voru kærðir fyrir að aka of hratt, bæði innan og utan bæjar- ins. Einn var kærður fyrir að aka móti rauðu ljósi, einn fyrir að aka réttindalaus og þá ók einn ökumað- ur um á bifreið án skráningarnúm- era. Tveir ökumenn voru kærðir vegna ölvunaraksturs um helgina og þá hefur lögreglan lagt sérstaka áherslu á að fylgjast með því hvort ökumenn og farþegar hafi öryggis- beltin spennt en tuttugu og einn ökumaður fá að greiða sekt í ríkis- sjóð þar sem þeir höfðu ekki sinnt því að spenna beltin. Jóhannes Sigfússon varðstjóri lögreglunnar sagði að aukin áhersla væri nú lögð á umferðarmálin og gætu ökumenn búist við að lögregl- an stöðvaði för þeirra til að kanna ástand bifreiða og ökumanna. Heilsu- hlaup á Dalvík HEILSUHLAUP Krabba- meinsfélagsins verður haldið á Dalvík á morgun, miðviku- daginn 17. júlí. Skráning hefst kl. 17.30 við sundlaugina og þar verður upphitun sem hefst kl. 17.50. Hlaupið hefst kl. 18 við sund- laugina. Vegalengdir eru 2 og 4 kíló- metrar og að venju er allur ferðamáti leyfilegur, hlaup, hjól, ganga, eða það sem ímyndunaraflið býður fólki. Umsjón með hlaupinu hafa Lína Gunnarsdóttir og Anna Hallgrímsdóttir. Þátttöku- gjald er 250 krónur og er verð- launapeningur og drykkur innifalinn. Fyrri í sumar fóru fram samskonar hlaup á Grenivík, Grímsey, Akureyri og Ólafsfirði. Tóku bílana úr gír og ýttu niður brekku TVEIR ungir og ölvaðir piltar gerðu sér að leik að fara inn í ólæstar bifreiðar, taka þær úr gír og ýta þeim af stað niður brekku sem þær stóðu í. Til piltanna sást þar sem þeir stunduðu þessa miður skemmtilegu iðju sína aðfara- nótt laugardags, en greinar- góð lýsing leiddi til handtöku þeirra. Jóhannes Sigfússon varð- stjóri lögreglunnar sagði að mildi hefði verið að ekki hlaust stórtjón af. Bílarnir enduðu á kantsteini og staur, en skemmdust ekki mikið. Vildi varðstjóri beina því til bif- reiðaeigenda að læsa bílum sínum, einkum og sér í lagi ætti það við að næturlagi um helgar. Dráttarvél í ljósum logum SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað að bænum Syðra-Dals- gerði í Eyjafjarðarsveit upp úr klukkan 8 í gærmorgun, en þar hafði kviknað í dráttar- vél. Menn úr Slökkviliði Eyja- fjarðarsveitar höfðu að mestu slökkt eldinn þegar Akur- eyringar komu á staðinn. Fyrir nokkru kviknaði í dráttarvél við bæinn Ytra- Dalsgerði og höfðu slökkvi- liðsmenn á orði að ef til vill væri ráð að senda þegar slökkvitæki að bænum Stóra- Dal, næsta bæ við, ef þetta væri eitthvað sem væri að ganga suður eftir dalnum. Bílvelta í •• Oxnadal ÞRÍR voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri eftir að bíll sem þeir voru í valt tvær til þrjár veltur við bæinn Hóla í Öxnadal á laugardag. Allir sluppu án teljandi meiðsla, en bifreiðin er mikið skemmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.