Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TEL BLAÐSINS Dýraglens T AFSAK4&0, HR.FKos/cOZ {frNNSK/ GETVfi ÞÚHJAa y- é<s /COrtSJEKki HÓ> fil// /fOSX/J | /HÐfiéfí UKAK. VEL U/Ð FLOGUk / -C Grettir f---------T ---------------<« I UIONDER/ IT5 A HUNPREP IF UIE / YARD5 FROM WERE COULD / T0 THE FENCE.. E5CAPE.. Ll MEA5UREP IT.. Af hverju förum við í þesar Skyldum við geta flúið... Við gætum Þetta eru ekki súpu- sumarbúðir, Magga? Það var Það eru 100 metrar 'að girð- grafið göng, skeiðar, herra! þín hugmynd, herra ... ingunni — ég mældi það — en okkur vant- ar skóflu ... Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Hverjir eiga hálendi Islands? Frá Jóni Ármanni Héðinssyni: í ÁGÆTU bréfi til Morgunblaðsins 13. júlí sl. fjallar Finnur P. Fróða- son um hálendið. Hann bendir rétti- lega á, að umræðan undanfarna daga hefur vakið upp spurninguna: „Hver á hálendið?" Finnur segir: „Ég vona svo sannarlega að það sé þjóðin öll.“ Og hann spyr einnig: „Eru það einhveijir fámennir hrepp- ar út um allt land?“ Ekki er að undra þessar spurn- ingar, þegar menn hafa í huga frétt- ir af svonefndu „Hveravalla-skipu- lagi“ og hveijir fara þar með um- sýsluréttinn. Um þetta mál hefur dr. juris Páll Sigurðsson, núverandi forseti Ferðafélags íslands, ritað fjórar ágætar greinar í Morgun- blaðið að undanförnu. Ekki er ætlan mín að fjalla nú um þær, en bendi mönnum á að gott er að kynna sér efni þeirra vel. Eins og kunnugt er stendur yfir vinna við „skipulagningu" á hálend- inu. Það merkilega við þessa skipu- lagningu er að langmestur hluti þéttbýlis á íslandi kemur hér ekki við sögu. Er þetta hægt? Auðvitað er það fráleitt og staðfestir að öll eru þessi mál varðandi hálendið, eignarrétt, not, umgengnisrétt, veiðirétt og svo allan virkjunarrétt- inn í uppnámi. Heildarlöggjöf vant- ar um hálendið. Árið 1971, á þingskj. 13, fluttu þingmenn Alþýðuflokksins tillögu um að lýsa hálendi landsins og óbyggðir alþjóðareign. Fyrsti flutn- ingsmaður var Benedikt Gröndal. Tillagan náði ekki fram. Árið 1973 varr flutt tillaga um eignarráð á landinu, gögnum þess og gæðum. Fyrsti flutningsmaður var Bragi Siguijónsson. Tillagan náði ekki fram. Árið 1974 var nær samskon- ar tillaga flutt og fór eins um hana. Árið 1976 var flutt frumvarp um eignarráð á landinu, gögnum þess og gæðum. Flutningsmenn Bragi Siguijónsson og Jón Ármann Héð- insson. Frumvarpið náði ekki fram. Eins og sjá má á þessu hefur skort vilja á Alþingi til þess að taka á þessu vandamáli og setja um eign- arráð og notkun hálendisins skýr lagaákvæði í þágu alþjóðar. Hugmynd mín nú er því sú, að fyrir atbeina forsætisráðherra verði skipuð breið vinnunefnd, er geri drög að frumvarpi til laga um eign- arráð, nýtingu, verndun, beitar- og veiðirétt á öllu hálendinu. Allir stjómmálaflokkar komi að þessu máli og aðrir þeir fulltrúar félaga- samtaka sem láta sig málið varða og hafa af því hag og ánægju að hálendið falli ekki í hendur fárra sérréttindamanna. Þetta verk og góð lög gætu verið heillagjöf til þjóðarinnar árið 2000. JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, Birkigrund 59, Kópavogi. Upplýsingar um Alnetstengingu við Morgunblaðið Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upp- lýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvemig skila á greinum til blaðs- ins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Alnetinu Hægt ef að nálgast Morgun- blaðið á Alnetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Alnetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Alnetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir ömggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Alnetið Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.