Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 B 3 ÍÞRÓTTIR RALL Bensínlausar á leið í rásmark Þriðji sigurinn í röð hjá feðgunum ■ SIGURGEIR Guðjónsson hafði talsverðar áhyggjur af því eftir keppni að Ingibjörg Grétarsdóttir kona hans heimtaði að hann keypti rallbíl. Hún fór fyrstu sérleið ralls- ins með Sigurði Óla Gunnarssyni sem Sigurgeir er aðstoðarökumað- ur hjá. Hún heillaðist af rallinu við fyrstu kynni. ■ JÓHHANNES V. Gunnarsson er bróðir Sigurðar Óla og keppti einnig í rallinu ásamt Smára Jóns- syni. Jóhannes kvaðst ánægður að hafa lagt bróðir sinn að velli í þriðja rallinu í röð, en hann slapp með skrekkinn eftir að hafa misst bílinn útaf á Kaldadal. En árangurinn þýddi að stóri bróðir gæti ekki strítt þeim yngri lengur á slakri aksturs- tð^kni ■ DÁVESUTTON semerþekkt- ur í rallheiminum kemur hingað til lands í kvöld og ætlar að skoða ralleiðir. Hann hefur áhuga á að koma með fomfræga rallbíla í al- þjóðarallið í haust. Sutton þessi lið- sinnti m.a. fyrmm heimsmeistara Ari Vatanen til metorða á Ford Ecsort og gerði út keppnislið Audi í Bretlandi. ■ HENNING Ólafsson og Gylfi Hauksson óku 20 km á sprungnu á Tröllhálsi. Það sprakk á tveimur dekkjum og aðeins eitt varadekk var til staðar. Lítið var eftir af felg- unni, sem þeir luku leiðinni á. ■ KVARTMÍL UKEPPNI sem gilda átti í Islandsmótinu var frest- að, þegar bilun varð í tímatökubún- aði. Líklegt er að senda þurfti tölvu- búnað og klukkur utan til viðgerða. Meðal þeirra sem mættir voru til keppni var Gunnar Rúnarsson á sérsmíðuðu spyrnuhjóli með yfir 200 hestafla vél. Fyrir skömmu ók Gunnar kvartmíluna á 9,60 sek- úndum á hjólinu. ■ UNNAR Már Magpiússon er efstur að stigum í flokki 600 cc mótorhjóla í kvartmílunni með 235 stig, Valgeir Pétursson er með 175. í flokki 1300 cc hjóla er Bjarni Valsson með 118 og Jón K. Jacob- sen 84. Agnar Agnarsson er með 195 stig í flokki götubíla, en Jón Geir Eysteinsson 194. í útbúnum götubílum er Sigt.ryggur Harðar- son með 125 stig og Grétar Jóns- son 108. ■ ÆVAR S. Hjartarsson er að skoða möguleikann á því að mæta með Hummer jeppa í alþjóðarallið í haust. Einnig er möguleiki að er- lendur ökumaður mæti á einum slikum, en líkur eru á nokkrum jeppum erlendis frá í keppnina. RÚNAR Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda 323 unnu þriðja sigurinn í röð á þessu ári, þegar þeir luku rallmóti helgarinnar ífyrsta sæti. Náðu þeir besta aksturstíma á öllum sérleiðum, sem voru átta talsins. Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvald- ur Pálmason á Talbot Lotus urði í öðru sæti, en félagarnir Hjört- ur P. Jónsson og ísak Guðjónsson á Toyota Corolla nældu í brons- ið. Þeir urðu fyrstir íflokki ódýrra keppnisbíla, Norðdekk flokkn- um svokallaða, og hafa forystu að stigum í þeirri meistarakeppni. Hjörtur og ísak hafa unnið flokkasigur í öllum þremur mótum ársins, en Þorsteinn P. Sverrisson og Ingv- Gunnlaugur « Guðmundsson Rögnvaldsson hata veitt þeim skrifar mesta keppni og urðu í fjórða sæti um helgina. „Ég held að við vinnum á heima- vinnunni, bíllinn er alltaf í topp- standi og við höfum góðar leiðar- nótur. Sigurinn er gott veganesti fyrir alþjóðrallið, sem verður erfið- asta keppnin. Þorsteinn er án vafa harðasti keppinauturinn, en 7-8 mínútur voru á milli okkar tveggja og næstu keppenda," sagði Hjörtur. Garðar Þór Hilmarsson og Krist- ján Bárðarson á Toyota Corolla voru heppnir að sleppa ómeiddir frá harkalegri veltu, þegar bíll þeirra þeyttist nokkrar veltur en endaði á veginum á sérleið um Kaldadal. „Ég krækti hjóli út í kant í krappri vinstri beygju, afturendinn kastað- ist á loft og bíllinn endastakkst. Fór síðan 4-5 veltur þversum á veginum. Ég hugsa að við höfum verið á 120 km hraða-, þegar þetta gerðist," sagði Garðar í samtali við Morgunblaðið, „við vorum ekki með nógu nákvæmar leiðarnótur og lær- um á þessu atviki. Ökumenn næsta bíls fyrir aftan hjálpuðu okkur að ýta bílnum útaf. Það er enginn skrekkur í okkur og nú vantar yfir- byggingu, því bíllinn er ónýtur eftir þetta brölt.“ Á meðan á þessu gekk óku feðg- amir Rúnar og Jón af öryggi til sigurs, fengu ekki verulega keppni. „Leiðirnar voru mjög skemmtilegar og þetta var góður undirbúningur fyrir alþjóðrallið. Ég vona að sam- keppnin verði meiri þar, en slagur- inn um titilinn er jafn. Sigurður er með 51 stig á móti 60 stigum okk- ar. Það getur því allt gerst enn varðandi titilinn," sagði Rúnar. Sigurvegarar Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson unnu þrlója rallmótiA f röA og stefna hraAbyri á enn elnn melst- aratitillnn ð Mazda 323 rallbílnum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson FOLK ÞÁTTTAKA einu kvenkyns öku- manna rallsins um helgina byrj- aði ekki gæfulega. Þær urðu bensínlausar á leið í rásmarkið, rúmum hálftíma fyrir tilskiida mætingu. En hraðar hendur voru hafðar og þær Guðný Úlf- arsdóttir og Lára Blöndai á Peugeot 205 komust í rásmark rallsins og einnig í endamark eftir tveggja daga keppni. Þóra ók bílnum í átt að rásmark- inu og skyndilega fór bíllinn að freta. Hún sá ekkert að mælun- um og áttaði sig á því að hann væri bensínlaus. Það var lítill tími til stefnu og enginn vildi stoppa og hjálpa henni, fyrr en greiðvikinn kona pikkaði hana upp og skutlaði á bensínstöð og tilbaka. Við slupp- um því fyrir horn,“ sagði Guðný í samtali við Morgunblaðið um þátt- töku kvennana í rallinu. „Verra fannst mér þó að mæta tveimur fjölskyldubílum á miðri leið. Leið- irnar eiga að vera lokaðar og við vorum bara heppnar að mæta bílunum ekki á blindhæð, þá hefði getað orðið stórslys. Gæslan verður að vera öflugri og lokun leiða, annars er tímaspursmál hvenær óhapp verður. Skömmu eftir að ég mætti öðrum bílnum ókum við útaf, ég tapaði einbeitingunni við þetta og endaði upp á stórum steini. Var pirruð og æst“. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson HEPPNAR aA hafa ekkl lent í árekstrl vlA fjölskyldubila Innl á miörl sérlelA, sem á aA vera lokuA almennri umferA. „Aðeins eitt dekk snerti jörð, þar sem bíllinn sat á steininum og við þurftum að bíða eftir hjálp. Rétt sluppum við að falla á tíma, töpuð- um 25 mínútum. Eftir það var málið bara að verða fyrstar - neðan frá talið. Við erum einu konurnar í rallinu og viljum fá fleiri með. Konur geta alveg ekið rallbíl með sóma og hrist upp í körlunum,“, sagði Guðný. KAPPAKSTUR / FORMULA 1 Villeneuve ýtir við Hill Kanadabúinn Jaques Villene- uve vann breska kappakst- urinn á Silverstone á sunnudaginn á Williams Renault. Varð 19 sek- úndum á undan Austurríkismann- inum Gerhard Berger á Benetton og Finninn Mika Hakkinen á McLaren varð þriðji. Villeneuve náði um 204 km meðalhraða í keppninni, sem var 309 km löng. Hvorki Damon Hill né heims- meistarinn Micael Schumacher luku keppni. Schumacher komst tvo hringi áður en gírkassi í bíl hans lét und- an og félagi hans hjá Ferrari, írinn Eddie Irvine varð að hætta eftir fímm hringi með bilaða vél. Ferr- ari liðið virðist heillum horfið þessa dagana, eftir að hafa unnið einn sigur á árinu, þann fyrsta í langan tíma. Schumacher er launahæsti ökumaðurinn í kappakstri, en að sama skapi hefur liðið ekki náð bílunum í sama gæðaflokk, enn sem komið er. Schumacher sagði reyndar að það ýrði vart fyrr en á næsta ári, sem eitthvað myndi ganga upp hjá Ferrari liðinu, en sigur hans í Barcelona hafði vakið mönnum vonir. Að sama skapi höfðu vaknað vonir hjá Damon Hill að vinna á Silverstone, eftir að hann náði fremsta sæti í rásröð. En hann tapaði forystunni strax í ræsingu og Villeneuve geystist framúr ásamt þremur öðrum öku- mönnum. í 27. hring af 61 snarsn- erist síðan Hill og missti bílinn útaf, þegar framhjólalega festist. Villeneuve ók hinsvegar af öryggi allan tímann og saxaði verulega á forskot Hill í kapphlaupinu um heimsmeistaratitilinn. Hill er með 63 stig, Villeneuve 48, Schumac- her 26 og Frakkinn Jean Alesi 25. Alesi féll úr leik á Silverstone. Sex mót eru enn eftir í Formula 1 kappakstri og er Williams með afgerandi forystu í keppni bíla- hönnuða með 111 stig á móti 48 stigum Benetton.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.