Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ I EYDÍS Franzdóttir óbó- leikari og Brynhildur Ás- geirsdóttir píanóleikari. Tónleikar í Selfoss- kirkju EYDÍS Franzdóttir óbóleikari og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari halda tónleika í Selfosskirkju fímmtudaginn 18. JÚ1Í kl. 20. Á tónleikunum verður ferð- ast með hlustendur víðs vegar um Evrópu. Kynnst verður blóðhita Ungveija, þýskri rómantík, staldrað við í franskri sveitasælu, dvalið meðal Englendinga og svo auðvitað komið við hjá frænd- þjóðum okkar. Tónleikarnir ver'ða endurteknrr í Borg- arneskirkju fimmtudaginn 25. júlí kl. 20.30 og í Stykkis- hólmskirkju sunnudaginn 18. ágúst kl. 17. Sumartón- leikar á Norðurlandi ANNARRI tónleikaröð Sumar- tónleika á Norðurlandi er tví- skipt að þessu sinni. Fyrst koma Margrét Bóasdótir, sópr- an, og Kristinn H. Ámason, gítarleikari, fram föstudaginn 19. júlí í Snartarstaðakirkju kl. 21 og laugardaginn 20. júlí í Reykjahlíðarkirkju kl. 21, en síðan leikur Karel Paukert, orgelleikari frá Bandaríkjun- um, sunnudaginn 21. júlí í Akureyrarkirkju kl. 17. Á efnisskrá Margrétar og Kristins verða verk eftir Aug- ustina Barros, Domenico Scarlatti, Farcisco Tarrega, Johann Sebastian Bach, Isaac Albeniz og íslensk þjóðlög. Á efnisskrá Paukerts verða verk eftir Bernardo Pasquini, J.S. Bach, Vencenzo Bellini, Louis Vierne, Franz Liszt, César Franck, Jehan Alain, Petr Eben og Charles Ives. TÓNLIST Skálholtskirkja KÓRSÖNGUR Hljómcyki og Douglas A. Brotchie undir stjóm Bemharðs Wilkinsons fluttu verk eftir J.S. Bach, Mendelssohn og Beiyamin Britten. Laugardagurinn 13. júlí 1996. SÖNGHÓPURINN Hljómeyki er góður kór, mannaður reyndu og vel menntuðu söngfólki og und- ir stjóm Bernharðs Wilkinsons er flutningur kórsins gæddur öryggi atvinnumanna. Það þýðir þó ekki, að slíkum sönghópi geti ekki skot- ist eitt og annað til skakkrar átt- ar, sérstaklega er varðar túlkun og mótun viðfangsefna. Tónleikar kórsins hófust á mót- ettunni Jesu, meine Freude, eftir meistara Johann Sebastian Bach, sem talið er að hann hafí samið nokkru áður en hann tók við emb- ætti sínu í Leipzig, því fyrstu vik- una er hann starfaði þar, var verk- ið flutt við minningarathöfn __________LISTIR______ Frá því alnienna til hins persónulega MYNPLIST Listasafn Kópavogs Gcrdarsafn MÁLVERK Sigurður Orlygsson. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 12. ágúst. Aðgangur kr. 200. Sýningarskrá kr. 200. YFIRLITSSÝNINGAR þjóna mikilvægu hlutverki í ferli hvers listamanns. Þar á sér stað viss opinberun og samhengi heildarinn- ar kemur fram; gestir fá tækifæri til að meta tengsl upphafsins við það sem síðar varð og út frá því þá stöðu, sem iistamaðurinn stend- ur í á viðkomandi tímamótum. Það þarf nokkurn kjark til að standa að slíku yfirliti. Það liggur í eðli listamannsins að efast sífellt og breyta listsköpun sinni - annað væri stöðnun og hnignun um leið. Þar sem enginn getur verið viss um að breyting sé ætíð til batnað- ar hlýtur nokkur kvíði og spenna að fylgja uppsetningu yfirlitssýn- inga; útkoman verður aðeins ljós þegar allt er komið á sinn stað, og litlu verður breytt. Gestirnir beija að dynim. Sigurður Örlygsson hefur dijúg tilefni til að líta um öxl á árinu; hann verður fimmtugur í þessum mánuði og í haust er aldarfjórð- ungur frá því hann hélt sína fyrstu málverkasýningu. Hér hefur hann tekið saman rúmlega ijörutíu myndir sem spanna þennan feril fram að 1990, og bætir síðan við um tuttugu málverkum frá síðustu tveimur árum, svo að áhorfendur fá gott tækifæri til að átta sig á stöðu hans nú. Sýningunni fylgir lítil sýningar- skrá, sem er nokkuð sérstök smíð. Þar getur m.a. að líta ljósmyndir af nokkrum verkum listamanns- ins; þau eru einkum frá síðari árum (engin ljósmynd af verki frá því fyrir 1986), og gefa því ein og sér tæpast nægilega yfirsýn yfir þá heild, sem sýningin býður upp á, og er það nokkur gaíli. Í stað hefðbundnari ritgerðar utan- aðkomandi aðila um þróun lista- mannsins hefur Sigurður hins veg- ar sjálfur tekið saman persónulegt æviágrip, allt frá æsku til þessa dags; hér má sjá mat hans á upp- vextinum í Laugardalnum, list- náminu, áhrifum frá öðrum lista- mönnum, tengslum við fjölskyldu og félaga sem og framþróun í list- inni. Allt bætir þetta inn í þá mynd af listamanninum, sem sýn- ingargesturinn fær með því að skoða sýninguna og gerir heildina markvissari en ella. I sem fæstum orðum má segja að á sýningunni komi fram skýr þróun frá hinu almenna til hins persónulega. I myndum sínum frá fyrri hluta áttunda áratugarins er Sigurður að takast á við áhrif þess málverks, sem bar hæst á alþjóðlegum vettvangi; tilvísanir hans í Minimalismann og lista- menn eins og Josef Albers og Ellsworth Kelly eru einkum opin- berandi í þessu sambandi. Á síðari hluta áratugarins fer tækjaflóran síðan að koma í ljós, í fyrstu með klippimyndum og silkiþrykki, en þegar líður á níunda áratuginn verður þessi mekanismi að einu helsta einkenni þeirra gríðarstóru málverka, sem Sigurður hefur lengi verið kunnastur fyrir. Þessi fantasíuverk eins og hann kallar þau, tengjast óræðum tíma og rúmi og leitast oft við að skapa ákveðna þrívídd með áfestum formum. Stærðina rekur listamað- urinn að nokkru til áhrifa frá verk- um Anselm Kiefer, en þau tól sem einkenna myndmálið - tröppur, hringfar, valtari o.fl. - má helst tengja við furðuheima framtíðar- skáldsagna Jules Vemes og H.G. Wells. Þessi stóru verk (sem hér fylla austursalinn) eru fjarræn og dulúðug í senn, eins og kemur best fram í æviágripi Sigurðar, og tengjast vissulega myndheimi súr- realismans. Næstu skref hlutu að fela í sér persónulegri úrvinnslu þessa verk- lags, og það gengur hér eftir. Málverk frá síðustu tveimur árum fylla vestursal safnsins og and- dyri, og nú eru það listamaðurinn sjálfur, fjölskylda hans og minn- ingar sem eru í öndvegi. í þessum verkum slær Sigurður ófeiminn á viðkvæma strengi - dýrkun kærleikans, helgun barn- anna, minninganna og loks fram- tíðarinnar. Stærð verkanna er eðli- legur hluti þessa afar persónulega myndheims og ríkulegt litaspjaldið er eðlilegur þáttur þeirrar mynd- sýnar sem hér kemur fram. Þessi þróun til hins persónulega hlýtur að teljast mikilvægt þroska- merki hjá hveijum listamanni. Voltaire leiddi Birting í gegnum framandi heima og mikil ævintýr áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að hveijum manni bæri að rækta garðinn sinn - framlag hvers manns hljóti að spretta úr hans eigin ranni. Þaðan mun Sigurður greinilega heja sína sókn til næsta aldar- Jórðungs. Listunnendur eru hvattir til að skoða þessa yfirlitssýningu vel og vandlega, því óvíst er hvenær næst gefst jafn gott tækifæri til að nálg- ast list Sigurðar Örlygssonar. Eiríkur Þorláksson „Úr hendi lista.ma.nns- ins óviðjafnanlega“ ekkjufrúar Jóhönnu Maríu Keese, er fór fram 18. júlí 1723. Þetta 273 ára gamla verk er eins og „nýsleginn túskildingur" og auð- heyrt að Bach hefur gefið sér góð- an tíma til að vanda sig, því það er meðal best gerðra verka meist- arans og er þar af mörgu góðu að taka. Flutningur Hljómeykis var að mörgu leyti góður, en kaflarnir ellefu voru helst til sviplíkir, bæði hvað snertir hraða og blæbrigði og var túlkunin í heild einum um of hófstillt. Kóralarnir mynda eins konar ramma og afmarka ýmsa þætti verksins, sem eru fjölbreyti- legir að formi til, mótettur, kóral- forspil, fúga og tríó og hefði mátt skerpa andstæðurnar, með meiri átökum, eins og t.d. í fúg- unni, sem er möndulkafli verksins (nr. 6), og báðum kóralforspilun- um, en þó sérstaklega í mótettun- um nr. 2 og 10, sem eru sam- stofna að efni til. Þriðji til fimmti kafli og sjöundi til þess níunda eiga margt sameiginlegt og má segja að verkið sé í raun sam- hverft (symmetrical) að formi til. Vel má samt virða þá ætlan, að stilla sig um það og stefna flutn- ingnum á ögurbrún vogunarinnar, þegar svo vel er sungið sem nú hjá Hljómeyki, þó ætla mætti þeim hópi meir til átaka en nú gat að heyra. Sex spekimál op. 79, eftir Mendelssohn, er safn stuttra kór- laga, sem mörg- hver eru fallegar tónsmíðar en heldur svona grann- vaxnar að gerð. Spekimálin voru þokkalega flutt og tónleikunum lauk með Rejoice in the Lamb, eftir Benjamin Britten. Margt fal- legt er í þessu verki, sem samið er við ljóð eftir Christopher Smart (1722-71). Smart orti Rejoice in the Lamb er hann var á geðveikra- hæli og eru kvæðin um köttinn og músina, svo og upptalningamar og vísan um friðargæslumennina, eins konar skilgreining á sálar- ástandi Smarts. Britten hélt mikið upp á þetta skáld og taldi sig eiga margt sameiginlegt með útskúfun hans úr mannlegu samfélagi og Sígild margmiðlun í LJÓSI þess hve unnendur sígildrar tónlistar voru fljótir að tileinka sér nýja tækni geislaspilarans má gera því skóna að þeir eigi eftir að grípa á lofti framfarir í tölvuheiminum, ekki síst ef það snertir áhugasvið þeirra. Þannig ættu margir að geta notið safndisks sem gefinn er út til að kynna nýtt útgáfufyrirtæki, Arc- ana. Safndiskurinn ber heitið Garður himnesks unaðar og er ekki bara tónlistarsafndiskur, því við gerð hans var beitt nýjustu tækni. Ef hann er settur í venjulega geislaspil- ara er hann eins og hver annar geisladiskur með rúman klukkutíma af tónlist, sýnishorn af útgáfum Arcana. Ef honum er aftur á móti stungið í geisladrif í tölvu kemur í ljós að á honum er líka margmiðlun- arforrit og með aðstoð þess má fræð- ast um útgáfuna meðal annars með því að skoða stutta kvikmynd með viðtali við eiganda fyrirtækisins. Plata er listaverk á sinn hátt Útgefandinn heitir Michel Bern- stein og í viðtalinu segist hann sann- færður um að plata sé listaverk á sinn hátt, aukinheldur sem mikið sé óunnið í útgáfu þrátt fyrir átak síð- ustu áratuga. Bernstein stofnaði á sínum tíma Auvidis-útgáfuna, sem meðal annars er kunn fyrir útgáfu þar sem Jordi Savall flytur spænska tónlist fyrri alda. Bernstein dró sig út úr rekstri Auvidis meðal annars vegna óánægju með þá stefnu sem útgáfan hafði tekið; honum fannst menn leggja of mikla áherslu á sölu- vænleik og að upphafleg hugsjón um að gefa helst út tónlist sem aðr- ir hefðu ekki sinnt, hefði gleymst í baráttu um markaðshlutdeild. Hann setti því á stofn Arcana, sem hann kynnir svo frumlega, en á umrædd- um margmiðlunardiski er að finna upplýsingar um hverja útgáfu Arc- ana, sýnd er mynd af umslagi hverr- ar plötu, aukinheldur sem tóndæmi er leikið. Útgáfur Arcana hafa vakið at- hygli fyrir flutning á áður gleymdum verkum, þó á milli séu ýmis verk sem allir þekkja, eins og strengjakvart- ettar Haydns og Mozarts og píanósó- nötur Schuberts sem píanóleikarinn snjalli Paul Badura Skoda leikur, en útgáfan sem notuð er, byggist á rannsóknum hans á handritum Schuberts. Af öðrum diskum sem Arcana hefur gefið út má nefna miðaldatónlist frá Spáni, Frakklandi og Ítalíu, orgelverk Frescobaldis, madrígala eftir Monteverdi, en sú plata hlaut ýmis verðlaun, og tvo diska sem vakið hafa mikla athygli, einn með fiðlusónötum Vivaldis og annar með fiðlusónötum Jean-Mari- es Leclairs. Þar leikur á fiðlu helsta fiðlustjarna ítala af yngri kynslóð- inni, Fabio Biondi. mun þessi hugmyndafræði hafa haft áhrif á mótun Brittens á per- sónunni Peter Grimes í sam- nefndri óperu. Vitað er, að þeir félagar, Britten og Pears, vitnuðu oft í orð Smarts, „... frá hönd lista- mannsins óviðjafnanlega og frá bergmáli himneskrar hörpu í stór- fenglegum og mögnuðum sæt- leika“ og „Heimskur maður er á móti mér og tilheyrir hvorki mér né fjölskyldu minni“ (þýðing Þ.G. í efnisskrá). Britten var snillingur í að tónsetja texta og þykir hann hafa farið sérlega liprum höndum um þessi einstæðu og viðkvæmu en hugdjúpu ljóð. Einsöngvarar með kórnum voru kórfélagarnir Diljá Sigursveins- dóttir, Guðrún Finnbjarnardóttir, Þorbjörg Rúnarsdóttir og Gunnar Guðnason og skiluðu þeir sínu vel og sama má segja um samleik Douglas A. Brotchie á orgel. Flutningurinn í heild var góður, sérstaklega er á leið verkið, undir öruggri stjórn Bernharðs Wilkin- sons. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.