Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 15 VIÐSKIPTI Gagnsókn hótað í pastastríði Róm. Reuter. Stór pöntun treystir stöðu Airbus gagnvart Boeing París. Reuter. AIRBUS 310-300. PASTASTRÍÐ milli ítala og Banda- ríkjamanna virðist hafið. Þekkt dag- blað hefur skorað á ítala að hundsa bandaríska matvöru og þingmaður hefur hvatt til hefndarráðstafana gegn bandaríska kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. „Þetta er ekki frétt, borgarar. Þetta er uppreisnaráskorun" sagði blaðið La Republica í frétt um þann lokaúrskurð bandarísku alþjóðavið- skiptanefndarinnar að innflutningur frá Ítalíu og Tyrklandi skaðaði bandaríska pastaiðnaðinn. Aður hafði bandaríska viðskipta- ráðuneytið komizt að þeirri niður- stöðu að pastaútflutningur ítala væri ríkisstyrktur og að um undirboð væri að ræða og tollað pastað. Alfonso Pecoraro Scanio, formað- ur landbúnaðarnefndar neðri deildar ítalska þingsins, kvaðst mundu leggja fram frumvarp sem mundi skuldbinda ríkisstjórnina til að gera- „gagnsókn."' Hann sagði að ef Bandaríkin end- urskoðuðu ekki afstöðu sína ættu ítalir að að taka þann möguleika til athugunar að setja tolla á kvikmynd- ir og sápuóperur frá Bandaríkjunum. La Repubblica hvatti til þess að Coca Cola og Gatorade svaladrykkj- um yrði fleygt í ár og McDonald’s hamborgurum og Mars súkkulaði í sjóinn. Italir selja 163.000 tonn af pasta á Bandaríkjamarkað á ári og er það um 15% pastaútflutnings þeirra. AIRBUS flugiðnaðarsamsteypa fjögurra Evrópuríkja hefur tryggt sér stóra pöntun frá dótturfyrir- tæki General Electric og treyst stöðu sína gegn bandarísku Boeing flugvélaverksmiðjunum. Dótturfyrirtækið, General Electric Capital Aviation Services (GECAS), pantaði 45 þotur og tryggði sér kauprétt á 45 í viðbót. Að sögn GECAS er kostnaðurinn yfir 2,5 milljarðar dollara sam- kvæmt „auglýstu" verði. Mikill afsláttur? Kunnugir segja að GECAS hafi getað tryggt sér mikinn afslátt þar sem um stóra pöntun sé að ræða. Talsmaður Airbus í Toulouse vildi ekkert segja um verðið. „Pöntunin er mikiivæg, en ekki sú stærsta sem við höfum fengið,“ sagði talsmaðurinn. Hann benti á að þegar Airbus hefði ákveðið í apríl að auka framleiðsluna úr 135 í 185 flugvélar á ári hefði verið reiknað með nýju pöntuninni. Kunnugir hafa búizt við pöntun- inni síðan í janúar þegar GECAS pantaði 107 þotur fyrir 4 milljarða dollara hjá Boeing. Þoturnar, sem GECAS pantaði og tryggði sér kauprétt, á eru tveggja hreyfla af gerðinni A319/A320/A321. Einnig voru pantaðar fimm langfleygar, fjög- urra hreyfla A340-300 þotur og kaupréttur tryggður á jafnmörgum af sömu gerð. Hreyfla Airbus vélanna fram- leiðir CFM International, sameign- arfyrirtæki GE og franska ríkisfyr- irtækisins Snecma. GECAS hefur aldrei áður pantað Airbus flugvélar og Jean Pierson framkvæmdastjóri sagði í yfirlýs- ingu að pöntunin mundi treysta stöðu fyrirtækisins á heimsmark- aði. Airbus 48%, Boeing 49% Fyrstu sex mánuði þessa árs fékk Airbus Industrie 48% nýrra pantana í flugvélar sem taka fleiri en 100 farþega, en Boeing 49% og McDonnell 3%. í marz pantaði leigufyrirtækið ILFC 38 þotur hjá Airbus og Kín- veijar pöntuðu 30 flugvélar í apríl. Boeing fékk hins vegar pöntun upp á 4 milljarða dollara í 25 flugvélar frá Malaysíu-fiugfélaginu. Airbus stefnir að því undir for- ystu Piersons að tryggja sér meira en helming markaðarins fyrir árið 2000. Til þess að ná því marki þarf að skera niður kostnað um einn þriðja og afla fjármuna, 8 milljarða dollara að því talið er, til smíði á stórri flugvél til að keppa við Boeing 747, sem tekur 425 farþega. Sérstök sportútgáfa með álfelgum, vindskeið með hemlaljósi, Panasonic geislaspilara og 4 hátölurum Baleno gerir öruggan akstur skemmtilegan MEÐ: 86 hestafla 16 ventla vél • öryggisloftpúðum fyrir ökumann _og_ farþega í framsæti • samlæsingum • rafdrifnum rúðuvindum • raf- stýrðum útispeglum • styrktarbitum í hurðum • vökva- og veltistýri • upphituðum framsætum • samlitum stuðurum. 8UZUKI AFMÆLISGERÐ Panasonic geislaspilari og 4 hátalarar Vindskeið með hemlaljósi ’itllllR Þú fœrd ekki betur útbúinn bíl á svona verdil Suzuki Baleno, i-dyra afnuelisgerð: 1.180.000,-kr. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17; 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.