Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 19.780 kr.* ZtlricH Brottför aðfaranótt laugardaga Síðasta heimflug 24. ágúst 24,400 kyj Frankfurt Brottför á laugardögum Síðasta heimflug 31. ágúst 24,750 kr-* Berlín Brottför á laugardögum Síðasta heimflug 31. ágúst 24-330 kr. Köln Brottför aðfaranótt laugardaga Síðasta heimflug 31. ágúst 24-370 kr.* Múnchen Brottför á sunnudögum Síðasta heimflug 1. sept. 24.41 O kr.j *Innifalið: Flug, innritunargjald ogflugvallarskattar. Bamaafsláttur 5.000 kr., böm yngri en 2 árafáfrítt. ATLAS-korthafar, munið 4.000 kr. ferðaávísunina! London Brottför á þriðjudagskvöldum Síðasta heimflug20. sept. Flogið vikulega í breiðþotu: Rayfci**fc Austurstrati 12 • S. 5691010 • Slmbréf 552 7796 og 569 1095 Telex 2241 • Innanlandsferðir S. 569 1070 H6telS6gu vtðHagatorg• S. 562 2277• Slmbréf 562 2460 Hatnart|ðröur Basjarhraunl 14«S. 565 1155»Slmbrét 565 5355 OATUV?/* Mirrík: Hafnarflðtu 35 • S. 4213400 • Símbréf 4213490 AJirinti: Breiðiroðtu 1 • S. 431 3386 • Slmbréf 431 1195 BUnOCARO Akurayrl: Ráðhóstoroí 1 • S. 462 7200 • Slmbréf 461 1035 Vastmarwaatlar: Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Slmbréf 481 2792 Elnnig umboðsmenn um land alit ÍDAG SKÁK Umsjön Margeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í skák tveggja af stigahæstu skák- mönnum heims á stórmóti í Dortmund í Þýskalandi sem lauk á sunnudaginn. Boris Gelfand (2.665), Hvíta Rússlandi, hafði hvítt og átti leik, en Aleksei Shirov (2.685), sem nú tefl- ir fýrir Spán. 25. Hxg6+! - hxg6 26. Dxg6+ - Kh8 27. Hhl (Nú fellur svarta drottningin, en Shirov skákaði -nokkrum sinnum áður en hann gafstu upp. 27. — Hf2+ 28. Kb3 - Hb8+ 29. Ka3 og svartur gaf. Úrslit mótsins: 1—2. Anand og Kramnik 7 v. af 9 mögulegum, 3. Gelfand 6 v. 4—5. Adams og Júdit Polgar 4‘A v., 6—7. Shirov og Topalov 4 v., 8. Hiibner 3'A v., 9. Lobron 2'A v. 10. Peter Leko 2 v. Með morgunkaffinu ÞETTA eru baraörygg- isráðstafanir hjá mér. ÉG ætla að fá fjóra eggjabakka. Við ætlum nefnilega í frí með börnin. Æ, ég gleymdi að segja þér að það er eitthvað að kælikerfinu. ER sebrahestur ekki röndóttur? VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Yndislegl að vera í Nesbúð HANNA Jónsdóttir hringdi og bað fyrir kær- ar þakkir fyrir yndislega veru í Nesbúð 5.-7. júlí ásamt ættarmótsfélög- um. Bjami og stelpumar fallegu, kærar þakkir. Þama er gott að vera, allt gert sem hægt er fyrir dvalargesti. 111 meðferð ádýrum ÉG ER alin upp í sveit þar sem var mikil hrossa- rækt. Þar var það talið eins sjálfsgt starf og að marka lömbin og taka ullina af kindum „að raka af hrossunum". Það er að klippa fax, tagl og auðvitað ennistoppinn hæfilega mikið á hveru vori. Þar voru hrossin að- eins nytsamur búpening- ur, „þarfasti þjónninn". Nú em hross oftast „gæludýr" þeirra sem efni hafa á að eiga þau. Dýravinur Tapað/fundið Myndavél tapaðist OLYMPU S-myndavél tapaðist í Viðey, á vestureynni, laugardag- inn 6. júlí sl. Skilvís fmnandi vinsamlega hringi í síma 568-1308 eða skili henni í Viðeyjar- ferju. Tennisspaði tapaðist TENNISSPAÐI í svörtu hulstri, af gerðinni Prince Extender, tapað- ist á leiðinni frá Efra- Breiðholti og í Tennishöllina í Kópavogi. Finnandi vinsamlega hringi í síma 567-0683. Taupoki tapaðist BLAR lítill taupoki með pijónadóti datt af hjóli á leiðinni frá Hringbraut og upp í Tæknigarð sl. fimmtudag. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 562-5713 eða 565-9168. Gæludýr Kettlingur í leit að heimili SKEMMTILEGUR kettl- ingur með skarpa athygl- isgáfu og hátt mal er í leit að heimili. Dökkgrár með silfurgráar bröndur og gul augu, kelinn og kassavanur. Nánari upp- lýsingar í síma 562-7825. COSPER Það er enginn með ónýtan hljóðkút hér, þetta var úr óperu Verdis sem þú heyrðir Víkverji skrifar... ALNETIÐ er sífellt meira til umræðu manna á meðal og í fjölmiðlum. Eins og kunnugt er heitir Alnetið „Intemet" á ensku. Morgunblaðið hefur tekið upp ís- lenzka orðið Alnet yfir þetta fyrir- bæri. Aðrir fjölmiðlar hafa hins vegar haldið áfram að nota enska orðið „internet", þ.ám. Ríkisút- varpið. Ýmsir tölvuáhugamenn hafa mótmælt notkun Morgunblaðsins á orðinu alnet. í áratugi höfum við íslendingar lagt áherzlu á að taka upp íslenzk orð yfir ýmis konar nýjungar. Það eru ekki alltaf fyrstu íslenzku heit- in, sem festa rætur. Sem dæmi má nefna, að lengi var talað um þrýsti- loftsflugvél eða þangað til hið frá- bæra orð þota varð til. Fleiri sam- bærileg dæmi mætti nefna. Morgunblaðið gerir enga kröfu til þess, að aðrir fjölmiðlar eða fólk almennt fylgi blaðinu í notkun orðs- ins alnet, ef annað og betra ís- lenzkt orð finnst. Hins vegar er hægt að ætlast til þess, að aðrir fjölmiðlar og þá ekki sízt Ríkisút- varpið leggi sig fram um að koma með íslenzkt heiti á þessu fyrirbæri og noti það í fréttum og frásögnum. Smátt og smátt kemur í ljós hvaða íslenzkt heiti festir rætur. Það er hins vegar ekki hægt að una við, að enska orðið „internet" festist í íslenzku máli. xxx * IFRÉTT hér í blaðinu sl. laugar- dag kom fram, að notendum svonefndra GSM-síma fjölgar stöð- ugt. Það er skiljanlegt. Þetta eru þægilegir símar, sem hægt er að nota nánast hvar sem er, þ.e. á þeim svæðum, sem þeir ná til. Hins vegar eru símtöl í GSM-símum allt- of dýr. Sjálfír símarnir hafa lækkað verulega í verði frá því sem var í upphafí og er ástæðan fyrst og fremst hin harða samkeppni, sem ríkir á markaðnum um sölu á sím- unum, þar sem Póstur og sími verð- ur að takast á við nokkur einkafyr- irtæki, sem selja slíka síma. Hins vegar er enn sem komið er engin samkeppni í rekstri GSM- símakerfisins sjálfs. Slík samkeppni kemur ekki til sögunnar fyrr en á árinu 1998 og þá má búast við, að verð á GSM-símtölum falli snar- lega. Getur Póstur og sími verið þekktur fyrir að opinbera það með þeim hætti, að óhóflegt verð sé á símtölum í GSM-símum? Er ekki betra fyrir stofnunina sjálfa að lækka verðið nú þegar? Ella má búast við almennum flótta notenda til samkeppnisaðila í reiði yfir því hvernig okrað hafí verið á þeim á meðan einokun ríkti. XXX AÐ er svo annað mál, að fólk er tæpast búið að læra al- menna mannasiði enn sem komið er í notkun þessara síma. Það er ókurt- eisi, svo að vægt sé til orða tekið að svara í GSM-síma, þar sem menn eru á fundum eða öðrum mannamót- um. Ekki er ólíklegt að víða verði bannað að nota símana, bæði á fund- um í fyrirtækjum og stofnunum, í veitingahúsum og á öðrum opinber- um stöðum vegna þess, að samtöl í þá eru öðrum til ama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.