Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 8
. ÞRIÞRAUT wmmmmmammmmmmmmmammmmmmmmm Síðastliðna helgi átti sér heldur betur stað uppstokkun í her- búðum bandaríska körfuknatt- leiksliðsins New York Knicks þeg- ar félagið gekk frá samningum við þrjá geysiöfluga leikmenn, sem leika munu í Madison Square Gard- en á næsta keppnistímabili. Þeir leikmenn sem um ræðir eru Larry Johnson, sem kom frá Charlotte Homets í skiptum fyrir þá Anthony Mason og Brad Lohaus, Chris Childs, sem áður lék með New Jersey Nets, og Allan Houston, sem var í herbúðum Detroit Pist- ons á síðasta keppnistímabili. Houston til Knicks Ljóst er að þessir leikmenn munu koma til með að styrkja Knicks verulega á komandi tíma- bili en þó má búast við að leik- mönnum New York-liðsins eigi eft- ir að bregða nokkuð í brún við að missa Anthony Mason úr vörninni því veikasta hlið Larry Johnsons er einmitt varnarleikurinn og þrátt fyrir 20,5 stig kappans að meðal- tali í leik á síðasta keppnistímabili getur hann alls ekki leikið nægi- lega góða vörn. Knicks þarf þó varla að örvænta því öllum að óvömm ákvað hinn 25 ára gamli bakvörður, Allan Houston, að ganga til liðs við félag- ið en flestir höfðu búist við að hann myndi endumýja samning sinn við Detroit Pistons, sem situr nú eftir með sárt ennið því Hous- ton gaf Detroit ekki einu sinni möguleikann á því að yfirbjóða Knicks. Til að rýma fyrir þessum nýju stjörnum í Madison Square Garden ákvað New York-liðið að láta sex leikmenn fara frá félaginu og er þar m.a. að finna nöfn manna á borð við Derek Harper og J.R. Reid. Howard fyrstur yfir 100 milljón dollara markið Þá gerði Miami Heat einnig mjög góð kaup um helgina þegar þeir kræktu sér í framheijann Juwan Howard frá Washington Bullets, en samningur Howards er til sjö ára og herma fregnir frá Banda- ríkjunum að hann hljóði upp á litl- ar 110 milljónir dollara, 7,4 millj- arða íslenskra króna, og er kappinn þar með fyrsti maðurinn í sögu körfuboltans til að fara yfir 100 milljón dollara markið. Þá hefur miðheijinn Alonzo Mourning end- urnýjað samning sinn við Heat þannig að Miami-liðið ætti, sam- kvæmt pappírunum að minnsta kosti, að koma firnasterkt til leiks á næsta keppnistímabili. Marciulionis til Denver Af öðrum liðum deildarinnar er það helst að frétta að Denver Nuggets fékk til sín um helgina Litháann Sarunas Marciulionis frá Sacramento Kings í skiptum fyrir Mahmoud Abdul-Rauf og einnig skiptu þeir Mark Jackson og Ricky Pierce úr Indiana Pacers yfir í Nuggets, en í staðinn fóru Jalen Rose og Reggie Williams til Pacers. Þá ákváðu tveir kunnir kappar að vera áfram hjá liðum sínum, en það eru þeir Hakeem Olajuwon, sem endumýjaði samning sinn við Houston Rockets til fimm ára, og Gary Payton, sem skrifaði undir sjö ára samning við Seattle Super- Sonics um helgina. Bjóða Shaq sjö ára samning Ekki hefur enn verið gengið frá samningum þeirra Shaquille O’Neals og Charles Barkleys en samkvæmt fréttum frá Bandaríkj- unum hefur Los Angeles Lakers nú boðið Shaq sjö ára samning upp á 6,4 milljarða íslenskra króna og hyggjast þeir hækka enn frekar upphæðina þegar kappinn fær lausan samning eftir tvö ár, en umboðsmaður Shaqs lýsti því yfir um helgina að þau lið, sem áhuga hafa á að fá strákinn í sínar raðir hafi frest til föstudags til að leggja fram tilboð. Einhver hnútur virðist hins veg- ar kominn í samningaviðræður milli Houston Rockets og Charles MIKLAR hrærlngar hafa átt sér stað I NBA-delldlnnl síðustu daga, eða síðan markaðurinn var opnaður. Það má allt elns búast vlð því að lið, sem ekkl hafa verið hátt skrifuð undanfar- in ár nái að springa út á næsta ári og velgja Jordan og félögum hans hjá Chlcago Bulls undir uggum. Barkleys og hefur viðræðum verið frestað um óákveðinn tíma, en tal- ið er að Rockets verði að láta þijá leikmenn fara til Phoenix Suns í skiptum fyrir Barkley ef af samn- ingum verður og yrðu þeir að öllum líkindum valdir úr hópi þeirra Sam Cassells, Mark Bryants, Robert Horrys, Mario Elies og Kenny Smiths. Af öllum þessum hræringum í NBA-deildinni má glöggt sjá að flest lið ætla sér stóra hluti á kom- andi keppnistímabili og hefur þess- um mikla eltingaleik liðanna við leikmenn verið líkt við „gullæðið" í Kaliforníu fyrir einni og hálfri öld. Fróðlegt og skemmtilegt er að fylgjast með „gullæðinu" ’96, eins og eltingaleikurinn hefur verið kallaður, og má allt eins búast við því að lið, sem ekki hafa veríð hátt skrifuð í körfuboltanum und- anfarin ár nái að springa út á næsta ári og velgja þeim stóru undir uggum. KORFUKNATTLEIKUR „Gullæðið" í IMBA Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson EINAR Jóhannsson lenti í 13. sætl í þríþrautarkeppni í Þýskalandi. Einar tryggði sér farseðilinn til Hawai ÞRÍÞRAUTARKAPPINN Einar Jóhannsson gerði það gott um helgina í undankeppni fyrir hina svokölluðu Iron-man þríþrautar- keppni, sem haldin verður á Hawai síðar á þessu ári. Keppnin fór fram í Roth í Þýskalandi og gerði Einar sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í aðal- keppninni á Hawai, lenti í 13. sæti í sínum aldursflokki og 115. sæti í heildina. „Ég er mjög sáttur við árangurinn þó að ég hefði að vísu viljað hlaupa á aðeins betri tíma. Það var erfitt að venjast hitanum á þessum stutta tíma, sem ég var í Þýskalandi en samt bætti ég mig um 21 mínútu frá því í fyrra. Eg er búinn að skrá mig til keppni á Hawai en hvort ég tek svo þátt í henni verður fjár- hagurinn síðar á árinu að skera úr um,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið í gær. Keppendur voru 2.450 í undan- keppninni í Þýskalandi en alls er talið að um 20.000 manns muni bítast um þau 1.500 sæti, sem í boði eru á Hawai. Keppt er í 3,8 kílómetra sundi, 180 kílómetra hljólreiðum og 42,2 kílómetra maraþonhlaupi og var tími Einars um helgina 9 klukkustundir, 24 mínútur og 53 sekúndur. Ólöf tapaði naumlega ÓLÖF María Jónsdóttir tapaði á fyrstu holu í bráðabana í 2. umferð A-riðils á meistara- móti Lúxemborgar. í B-riðli sigraði Herborg Amarsdóttir fyrst 2-1 o g síðan 4-3, og komst í úrslit. Þar sigraði hún einnig, að þessp sinni 3-2. Þórður EmiÍVÍlafsson tap- aði 4-3 í B-riðli en Björgvin Sigurbergsson vann 2-1 og 6-5 en tapaði á 20. holu í úrslitum. Þar með hafa þau lokið keppni, en fyrst var leikinn 36 holu höggleikur og 32 bestu í karla- og kvennaflokki komust áfram í A-riðiI í holu- keppninni. GOLF Stöð 2 með einka- rétt á landsmótinu Stöð 2 samdi fyrir helgi við Golf- samband íslands um einkarétt til að sýna frá landsmótinu í golfi sem hefst í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Hannes Guðmunds- son, forseti GSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að samningurinn væri skref í réttá átt, hluti af því ferli sem verið hefur undanfarin ár. „Við erum mjög sáttir við samning- inn,“ sagði Hannes. Undanfarin ár hefur Ríkissjón- varpið sýnt frá landsmótinu og Stöð 2 haft fijálsan aðgang að mótinu og getað sýnt frá því. Þegar Hann- es var spurður hvort þetta væri ekki skref afturábak, að aðeins ein stöð gæti sýnt frá landsmótinú, svaraði hann: „Viðsemjendur okkar óskuðu eftir því að fá einkarétt á mótinu og við féllumst á það. Samn- ingurinn er aðeins um þetta mót og það verður samið aftur næsta ár og vonandi sýna fleiri stöðvar þá áhuga á að sýna frá mótinu." Að sögn Hannesar mun Stöð 2 sýna daglega frá mótinu, byijar á mánudaginn og verður síðan með samantekt í lok mótsins, en því lýk- ur laugardaginn 27. júlí. Tvö ný handboltalið skráð til leiks TVÖ ný lið taka þátt í 2. deild- arkeppninni í handknattleik næsta keppnistimabil. Það er Hörður frá ísafirði og HM 96 úr Mosfellsbæ. Um helgina var dregið i töfluröð í deildarkeppninni. íslandsmeistarar Vals í 1. deild karla mæta FH í fyrsta leik, í Valshúsinu 18. september. Þá leika einnig Stjarnan - ÍR, nýliðarnir Fram og HK, Hauk- ar - KA, Selfoss - Afturelding, ÍBV - Grótta. f 2. deild karla mætast 5. október: Fjölnir - Víkingur, KR- Fylkir, Ármann - HM 96, Þór Ak. - Hörður, ÍH - Breiðablik. Keppni í 1. deild kvenna hefst 5. október, þá mæta: Stjarnan - ÍBV, Fram - ÍBA, KR - FH og Valur - Vík- ingur. Valur og KA mætast í Meist- arakeppninni 11. september og kvennalið Hauka og Stjöm- unnar leika 28. september. LOTTO: 17 22 29 32 36 + 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.