Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ1996 15 ERLENT Oeirðum lokið á Norður-Irlandi Friðarviðræð- ur hafnar á ný Belfast. Reuter. VIÐRÆÐUR sarnningsaðila um frið á Norður-Irlandi voru teknar upp að nýju í Belfast í gær í skugga verstu óeirðaöldu sem gengið hefur yfir landið í mjög langan tíma. Einnig hafa bitrar yfirlýsingar írskra stjórnmálamanna um að brezk stjórnvöld beri ábyrgð á óeirðunum ekki gert mönnum auð- veldara fyrir. Dick Spring, utan- ríkisráðherra írlands, sagði við upphaf viðræðnanna í gær, að hann myndi leggja nokkrar erfiðar spurningar fyrir ráðherra N- írlandsmála í brezku ríkisstjórn- inni, Sir Patrick Mayhew, um hvernig staðið hafi á því að lög- regluyfirvöld á N-írlandi skyldu aflýsa banni við göngum róttækra mótmælenda úr Óraníureglunni um hverfi kaþólskra í borgum og bæjum N-írlands fyrir helgin. John Alderdice, leiðtogi hins hófsama Sambandsfiokks, sakaði formann helzta flokks mótmæl- enda, David Trimble, um að hafa brotið þá grundvallarreglu lýðræð- isins, um að hafna skuli allri beit- ingu ofbeldis. Hann sagði Trimble hafa hundsað þessa grundvallar- reglu með þátttöku sinni í göngu mótmælenda sem endaði með ósköpum. Trimble, sem leiðir stærsta flokk mótmælenda á N-írlandi, Sambandsflokk Ulster (UUP), vís- aði ásökununum á bug og kallaði þær „gersamlega fáránlegar“. Aðilar friðarviðræðnanna hafa samþykkt að fylgja sex meginregl- um, sem úilokar ofbeldi. Höfundur þeirra, Bandaríkjamaðurinn Ge- orge Mitchell, stýrir viðræðunum, en formennska hans er umdeild. Stjórnmálamenn mótmælenda telja hann vera hliðhollan kaþólsk- um þjóðernissinnum. Tilræði í Úkraínu námuverkamenn í verkfalli. Sprengjunni var fjarstýrt og skemmdist bíll forsætisráðherr- ans talsvert er hún sprakk í Reuter þann mund sem hann ók hjá. Aðeins tveir mánuðir eru liðnir frá því að Lazarenko tók við embætti. Ekki er vitað hveijir stóðu að sprengingunni eða hver ástæðan var. Öryggisgæsla í tengslum við forsætisráðherr- ann og forsetann, Leonid Kútsjma, var hert mjög í kjölfar sprengingarinnar. LÖGREGLA rannsakar um- merki eftir sprengjutilræði gegn forsætisráðherra Ukraínu nærri flugvellinum í Kiev í gær. Ráð- herrann, Pavlo Lazarenko, slapp ómeiddur úr tilræðinu en var nokkuð brugðið að sögn aðstoð- armanna hans. Hann hélt för sinni til borgarinnar Donetsk áfram en þar eru um 200.000 Jeltsín hugleiddi að fresta forsetakosningunum Var staðráðinn í að hindra valdatöku kommúnista Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti velti fyrir sér að aflýsa forsetakosningunum og tjáði ráðgjöfum sínum að hann myndi aldrei láta völdin í hendur kommún- istum, að sögn bandaríska tímaritsins New Yorker í gær. Er forsetinn ræddi valdbeitingu mótmælti Anatolí Kúlíkov innanríkisráðherra, sem stjórn- ar nokkur hundruð þúsund hermönnum ráðuneytisins. Sagðist hann ekki geta ábyrgst að hermenn hlýddu slíkum skipunum. Fréttaskýrandinn David Remnick vitnar í grein í tímaritinu í Sergej Karaganov, sem á sæti í for- setaráði Jeltsíns, og fleiri af nánustu ráðgjöfum leiðtogans. Díana hættir aðstoð við fjölda líknarfélag’a London. Reuter. DÍANA prinsessa af Wales tii- kynnti í gær, að hún hefði sagt af sér sem forseti eða verndari tæplega eitthundrað líknarsam- taka í framhaldi af skilnaðinum við Karl Bretaprins. Meðal samtaka sem Díana seg- ir skilið við eru Rauði kross Bret- lands en hún var varaforseti hans. Þar sem Díana er tæknilega ekki lengur meðlimur konungsfjöl- skyldunnar, þó svo Elísabet drottning og Karl ríkisarfi ætli að líta svo á sem hún sé það áfram, er talið að prinsessan vilji gefa samtökunum og félögunum frelsi til þess að leita ásjár ann- arra meðlima konungsfjölskyld- unnar. Akvörðunin þykir vera reiðar- slag fyrir mörg líknarfélögin því þau hafa notið tengslanna við Díönu í fjáröflunarstarfi sínu. Prinsessan ætlar að halda tryggð við sex líknarfélög og einbeita sér að störfum í þágu þeirra. Beinist kastljósið að Vilhjálmi? Athygli fjölmiðla beinist nú æ meira að Vilhjálmi sem er 15 ára gamall og kemur næstur föður sínum að ríkiserfðum. Díana er sögð hafa gætt þess vel að hann fengi sem eðlilegasta æsku og fór oft í því skyni með hann í skemmtigarða og á hamborgara- staði. Díana féllst m.a. á að láta af hendi titilinn yðar konunglega hátign. „Mamma, það gildir mig einu hvað þú ert kölluð," er Vii- hjálmur sagður hafa tjáð henni. Remnick segir Emíl Paín, einn af ráðgjöfum forset- ans, lýsa þannig viðbrögð- unum á fundi í ráðinu er Jeltsín hafði tjáð mönnum þá skoðun sína að hann væri vinsæiasti stjórnmála- maður iandsins: „Þetta var fáránlegt og samt sátum við þarna án þess að bæra á okkur. Okk- ur var mjög brugðið, veltum því fyr- ir okkur hvernig hann hefði getað komist að þessari niðurstöðu. Sumir reyndu, mjög varfærnislega, að segja að vinsældirnar væru ef til ekki aiveg svona miklar, þetta var gert með mikilli varkárni.“ Fréttaskýrendur eru almennt á því að sigurinn á kommúnistanum Gennadí Zjúganov í seinni umferð- inni hafi ekki verið vegna vinsælda Jeltsíns heldur hafi fólki staðið enn meiri stuggur af kommúnistum. Um miðbik mars reyndu harðlínu- menn ákaft að fá forsetann til að aflýsa kosningunum, hann gæti not- að sem afsökun samþykkt Dúmunn- ar um að uppiausn Sovétríkjanna hefði verið ólögleg. Hermenn, með sprengjuhótun að yfirvarpi, myndu umkringja þinghúsið til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan safn- aðist þar saman. Kúlíkov sagðist ekki geta tryggt hollustu hermanna sinna kæmi til slíkra aðgerða, komið gæti til blóðbaðs. Fréttamaður Reuters var við- staddur ásamt starfsbróður sínum er Jeltsín hitti A1 Gore, varaforseta Banda- ríkjanna í gær á heilsuhæli í Barvíkha, skammt frá Moskvu. Hann segir forset- ann hafa beðið komu Gore í litlu herbergi, staðið eins og hermaður í réttstöðu, með hendur niður með síð- um. Hann starði út í loftið í nokkrar mínútur og virtist ekki taka eftir fréttamönnunum en áttaði sig síðan á því að Gore kæmi ekki alveg strax. Jeltsín sneri sér hægt við og gekk við illan leik nokkur skref, fram og aftur. Fátt minnti á hinn baráttu- glaða Jeltsín í kosningabaráttunni en talsmenn forsetans segja sem fyrr að hann sé ekki veikur, þurfi aðeins á hvíld að halda. Er Gore kom á staðinn gekk hann umsvifalaust að forsetanum, eins og til að hlífa honum við að ganga á móti sér, þrýsti hönd hans og sagð- ist hafa dáðst að dansleikni hans í kosningabaráttunni. í sjónvarpssút- sendingum sást forsetinn m.a. rokka og tvista á sviði þar sem ungir kjós- endur komu saman. Jeltsín hló við og svaraði því til að þetta lærðu menn þegar þeir væru í framboði. Gore óskaði honum til hamingju með endurkjörið. „Þetta var sameig- inlegur sigur okkar,“ svaraði forset- inn þá, hann talaði hægt en með skýrri röddu. Boris Jeltsín Svör í • samlokum Róm. Rcuter. ÍTALSKUR kennari sem gaf nemendum, er þreyttu próf, samlokur, hefur verið áminnt- ur fyrir að fela svör við próf- spurningunum milli brauð- sneiðanna. Kennaranum, Ettore Szo- koll, var vikið úr starfi próf- varðar í framhaldsskóla í Bergamo í tvo mánuði fyrir þetta uppátæki. Szokoll, sem kennir lög- fræði, er sagður hafa skroppið út úr kennslustofunni, þar sem hann sat yfir nemendum er þreyttu próf í rafeindatækni, og fengið vin sinn til þess að skrifa svör við spurningunum, og síðan ljósritað þau. Samdi hann við bareiganda um að leggja blöðin, með svörunum, í samlokur með spægipylsu. Tucker lætur af embætti Little Rock. Reuter. MIKE Huckabee sór á mánudag embættiseið sem ríkisstjóri í Ark- ansas í Bandaríkjunum. Tekur hann við af Jim Guy Tucker, sem varð að láta af embætti vegna þess að hann var fundinn sekur um mis- ferli í tengslum við Whitewater- málið, sem svo hefur verið nefnt. Tucker var sakfelldur ásamt Ja- mes McDougal og fyrrum konu hans, Susan, sem sinntu kaupsýslu með núverandi forsetahjónum, Bill og Hillary Clinton, þegar Clinton var ríkisstjóri í Arkansas. BÍLATORG FUNAHÖFÐA f S: 587- Cadilac de Ville árg. '89, silfur, einstakt eintak með öllum búnaði, ek. aðeins 44 þ. m. Verð kr. 1.980.000. Skipti MMC Pajero Superwagon árg. '92, gullsans./grænsans., sjálfskiptur, sóllúga, gull- fallegur bíll, ek. 90 þ. km. Verð kr. 2.500.000. Skipti. Suzuki Vitara JLXI árg. '92, vínrauður, upphækkaður, 31" dekk, álfelgur, ek. 71 þ. km. Verð kr. 1.590.000. MMC Lancer GLXI Super árg. '93, blás ans., sóllúga, spoiler, álfeglur, ek. 52 þ. km. Verð kr. 1.250.000. Volvo 740 GLE árg. '88, blásans., sjálfskiptur, fallegur bíll, ek. 137 þ. km. Verð kr. 930.000. OPIÐ A LAUGARDOGUM - UTVEGUM BILALAN MMC Pajero V6, árg. '90, rauður, 31" dekk, álfelgur, ek. 95 þ. km. Verð 1.350.000. Skipti á dýrari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.