Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 19 LISTIR AÐSEIMDAR GREINAR Að Laugarvatni í ljúfum draumi Nei-þýðir-já-lögmálið Fiskurinn hefur BÆKUR S a g a AÐLAUGARVATNI í LJÚFUM DRAUMI - SAGA HÚSMÆÐRASKÓLA SUÐURLANDS eftir Eyrúnu Ingadóttur. Útgefandi Samband sunnlenskra kvenna, Selfossi 1995. Á SÍÐASTLIÐNU ári kom út bók- in Að Laugarvatni í ljúfum draumi - Saga Húsmæðraskóla Suður- lands, rituð af Eyrúnu Ingadóttur sagnfræðingi. Útgefandi er Sam- band sunnlenskra kvenna, Selfossi 1995. Þessi bók segir merkilega sögu, lýsir sérstökum þætti í menningu Islands. Á bókarkápu segir meðal annars: „Árið 1929 voru fyrst reif- aðar hugmyndir um stofnun hús- mæðraskóla á Suðurlandi á fundi Sambands sunnlenskra kvenna. Húsmæðraskóli Suðurlands á Laugarvatni hóf svo starfsemi í janúar 1943, fyrst sem deild innan Héraðsskólans, en varð sjálfstæður haustið 1944. I bókinni er greint frá baráttu Sambands sunnlenskra kvenna fyrir stofnun skólans og saga hans rakin þar til hann var lagður niður árið 1986. Lífi kenn- ara og námsmeyja í skólanum eru gerð skil, bæði í leik og starfi.“ Skólinn starfaði því aðeins í um 43 ár, en starfið var margt og eitt bræðrabandið, svo sem lesa má út úr frásögnum og myndum er prýða bókina. Bókin er falleg og vönduð að útliti. I. kafli bókarinnar fjallar um upphaf húsmæðrafræðslu á Suður- landi, en telja má að hún hefjist í nútíma skilningi okkar með þeim námskeiðum og farkennslu í hús- stjórn er Ragnhildur Pétursdóttir annaðist veturinn 1908-1909 og haldin voru í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum á vegum Búnaðarfélags íslands. Síð- ar kenndi Halldóra Ólafsdóttir á Eyrarbakka 1914-15. Árin 1924-27 voru haldin námskeið á vegum Héraðssambandsins Skarp- héðins í hússtjórn og garðyrkju. En eftir að Samband sunn- lenskra kvenna er stofnað árið 1928 hefst barátta fyrir stofnun húsmæðraskóla á Suðurlandi und- ir forystu Herdísar Jakobsdóttur á Eyrarbakka og fleiri forystu- kvenna. Þetta er erfið barátta sem rakin er ítarlega og fróðlegt er að lesa um. En segja má þó að hún sé sögð í óþarflega löngu máli og of nákvæmlega farið út í deilur um staðarval eða bréfa- skipti um fjáröflun o.fl. En eftir allmikla þrautagöngu verður nið- urstaðan sú að hefja námskeið í hússtjórn í húsnæði Héraðsskól- ans á Laugarvatni og sem deild af honum undir skólastjórn Bjarna Bjarnasonar. II. kafli bókarinnar segir síðan frá fyrstu starfsárum og hvernig skólinn þróast í sjálfstæða stofnun, og hvaða kennarar og skólastjórar taka við honum. Húsnæðið er afar þröngt í byijun. Nemendur sofa 3 í horni af borðstofunni og 9 í tveim litlum herbergjum og handavinnu- kennari í lokrekkju í setustofunni. Svona er búið að starfseminni fyrsta veturinn. Áreiðanlega hefur baráttukonunum í stjórn Sam- bands sunnlenskra kvenna og öðr- um áhugamönnúm um menningar- mál kvenna á Suðurlandi þó létt mikið er skólinn hóf starfsemi sína eftir langan aðdraganda og marg- víslegar hindranir. Ög víst má telja að áhugi nemenda og kennara hafi ekki verið minni fyrir það þótt húsnæðið' væri svo þröngt - ekki eins vítt til veggja og hátt til lofts og nú á dögum þykir sjálfsagt. Smám saman rætist svo úr hús- næðismálum, og nýr skólastjóri tekur við 1944, Halldóra Eggerts- dóttir, síðar námstjóri. Starfsemin vex og nemendum fjölgar með auknu rými. Ágætir skólastjórar og kennarar leggja skólanum lið og starfa þar fleiri og færri ár. í upphafsorðum að bókinni segir Jensína Halldórsdóttir skólastjóri frá því er þær Gerður Jóhannsdótt- ir kennari lögðu leið sína að Laug- arvatni haustið 1952. Þær störfuðu þar saman farsællega lengur en aðrir kennarar, Gerður í 27 ár og Jensína í 35 ár. Það voru gæfu- spor fyrir skólann og störf hans, þær sjálfar og allar hinar mörgu námsmeyjar er lögðu stund á nám hjá þeim. Á þessum árum eru margir hússtjórnarskólar starfandi með miklum blóma. Námsefni þeirra er víðfeðmt og um margt merki- legt. Það miðast fyrst og fremst við að búa ungar stúlkur undir lífið og hin mikilvægu og fjöl- breyttu störf sem fylgja því að annast hússtjórn og ala upp börn og veita þeim skjól heilbrigðs heimilislífs. Umhverfið og þjóðfé- lag þess tíma krafðist þess að heimilin væru rekin af hagsýni og stefndu að því að veita upprenn- andi kynslóðum griðastað og sjá þeim fyrir hollri næringu og and- legri umhyggju. Þetta eru allt sí- gild markmið sem enn standa i fullu gildi og ungt fólk á vonandi kost á að tileinka sér, þótt hús- stjórnarskólunum hafi fækkað. Um starfsemi skólans og hvern- ig heimilislífið dafnaði má lesa í næstu köflum bókarinnar. III. kaflinn segir frá aðbúnaði skólans við námsmeyjar og kennara. Enn er ijallað um húsnæðismál - og rakin saga byggingar nýs skóla- húss. IV. kaflinn fjallar um náms- tilhögun, skólatíma og ýmsar regl- ur við störfin og daglegt líf og V. kafli um félagslífið. Þá eru innskot í skyggðum köflum er segja frá viðtölum við kennara, og jafnframt koma smákaflar er segja frá ýms- um skemmtilegum atvikum og við- burðum í skólalífinu. Þarna birtist glaður og góður andi er gengið hefur um sali skólans. Líf og fjör ríkir og margs konar tilfinningar ólga í hinum lífsglöðu námsmeyj- um. Þá er jjallað um sumarstarf á vegum skólans, og í VII. kafla segir frá síðustu árum hans. Að- sókn að skólanum fór minnkandi eftir 1975, eins og gerðist með fleiri skóla af þessum toga. Tími þeirra var liðinn, þótt námsefni það sem þeir kenndu væri sígilt, og margt af því er nú kennt í ýmsum öðrum skólum. Þjóðfélagið hafði breyst, og ungar stúlkur sóttu ekki lengur í sérskóla. Þær vildu ganga í sams konar skóla og piltar og eiga völ á sömu menntun og þeir, til að vera gjaldgengar á vinnu- markaðnum. Bókin er rúmlega 250 blaðsíður að lengd. Hún er prentuð á vandað- an pappír og öll hin læsilegasta, þótt fáeinar prentvillur hafi því miður slæðst inn. Margar góðar myndir prýða lesmálið eins og áður er minnst á, og gefa þær lesanda ótrúlega skýra heildarmynd af skólalífinu í hnotskurn. Á eftir meginmáli er nafnaskrá úr megin- texta, myndaskrá og síðast nem- endaskrá skólans, sem sýnir að hálft ijórða þúsund nemenda hafa stundað nám í honum. Þá eru birt skólasojöld frá árunum 1943- 1986. Allt eykur þetta gildi bókar- innar um sögu þessa skólastarfs sem kalla má merkan hlekk í menningarsögu íslands á þessari öld. Sigríður Kristjánsdóttir logiir hljóð... NÚ ER hún Rússa-Grýla dauð. Hún gafst upp á rólunum, þegar Sovétríkin voru endanlega leyst upp fyrir fimm árum. Frá fæðingu 1917 hafði Rússa- Grýla dreift ógn og skelfingu, falsi, flærð og lygum um gjörvalla heims- byggðina. Hundruð milljóna manna urðu bergnumdar, einkum meðan Grýla var ung og falleg. Tugþús- undir íslendinga úr öllum stéttum, ekki síst mennta- og listamenn, lentu í tröllahöndum. Rússa-Grýla setti mark sitt á sögu aldarinnar meira en nokkuð annað, og setur enn. En þótt hún Grýla gamla sé dauð ganga aðrir Ijölskyldumeðlimir enn- þá ljósum logum víðsvegar i þjóðlíf- inu. Meinlausastir eru orðnir gömiu Leppalúðarnir, sem ungir vígðust Grýlu og studdu hana fram í rauðan dauðann. Þeir hafa nú misst lífs- förunaut sinn. Verri eru afkvæmin, sem enn eru á besta aldri, Leppir og Skreppir í stjórnmálum og fjölmiðlum, og Leiðindaskjóður í menningu og list- um. Vinstri menn má enn þekkja á því, segir Vilhjálmur Eyþórsson í þessari fyrstu grein af fjórum, að þeir bera ávallt í bætifláka fyrir Castro. Grýlubörnin þrífast vel, og þau eru góð börn. Álveg ýkt góð, eins og unglingarnir segja. Þau tala um lýðræðið. Og friðinn. Og þau tala um mannréttindin. Þau tala eins og þau hafi fundið þetta allt saman upp. Þau telja sig vera stikkfrí eftir lok kalda stríðsins og láta eins og Grýla hafi aldrei verið til. Hver sem nefnir hana á nafn er sekur um „úreltar skoðanir", „kaldastríðs- áróður", „fortíðarhyggju" eða eitt- hvað ennþá verra. Það er ekkert nýmæli, að reynt sé að þurrka út söguna með þessum hætti, þvi þegar þriðja ríki Hitlers hrundi voru liðsmenn þess, erlendir sem innlendir, hvergi finnanlegir. Allir höfðu verið á móti nasistum. íslenskir jábræður Gúlagsins beita nú svipuðum brögðum, en þó er að einu leyti reginmunur á, nefni- lega þessi: Fyrrum stuðningsmenn Hitlers hafa aldrei verið orðaðir við „lýð- ræðis“- eða „friðarbaráttu“. Enn síður hafa nasistar talið sig sérstak- lega útvalda til að hafa forystu um „mannréttindabaráttu". Hvað sem annars má segja um nasista mega þeir eiga það, að þeii kunna að skammast sín. Vinstri-Gúlag-reglan Þegar ég var lítill, á sjötta ára- tugnum, dvaldi um skeið kornung flóttastúlka frá uppreisninni í Ung- veijalandi á heimili foreldra minna. Um það leyti varð mér ljóst, að í landinu bjó sérstakur þjóðflokkur manna, sem kváðust málsvarar „lít- ilmagnans", en studdu jafnframt ofsækjendur hennar og vildu koma hér á því kerfi sem ríkti í Ungveija- landi. í slagtogi með þeim voru aðrir, sem ekki vildu koma á slíku kerfi, nema þá að hluta, en með þögn, hálfvelgju eða jámennsku voru í reynd einnig liðsmenn alræð- isins. Þetta voru „aðrir vinstri menn“. Mannréttindabár- átta var þá öðru vísi og miklu hættulegri en síðar varð, því hún fólst ekki, eins og nú, í því að vandlætast yfir ástandinu í fjarlægum löndum hjá ríkisstjórn- um sem enga stuðn- ingsmenn áttu á Is- landi. Hér var við að eiga virka, íslenska al- ræðissinna, sem áttu mikil ítök menningar- lífinu og réðu afar miklu á fréttastofu einu útvarpsstöðvar landsins. Þeir héldu hlífiskildi yfir harðstjórunum, afsökuðu og rétt- lættu illvirki þeirra eða þögðu um þau. Mannréttindabaráttan fór þannig fram á innanlandsvettvangi, því við íslenska liðsmenn kúgunar var að eiga. Hver sá sem reyndi að segja sannleikann um það sem fram fór austan tjalds mátti eiga von á öllu illu, ekki aðeins frá kommúnistum, heldur vinstri mönn- um sem heild. Auðveldast var þá, og er enn, að þekkja „aðra vinstri menn“ á því að þótt þeir segðust ekki styðja kommúnista, stimpluðu þeir alla, sem í einhverri alvöru gagnrýndu ástandið austan tjalds „hægri öfgamenn", „fasista“, eða jafnvel „nasista“. Þannig varð mér fyrst ljóst hvar skilin lágu milli „hægri“ og vinstri. Skilin lágu einfaldlega um það þjóð- skipulag, sem löngu síðar var farið að nefna Gúlagið. Þeir sem studdu það eða réttlættu voru vinstri menn, alveg afdráttarlausir andstæðingar, hverju nafni sem þeir annars nefnd- ust og hveijar sem skoðanir þeirra að öðru leyti voru, nefndust „hægri menn“. Þannig eru til dæmis þeir Hitler og Hayek taldir „hægri menn“, einfaldlega vegna þess að þeir voru báðir svarnir andstæðing- ar Gúlagsins. Ég skrifa „hægri“ með gæsalöppum, en vinstri ekki, því andstáeðingar einhvers málefnis eiga alltaf miklu minna sameigin- legt en liðsmenn þess. Þessi skilgreining hefur reynst mér vel. Reglan gildir ennþá, þótt sjálft höfuðbólið sé fallið. Enn standa, eftir nokkrar hjáleigur, aðallega Kína, Víetnam, Norður-Kórea og Kúba. Af afstöðunni til þeirra má enn ráða hvort menn teljast til hægri eða vinstri. Vinstri mann má enn þekkja á því t.d., að hann ber ávallt í bætifláka fyrir Castro. Nei-þýðir-já-Iögmálið Ánnað atriði vakti einnig fljót- lega athygli mína í æsku og gerir enn, nefnilega þetta: Þeir vinstri menn sem voru afdráttarlausastir liðsmenn stjórnarfarsins í Austur- vegi og studdu hernað kommúnista („þjóð- frelsisbaráttu“) víðs vegar í heiminum, töluðu mest og hæst allra um „friðinn", „mannúðina", „tján- ingarfrelsið“ og — ekki síst — „lýðræðið" og „mannréttindin". Þeir töluðu reyndar um fátt annað og gera enn. Þeir höfðu beinlín- is tekið út patent á því góða í heiminum. En hvers vegna? Af hveiju endurtaka einmitt þeir þessi orð svona oft? Eftir mikil heilabrot tel ég mig hafa uppgötvað tilekið lögmál til skýringar á þessu og ýmsu fleira í háttlagi vinstri manna. Um nafn- gift finnst mér rétt að leita innblást- urs til Stígamóta og kalla þetta því einfaldlega „Nei-þýðir-já-lögmál- ið“. Það hljóðar svo: Menn fordæma það ávallt harðast í orði sem þeir styðja afdráttarlausast á borði. Til þess að vísindalögmál teljist marktækt verður það að hafa spá- sagnargildi, en svo vill til, að afar auðvelt er að ganga úr skugga um gildi nei-þýðir-já-lögmálsins. Til dæmis hafa Alþingistíðindi verið tölvusett í mörg ár og því vanda- laust að orðtaka þau með tilliti til „mannréttindabaráttunnar", t.d. með þvi að kanna notkun á orðun- um_ „lýðræði" og „mannréttindi". Ég spái því, samkvæmt fyrr- nefndu lögmáli, að verði þetta gert komi í ljós, að það séu þingmenn Alþýðubandalagsins, sem oftast allra hafa úr ræðustól býsnast út af skorti á „lýðræði" og „mannrétt- indum“ heima og erlendis und- anfarin tuttugu ár eða svo. Sumir þeirra opna varla munninn, án þess að endurtaka þessi orð nokkrum sinnum, eins og þeim sé ekki sjálfr- átt. Metið munu vafalaust eiga þeir þingmenn, sem dvalist hafa lang- dvölum austan tjalds undir handar- jaðri herranna, hafa verið tíðir gest- ir þar á tímabilinu og mest og best hafa starfað í „vináttufélögum“ við alræðisríki fyrir fall Berlínarmúrs- ins 1989 og jafnvel síðar (samtímis virkri þátttöku í „mannréttindabar- áttunni"). Samkvæmt nei-þýðir-já-lögmál- inu má m.ö.o. reikna með því að stuðningsmanna kúgunar sé að leita meðal þeirra sem harðast beij- ast fyrir mannréttindum, liðsmenn friðar séu þeir sem hvetja til ófriðar o.s. frv. Við nánari athugun kemur í ljós, eins og ég mun sýna fram á, að þetta er einmitt lóðið. Höfundur er ritstjóri bókaflokksins íslenskur annáll. Nýjar vörur mikið úriml Hagstætt verð 10% staðgreiðslu- afsláttur Guðmundur Andrésson ■"“swefiigull&miðauer&hui Laugavegi 50 simi 551 3769 Vilhjálmur Eyþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.