Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI; HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Líf og fjör við gömlu höfnina BRESKT ferðatívoli var sett upp á miðbakka Reykjavíkurhafnar á fimmtudag og er það fimmta árið í röð sem það kemur hingað til lands, að sögn Jörundar Guð- mundssonar framkvæmdastjóra tivolísins hérlendis. Um 300 tonn af búnaði voru flutt hingað og eru tækin um níu talsins fyrir utan skotbakka og annað slíkt. Jörundur segir að þessu sinni meiri áherslu lagða á tæki sem henta ungum börnum og fjölskyldum sökum ábendinga frá almenningi þar að lútandi, og sé nú heldur ódýr- ara fyrir fólk að skemmta sér í tívolíinu. Frá Englandi koma 33 starfsmenn og starfar tívolíið til 29. júlí, eða alls í þrjár vikur. Um helgina var einnig opnað svæði fyrir hjólabretti á þaki Faxaskála, og er starfsemin þar á vegum Hins hússins. Fjölmarg- ir ungir brettakappar notuðu tækifærið í blíðviðrinu á sunnu- dag; þeyttust yfir hindranir og upp gervibrekkur og ögruðu þyngdaraflinu á ýmsa vegu aðra. Morgunblaðið/Ásdís Grindavík F æreying’- ar dýpka höfnina FÆREYSKT verktakafyrirtæki vinnur nú að dýpkun Grindavíkur- hafnar. Alls bárust þijú tilboð í verk- ið, tvö íslensk og eitt færeyskt og áttu Færeyingarnir lægsta tilboðið, sem hljóðaði upp á rúmar 90 milljón- ir króna. Hafist var handa við dýpkunina í maíbyijun og á verkinu að vera lok- ið þann 1. september, samkvæmt verksamningi. Gera má þó ráð fyrir einhveijum aukadögum í september, að sögn Jóns Gunnars Stefánssonar, bæjarstjóra í Grindavík. Hann sagði að ekki hefði komið annað til greina en að taka lægsta tilboðinu, en fær- eyska fyrirtækið, sem það átti, heit- ir J & F Pedersen partafélag, og sá Pedersen sem um ræðir mun vera færeyski sjávarútvegsráðherrann. Dýpkunarpramminn, sem notaður er við verkið, var fluttur hingað til lands og á honum vinna sex manns. Aðaldýpkunin er innan hafnarinn- ar til þess að skapa siglingaleið frá mynninu inn að viðleguköntum. Morgunblaðið/RAX Urbætur vegua hljóð- og loftmengunar Óskað eftir aukafjár- veitingu EMBÆTTI borgarverkfræðings hefur mælst til þess við borgaryfir- völd að fá aukafjárveitingu upp á Vh milljón, svo ljúka megi gerð tillagna um úrbætur vegna hljóð- og loftmengunar í ýmsum hverfum borgarinnar. Erindi borgarvérkfræðings verður tekið fyrir á fundi borgar- ráðs í dag og er lagt til að undir- búningsvinnu verði flýtt, í ljósi umræðu sem spunnist hefur að undanförnu um hljóð- og loftmeng- un í borginni, eins og segir í erind- inu. Tilgangurinn er sá að ljúka í haust tillögugerð, sem ella hefði frestast fram á næsta ár og jafn- framt að reynt verði að meta ná- kvæmlega fjölda íbúða þar sem úrlausna er þörf og hvaða aðgerð- ir séu brýnastar, segir borgarverk- fræðingur. Lagt var fram á fundi skipulags- nefndar 6. febrúar 1995 yfirlit umferðardeildar borgarverkfræð- ings um umferðarhávaða í borginni og var afgreiðslu þess frestað. Málið hefur ekki verið afgreitt enn og verður sama yfirlit lagt fyrir borgarráð í dag. Tæplega 1.700 íbúðir Fram kemur í samantekt að tæplega 1.700 íbúðir í borginni séu í húsum þar sem hávaði við hús- vegg mælist 65 desibel eða yfir. Er um að ræða 4% íbúða í borg- inni að sögn Stefáns Hermanns- sonar borgarverkfræðings. Yfirlit yfir götur þar sem hávaði mælist yfir 65 dB við húsvegg leið- ir m.a. í ljós vandamál við Hring- braut, Laugaveg, Hverfisgötu, Mi- klubraut og Kleppsveg. Einnig er umferð þung við Skólavörðustíg, Stórholt, Snorrabraut, Hofsvalla- götu, Skipholt og Tryggvagötu. ■ Nákvæmt mat/6 Rannsóknir á jarðskorpu íslands Markmiðið að segja megi eldgos fyrir frá myndunarstað og upp í jarð- skorpuna og þá verður jarðfræði- leg uppspretta landsins kortlögð. Með því að skilja eðli kviku- strauma og mæla hraða þeirra telur Ingi hugsanlegt að hægt verði að segja fyrir í hvaða gos- belti þeir stefna og um leið vara við hættu á tilteknu svæði. Hefur víðtæka þýðingu Niðurstöður rannsóknanna hafa víðtæka þýðingu fyrir jarð- vísindi en aldrei hafa jafnná- kvæmar mælingar verið gerðar á jarðfræðifyrirbærinu heitum reit. Niðurstöður nýtast til að skilja eðli möttulsins og kviku- strauma og gefa skilning á þeim kröftum sem stjórna landreki. ■ Eldhjarta íslands/24 FJÖLÞJÓÐLEGAR rannsóknir á jarðskorpu íslands og heita reitnum undir landinu gefa fyrir- heit um að í framtíðinni verði unnt að spá meiriháttar eldsum- brotum með allt að áratuga fyrir- vara. Dr. Ingi Þ. Bjarnason hefur forystu um rannsóknirnar á Raunvísindastofnun en verkefn- ið, ísbráð, Ieitin að jarðfræði- legri uppsprettu íslands, hlaut á sínum tíma háa styrki hjá vís- indastofnunum í Bandaríkjun- um, alls að upphæð 25 milljónir króna. Rannsóknunum er ætlað að auka skilning á myndun jarð- skorpunnar og hvar kvika mynd- ast í möttlinum, næst ysta lagi jarðar. Reynt verður að kanna með hvaða hætti kvikan ferðast Bandaríkjamenn vilja reisa olíuvinnslustöð í Gufunesi _ Oska eftir að kaupa Aburðarverksmiðjuna yiÐRÆÐUR hafa staðið yfir milli Aburðarverksmiðjunnar hf. í Gufu- nesi og bandaríska fyrirtækisins Allied Resource Corporation um kaup á verksmiðjunni, en fyrirtækið áformar að hætta áburðarfram- leiðslu í Gufunesi og endurvinna þar smurolíu. Fyrir liggur óformlegt tilboð í Áburðarverksmiðjuna sem er til skoðunar í framkvæmdar- nefnd um einkavæðingu. „Það er annars vegar verið að gera úttekt á Áburðarverksmiðj- unni, stöðu og framtíðarhorfum, og hins vegar er verið að meta þessa bandarísku aðila. Ég geri ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir í báðum þessum þáttum í september," sagði Skúli Bjarnason, stjórnarformaður Áburðarverksmiðjunnar hf. Skúli sagði að ákveðið hefði ver- ið í vor að sækja um umhverfismat til Skipulags ríkisins til grundvallar því að breyta Áburðarverksmiðj- unni í olíuendurvinnslustöð. Með því hefðu menn viljað vinna tíma því að það tekur um sjö mánuði að láta fara fram umhverfismat. Ef viðræð- ur skiluðu jákvæðri niðurstöðu yrði sótt um starfsleyfi í haust eða vetur. 2,4 milljarða fjárfesting Áætlanir gera ráð fyrir að það kosti 35 milljónir dollara eða um 2,4 milljarða króna að breyta Áburðarverksmiðjunni í olíuendur- vinnslustöð. „Þeir koma til með að geta notað margt í núverandi bún- aði verksmiðjunnar og það á þátt í áhuga þeirra á kaupum á henni. Þeir geta nýtt vetnis- og köfnunar- efnisframleiðsluna. Framleiðslu á saltpétri og ammoníaki yrði hins vegar hætt, en hún er sá hluti fram- leiðslunnar sem er síst umhverfis- væn. Ammoníaksframleiðslan er þar að auki varasöm fyrir öryggi byggðar. Þetta yrði því umhverfis- vænni kostur en sá sem við höfum í dag,“ sagði Skúli. Dótturfyrirtæki Allied Resource hefur einkaleyfi á nýrri aðferð við hreinsun á smurolíu, en hún felst í því að sprauta vetni á olíuna undir miklum þrýstingi. Framleiðslan er mun umhverfisvænni en aðrar hreinsunaraðferðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.