Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ A Stjórnvöld í Iran þjálfa hermdarverkamenn Launmorð og notkun sprengiefna á námskránni LIÐSMENN hins svonefnda Byltingarvarðar írans sýna veldi sitt í Teheran. London. The Daily Telegraph. ABYEK-BÚÐIRNAR í grennd við Qasvim í íran líkjast helst friðsam- legum smábæ á landsbyggðinni, lít- il hús og verslanir við snyrtilegar götur. En þetta er blekking, leik- tjöld sem ætlað er að leyna æfinga- búðum fyrir hermdarverkamenn, að sögn heimildarmanna. Fullyrt er að í Abyek sé aðaláherslan lögð á að kenna vinnubrögð við laun- morð og þangað séu sendir þeir sem lokið hafi undirbúningsnámi í öðr- um búðum. Bandaríkjamenn hafa lengi hald- ið því fram að klerkastjórnin í íran standi á bak við hryðjuverk víða um heim og stjórnvöld í ísrael eru sama sinnis. Heimildarmenn segja að Ali Akbar Rafsanjani, forseti írans, hafi skipað fyrir um að æf- ingabúðimar skyldu reistar en þær eru taldar vera alls 11 og sjálfum sér nægar um flestar dagiegar nauðsynjar. Sumar eru notaðar til að þjálfa íranska flugumenn sem fá það hlutverk að ráðast á and- stæðinga íransstjórnar jafnt heima fyrir sem erlendis. I öðrum búðum fá útlendingar sem hlynntir eru stefnu Irána sérstaka þjálfun. Þekkt hryðjuverkasamtök á borð við Hizbollah í Líbanon hafa að- stöðu í írönskum þjálfunarbúðum, einnig tyrknesk heittrúarsamtök sem staðið hafa að morðárásum í heimalandi sínu. Tveir saudi-arab- ískir andófshópar, sem grunaðir eru um að hafa orðið 19 Bandaríkja- mönnum að bana í sprengjutilræði í grennd við Dhahran fyrir skömmu, hafa báðir aðalstöðvar sínar í Te- heran og hafa stuðningsmenn þeirra fengið að þjálfa sig í Imam Ali-búðunum í borginni. Ekki hefur tekist að sanna að írönsk stjórnvöld hafi átt beinan þátt í tilræðinu. Um 5.000 manns, allt sjálfboða- liðar, fá þjálfun í búðunum ellefu. ár hvert og þar af fá um 500 mjög umfangsmikla æfingu í hver skyns störfum sem gagnast við hryðju- verk. Þeir læra m.a. að nota sprengiefni og skipuleggja morð- árásir. Nemendumir fá að æfa sig á líkum nýlátinna afbrotamanna til að kanna hvernig hin ýmsu vopn leiki mannslíkamann. Á fundi sjö helstu iðnríkja heims í Lyon nýverið var samþykkt áskor- un á stjórnvöld í Teheran um að hætta að styðja alþjóðlega hryðju- verkahópa en ólíklegt er að klerka- stjórnin breyti um stefnu. Margt bendir til þess að hún sé fremur að auka umsvifin, einkum í Evrópu. Undanfarna fimm mánuði hafa 12 andstæðingar Iransstjórnar verið myrtir í Evrópu. Þjóðverjar í klípu Eitt síðasta dæmið er morðið á Reza Mazlouman, fyrrverandi ráð- herra í ríkisstjóm keisarans. Mazlou- man var skotinn til bana í íbúð sinni í París. Þýska lögreglan hefur í haldi Ahmad Djayhouni, háttsettan liðs- foringja í írönsku leyniþjónustunni. Er hann grunaður um aðild að morð- inu og fleiri slíkum aðgerðum Irana gegn andstæðingum klerkastjórnar- innar víða í álfunni en vitað er að Djayhouni vingaðist við Mazlouman skömmu áður en morðið var framið. Evrópuríkin hafa verið treg til að taka þátt í viðskiptabanni og öðrum aðgerðum Bandaríkjamanna gegn íransstjórn enda mikil við- skipti í húfi. Djayhouni starfaði í sendiráði írans í Bonn er hann var handtekinn og er málið allt afar vandræðalegt fyrir Þjóðveija sem eiga mikil viðskipti við íran. Þeir hafa verið sakaðir um að láta það viðgangast að íranir noti sendiráðið sem bækistöð fyrir hermdarverk í Evrópu. Nýlega fannst fullkominn. eld- flaugabúnaður um borð í skipi sem var á leið frá Bandar Abbas í íran til Hamborgar. Þýskir lögreglu- menn hafa nú komist að því að ætlunin var- að nota flaugarnar til að ráðast á aðalbækistöð íranskra andófssamtaka, Þjóðarandspyrnu- ráðs írans (NCRI), sem eru í Ouver- sur-Oise, um 30 km sunnan við París. Stöðin er vel varin en flaugarnar draga um 800 metra og hefðu sundrað stöðinni auk þess sem fjöldi saklausra íbúa í næsta nágrenni hefði slasast eða týnt lífi, að sögn talsmanns NCRI. Reuter ARABÍSKUR verkamaður í nýbyggingu ísraela í Maale Adumim á Vesturbakkanum en verið er að reisa hundruð nýrra húsa á svæð- inu þar sem um 22.000 ísraelar búa nú þegar. Áform stjórnar Net- anyahus um aukið landnám gyðinga á hernumdu svæðunum geta að margra áliti bundið enda á friðarviðleitnina í Miðausturlöndum. Arafat neit- ar að hitta fulltrúa Netanyahus Ferðafrelsi Palest- ínumanna aukið Jerúsalem, Gaza. Reuter. LEIÐTOGI Palestínumanna, Yasser Arafat, neitaði í gær að hitta fulltrúa forsætisráðherra fsraels, Benjamíns Netanyahus, sem leitaði eftir fundi með honum, að sögn talsmanna Frelsissamtaka Palestínu, PLO. Fulltrúinn, Dore Gold, er helzti stjórnmálaráðgjafí Netanyahus. Að sögn ísraelskra fjölmiðla átti fund- urinn með Arafat að vera liður í undirbúningi fyrstu ferðar Netanya- hus til Egyptalands, sem áætlað er að hefjist á fimmtudag. Leiðtogum araba hafa mislíkað mjög yfirlýsingar Netanyahus þess efnis, að hann hafni hugmyndinni um að kaupa frið með því að skila hemumdu landi, en þessi hugmynd hefur legið friðarviðræðunum við botn Miðjarðarhafs til grundvallar síðastliðin fimm ár. Netanyahu hefur hingað til ekki leitað eftir að hitta Arafat sjálfur eins og fyrirrennarar hans hafa gert, en talsmenn hans segja að „reglulegt samband" sé á milli ísraelskra stjóm- valda og palestínskra sjálfstjórnaryf- irvalda. Ferðafrelsi aukið Talsmenn ísraelsku stjórnarinnar tilkynntu ennfremur í gær, að for- sætisráðherrann hefði tekið ákvörð- un um að létta að hluta banni við ferðum Palestínumanna frá Vestur- bakkanum og Gazaströndinni til ísraels. Með hvaða hætti ferðafrelsi hinna tveggja milljóna Palestínumanna á þessum svæðum verður aukið er ekki vitað enn. Lokun landamæranna við sjálf- stjórnarsvæðin tvö var ákveðin í kjöl- far mannskæðra sjálfsmorðsárása palestínskra öfgamanna í febrúar- mánuði síðastliðnum. Árásunum var ætlað að trufla undirbúning þing- kosninganna í Israel, sem fram fóru í maí. 59 manns létust í árásunum. LISTIR Islenskur söngvari á tónleikum í Wigmore Hall FINNUR Bjarnason barítonsöngvari syngur á tónleikum í Wigmore Hall í London í kvöld. Tón- leikarnir eru haldnir af píanóleikaranum Graham Johnson og eru liður í svokölluðu Songmakers Alman- ak sem er tónleika- röð sem hann hefur haft umsjón með síð- astliðin 20 ár. Nokkrir tónleikar eru í Songmakers Almanak á hverju ári og gefin er út tónlist undir sömu merkj- um. Finnur sagði í samtali við Morgunblaðið að Graham væri þekktur undirleikari sem hefði á ferli sínum spilað undir hjá flest- um helstu stjörnum söngheims- ins enda sérhæfir hann sig í und- irleik hjá söngvurum. Upphaf- lega voru tónleikarnir á dagskrá 9. febrúar síðastliðinn á 111 ára fæðingarafmæli tónskáldsins Alban Bergs en féllu niður vegna veikinda sópran söngkonunnar sem kemur fram á tónleikunum ásamt Finni og messósópran- söngkonu. „Eg kom inn í þessa tónleika vegna forfalla annars baríton- söngvara. Eg er eini neminn í hópnum og Graham sagði að ég væri ör- ugglega yngsti söngvarinn sem kom- ið hefur fram á þess- um tónleikum hjá honum frá upphafi," sagði Finnur og kvað tónleikana mikilvæga fyrir sig enda væru þeir alltaf vel sóttir, hlytu góða umfjöllun og tónleikastaðurinn væri bæði virtur og vinsæll enda þekktur fyrir góðan hljóm- burð. Graham kennir við Guildhall skólann, þar sem Finnur er við nám, og kynntist honum þar. Þema tónleikanna er verk samin snemma og seint á ferli tónskálda með aðaláherslu á Alban Berg og mun Finnur syngja átta lög. Mendelssohn í maí Finnur mun hefja nám við óperu- deild Guildhall í haust og vera þar næstu tvö árin. Hann sagði að námið gengi að óskum og nóg væri að gera. í maí á næsta ári er búið að bjóða honum að syngja á opnunartónleikum tónleikaraðar sem haldin er í Bristol í maí á næsta ári í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Mendelssohns. Finnur Bjarnason Bilko sér um sína KVIKMYNPIR Iláskólabíó BILKO LIÐÞJÁLFI „STG. BILKO“ ★ ★ Leikstjóri: Jonathan Lynn. Handrit: Andy Breckman. Aðalhlutverk: Steve Martin, Dan Aykroyd, Phil Hartman, Glenne Headley. Univer- sal. 1996. BILKO liðþjálfi er kyndugur fír. Hann stjórnar bílaverkstæði hjá bandaríska hernum og er útsmoginn svindlari. Verkstæði hans er hægt að breyta í spilavíti á tíu sekúndum. Hann verslar með allt milli himins og jarðar og er sjúkur fjárhættuspil- ari. Allt sem hann segir verður að veðmáli. Flokkur hans samanstend- ur af verstu hermönnum landsins og þegar gamall óvinur hans hyggst fletta ofan af honum reynast góð ráð dýr. Bandaríska sjónvarpið hefur séð Hollywoodkvikmynduilum fyrir efni nú í mörg herrans ár og er Bilko liðþjálfi eitt nýjasta dæmi þess (alnýjasta dæmið kemur einnig í Háskólabíó brátt, „Mission: Im- possible"). Þótt gömlu sjónvarpsper- sónurnar gangi mjög í endurnýjun lífdaga á hvíta tjaldinu er oft sáralít- ið á bak við sjónvarpsþáttamyndirn- ar og það á kannski einkar vel við um Bilko liðþjálfa. Lítil áhersla virð- ist vera lögð á að finna Bilko nýtt og trúverðugt hlutverk í nútímanum. Bíómyndin virkar einfaldlega eins og langur amerískur gamanþáttur úr sjónvarpinu og það er eitthvað undarlega gamaldags við hann eins og vanti bara dósahláturinn til að fullkomna þá tilfinningu að við séum að horfa á gamalt og gott amerískt sjónvarp. Söguþráðurinn er ekki upp á marga fiska en Andy Breckman skrifar handritið og finnur upp nokkra góða brandara og aðra miður góða. Breski leikstjórinn Jonathan Lynn heldur utan um allt saman með áherslu á góðan anda í hópnum sem á að smita út frá sér til áhorf- enda. Það er eins og hann sé í hlut- verki formanns skemmtilegasta skátafélagsins á staðnum þar sem allir eru alltaf að finna upp á ein- hveiju sniðugu. Myndin er í það minnsta of sakleysisleg og léttvæg til að komast í flokk með kaldhæðn- islegum herbúðaparódíum á borð við„„M.A.S.H.“ Steve Martin leikur Bilko með hamagangi sem hann hefur ekki sést í síðan hann lék í súrrealískum gamanmyndum Carl Reiners. En ærsl og læti eru í tísku, spyrjið bara Jim Carrey, og Martin er alltaf þekkilegur leikari. Aykroyd er skemmtilega vitgrannur yfirmaður hans, Phil Hartman stelur senunni sem gamall kunningi í hefndarhug og Glenne Headley er alltaf sama fíngerða dúkkan. Arnaldur Indriðason Skólakór Kársness í Ungverjalandi SKÓLAKÓR Kársness er nú staddur í Kaposvár í Ungveijalandi á kóra- mótinu Europa Cantat Junior ’96 ásamt stjórnanda sínum Þórunni Björnsdóttur. Á mótinu eru kórar frá flestum löndum Evrópu og fjöldi þátttakenda er vel á annað þúsund. Kórinn hélt tónleika með íslenskum og erlendum lögum og var vel tekið. Kórinn hefur í kjölfarið fengið mörg boð um að syngja, m.a. á þekktri listahátíð í Slóveníu. Á leið heim frá Kaposvár mun kórinn njóta sólarinnar við Balaton- vatnið og syngja loks við Schönbrun- höllina í Vín laugardaginn 20. júlí áður en hann flýgur heim til íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.