Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 7 FRÉTTIR SVR eign- ast „dverg- strætó“ Morgunblaðið/Árni Sæberg HALLGRIMUR Gunnarsson framkvæmdastjóri Ræsis hf. afhenti Lilju Olafsdóttur forstjóra SVR nýjan strætisvagn á mánudag. STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur hafa fengið afhentan nýjan strætisvagn af gerðinni Merce- des Benz sem tekur fjórtán far- þega í sæti og er hann fyrsti vagninn af þessari stærð í þjón- ustu fyrirtækisins. Vagninum er aðallega ætlað að auka þjónustu SVR við gömlu hverfin í Reykjavík þar sem göt- ur er þröngar og vandkvæði á að beita strætisvögnum af hefð- bundinni stærð. Kostar 8,8 milljónir SVR bauð í vor út smíði nýs dvergvagns og reyndist tilboð Ræsis hf., umboðsaðila Mercedes Benz hérlendis, og Guðmundar Tyrfingssonar ehf. vera lægst. Verð vagnsins er 8.880.000 krón- ur en Mercedes-Benz er stærsti framleiðandi hópferðabíla og strætisvagna í heiminum. I skil- málum útboðsins var ákvæði um að vagninn yrði afhentur 15. júlí. Hönnuðir og yfirsmiðir nýja strætisvagnsins eru Guðmundur Tyrfingsson og Guðmundur Laugdal. Farþegasæti eru 14 eins og áður sagði en heildar- fjöldi farþega má vera 44 manns. SVR mun á næstunni undirbúa vagninn endanlega til notkunar fyrir nýtt leiðakerfi, sem taka á gildi í ágústmánuði næstkom- andi. Septembertilboð til Benidorm 24. september 25 dagar frá kr. 45.532 Takmarkað sætamagn — bókaðu strax Nú bjóðum við glæsilegt tilboð til Benidorm þann 24. sept. í 25 daga á ótrúlegu til boðsverði þar sem þú getur notið yndislegra daga í yndislegu veðri og tryggrar þjón- ustu fararstjóra Heimsferða á meðan á dvöl þinni stendur. Beint flug til Alicante þann 24. september og í boði eru afbragðsgóðir gististaðir, allir með íbúðum með einu svefn- herbergi, stofu, eldhúsi, baði og svölum. Móttaka, veitingastaðir og verslun er einnig í hótelinu. Bókaðu meðan enn er laust. , Islenskur hjúkrunarfræðingur með í ferðinni. 45.532 Verð kr. m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, El Faro, 24. sept. Verð kr. 59.960 M.v. 2 i íbúð, 24. sept., El Faro. Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600. Moreunblaðið/Helea Mýrafell ofan sjávar EKKI er að sjá á Mýrafelli ÍS 123 í höfninni í Bíldudal að það hafi legið fyrir skömmu á hafs- botni, og vart verið hugað frek- ari dvalar á yfirborði sjávar. I gær fóru menn frátryggingafé- lagi bátsins og Fiskistofu þangað til að kanna skemmdir. Meðal þess sem má sjá með berum aug- um, er að kýrauga hefur brotnað af og hluti af mastri bátsins, en meiri óvissa er um afdrif tækja- búnaðar hans. Myndin var tekin í gær þegar menn voru að yfir- fara skemmdir og ljúka við að losa vatn úr bátnum. Heillaóskir til nýkjörins forseta ÓLAFI Ragnari Grímssyni, ný- kjörnum forseta íslands, og konu hans, Guðrúnu Katrínu Þorbergs- dóttur, hefur borist fjöldi heilla- skeyta, kveðja og bréfa frá hundr- uðum landsmanna og frá fólki víða um heim. Auk þess hafa þjóð- höfðingjar og forsætisráðherrar margra ríkja og stjórnendur al- þjóðastofnana sent Ólafi Ragnari Grímssyni árnaðaróskir, óskað honum heilla í starfi og lýst von um um gott samstarf við íslenska þjóð. Meðal þeirra sem hafa sent honum slíkar kveðjur eru: Carl Gustav, konungur Svíþjóðar, Martti Ahtisaari, forseti Finn- lands, Paul Nyrup, forsætisráð- herra Danmerkur, Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, Edmund Joensen, lög- maður Færeyja, Lars Emil Jo- hansen, formaður landsstjórnar Grænlands, William J. Clinton, forseti Bandaríkjanna, Roman Herzog, forseti Þýskalands, Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, Oscar Luigi Scalfaro, for- seti Italíu, Jiang Zemin, forseti Kína, Ryutaro Hashimoto, forsæt- isráðherra Japans, Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, Ezer Weizman, forseti ísraels, Vaclav Havel, forseti Tékklands, Arpad Goenez, forseti Ungverja- lands, Lennart Meri, forseti Eist- lands, Algirdas Brazauskas, for- seti Litháen, Michal Kovac, for- seti Slovakíu, Franjo Tudman, forseti Króatíu, Milan Kucan, for- seti Slóveníu, Kim Young Sam, forseti Kóreu, Liamine Zeroul, forseti Alsír, Zine E1 Abidine Ben Ali, forseti Túnis, Antonio Masc- arenhas Monteiro, forseti Græn- höfðaeyja, Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Javier Solana, fram- kvæmdastjóri NATO, Jaques Dio- uf, framkvæmdastjóri FAO, Leni Fischer, forseti þings Evrópuráðs- ins, og Emma Bonino, sjávarút- vegsstjóri Evrópsambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.