Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ1996 23 _____AÐSENPAR GREIIMAR_ Gleymdu hinu hvers- MATARLYSTIN er dýrkuð á Fiðlaranum og góða skapið einnig, hins vegar mættu skiliríin á veggjunum vera í meira samræmi við efnislegu virktina. MYNDLISTARMENNIRNIR Helgi Vilberg og Guðmundur Ármann fyrir framan fegursta húsgafl á Akureyri að áliti hins fyrrnefnda. sóma og á eftir að skila sér í fram- tíðinni. Þó er skólinn mjög tækni- væddur og nýtir sér alnetið óspart, þegar því verður við komið. Eins og ég hef lengi haldið fram, er mikilsvert að listaskólar á lands- byggðinni haldi sjálfstæði sínu og sérstöðu, en falli ekki undir ein- hvern alþjóðlegan fjarstýrðan stað- al. Vona ég að þeim á Akureyri takist það og haldi þó áfram að þróa kennsluna. það má alveg koma fram í list nemenda hvaðan af land- inu þeir eru, landið er hvergi eins, og skipta þá stílbröðin litlu. Verk hinna framsæknustu í núlistum ald- arinnar í Evrópu hafa borið svip heimkynna þeirra, og gott dæmi er Garcia Lorca, sem sagði jafnan að heimabyggð sín Granada hafi gert sig að því sem hann var. Þar var þó engin þröng innansveitar- krónika á ferð, vel að merkja. Þeir Helgi og Guðmundur drifu mig til Hjalteyrar þar sem sá síðarnefndi var með sýningu á málverkum og grafík í veitingabúðinni. Guðmund- ur þræðir hefðbundið ferli í listsköp- un sinni og styrkur hans eru blæ- brigðin í litnum og einföld og mörk- uð vinnubrögð í svartlistinni. Mun veigameiri verk eftir hann voru þó uppi í nýbyggingu flughafnarinnar á Akureyri. Að sjálfsögðu dregur hin risa- vaxna síldarverksmiðja drjúga at- hygli að sér og er sem minnismerki „íslenzku athafnaskáldanna", en einnig fyrirhyggjuleysis. Grátt fer- líkið er sjónmengun í hinu fagra landslagi, en hér væri hægt að bæta úr með því að mála báknið og er upplagt verkefni fyrir þá snjöllu núlistamenn sem hreiðrað hafa um sig í einu húsa hinnar strjálu byggðar í nágrenninu. Verk- smiðjan er nýtt að hluta af smá- bátaútgerð og í tengslum við lúðu- eldi í nágrenninu, en hinar yfirgefnu byggingar sem sumarhús og má víst enn fá einhver fyrir lítið. Upplagt er fyrir ferðalanga að doka við á staðnum og sökkva sér niður í lærdómsríkar hugleiðingar og þá helst þær sem skara máltæk- ið, kapp er best með forsjá. Áfram var haldið og nú til Dal- víkur til að bera hið nýja og forvitni- lega listaverk Jóhönnu Þórðardótt- ur augum. Enginn okkar varð fyrir vonbrigðum, því hið einfalda og svipsterka verk, sem ber réttilega nafnið „Aldan“, er án efa hápunkt- urinn á listferli hennar. Er það góð viðbót við verk Sigurðar Guðmunds- sonar, „Sjófuglar", í nágrenninu og hér sannst hve nútímaleg verk geta fallið vel að eldri byggð og ís- lenzkri náttúru og vona ég að myndirnar sem væntanlega fylgja skrifinu undirstriki mál mitt. Hins vegar er ekki eins vel staðið að minnismerki yfir séra Friðrik Frið- riksson, sem við skoðuðum á baka- leiðinni fyrir það hve svörtu plötun- um er óskipulega raðað á svipmik- inn steininn. Höfunduv er myndlistamaður og listgagnrýnandi. dagslega og hvimleiða, - að reka útgerð“ RAGNAR Kjartansson (Hafskip hf.) virðist hafa einhverja furðu- lega unun af því að ata mig auri sýknt og heilagt vegna 10 ára gamalla fréttaskrifa um rosalegasta við- skipta- og bankaklúð- ur íslandssögunnar. Ragnar var í aðalhlut- verki. Nú síðast veitist hann að mér í „opnu bréfi“ til Ólafs Ragn- ars Grímssonar Morgunblaðinu fyrir þremur vikum (25. júní). Það er gjörsam- lega óþolandi til lengd- ar, að svona náungar komist upp með að saka aðra um kerfisbundna rógsherferð, þegar þeir sjálfir beita svo meinta fjandmenn sína ofbeldi og bellibrögðum á bak við tjöldin um margra ára bil. Vinnubrögð Ragnars Kjartanssonar & Co. eru ógeðfelld. Hann hefur fullt frelsi til þess að ásaka mig opinberlega - og mín vegna má hann fara yfir strikið. Ég áskil mér hins veg- ar rétt til að svara. I „bréfinu" er vikið nokkrum sinnum að Helgarpóstinum og störfum mínum með smekklausum hætti og enginn greinarmunur gerður á sannleika og sora. Mér var brugðið yfir því óbeizlaða hatri sem ólgar undir niðri. Menn skyldu forðast að „reiða vanstilltan hnefa til höggs“ (Vigdís Finnbogadóttir). Bjöguð siðferðiskennd í opnu bréfi Ragnars telur hann það ámælisvert, að „fornvinur" hans, Ólafur Ragnar, skyldi leyfa sér að fara gagnrýnum orðum um Hafskip, vitandi af gömlum æskufélaga sínum við stjórnvöl skipafélagsins! Siðaboðskapur Ragnars er sá, að maður eigi ekki að gagnrýna vini, kunningja, forn- vini, flokksfélaga, kórfélaga eða nokkurn þann, sem maður þekkir! Þarna kemur Ragnar illa upp um bjagaða siðferðiskennd sína, því þessi krafa er reyndar skilgreining á samtryggingu. Leyniþræðir sam- tryggingar eru hættulegt fyrirbæri og geta eitrað samfélagið. Það er rík ástæða til að vara við þessum hugsunarhætti. Ragnar og vinir hafa þrástagast á því í heilan áratug, að Hafskip hafi verið knúið að nauðsynjalausu í gjaldþrot vegna skipulagðrar rógsherferðar Helgarpóstsins. Blaðamaður á fréttablaði í Múla- hverfi hafi skrifað Hafskip til dauðs. Ég bið lesendur að velta þessari kenningu fyrir sér eitt augnablik. Fór Hafskip á hausinn vegna þess að úttekt Helgarpósts- ins leiddi í ljós að fyrirtækið stæði á brauðfótum? Eða fór Hafskip á hausinn vegna þess að það stóð á brauðfótum? Samkvæmt skýrslu Lárusar Jónssonar, bankastjóra, var bankastjórn Utvegsbankans löngu ljóst hversu tæpur rekstur Hafskips var og að „mikið tjón hlytist af því að Hafskip yrði gjald- þrota og selja þyrfti eignir við þær aðstæður.“ Þess vegna var lög- fræðingi bankans falið að hafa sérstakt eftirlit með fyrirtækinu. Staðreyndatal í ljósi staðreynda hrynja fals- kenningar Ragnars & Co. Hafskip sprakk. Bankinn sprakk. Ágengt, umdeilt og gott vikublað réði engu þar um. Fyrsta grein mín birtist 6. júní 1985. Birting hennar vakti vissulega athygli á þeirri stað- reynd að Hafskip átti við mjög alvarlegan vanda að stríða. Af eftirfarandi upplýs- ingum (og fleirum) er hins vegar ljóst, að til gjaldþrots kom ein- faldlega vegna von- lausrar skuldastöðu Hafskips. 1. Undir árslok 1984 var búið að loka á nær allar fyrirgre- iðslur til Hafskips, rösku ári fyrir gjald- þrot. 2. „Nú er svo komið að meiri háttar uppstokkunar er þörf á heimavelli,“ er skráð eftir Ragnari og Björgólfi Guðmundssyni, á fundi með bankastjórn 17. desem- ber 1984. „Verulegttap fyrirsjáan- legt“. Viðræður við Eimskip eina Örlög Útvegsbankans kostuðu ríkið meira en einn milljarð á þávirði, segir Halldór Hall- dórsson, og Hafskips- skatturinn hefur aldrei verið birtur. ferðina enn. Gjörgæzlan var efld. 3. í úttekt Björns Vignis Sigur- pálssonar, blaðamanns, í Morgun- blaðinu 14. febrúar 1985, er fjallað um ýmis vandamál Hafskips, og síðan vikið að beinu siglingunum: „Útrás Hafskips með opnun sex eigin skrifstofa á Norðurlöndum, í Evrópu og Bandaríkjunum ásamt beinu siglingunum milli Evrópu og Ameríku er því áhættusamt fyrir- tæki, þar sem brugðið getur til beggja vega“, segir þar. Þá segir Björn Vignir frá gagnrýni þess efnis, að „útrásin“ hafi tekið allan tíma Ragnars og Björgólfs og „hafi um of leitt huga forráðamanna Hafskips frá hinum hvimleiðari og hversdagslegu vandamálum líð- andi stundar, þ.e. að reka útgerð- ina.“ Beinu siglingarnar áttu að færa Hafskipi verulegar tekjur. Raunin varð þveröfug. 4. I skýrslum Ólafs Helgasonar, og Lárusar Jónssonar, bankastjóra Útvegsbankans í lok 1984 fram á mitt ár 1985, kemur fram, að Ragnar og Björgólfur voru oftar en áður boðaðir á fundi banka- stjórnar. Bankanum var ljóst, að ballið var búið. Dauðadómur Útvegsbankans: „...hætta rekstri og selja fyrirtækið" 5. I greinargerð Lárusar Jóns- sonar um örlagaríkan fund 17. júlí 1985 segir a) að fyrirhugað sé að hefja aftur viðræður við Eim- skip, b) hefja undirbúning að sölu á Atlantshafssiglingunum, c) bankinn hjálpi til „að koma í veg fyrir stórslys“ og loks var nefnd skipuð um vandamálið. Eftirfar- andi dauðadómur var kveðinn upp yfir Hafskipi: „Sýnt þótti að útilokað væri að taka frekari áhættu og ákvörðun tekin að hætta rekstri og selja fyrirtækið...“ Sex vikum eftir birtingu fyrstu greinar minnar var Hafskip þannig í raun orðið gjaldþrota! Þá hafði birzt ein fréttaskýring til viðbótar í HP um málið og viðtöl við tvo fyrrverandi starfsmenn Hafskips í Bandaríkjunum. Þetta var „rógs- herferðin"! Það sem skrifað var eftir 17. júlí 1985 skipti engu um örlög Hafskips. Útvegsbankinn var búinn að afskrifa Hafskip. Dæmið gekk ekki upp. Bommsadeisí! Haf- skip fékk greiðslustöðvun 18. nóv- ember og var lýst gjaldþrota 6. desember 1985 skv. beiðni Ragn- ars sjálfs. Þrotabúið gat aðeins greitt 17% krafna Kokhreysti þessara manna og vina þeirra sem leyfa sér að segja að greiðslugeta þrotabúsins hafi sannað að fyrirtækið hafi verið vel á sig komið er undraverð. Stað- reyndin er nefnilega sú, að þrota- búið gat aðeins greitt um 17% af kröfum. Ingvi Hrafn Jónsson, vin- ur Ragnars, sagði síðar, að „það er mál manna“ að Hafskip hafi í rauninni ekki verið komið á haus- inn! Þvílíkt þvaður! Örlög Útvegs- bankans kostuðu ríkið meira en einn milljarð á þávirði og Hafskips- skatturinn hefur aldrei verið birt- ur. Það þarf ekki neinn smáræðis hroka til að kalla stærsta gjald- þrotamál og bankahrun á íslandi velheppnaða „rógsherferð“. Sjálfir hafa þessir menn aldrei viðurkennt mistök. Þegar dómur féll hrópuðu svo fjórir dæmdir menn og lög- menn/vinir þeirra „dómsmorð!“ Þeir reyndu að misnota sér dóminn sem eins konar sýknudóm og sönn- un á að málið hefði verið „stormur í vatnsglasi“. Þess vegna neyðist ég til að minna á, að þessir menn voru dæmdir fyrir fjárdrátt, um- boðssvik, skjalafals, stórkostlega bókhaldsóreiðu og óhæfíleg vinnu- brögð við reikningsskil og árs- reikningsgerð og í tveggja til tólf mánaða skilorðsbundna refsivist. Þegar allt var komið í óefni þurftu Hafskipsmenn að finna sökudólg, óvin. Þeir notuðu Helg- arpóstinn og blaðamanninn, og hófu „gagnaðgerðir“. T.d. fækkaði um eitt blað, nefnilega Helgarpóst- inn sjálfan, svo dæmi sé tekið! Var það tilviljun? Varla. Fingraför eins lögmanna Hafskipsmanna voru þar á. „Fagleg úttekt“: 200 lygar Halldórs Staðhæfing um 200 „lygar“ í texta eftir mig í HP um Hafskips- málið er gamall, órökstuddur áburður, sem Jón Magnússon, lög- maður í Hafskipsmálinu, varpaði fram án dæma af alkunnu lítillæti þegar málið var fyrir dómi. Eigi ég að geta leiðrétt villur/lyg- ar/rangfærslur skv. „faglegri út- tekt“ eins og Ragnar kallar taln- inguna húna, verður hann að svipta leyndarhjúpnum af skránni, ef hún er j)á til. I Morgunblaðsgrein sinni stað- hæfir Ragnar, að Ólafur Ragnar hafi í þingræðu byggt mál sitt á þvættingi úr Helgarpóstinum. í ræðunni vitnar Ölafur Ragnar aldrei í Helgarpóstinn, en hins veg- ar ítrekað í Þjóðviljann. Ég er á því, að tími sé kominn til, að Ragn- ar Kjartansson fari að segja satt. Það er engum hollt að lifa í blekk- ingu og lífslygi. Höfundur er blaðamaður. Halldór Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.