Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ I- HELGA SOFFÍA ÞORGILSDÓTTIR + Helga Soffía Þorgilsdóttir fæddist í Knarrarhöfn í Hvammssveit í Dalasýslu 19. nóvember 1896. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 11. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 24. júní. Hinn 11. júní sl. lauk frú Helga Soffía Þorgilsdóttir lífsgöngu sinni. Þær merku Hvítabandskonur, sem fæddar voru um aldamótin síðustu, eru nú allar látnar, og er Helga sú síðasta sem kveður. Þessar konur voru sannkallaðir máttarstólpar Hvítabandsins. Til þess að starfa að málum líknarfélaga þurfti til að bera dugnað, kjark og fómfýsi, að ógleymdum mannkærleika, svo eitt- hvað sé nefnt. Verkin sýna, að Hvítabandskonur þess tíma, á erfið- um kreppuárum, voru miklar mann- kostamanneskjur, sem gáfu sér ómældan tíma, hvenær sem félagið þurfti á kröftum þeirra að halda. Helga Soffía gjörðist félagi árið 1930. Hún sat í stjórn félagsins á árunum 1933-1968, lengst af sem ritari, en einnig varaformaður og formaður. Þegar ráðist var í bygg- ingu sjúkrahússins við Skólavörðu- stíg - Hvítabandið - sat hún í sjúkrahúsráði og í bygginganefnd. Á 75 ára afmæli Hvítabandsins, árið 1970, var Helga gjörð að heið- ursfélaga. Ég gjörðist Hvítabands- kona árið 1967, þá fávís um félags- störf. Þá var Helga mín fyrirmynd. Þegar stigin eru fyrstu sporin, á Erfídryk&fwr Safnaðarheimili i Háteigskirkju \ r Símíi _________r, 551 1399 T, j oft grýttri braut félagsmála, er mikill styrkur í því að hafa sér við hlið einhvem traustan, sem náð hefur fótfestu. Fundargjörðarbók Hvítabandsins frá ámnum hennar Helgu, sem rit- ara, lýsir gleggst hve ritfær hún var. Rithöndin var fögur og snyrti- leg. Verk sín vandaði hún og vann þau af hugsjón. Ákveðin var hún í skoðunum og fylgin sér. Hún var góður félagi og vel metin af sam- ferðafólki sínu. Helga valdi sér barnakennslu að ævistarfi. Mennt- un hennar og lífsskoðun gáfu henni innsæi í lífskjör annarra. Mörg vom vandamál heimilanna, á erfiðum tímum, atvinna stopul og skortur á ýmsu, sem börnum var nauðsynlegt til að halda líkam- legri og andlegri heilsu. Skólahjúkr- unarkonan frk. Þuríður Þorvalds- dóttir og Helga voru góðir sam- starfsmenn og virkir félagar í Hvítabandinu. Líklega hefur það fyrst og fremst verið fyrir þeirra áhuga, að tekin var sú ákvörðun að opna og reka ljósastofu fyrir börn. Læknar þeirra tíma mæltu með nauðsyn þess að veita börnum þessa þjónustu, t.a.m. ef hægt væri að koma í veg fyrir beinkröm. Með baráttuvilja og þrautseigju sáu þær drauminn rætast, og var það stór hópur barna, sem naut þessarar heilsuvemdar endurgjaldslaust í þau 20 ár, sem stofan var rekin. Sem betur fer hafði lífsafkoma þjóðarinn- ar batnað svo á þessum tveim ára- tugum, að grundvöllur var ekki leng- ur fyrir slíku, enda voru læknar þá farnir að efast um ágæti Ijósbaða. Á kveðjustund viljum við Hvíta- bandskonur, sem fengum að kynn- ast Helgu Soffíu, þakka þær lær- dómsríku ánægjustundir, sem við áttum með henni. Fyrir hönd félags- ins okkar ber að þakka þann sóma, sem hún sýndi því á margan hátt, svo lengi sem hún gat. Blessuð sé minning sómakonunn- ar Helgu Soffíu Þorgilsdóttur. Arndís M. Þórðardóttir. Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 5531099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tileíní. Listrænar höggmyndir fyrir leiði. Minnismerki og hefðbundnir legsteinar úr marmaray graníti og kalksteini Við bjóðum sérstakt tilboðsverð á öllum granitsteinum í þessum tnánuði. Verkin eru öll hönnuð af myndhöggvaranum Þóri Barðdal. S ÓLSTEINAR Nýbýlavegi 30 (Dalbrekkumegin), 200 Kópavogi. Sími: 564 3555. Fax: 564 3556 Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar ísienskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. KAtVVN OIX'HV » S M Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. il S S. HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677 % MINIMIIMGAR + Jónheiður Guð- brandsdóttir fæddist á Klepp- járnsreykjum í Reykholtsdal í Borgarfirði 13. febrúar 1893. Hún andaðist á Hrafn- istu í Reykjavik á 104. aldursári 8. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðbrandur Guðmundsson söðlasmiður og Guðrún Jónatans- dóttir er bjuggu að Kleppjárnsreykjum í Reyk- holtsdal í Borgarfirði. Systkini hennar voru Guðmundur bóndi á Stóru-Drageyri í Skorradal, Kristófer sundkennari og Rósa verkakona. Jónheiður giftist Jóni Ásbirni Það er mér ljúft að minnast tengdamóður minnar nokkrum orð- um. Þar fór heilsteyptur persónuleiki er hún var, er ekki mátti vamm sitt vita. Jónheiður hélt vel utan um heim- ili sitt og vék góðu að hverjum þeim er á vegi hennar varð. Ég man eftir Jónheiði allt frá því er ég var bam og unglingur og fékk þá þegar tilfinn- ingu fyrir mannkostum hennar. Á heimili Jóns og Jónheiðar var söngur og tónlist í hávegum höfð og Ester kona min segir mér, að iðulega þegar þær syturnar, Ester og Kristrún, buðust til að sjá um uppþvottinn eftir kvöldmatinn, þá sagði Jónheiður: „Elskurnar mínar, setjist heldur inn í stofu hjá honum pabba ykkar og syngið.“ Svo var tekinn fram gítarinn og söngurinn hljómaði í stofunni og Jónheiður tók undir í eldhúsinu. Jónheiður var alla tíð trúuð kona og sálmar henni hjartfólgnir. Þegar ellin tók að mæða hana síðustu æviárin, þá naut hún þess að fá dóttur sína í heimsókn, hlusta á ritn- Jónssyni sjómanni frá Bergi á Akra- nesi. Börn þeirra: Holberg netagerð- armaður (látinn), kvæntur Guðríði Magnúsdóttur frá Vestmannaeyjum (látin); Adólf garð- yrkjumaður, kvænt- ur Gurli Jónsson, búsett í Danmörku; Reykdal neta- gerðarmaður, kvæntur Fanný Guðmundsdóttur, búsett í Bandaríkj- unum; Ester húsmóðir, gift Theodór Guðjónssyni skóla- stjóra og Kristrún leikskóla- kennari. Utför Jónheiðar verður gerð frá Aðventkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ingarlestur og syngja uppáhalds- sálmana sína. Það kom jafnvel fyrir, að hún gerði sér ekki vel grein fyrir hver var hjá henni, en sálmana söng hún svo ekki skeikaði. Þetta var hennar ævarandi eign, sem aldrei var frá henni tekin. Blessuð sé minning hennar. Theodór Guðjónsson. Amma bjó á Hrafnistu síðustu 13 ár ævi sinnar. Þegar við hjónin kynntumst þá þekkti kona mín ömmu, síðan hún var átta ára gömul og átti heima í sömu götu og hún. Börnin í götunni kölluðu hana litlu, góðu konuna, en amma var mjög smá kona og þetta lýsir öllu viðmóti henn- ar. Hún var blíð og mjög trúrækin kona, fór í sína kirkju hjá Sjöunda dags aðventistum á hvetjum laug- ardegi, meðan hún hafði heilsu til. Okkur var það minnisstætt þegar haldið var upp á hundrað ára afmæl- ið, hversu hress hún var og söng af innlifun og leið vel í góðra vina hópi. Síðustu þrjú árin smá dró af ömmu, en þegar farið var að tala um framtíðina á himnum þá var hún með á nótunum; að Kristur kemur aftur og nær í sín börn. Alltaf var gaman að koma til hennar með börnin eða barnabörn- in, þá sagði hún alltaf: „Gætið þeirra vel.“ Við þökkum ömmu fyrir allar samverustundirnar og við þökkum öllum þeim sem hafa litið til hennar í gegnum árin og sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hrafnistu. Blessuð sé minning hennar. Jón Holbergsson og fjölskylda. í nokkrum orðum langar okkur að minnast langalangömmu okkar sem er látin á 104 aldursári. Við höfum ekki mikið umgengist hana, því hún var komin á Hrafn- istu þegar við fæddumst. Meðan við vorum litlir höfðum við ekki mikla þolinmæði til að staldra við þegar við fórum með pabba og mömmu í heimsóknir til hennar. Það var svo skrítið að heimsækja hana i litla herbergið hennar eða á stofu þar sem voru margir aðrir og varla pláss við rúmið hennar til að setjast hjá henni. Álltaf hafði hún áhuga á að frétta af okkur og alltaf vjssi hún um af- komendur sína sem eru dreifðir um allan heim. Hún hafði alltaf nýjustu fréttir af hveijum og einum. Kidda frænka hugsaði alla tíð mjög vel um langalangömmu, hún sá til þess að langalangamma fylgdist með því sem var að gerast bæði í ættinni og fyrir utan hana. Við munum alltaf minnast langalangömmu og sérstak- lega þá 100 ára afmælis hennar. Þá var hún í sínum fínustu fötum og spjallaði við alla, drakk kaffi, söng með okkur og gerði að gamni sínu. Okkur fannst hún alveg ótrú- lega gömul, hún sem var svo hress. Nú er langri og farsælli ævi langa- langömmu lokið og komið að kveðju- stund. Um leið og við biðjum góðan guð að taka vel á móti langa- langömmu okkar viljum við þakka henni fyrir samverustundir okkar. Guð geymi þig. Heiðar L. og Guðni Már Holbergssynir. JONHEIÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR HÖRÐUR GRÍMKELL GUÐLEIFSSON + Hörður Grím- kell Guðlcifsson fæddist í Reykjavík 13. apríl 1948. Hann lést 8. júlí síðastlið- inn. Foreldrar Harðar eru Guðleif- ur Guðmundsson trésmiður, f. 16. maí 1909, d. 13. maí 1981 og Ingibjörg Hallgrímsdóttir sjúkraliði, f. 21. apríl 1918. Bróðir Harðar sammæðra er Helgi John bú- settur í Reykjavík. Systkini samfeðra eru Friðrik, búsettur í Svíþjóð, Guðmundur, Sigurður og Nína, öll búsett í Reykjavík. Utför Harðar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mánudagsmorguninn 8. júlí sl. vöknuðum við borgarbúar til feg- ursta og sólríkasta dags þessa sum- ars. En ekki allir. Hörður bróðir minn lést á þessum fallega morgni. Það var geysilegt áfall að frétta lát hans, þar sem hann hafði ekki, svo vitað væri, kennt sér meins. Minn- ingarnar eru margar sem um hug- ann þjóta, en sú sem efst er, er lík- lega þegar ég var einhvern tíma að hjóla með vinkonu minni á Lauga- veginum og heyrði allt í einu kallað: „Nína, ertu ekki stóra systir mín?“ Það var Hörður, ásamt vini sínum, 5-6 ára gamall, grannur, dökkhærð- ur og brúneygur drengur. Ég var rosalega upp með mér að eiga bróð- ur sem var yngri en ég, því heima voru bara þrír stórir bræður sem oft stríddu „örverpinu" á heimilinu. Þar sem við Hörður vorum hálfsystkini, samfeðra, ólumst við ekki upp saman, en kynntumst betur þegar Hörður var kominn á unglingsárin. Hann var mjög rólyndur og dulur ungur maður, en glett- inn og glaðvær í hópi kunnugra. Hann fór snemma að vinna við múrverk og þegar við Guðmundur keyptum okkur hús sem þarnfaðist bæði milliveggja og gólfs sem hægt var að ganga á, kom hann óbeðinn og vann verkið. Síðan var farið upp á þakið með eldri bræðrum okkar, Gumma og Sigga, og það tekið í gegn líka. Eins var hann boðinn og búinn að hjálpa til við flutninga og hvað sem var og alltaf í sjálfboða- vinnu. Ég og fjölskylda mín stöndum í þakkarskuld við Hörð, ekki bara fyrir hjálpsemina, heldur líka rækt- arsemina sem hann sýndi með viku- legum heimsóknum, því sjaldan leið sú helgi að ekki kæmi Hörður við, annað hvort á laugardegi eða sunnu- degi. Þakkarskuld sem við getum ekki greitt í þessu lífi, en seinna, því ég er þess fullviss að við hitt- umst á ný. Hörður kvæntist aldrei en bjó í foreldrahúsum alla tíð og með móður sinni eftir að faðir okkar lést árið 1981. Hann hafði verið hjartveikur, og kom það í hlut Harðar að reyna að blása lífi í hann eftir hjartastopp. Það var honum óskaplega erfíð lífs- reynsla og auðvitað móður hans líka, sem nú varð fyrir þeirri hræðilegu reynslu að koma öðru sinni að ást- vini látnum inni á heimili þeirra. Hörður var umhyggjusamur sonur og missir Ingibjargar er mikill. Guðleifur sendir kveðju frá Finn- landi, með þökk fyrir allar bíóferð- irnar sem Hörður bauð honum í þeg- ar Guðleifur var yngri, en hann hef- ur ekki tök á að vera viðstaddur útförina. Við systkinin kveðjum litla bróður okkar og ásamt mökum okk- ar og börnum óskum við Herði alls góðs á nýjum vegum. Megi friður Guðs vera með honum og öllum ást- vinum hans. Nína. Hörður Grímkell Guðleifsson and- aðist á heimili sínu mánudaginn 8. júlí. Ég kynntist Herði árið 1974 þeg- ar ég hóf iðnnám hjá Einari Óíafs- syni múrarameistara, en þar starfaði Hörður sem byggingaverkamaður. Fljótt kom í ljós hvern mann Hörður hafði að geyma, hann var góður drengur, ljúfur og hjálplegur. Þegar fréttist af láti góðs vinnu- félaga og samferðamanns, þá er eins og dragi ský fyrir sólu. Svo varð mér um dánarfregn Harðar. En það er eins og manni detti aldrei í hug að endirinn sé svo nærri. Okkur finnst ævinlega að lífið eigi að halda áfram, og vissulega er það svo að héðan flytja allir að lokum til ann- arra og betri heimkynna, þar sem lífið heldur áfram og aldrei amar mein né mæða. Nú við hin miklu ferðalok er drengskaparmanni þökkuð góð sam- fyigd. Viljum við votta eftirlifandi móður og ættingjum innilegustu samúð. Gunnar Guðmundsson og fjöl- skylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.