Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR EVROPUKEPPNIN 1960-1996 Þátt-Fjöldi taka leikja'sy' ^Tap Mörk Stig 1960 ’64 ’68 72 76 ’80 ’84 ’88 '921996 Þýskaland 7 26 15 7 4 42:34 52 - - - 1 2 1 R U 2 1 Holland 5 18 9 5 4 25:19 32 - - - - 3 R - 1 U Á Frakkland 4 15 7 5 3 25:16 26 4 - - - - - 1 - R U Rússland* 7 19 7 5 7 22:24 26 1 2 4 2 - - - 2 R R Ítalía 4 14 5 7 2 12:8 22 - - 1 - - 4 - U - R Spánn 5 17 5 7 5 17:19 22 - 1 - - - R 2 R - Á Tékkland** 4 14 5 5 4 19:18 20 3 - - - 1 3 - - - 2 Danmörk 5 17 5 4 8 22:25 19 - 4 - - - - U R 1 R England 5 16 4 6 6 16:16 18 - - 3 - - R - R R U Portúgal 2 8 3 3 2 9:6 12 u - - A Belgía 3 9 3 2 4 11:15 11 - - - 3 - 2 R - - - Svíþjóð 1 4 2 1 1 6:5 7 U - Skotland 2 6 2 1 3 4:5 7 R R Júgóslavía 4 10 2 1 7 14:26 7 2 - 2 - 4 - R - - - Króatía 1 4 2 - 2 5:5 6 A írland 1 3 1 1 1 2:2 4 - - - - - - - R - - Búlgaria 1 3 1 1 1 3:4 4 R Ungverjal. Grikkland Sviss Rúmenía Tyrkland 1 - - 1 - 1 - 1 5:6 1:4 1:4 3:8 0:5 R R R * Sovétríkin fyrir 1988. ** Tékkóslóvakia fyrir 1992. R=Riðlakeppni, Á= áttaliðaúrslit, U=Undanúrslit 1960: Sovétrikin-Júgóslavía 2:1 (eftir framlengingu) 1964: Spánn-Sovétríkin 2:1 1968: Italía-Júgóslavía 1:1 (eftir framl.) 2:0 (eftir aukaleik) 1972: Þýskaland-Sovétríkin 3:0 1976: Tékkóslóvakía-Þýskaland 2:2 (eftir fr.l.) 5:3 (eftir vitaspyrnuk.) 1980: Þýskaland-Belgía 2:1 1984: Frakkland-Spánn 2:0 1988: Holland-Sovétríkin 2:0 1992: Danmörk-Þýskaland 2:0 1996: Þýskaland-Tékkland 2:1 (eflir (ramlenqingu)_ ■ ÞREFALDUR Ólympíumeist- ari í langstökki, Bandaríkjamaður- inn Carl Lewis, stökk einungis 8,00 metra á móti í heimalandi sínu um helgina þar sem margir af sterkustu fijálsíþróttamönnum Bandaríkjanna tóku þátt í sínu síðasta móti fyrir Ólympíuleikana í Atlanta. ■ Á sama móti náði sveit Banda- ríkjamanna í 400 metra hlaupi besta tíma ársins, 38,16 sekúnd- um, en sveitina skipa Jon Drumm- ond, Leroy Burrell, Michael Marsh og Dennis Mitchell. ■ ÞÁ náðu einnig sveitir Banda- ríkjamanna í 1.600 metra hlaupi karla og 400 metra hlaupi kvenna bestu timum ársins, en karlasveitin hljóp 1.600 metrana á 2.59,29 og kvennasveitin 400 metrana á 42,34. ■ MICHAEL Johnson og Butch Reynold voru báðir fjarri góðu gamni í 1.600 metra hlaupinu um helgina, en sigursveitina skipuðu LaMont Smith, Alvin Harrison, Jason Rouser og Anthuan May- bank. ■ ÞÁ var heimsmeistarinn í 100 metra hlaupi kvenna, Gwen Torr- íÞRöm FOLK ence, einnig fjarri góðu gamni um helgina en hún hefur verið meidd undanfarið og taldi það sér fyrir bestu að taka ekki þátt á mótinu. ■ D’ANDRE Hill tók sæti Torr- ence í 400 metra sveitinni og hljóp hún síðasta sprettinn á eftir Chryste Gaines, Gail Devers og Inger Miller. ■ CARLOS Valderrama,, lands- liðsmaður frá Kólumbíu, lagði upp tvö mörk þegar úrvalslið Austur- deildar í Bandaríkjunum vann úrvalslið Vesturdeildar 3:2. 78.416 áhorfendur sáu leikinn, sem fór fram á Giants Stadium í New Jersey. ■ ÓLYMPÍULIÐ Brasilíu lagði úrvalslið FIFA að velli 2:1 í seinni leiknum á Giants Stadium. Be- beto lagði upp sigurmarkið, sem Robert Carlos skoraði, 2:1. „Þetta var mjög góður sigur fyrir okkur,“ sagði Mario Zagallo, þjálfari Brasilíu. ■ BEBETO skoraði fyrra mark Brasiliu, Jurgen Klinsmann jafn- aði fyrir heimsliðið, 1:1. ■ ENSKA úrvalsdeildarliðið Liv- erpool gerði á mánudag tilboð í tékkneska landsliðsmanninn Karel Poborsky, sem leikið hefur með Slavia Prag í Tékklandi und- anfarin ár. Ensku meistararnir- Manchester United hafa einnig verið á höttunum á eftir Pobor- sky, en línur verða væntanlega farnar að skýrast um næstu hclgi hvort kappinn gengur til liðs við Liverpool eða United. ■ BRASILÍSKI landsliðsmaður- inn Romario mun leika með spánska félaginu Valencia á kom- andi keppnistímabili, en gengið var frá samningum seint á sunnudags- kvöld. Romario, sem er 30 ára gamall, skrifaði undir þriggja ára samning við Valencia, en hann lék með brasilíska félaginu Flamengo á síðasta tímabili eftir að hafa snúið heim frá Barcelona í fyrra vegna heimþrár. BAKDYR Olympíuleikar eru hugsaðir sem keppni hinna bestu með þeirri undantekningu að nái eng- inn íþróttamaður þjóðar lágmarki eða vinni sér þátttökurétt á annan viðurkenndan hátt má hún senda karl og konu í keppni í sundi og fijálsíþróttum. Ákveðnar reglur gilda einnig um fjölda fylgdarmanna. Þetta eru ekki ný tíðindi og á ekki að vefjast fyrir mönnum. „Það er mín stefna að íþróttamenn verði að ná lágmörkum til að fara á Ólympíu- leika," sagði formaður Ólympíu- nefndar íslands í samtali við Morg- unblaðið í ársbyijun og bætti við að árangur á liðnu ári nægði ekki einn sér. „Ef þeir ná ekki tilsettum lágmörkum núna hefur fram- kvæmdastjórnin tekið ákvörðun um að þeir fari ekki á leikana. Þeir verða að ná þessu í keppni á viðurkenndu móti,“ sagði formað- urinn í júlíbyijun. Þrátt fyrir skýrar línur er enn verið að reyna að koma tveimur fijálsíþróttamönnum inn bakdyra- megin til Atlanta. Þeir eigi það skilið því í raun séu þeir rétt við lágmörkin. Umræðan er með ólík- indum því sentimetrarnir segja allt sem segja þarf. Þessir annars ágætu, umræddu piltar hafa ekki náð lágmörkum I ár, hvað sem öllu tali um sambærilegan árangur líður. Þar af leiðir að þeir eiga ekki erindi á Ólympíuleika að þessu sinni. Níu íslenskir íþróttamenn hafa náð lágmörkum og verða í Atlanta ásamt 13 manna fvlgdarliði auk formanns og ritara Olympíunefnd- ar. Verði fyrrnefndir kastarar vald- ir til að vera með á leikunum fær Fijálsíþróttasambandið að senda einn fylgdarmann til viðbótar. Það skyldi þó aldrei vera að þrýsting- urinn að koma kösturunum á leik- ana sé tilkominn vegna baráttu um að hafa fleiri S fylgdarliðinu? Fram hefur komið að eiginkon- ur tveggja formanna sérsambanda hafa verið dubbaðar upp í aðstoð- arflokkstjóra. Siðleysið hefur verið gagnrýnt en menn hafa komist Allra leiða leitað til að fjölga í ólympíuhópi íslands í Atlanta upp með að segja að of seint sé að breyta og því verði þær að fara (nauðugar?). ísland á einn júdó- mann á leikunum og með honum fer einn maður sem flokkstjóri og þjálfari. Sama er upp á teningnum í fimleikum en tvö fara með einni badmintonstúlku. Reynt hefur ver- ið að rökstyðja mikilvægi alls fylgdarfólksins en fyrr má nú rota en dauðrota. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við stjórn mála þeg- ar tveir fararstjórar eru sendir með fullfrískum íþróttamanni. Og hver borgar brúsann? íþróttafólkið reynir við lágmörk en smákóngarnir bitast um farar- stjórasæti. Viðkomandi sérsam- bönd verða að eiga við sig og sína hvernig vali fylgdarmanna er hátt- að og súpa seyðið af gjörðum sín- um en athygli vekur að forseti íþróttasambands íslands er ekki í hópnum. Á hann ekki meira erindi á Olympíuleika en eiginkonur for- manna lítilla sérsambanda og ann- að fylgdarfólk? Því hlýtur Ólymp- íunefnd að svara en miðað við það sem á undan er gengið kæmi ekki á óvart þó bakdyrnar yrðu frekar opnaðar fyrir kastarana tvo og fylgdarmann þeirra að auki. Steinþór Guðbjartsson Ætlar knattspyrnumaðurinn ÓLAFUR ÞÓRÐARSOIM að bæta sig enn frekar? Ekki annað á dagskrá ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði íslandsmeistara Akraness í knatt- spyrnu undanfarin fjögur ár, sýndi ífyrradag hvers hann er megnugur. Hann var hreinlega óstöðvandi og allt í öllu þegar ÍA vann Fylki 9:2 íátta liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. „Þetta var fyrsti alvöru leikur okkar á tímabilinu og besti leikur minn í sumar, hugsanlega sá besti á ferlinum," sagði miðjumaður- inn sem hóf ferilinn í meistaraf lokki 1983 og er að byrja erfið- ustu viku með ÍA síðan 1993 þegar liðið varð bikarmeistari á sunnudegi, tryggði sér rétttil áframhaldandi þátttöku í Evr- ópukeppni á miðvikudegi og fagnaði íslandsmeistaratitli á laugardegi. Eiginkona Olafs er Friðmey Barkardóttir og eiga þau þrjú börn; Valgeir 10 ára, Ester Maríu átta ára og Vig- dísi fjögurra ára. Stuðningsmenr. Skagaliðsins eru þekktir fyrir að gera miklar kröfur til þess og þeir sáu ástæðu til að brosa og syngja á fyrr- Steinþór nefndum leik á Guöbjartsson Akranesi á sunnu- dag. Er fram- ganga liðsins fyrirboði þess sem koma skal? „Við áttum ekki von á þessari frammistöðu en að undanförnu hefur liðið verið á uppleið og þetta var mjög gott skref í þá átt að spila enn betur. Allt small saman hjá okkur og vonandi náum við að fylgja þessu eftir á næstu dög- um því við erum að ganga í gegn- um mjög erfiða dagskrá. Eftir að hafa rutt tveimur hindrunum úr vegi, fyrst í deildinni og svo í bik- arnum, einbeitum við okkur að næsta verkefni sem er heimaleik- ur í Evrópukeppninni á miðviku- dag. Við ætlum að gera það sem við getum til að komast áfram en við vitum ekki hvað bíður okk- ar fyrr en viðureignin hefst - þetta er sem ferð út í óvissuna." Þú starfar hjá Bifreiðastöð Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson ÓLAFUR Þórðarson, fyrirllð! íslandsmeistara Akraness, gaf sér tíma til að líta andartak upp frá vinnunni í gær. ÞÞÞ. Er ekki erfitt að stunda erf- iðisvinnu með fótboltanum? „Eg þekki varla annað og er vanur þessu en þetta er tiltölulega rólegt núna. Ég byija rúmlega sjö á morgnana og er til hálf fjögur á daginn. Flutningastarfið er fjöl- breytt og ég er í því sem þarf að gera hveiju sinni - er í akstri, á lyftara og svo framvegis." Hvað með önnur áhugamál? „Það er margt sem mig langar til að gera en annaðhvort er mað- ur í fótboltanum eða ekki. Ég hef valið að vera í fótboltanum og þá er ekki tími til að hugsa um neitt annað, hvað þá að vera í ein- hveiju öðru. Auðvitað hefði ég gjarnan viljað hafa tíma til að gera eitthvað með fjölskyldunni um helgar en það verður að bíða. Ekkert annað en fótboltinn er á döfinni." Leikgleðin sat í fyrirrúmi á sunnudag. Eru Skagamenn hættir að tuða í dómurum? „Við höfum margoft rætt um að reyna að láta dómara ekki fara í taugarnar á okkur því við vitum að nöldur gerir okkur ekkert gott. Þetta er atriði sem allir vilja að sé í lagi en í hita leiksins vill það oft gleymast. Hins vegar var ekk- ert nöldur og engin vandamál í bikarleiknum og auðvitað viljum við gera okkar til að koma i veg fyrir að missa menn í bönn.“ Ætlar Ólafur Þórðarson að halda áfram að bæta sig? „Ég stefni að því og ekkert annað er á dagskrá enda er ég vonandi á réttri leið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.