Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vöruskiptin við útlönd óhagstæð í maí 5,2 milljarða afgangur fyrstu 5 mánuðina VORUSKIPTIN við útlönd voru óhagstæð um 400 milljónir króna í maímánuði síðastliðnum. Fluttar voru út vörur fyrir 10,5 milljarða króna og inn fyrir 10,9 milljarða fob. í maí í fyrra voru vöruskipti hins vegar hagstæð um 2,4 millj- arða króna á föstu gengi. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru vöru- skiptin hagstæð um 5,2 milljarða. Innflutningur fólksbíla jókst um 40% á tímabilinu janúar-maí miðað við sama tíma í fyrra. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 52,6 milljarða króna en inn fyrir 47,4 milljarða fob að því er frarn kemur í frétt frá Hagstofunni. 5,2 millj- arða króna afgangur var því á vöruviðskiptunum við útlönd en á sama tíma í fyrra voru þau hag- stæð um 10,3 milljarða á föstu gengi. Fyrstu fimm mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 6% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru 79% alls útflutningsins og var verðmæti þeirra 14% meira en á sama tíma árið áður. Þá var verð- mæti útflutts áls um 1% meira en á sama tíma í fyrra og verðmæti kísiljáms 16% meira. Fólksbílainnflutningur jókst um 40% fyrstu 5 mánuðina Heildarverðmæti vöruinnflutn- ingsins fyrstu fimm mánuði þessa árs var 20% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Að frá- töldum þeim innflutningi, sem er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars (skip, flugvélar, olía) reynist annar vöruinnflutn- ingur hafa orðið 17% meiri á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Þar af jókst fólksbílainnflutningur um 40%, innflutningur á matvöru og drykkjarvöru um 18%, innflutn- ingur annarrar neysluvöru um 12% og innflutningur annarrar vöru um 18%. VORUSKIPTiN VIÐ ÚTLÖND r'v Verðmæti vöruút- og innflutnings jan.- maí 1995 og 1996 (fob virði í milljónum króna) V"; 1995 jan.-maí 1996 jan.-maí % breyting á föstu gengi' Útflutningur alls (fob) 49.718,7 52.590,4 5,8 Sjávarafurðir 36.154,2 41.352,4 14,4 Ál 5.319,5 5.353,4 0,6 Kísiljárn 1.295,1 1.092,7 -15,6 Skip og flugvéiar 2.194,7 131,2 Annað 4.755,2 4.660,7 -2,0 Innflutningur alls (fob) 39.419,5 47.354,1 20,1 Sérstakar fjárfestingarvörur 413,5 1.601,3 Skip 376,4 1.486,6 Flugvélar 15,5 82,7 Landsvirkjun 21,6 32,0 Til stóriðju 2.451,0 3.126,7 27,6 íslenska álfélagið 2.099,6 2.688,9 28,1 íslenska járnblendifélagið 315,4 437,8 24,6 Almennur innflutningur 36.555,0 42.626,1 16,6 Olía 3.025,1 3.168,9 4,8 Alm. innflutningur án olíu 33.529,9 39.457,2 17,7 Matvörur og drykkjarvörur 3.822,2 4.530,0 18,5 Fólksbflar 1.802,4 2.518,4 39,7 Aðrar neysluvörur 8.222,9 9.226,5 12,2 Annað 19.682,4 23.182,3 17,8 Vöruskiptajöfnuður 10.299,2 5.236,3 Án viðskipta íslenska álfélagsins 7.079,3 2.571,8 Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 4.354,4 3.387,0 * Miðað er við meðalgengi á vönjviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris 0,2% lægra í ianúar-maí 1996 en á sama tíma árið áður. Heimild: HAGSTOFA ÍSLANDS Iðnlána- sjóður með 1.500 millj- óna skulda- bréfaútboð IÐNLÁNASJÓÐUR hefur hafið útboð á nýjum skulda- bréfum á innlendum markaði að fjárhæð 1.500 milljónir króna. Útboðið skiptist á fimm skuldabréfaflokka, þar sem gert er ráð fyrir því að sala bréfanna standi yfir fram á næsta ár. Stefnt er að því að selja bréf að fjárhæð 200 milljónir í þessum mánuði. Samkvæmt áætlunum Iðnlánasjóðs er gert ráð fyrir að ný útlán nemi um 1.500 milljónum á árinu, að sögn Braga Hannessonar, for- stjóra. Hann kvaðst þó eiga von á því að ný lán gætu orðið nær 2 milljörðum, þar sem eftirspurn eftir lánum hefði farið vaxandi. Skuldabréfin eru til tíu ára með lokagjalddaga árið 2006, en gjalddagar afborgana og vaxta eru 15. júlí á hveiju ári, í fyrsta sinn árið 1997. Avöxtun bréfanna nú miðast við ávöxtun húsbréfa á sölu- degi að viðbættu 8 punkta álagi. Morgunblaðið/Golli. Aukinn útflutn- ingur á ullarbandi VERULEG aukning varð á sölu á erlenda ullarbandsmarkaði fyrstu 6 mánuði ársins hjá Istexi - Islenskum textíliðnaði. Tekjur fyrirtækisins jukust um 19% á fyrri hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra þrátt fyrir að sala innanlands hafi dregist saman líkt og árið 1995. Guðjón Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Istex, segir helstu skýringuna á útflutningsaukning- unni felast í sölu á gólfteppabandi til Danmerkur og Bretlands. „Við höfum einbeitt okkur að þessum löndum vegna mikillar gólfteppa- framleiðslu í Danmorku og breski gólfteppamarkaðurinn er líka mjög góður vegna mikillar teppasölu þar í landi. Bretar eru með gólfteppi á flestum gólfum til að forðast gólf- kulda því að hús eru oft illa kynt. ístex setti sér strax í upphafi mark- mið um markaðshlutdeild í löndun- um tveimur og við reiknum með að ná þeirri markaðshlutdeild á næsta ári.“ Auka framleiðslu úr ull Á síðasta ári batnaði afkoma fyr- irtækisins töluvert. Um 600 þúsund króna hagnaður varð af reglulegri starfsemi félagsins á síðasta ári á móti 3 milljóna króna tapi árið á undan. Veltan nam alls 349 milljón- um sem er aukning um 10 milljónir á milii ára. „Istex er að móta stefnu fyrirtæk- isins og það hafa komið upp ýmsar hugmyndir sem miklar vonir eru bundnar við. Það er stöðugt verið að leita eftir nýjum mörkuðum vegna þess að meira fellur til af íslenskri ull en nýtt er til framleiðslu. Okkar meginmarkmið hjá ístex er að fram- leiða band úr allri þeirri ull sem okkur býðst hér á landi og útlit er fyrir að við munum ná því markmiði á næsta ári,“ sagði Guðjón að lokum. TæknivaJ á Verðbréfaþing nafnvirði 20 milljónir króna í þeim tilgangi að fjölga hluthöfum og styrkja fjárhagsstöðuna. Bréfin seld- ust upp á þremur dögum á genginu 3,95, segir í fréttatilkynningu. Velta Tæknivals nam alls um 1,5 milljarði á sl. ári og jókst um 50% frá árinu á undan. Starfsmenn eru 140 talsins. Hlutafé er 120 milljónir. HLUTABRÉF Tæknivals hf. hafa verið skráð á Verðbréfaþingi ís- lands. Félagið er fyrsta tölvufyrir- tækið sem hlýtur skráningu hluta- bréfa sinna á Verðbréfaþingi ís- lands, en fjölgun hluthafa í nýaf- stöðnu hlutafjárútboði var lokaskref- ið að þessu takmarki. Félagið bauð út nýtt hlutafé að * Umsvif Islandsbanka og dótturfélaga hafa vaxið ört á árínu Tæp 14% aukning í inn- lánum og verðbréfum UMSVIF íslandsbanka hf. og dótt- urfyrirtækja hafa vaxið ört á þessu ári. Innlán bankans jukust um 8,4% fyrstu sex mánuði ársins eða sem svarar til um 3 milljarða króna. Um síðustu áramót námu innlánin 34,9 milljörðum en höfðu aukist í 37,9 milljarða í lok júní. Þá varð um 55,4% aukning á verðbréfaútgáfu sem nam liðlega 7 milljörðum í lok júní samanborið við 4,5 milljarða um síðustu ára- mót. Samtals jukust innlán og verðbréfaútgáfa um 13,8% á tíma- bilinuum og námu 44,9 milljörðum í lok júní. Útlán bankans jukust um 10% og námu alls um 42,9 milljörðum. Meiri vöxtur en sést hefur um langa hríð Umsvif dótturfyrirtækja ís- landsbanka hafa aukist enn meira. Glitnir hf. hefur gert nýja eignar- leigusamninga á þessu ári að fjár- hæð um 1.287 milljónir sem er um 22% aukning frá sama tíma- bili í fyrra. Heildarfjármunir í vörslu VIB námu um 25,5 milljörð- um í lok júní og höfðu aukist um 43% frá því í fyrra eða um 7,7 milljarða. Þar af hafa verðbréfa- sjóðir stækkað um 41%. Að sögn Vals Valssonar, bankastjóra Is- landsbanka er þetta meiri vöxtur en sést hefur um langa hríð og nokkru meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Þetta er afar jákvæð þróun fyrir bankann. Hún skýrist að hluta af uppsveiflu í efnahagslífínu en jafnframt hafa útlánsvextir okkar verið með því lægsta og jafnvel lægstir á flestum lána- flokkum allt þetta tímabil miðað við helstu keppinauta. Á sama tíma höfum við boðið einna bestu ávöxtun á innlánum,“ sagði Valur. Lufthansa stefnir að hagnaði Frankfurt. Rcuter LUFTHANSA kveðst stefna að því að skila eins miklum hagnaði á yfirstandahdi reikningsári og á því síðasta þrátt fyrir 47% minni hagnað á fyrra helmingi reiknings- ársins nú og færri farþega en von- að var. „Ráðstafanir sem við höfum gert munu tryggja að við skilum hagnaði 1996,“ sagði Jiirgen We- ber stjórnarformaður á ársfundi félagsins. „Við hvikum ekki frá því marki að skila eins miklum hagnaði í ár og í fyrra.“ Háð hefur Lufthansa að fréttir hafa birzt um milljóna marka tap á fyrstu mánuðum ársins og að farþegar hafa snúið sér til ódýrari flugfélaga. Weber sagði hins Vegar að á fyrra árshelmingi 1996 hefði Lufthansa skilað 100 milljóna marka hagnaði. Sérfræðingar telja að vegna lá- deyðu í efnahagsmálum muni Luft- hansa eiga fullt í fangi með að ná því marki að skila hagnaði í ár. „Lufthansa setur markið hátt og kemst nálægt því, en nær því ekki,“ sagði sérfræðingur Deutsc- he Morgan Grenfell. „Við teljum að hagnaðurinn minnki um 10% á þessu ári.“ Nýrfram- kvæmdasijóri Fiskiðjunnar Skagfirðings • JÓN Eðvald Friðriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki frá 1. ágúst. Jón Eðvald er fæddur á Sauðárkróki árið 1954. Hann hefur starfað sem rekstrarstjóri hjá Kaupfélagi Skag- firðinga undanfar- in ár, en starfaði þar áður að eigin atvinnurekstri á Sauðárkróki. Jón Eðvald hafði þar á undan verið bæjar- stjóri á Ólafsfirði í nokkur ár og einnig sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Jón Eðvald er kvæntur Lindu Nínu Haraldsdótt- ur og eiga þau fjögur börn. Jón Eðvald Friðriksson -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.