Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 31 STEINÞOR JAKOBSSON + Steinþór Jakobs- _son var fæddur á Isafirði 7. nóvem- ber 1931. Hann lést af slysförum um borð í skútu sinni á Mexíkóflóa 19. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jakob Gíslason skip- stjóri fæddur í Gerði, Barðastrand- arhreppi og Guð- björg Hansdóttir kona hans, fædd í Efstadal í Ögur- hreppi, d. 1971. Steinþór átti sex systkini: Katr- ín dó ársgömul 1935, Kristjana dó 1958, 30 ára gömul frá fjöl- skyldu sinni. Hin eru Konráð, Erna, Asta og Jakobína. Steinþór eignaðist soninn Arnar 1963 með Ernu Stefáns- dóttur frá Vest- mannaeyjum. Arn- ar á dóttur, Sunnu fædda 1984. Steinþór Jakobs- son var tvígiftur, fyrri kona 1965 var Sheryel Rose Smith. Þau skildu eftir nokkurra ára sambúð, barnlaus. Seinni kona 1972 var Jennifer Lee Weber. Þau skildu eftir nokkur ár, barnlaus. Eftir barnaskóla stund- aði Steinþór ýmis störf, sjó- mennsku, fiskvinnu, vinnu við byggingu Mjólkurárvirkjunar, hjá varnarliðinu í Aðalvík o.fl. Útför Steinþórs fór fram frá ísafjarðarkirkju 22. júní. Eins og allir krakkar í „Hlíðinni“ byijaði hann snemma á skíðum. Foreldrarnir gáfu systkinunum skíði í jólagöf þegar Steinþór var sjö ára. Skíðin voru með táólum eins og barnaskíði voru. Ekki voru liðnir margir dagar þegar hann var búinn að bijóta tvenn skíði með því að stökkva á þeim. Þegar hann stálpað- ist fór hann að æfa á skíðum. Fyrstu árin var mest verið á skíðum í „Stóruurðinni", en síðar eftir að skíðaskáli Harðar var reistur á Seljalandsdal var hann mikið þar ásamt öðrum Harðveijum í útileg- um. Þá voru engar skíðalyftur og þurftu skíðamenn sjálfír að troða brekkumar og báru oftast skíðin úr bænum fram á dal. Steinþór var lengst af i Herði á ísafirði en síðustu árin á landinu var hann í IR í Reykjavík. Hann keppti í mörg ár á innanhéraðsmót- um og landsmótum. 1953 fór hann ásamt fleiri ísfirðingum, þar á með- al Jakobínu systur sinni til Áre í Svíþjóð, þar var hann í heilt ár, vann fyrir sér og stundaði skíði. Hann og félagar hans tóku þátt í heimsmeistaramóti á skíðum í Áre 1954. Þá tók hann þátt í Ólympíleik- um í Cortina á Ítalíu 1956. Steinþór fór aftur til Svíþjóðar og einnig til Austurríkis til æfinga. 1958 fer hann fyrst til Bandaríkjanna. Byijar að vinna hjá Þórhalli Ólafssyni frá Kirkjubóli í Skutulsfirði, sem rak búgarð úti þar. Hann aflaði sér rétt- inda sem skíðakennari og réðst að skíðaskóla Stein Ericsen heims- og ólympíumeistara, sem hafði flust til Bandaríkjanna nokkrum ámm áður og stofnað skíðaskóla í Aspen í Colorado en Steinþór hafði kynnst honum áður á skíðamótum í Evr- ópu. Þá kenndi hann líka við skóla Ericsens í Sugar Bush Valley. Eftir það fiuttist hann til Bear Valley í Kalifomíu og kenndi þar á skíðum í tvo vetur. Hann kemur svo aftur til landsins í tvö ár, kenndi þá við skíðaskálann í Hveradölum. Meðal nemenda hans þar var þáverandi forseti, Ásgeir Ásgeirsson. Var sagt frá þessari sérstöku kennslu í blað- inu Vikunni. Þegar svo Steinþór fékk „græna kortið“, settist hann að í Bandaríkjunum. Hann stofnaði þá sinn eigin skíðaskóla í Big Powderhom í Michigan, sem hann starfrækti í þijá vetur. Síðan gerð- ist hann skíðakennari hjá Aspen Skicorporation, þar starfaði hann í um 30 ár, til vors 1994. Þá hætti hann sem fastur kennari en stund- aði sl. tvo vetur einkaskíðakennslu. Á sumrin vann hann mest við húsa- smíðar og frágang lóða, stundum sem verktaki eða í félagi við aðra. Hann byggði sitt eigið hús í Aspen fljótlega eftir að hann settist þar að. Fyrir þremur ámm byggði hann sér bjálkahús í Basalt sem er skammt frá skíðasvæðinu Snow- mass, þar sem hann stundaði kennslu lengst af. Þrátt fyrir stutta skólagöngu var Steinþór vel að sér, aflaði sér rétt- inda sem skíðakennari sem var ævistarf hans, þá var hann vel mæltur á sænsku og siarkfær í norsku, auk enskunnar. Hann hafði mikinn áhuga á mannkynssögu, sér- staklega sögu fornþjóða og átti nokkurt bókasafn á því sviði. Stein- þór átti góða vini í Colorado og víð- ar ytra. I Aspen voru hjónin Úlfar Skæringsson og Hjördís, kona hans, sem bæði vom skíðakennarar, þá var systurdóttir hans Gyða Sigurð- ardóttir búsett í nágrenni við hann í mörg ár og margir aðrir vom vin- ir hans. Þegar Steinþór hætti fastri skíða- kennslu vorið 1994, þá keypti hann gamla seglskútu niðri í Mexíkó við Kalifomíuflóa, hann gerði skútuna upp og sigldi henni á flóanum. Hann var með skútuna í Guyamas í Mexíkó og bjó í henni þegar hann lést af slysförum um borð 19. maí sl. Nú kom vel í ljós vinátta við Steinþór. Margir vina hans höfðu frétt af slys- inu og hringdu til að votta samúð og bjóða aðstoð. Einn vina hans Buck Dean, búgarðseigandi, tók sér tveggja vikna frí, fór til Mexíkó til að sjá um bálför þar og athuga með eigur hans. Flutti hann jarðneskar leifar hans til Snowmass Colorado og sá, ásamt öðmm, um veglega minningarathöfn 11. júní uppi í skíða- iandinu og vom skiðalyftur opnaðar af þessu tilefni. Arnar, sonur Stein- þórs, var viðstaddur. Þá veitti Stein- þór Ólafsson, framkvæmdastjóri ís- lensk-mexíkósks fyrirtækis Þormóðs ramma og Granda hf., sem staðsett er í Guyamas mjög mikla hjálp í sam- bandi við slysið. Þegar systir mín sem býr í Hafn- arfírði hringdi í mig og sagði mér að vinur minn, Steinþór Jakobsson, skíðakennari frá ísafirði, væri lát- inn, varð mér svarafátt svo hún bætti við: „Ég hefði ekki átt að segja þér þetta.“ „Það er nú best að heyra sannleikann þó beiskur sé,“ varð mér að orði. Ég hringdi heim til Konráðs bróður hans til að fullvissa mig og sú var raunin. Steini var látinn langt um aldur fram og BORGAR APÓTEK Álftamýri 1-5 GRAFARVOGS APÓTEK Hverafold 1-5 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Borgar Apótek MINIMIIMGAR á hörmulegan hátt af slysförum í snekkjunni sinni. Þegar ég hugsa um Steina, fer í huganum mörg mörg ár aftur í tímann og ég stað- næmist við húsið Hraunprýði á ísafírði, þar sem fjölskylda Stein- þórs bjó. Ásta og Sirrý systir mín voru vinkonur og skólasystur úr gagnfræðaskólanum á ísafirði. Ein- hvern veginn æxlaðist það svo að ég fór að venja komur mínar til þeirra Hraunprýðishjóna Guggu og Kobba. Það var fyrir mér alveg sér- stakur staður, glatt á hjalla og gam- an að spjalla við þau. Ég fór með þeim og hjónunum úr Fagra- hvammi, Arndísi og Hirti Sturlaugs- syni, í margar ferðir á hestum og Steini var alltaf með. Þetta var ynd- islegt og gott fólk enda held ég að fólk hafí verið miklu betra fólk þá en margt fólk í dag. Fjölskyldan í Hraunprýði hefur alltaf verið mér minnisstæð. Þetta var svo lífsgiatt og gott fólk. Kobbi Gísla var léttur í tali og skemmtilegur. Gugga hæg og prúð og sérlega hlýleg kona. Fyrir mér var ævintýri líkast að kynnast þessu fólki. Þarna var mik- ið rætt um hesta og það átti vel við mig sveitastelpuna sem mátti heita að alin væri upp á hestbaki frá blautu bamsbeini. Þegar ég kynntist fjölskyldunni í Hraunprýði var Steini innan við fermingu og þegar hann var 13 ára kom hann hingað til að dveljast hér um sumarið. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar hann fyrsta daginn í sveitinni fór að athuga hestana sem vom 11. Hann gekk strax að fagurlimuðum svörtum hesti sem hét Víkingur og sagði: „Þetta verður minn hestur meðan ég verð hérna.“ Steini hafði giöggt auga fyrir hestum, hann var alveg einstakt náttúrubarn. Það má segja um Steina að hann lifði lífinu lifandi og hratt, það var aldrei nein lognmolla kringum hann enda komst hann langt á sinni framabraut. Hann var strax mikill hestamaður og lét sér fátt fyrir brjósti brenna, þó þeir væm baldn- ir. Hann eignaðist sannkallaðan dýrgrip sem var hesturinn Blakkur. Hestar og skíðaíþróttin áttu hug hans allan. Ég sá Steina vin minn síðast árið 1972. Þá heimsótti hann mig hér að Laugabóli, þá var hann búsettur í Colorado í Bandaríkjun- um. Það var gaman að sjá hann aftur eftir margra ára fjarveru. Þegar hann sagði mér hvað á dag- ana hafði drifíð fór maður með hon- um í huganum langt út í heim. Steini var einstaklega tryggur vinur sínum og í mínum huga og margra ann- arra vina sinna verður hann alltaf ógleymanlegur. Fólk eins og Steini skilur eftir sig neista í hjörtum okk- ar vina hans sem aldrei deyr. Hinn 22. júní var ég við minningarathöfn um hann í ísafjarðarkirkju þar sem endanleg athöfn fór fram. I gamla kirkjugarðinum á ísafirði munu jarðneskar leifar hans hvíla. Við þessa athöfn hitti ég systkini hans, son og bamabarn. Þetta var falleg athöfn sem mér þótti vænt um að geta verið vistödd. Guð mun leiða Steina vin minn í landinu ókunna. Öllum ættingjum hans og vinum vott ég mína dýpstu samúð. Guð blessi þau öll. Ragna Aðalsteinsdóttir, Laugabóli. Erfídiykkjur Glæsileg kaffi- hladborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIIÍTEL LÖFTLEIDIII + Tvaer af okkur systrum, sem störfuðu í mörg ár á íslandi, létust í þessum mánuði á hjúkrunarheimili okkar í Kaupmannahöfn, Systir MARIA LÆTITIA, f. 10.3.1912, d. 6.7.1996, Systir MARIA HERMA, f. 6.10. 1904, d. 12.7. 1996. St. Jósefssystur. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN JÓNSSOIM frá Eyjanesi, lést þann 13. júlí. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAFN ÞÓRÐARSON, Skipholti 4, Ólafsvík, lést á heimili okkar þann 13. júlí. Anna Jónasdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Föðurbróðir minn, GUÐJÓN ÓLAFUR AUÐUNSSON frá Svfnhaga, andaðist á dvalarheimilinu Lundi sunnu- daginn 14. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Auðunn Ágústsson. + Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, VIKTORÍA MARKÚSDÓTTIR, Háteigsvegi 8, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, laugardaginn 13. júlí. Margrét Ósk Árnadóttir, Bjarni Geirsson, Svanhvít Árnadóttir, Garðar Jóhannsson, Fjóla Kristfn Árnadóttir, Kalman le Sage de Fontenay og aðrir aðstandendur. + Móðurbróðir minn, MARTEINN PÉTURSSON, Vatnsholti 4, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 19. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Gunnlaugsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ALDA JÓNSDÓTTIR, Öldutúni 10, Hafnarfirði, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudag- inn 14. júlí. Guðjón Frímannsson, Helga Guðjónsdóttir, Grímur Jón Grímsson, Reynir Ómar Guðjónsson, Vilborg Stefánsdóttir, Þorbjörg Guðjónsdóttir, Gunnar Guðjónsson, Frímann Elvar Guðjónsson, Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, Guðbjörn Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.