Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 23
22 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 23 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STOLT EÐA FRIÐUR? ATBURÐIR síðustu viku á Norður-írlandi eru mikið áfall fyrir friðarumleitanir í héraðinu. Víðtækustu óeirðir um árabil brutust út um allt Norður-írland, einn maður lét lífið og margir slösuðust, meðal annars í öflugri sprengingu á hóteli í Enniskillen, sem talið er að kaþólskur öfgahópur hafi staðið á bak við. Það virðist hafa ýtt undir átökin, ef eitthvað er, að brezk lögregluyfirvöld bönnuðu í fyrstu árlega göngu Reglu Óraníumanna, félags herskárra mótmælenda, um hverfi kaþólikka í Portadown og æstu mótmælendur þannig á móti sér, en létu síðan í minni pokann. Gang- an var leyfð og í brýnu sló milli öfgamanna úr röðum mótmælenda og kaþólikka í bænum. Enn og aftur hafa öfgamenn því hleypt málum Norð- ur-írlands í óefni. Líklegt má telja að allur almenningur kunni þeim litlar þakkir fyrir að hafa rofið friðinn, sem ríkt hefur undanfarin misseri. Ganga Óraníumanna um Portadown er gömul hefð. Hún er farin til að minnast sigurs Vilhjálms af Óraníu, sem var mótmælandi, á herjum hins kaþólska Jakobs II árið 1690. Gangan og aðrar hefðir, sem tengjast minningum um forna sigra mótmælenda á írlandi, eru nátengdar sögu og sjálfsvitund írskra mótmælenda. Þeir sögðust of stoltir af fortíðinni til að láta banna sér að ögra kaþólikkum með göngunni. Sömuleiðis sögðust kaþólikkar of stoltir til að láta ögrunum mótmælenda ósvarað — þeir hefðu látið þá kúga sig of lengi. Því fór sem fór. Hvar sem reynt er að semja frið milli andstæðra fylk- inga, verða báðir að brjóta odd af oflæti sínu. Hefðu þeir, sem fóru út á göturnar til að berjast í síðustu viku, skoðað hug sinn og spurt hvort væri mikilvæg- ara, framtíðin og friður til handa þeim og börnum þeirra eða fortíðin — stolt yfir manndrápum á sautjándu öld eða hefnd fyrir aldalanga kúgun — hefðu þeir kannski komizt að þeirri niðurstöðu að bezt væri að sitja heima í friði. Viðræður um frið á Norður-írlandi munu halda áfram þrátt fyrir atburði undanfarinna daga. En í þeim næst enginn árangur nema hugarfarsbreyting verði hjá þeim, sem ekki vilja fórna stolti sínu fyrir frið. MIKILVÆGU EFTIRLITI EKKISINNT GREINT var frá því í Morgunblaðinu í gær að lítið sem ekkert eftirlit væri nú haft með skipum, sem eru að karfaveiðum á Reykjaneshrygg. Þrátt fyrir að í samningum um karfaveiðar á hryggnum sé kveðið á um að aðildarríkjum Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar, NEAFC, beri að senda nefndinni tölur yfir afla skipa sinna mánaðarlega, eru einu heildartöl- urnar, sem fyrir liggja, frá íslandi. Misbrestur hefur orðið á því að önnur aðildarríki tilkynni afla sinn eins og um var samið. Jafnframt kemur fram að Landhelgisgæzlan hafi nú ekkert eftirlit með skipum á Reykjaneshrygg, enda séu þau ekki að veiðum nálægt íslenzku landhelginni. Fátt er því vitað um fjölda skipa á miðunum eða aflabrögð. Til þess að hægt sé að viðhalda markvissri stjórnun veiða á alþjóðlegum hafsvæðum á borð við Reykjanes- hrygg verða að liggja fyrir áreiðanlegar upplýsingar um fjölda skipa á miðunum, afla þeirra, veiðarfæri og fleira. Skortur á upplýsingum býður upp á misferli, að reynt sé að fara framhjá gerðum sarnningum og að gengið sé nær auðlindinni en hún þolir. íslenzk stjórnvöld hljóta því að gera þá kröfu á hend- ur öðrum aðildarríkjum NEAFC að þau bæti úr upplýs- ingaskortinum. Jafnframt hljóta menn að spyrja hvort ekki sé ástæða til að efla Landhelgisgæzluna, þannig að hún geti sinnt eftirliti á hafsvæðum, sem liggja að íslenzku efnahagslögsögunni. Flest nágrannaríki okkar telja slíkt eftirlit mikilvægt og nauðsynlegt. Samkomulag heilbrigðisráðuneytis og Félags íslenskra heilsugæslulækna Stór hlutí þjóðarinnar taki upp nýja kerfið * Fyrsta almannavarnaæfing Friðarsamstarfs NATO haldin á Islandi MIKILL ÁHUGI A-EVRÓPUEÍKJA Samkomulag heil- brigðisráðuneytisins við Félag íslenskra heilsugæslulækna snertir verkaskiptingu innan heilbrigðisþjón- ustunnar. Kristín Gunnarsdóttir ræddi við heilbrigðisráð- herra um fyrirhugað- ar breytingar og áhrif þeirra en ráðherra segir að um fimm ára tilraunaverkefni sé að ræða. INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra kynnti drög að samkomulaginu við heilsu- gæslulækna í ríkisstjórninni áður en þau voru lögð fyiir fulltrúa heilsugæslulækna. „Ríkisstjórnin styður tillögumar sem eru í 21 lið og nokkuð umfangsmiklar. Þar er tekið á mörgum þáttum sem verið hafa í vinnslu en einnig ýmsum málum sem snerta starfsumhverfi heilsugæslulækna sérstaklega," sagði Ingibjörg. „Það sem mesta umræðu hefur vakið er tilraun með valfijálst stýrikerfi sem margir aðil- ar eru kallaðir til að taka þátt í. Við erum ekki að hlaupa í þetta kerfi blindandi. í allri umræðunni höfum við fylgt ákveðinni línu til að tryggja sem best hagsmuni sjúkl- inganna og þess vegna tel ég alla möguleika á að vinna málið með heildarsamtökum lækna og vænti góðs af því samstarfi." Sjúklingar fá tækifæri Aðalatriðið er að mati ráðherra að með nýju kerfi fá sjúklingar tæki- færi, sem þeir hafa ekki haft áður, auk bættrar þjónustu. Ljóst sé að heildarsamtök lækna verði að koma að viðræðunum og hafa þeir þegar verið kallaðir til. „Við erum á marg- an hátt með mjög gott heilbrigði- skerfi og góða heilbrigðisþjónustu en það eru ýmsir hlutir ___________ sem við teljum að skýra þurfi betur og það erum við að gera með þessum tillögum okkar,“ sagði Ingibjörg. _________ Ráðherra sagði að til- lögumar hefðu ekki verið kynntar sérstaklega fyrir þingmönnum. Þær hefðu sem slíkar ekki í för með sér lagabreytingar þótt t.d. fram- kvæmdahraði og ýmislegt sem af þeim leiði komi til kasta Alþingis þegar frá líður. „Ég tel þetta ekki vera pólitískt mál, heldur er hér ein- faldlega verið að stuðla að faglegri niðurstöðu sem víðtæk sátt ætti að nást um,“ sagði Ingibjörg. Óformlegt samráð Varðandi samráð við sérfræðinga sagði Ingibjörg, að ráðuneytið hefði haft óformlegt samráð við Lækna- Morgunblaðið/Kristinn INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra Engin greiðsla fyrir yngri en 16 ára félag íslands, enda væri brýn nauð- syn að eiga gott samráð við heildar- samtök lækna í máli sem þessu. Ráðherra benti á að formaður Læknafélags íslands væri sérfræð- ingur en varaformaður heilsugæslu- læknir. „Ég hef ekki heyrt annað en að báðir þessir aðilar hafi lýst því að þessar tillögur séu góður grunnur að þeirri lausn sem við stefnum að,“ sagði Ingibjörg, „En við viljum vinna þetta mál áfram með heildarsamtökum lækna. Skipulag heilbrigðiskerfísins má ekki vera þannig að á hvetju ári megi búast við að sérfræðingar segi upp sínum samningum vegna ein- hvers sem gerst hefur hjá heilsu- gæslulæknum eða heilsugæslulækn- ar segi upp sínum samningum vegna einhvers sem gerst hefur hjá sér- fræðingum. Við getum ekki búið við það og ég veit að læknar vilja það ekki heldur. Ég er alveg viss um að þeir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að ná friði um þessi mál. Það er ekki einungis nauðsyn- legt gagnvart öryggi sjúklinga í landinu, heldur, held ég, líka fyrir læknana sjálfa.“ Boðið upp á val Ingibjörg benti á að ekki væri verið að taka upp tilvísanaskyldu heldur væri verið að bjóða upp á _________ val. Menn tækju ákvörðun um hvort þeir vildu greiða fyrirfram til heilsugæsl- unnar til dæmis með því að krossa við sérstakan reit á skattskýrslunni og greiða þá eina upphæð sem nefnt hefur verið að geti verið á bilinu 1.500 til 2.500 krónur fyrir allt árið fyrir þá sem eru 16 ára og eldri. „Ef menn ákveða að fara beint til sérfræðinga þá eru þeir áfram í því kerfí sem við höfum í dag og greiða áfram sömu upphæð fyrir þá þjónustu sem þeir fá,“ sagði hún. „Sumir hafa sagt að þetta sé mikil skriffínnska en þetta er eins einfalt og það getur verið. Allir eiga hvort sem er að hafa sitt sjúkrasamlags- skírteini og þar kemur fram hvort þú hefur ákveðið að greiða fyrirfram fyrir þjónustuna." Ráðherra sagði að kerfið eins og það er í dag væri flókið og mörg skírteini í notkun og óþarft að fjölga þeim. „í dag eru gefin út ýmis skír--v herra að bera saman bæði rekstur okkur mjög vel. Með þessum breyt- ingum erum við að styrkja heilsu- gæsluna verulega, sérstaklega á Stór-Reykj avíkursvæðinu. “ í tillögunum er gert ráð fyrir að heilsugæslulæknum verði fjölgað um 25 á höfuðborgarsvæðinu fram til ársins 2005. Sagði Ingibjörg að fjölgunin væri m.a. ráðgerð vegna framreiknaðs íbúaijölda á svæðinu og ætti engum að koma á óvart. I vissum hverfum í Reykjavík og í nágrannabyggðarlögum hafi fjöldi heimilislækna ekki fylgt íjölgun íbúa. „Fjölgun heimilislækna er ekki nein bylting - þetta er beinn út- reikningur fram til ársins 2005,“ sagði Ingibjörg. „í ijölmiðlum hefur hinsvegar komið fram sá misskiln- ingur að við ætium að fjölga læknum um 25 á íjórum árum.“ Þj ónustusamningar Gert er ráð fyrir í tillögunum að hægt sé að gera þjónustusamninga við heimilislækna um rekstur heilsugæslustöðva og sagði ráðherra að komið hefði fram áhugi meðal heilsugæslulækna á að reyna þetta form og eftir skoðun hafi þótt eðli- legt að heimila þannig samanburð á óiíkum rekstrarformum. I Reykja- vík og nágrannabyggðum eru í dag sjálfstætt starfandi heimilislæknar sem eru um 10% heildarfjöldans. Miðað við aðstæður í dag er því tvímælalaust tímabært að mati ráð- teini en stefnt er að því að tölvu- væða þá vinnslu þannig að ekki þurfi nema eitt skírteini," sagði hún. „Kerfið verður allt mun einfaldara en það er í dag og breytingin verður ekki kostnaðarsöm." Miðað við að stór hluti þjóðarinnar fari í nýja kerfið Ingibjörg sagði að tillögurnar og allir útreikningar byggðust á að stór hluti þjóðarinnar færi inn í nýja kerfið. „Eitt af því sem menn hafa misskilið er að verið sé að leggja á nýtt ijölskyldugjald en það er ekki rétt,“ sagði hún. „Þeir sem eru yngri en 16 ára munu fylgja foreldrum sínum og greiða ekkert fyrir þjón- ustu heilsugæslulækna. Þeir sem eru eldri, og þá er átt við stóran hluta þjóðarinnar, greiða eina upphæð. Það er jú þannig að menn þurfa mismikið á heilbrigðisþjónustu að halda og þeir sem fara oft, eins og til dæmis barnaijölskyldur, munu njóta þessa fyrirkomulags. Núver- andi reglur um hlutfallsgreiðslur og hámarksgreiðslur fyrir þá sem þurfa mikið á þjónustunni að halda, verða skoðaðar við útfærslu kerfisins, enda eru engin áform um að draga úr öryggi þeirra sem minnst mega sín og mest þurfa á þjón- ________ ustunni að halda.“ Ekki fullmótað Innheimta með skatt- framtali er byggð á ______ danskri fyrirmynd. í til- lögunum kemur fram að meðal ann- ars verði leitað til óháðs aðila, til dæmis Hagfræðideildar Háskóla ís- lands um mat á árangri. „Þetta er ekki fullmótað," sagði Ingibjörg. „Við erum að leggja fram rammatil- lögur sem ýmsir eiga eftir að koma að. Forsendan er að breytingarnar hafi ekki kostnaðarauka í för með sér.“ Ingibjörg telur að nýja kerfið muni henta Islendingum mjög vel. Þeir séu þannig þenkjandi að vilja eiga valkost. „Við höfum til dæmis ekki verið tilbúin til að taka upp tilvísanaskyldu," sagði hún. „það er þetta frelsi til að velja sem hentar og þjónustu miðað við mismunandi rekstrarform. Þar sem gerðir verða þjónustusamningar verða jafnframt settar fram kröfur um þá heilsu- vernd sem boðið skal uppá. „Þegar talað er um þjónustusamninga þá teljum við m.a. mikilvægt að endur- skoða byggingamátann sem hefur verið viðhafður á heilsugæslustöðv- um,“ sagði Ingibjörg. „Við viljum gjarnan skoða ódýrari kosti heldur en við höfum verið með. í þessum tillögum er þannig gert ráð fyrir möguleikum á ýmiskonar þjónustu- samningum, bæði að því er varðar þjónustu, rekstur og mannvirki. Is- lenska heilbrigðiskerfið er bæði gott og vel rekið en mér finnst sjálfsagt að við látum reyna á nýjar stjórnun- araðferðir og sjáum hvort þær geti skilað okkur enn betri árangri.“ Ráðherra sagði að vel kæmi til greina að verktakar byggðu heilsu- gæslustöðvar og rækju en leigðu ríkinu, ef það reyndist hagkvæmara en að ríkið stæði að framkvæmdun- um. Uppbót sérfræðinga Læknum fjölgar um 25 til ársins 2005 í tillögunum er einnig gert ráð fyrir að sérfræðingar sem kjósa að taka þátt í nýja kerfinu fái uppbót eða bónus frá Trygginga- stofnun ríkisins með hveijum sjúklingi. „í þeim bráðabirgðaútreikningum sem gerðir hafa verið, er stuðst við 300 krónur en upphæðin hefur ekki verið ákveðin og það er hluti af útfærsl- unni sem ráðist verður í strax að loknum sumarleyfum," sagði Ingi- björg. „Þeirri stefnumótun sem hér er sett fram og er til umræðu, er ekki einungis ætlað að sætta ólík sjónarmið lækna, heldur einnig að ná fram umfangsmikilli hagræðingu í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Við reiknum því með að sú hagræðing muni, er til lengri tíma er litið, skila verulegum sparnaði sem mun fyrst og fremst nýtast skattgreiðendum en einnig m.a. til að greiða þennan svokallaða bónus." Áðilditrríkí f riðai síinistitrf s NATO Aðildarríki NATO Önnur aðildarríki friðarsamstarfsins Þau riki sem tilkynnt hafa þátttöku í æfingunni á Islandi 77 ^ >, ( MALTA TYRKLAND \ ^ ^ KANADAV BANDARÍKIN1^ V KAZAKHSTAN "(i YWL.f yTlf JZ. * A þriðja þúsund hermanna frá a.m.k. 14 ríkj- um mun næsta sumar æfa viðbrögð við öflug- um jarðskjálfta á Islandi. Olafur Þ. Stephen- sen segir frá æfingunni, sem er fyrsta al- mannavarnaæfingin á vegum Friðarsamstarfs Atlantshafsbandalagsins. HERSVEITIR frá ríkjum í Austur-Evrópu, sem fáum hefði dottið í hug fyrir nokkrum árum að kæmu til Islands í friðsamlegum tilgangi, munu taka þátt í almannavarnaæf- ingu á vegum Friðarsamstarfs Atl- antshafsbandalagsins (Partnership for Peace) hér á landi í júlí á næsta ári. Æfingin verður sú fyrsta á vegum Friðarsamstarfsins þar sem æfð verða viðbrögð við náttúruhamförum. Hinar ímynduðu hamfarir eru öflugur jarð- skjálfti í nágrenni Reykjavíkur. Aðild að Friðarsamstarfinu eiga ríki Atlantshafsbandalagsins, flest nýfrjálsu ríkin í Austur-Evrópu og nokkur hlutlaus ríki, t.d. Finnland, Svíþjóð og Austurríki. Samtals eru ríkin 43 talsins, 16 NATO-ríki og 27 samstarfsríki. Markmið samstarfsins eru m.a. að aðildarríkin skiptist á upplýsingum um varnar- og öryggis- mál sín; að lýðræðisleg yfirstjórn her- afla sé tryggð; að aðildarríkin geti tekið sameiginlega þátt í friðargæzlu samkvæmt umboði Sameinuðu þjóð- anna eða Öryggisstofnunar Evrópu (ÖSE); að koma upp hersveitum í samstarfsríkjum NATO, sem til lengri tíma litið muni eiga auðveldara með að starfa með hersveitum bandalags- ins; og síðast en ekki sízt að „efla hernaðarlegt samstarf við NATO, með það í huga að taka upp sameigin- legar áætlanir, þjálfun og heræfingar til að gera [Friðarsamstarfsjþátttak- endum betur kleift að takast á hend- ur verkefni á sviði friðargæzlu, leitar- og björgunaraðgerða, mannúðarað- stoðar og á öðrum sviðum eftir því sem síðar kann að semjast um.“ Fellur vel að markmiðum Friðarsamstarfsins Að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra kom sú hugmynd upp, þegar heræfingin Norður-Vík- ingur var haldin hér á landi í fyrra, að íslendingar gætu tekið þátt í æf- ingu á vegum Friðarsamstarfsins, en margar slíkar æfíngar hafa verið haldnar með þátttöku herliðs frá ýmsum aðildarríkjum samstarfsins. Engin þeirra hefur hins vegar beinzt að því markmiði friðarsamstarfsins að efla samstarf um leitar- og björg- unaraðgerðir, heldur hafa þær allar verið á hernaðarsviðinu. „Mér hefur alltaf fundizt mikilvægt að leiða það í ljós að samstarf okkar innan NÁTO byggist ekki eingöngu á hernaðaröryggi, heldur einnig á því að tryggja annað öryggi borgar- anna,“ segir Halldór. „Þess vegna vaknaði þessi hugmynd; að rétt væri að æfa viðbrögð við raunverulegri hættu, sem gæti komið upp hér á ísiandi í sambandi við innra öryggi. Við, sem búum í þessu landi, vitum öll að hér geta orðið jarðskjálftar, þótt við hugsum ekki um það dag- lega. Við höfum hins vegar upplifað það síðustu ár að skyndilega geta orðið hér atburðir á borð við snjóflóð, sem við erum ekki nægilega vel búin undir, hvað þá ef hér yrði meiriháttar jarðskjálfti á borð við Suð- urlandsskjálftann skömmu fyrir síðustu aldamót. Það er alveg ljóst að ef einhverj- ir slíkir atburðir eiga sér stað, munum við þurfa á alþjóðlegri hjálp að halda og jafn- framt samstarfi við aðrar NATO-þjóð- ir og þær þjóðir, sem hafa ákveðið að vinna saman innan Friðarsam- starfsins." Halldór segir að byijað hafi verið að vinna á þessum grundvelli og það hafi komið ýmsum á óvart að hug- myndin falli einkar vel að markmiðum Friðarsamstarfsins og áætlunum Atl- antshafsbandalagsins um öryggi al- mennings. Mikill áhugi hafi verið á æfíngunni, ekki sízt á meðal sam- starfsríkja NATO í Austur-Evrópu. Þijú NATO-ríki, Bandaríkin, Kanada og Danmörk, hafa þegar tilkynnt að þau verði með, og ellefu samstarfs- ríki, Austurríki, Finnland, Svíþjóð, Tékkland, Úkraína, Ungverjaland, Pólland, Rúmenía, Eistland, Litháen og Albanía. Gert er ráð fyrir að fieiri ríki geti bætzt í hópinn. Líklegt er talið að Lettland verði þar á meðal og utanríkisráðherra segist vonast til að Rússar sjái sér fært að senda hing- að lið, en enn sem komið er hafi það ekki verið staðfest. Því má ætla að um tugur Austur-Evrópuríkja muni eiga aðild að æfingunni. Búizt við allt að sex hundruð hermönnum að utan Búizt er við að allt að sex hundruð hermenn komi til landsins frá sam- starfsríkjum NATO vegna æfingar- innar. Auk þeirra tekur þátt í æfing- unni stærstur hluti um 1.200 manna varaliðs Bandaríkjamanna, sem sent verður hingað vegna heræfingarinnar Norður-Víkings, sem haldin er til að æfa varnir íslands og fer fram strax að lokinni Friðarsamstarfsæfingunni. Einnig mun varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli eiga hlut að máli. Samtals munu því á bilinu 2.000 til 3.000 er- lendir hermenn verða viðr- iðnir æfínguna, auk ís- lenzkra björgunarsveitar- manna, sem gætu orðið nokkur hundruð. Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaskrifstofu utanrikis- ráðuneytisins verður þátttöku rtkj- anna í æfingunni hagað með mismun- andi hætti. Sum munu einvörðungu senda fámennt lið til að fylgjast með, en önnur hyggjast leggja meira af mörkum. Þannig hyggjast Úkraínu- menn senda 40-50 manna lið og þyr- lusveit. Sum ríkin, til dæmis Austur- ríki, munu senda sveitir, sem eru sér- þjálfaðar í björgunarstörfum. Aðspurður hverja hann telji ástæð- una fyrir miklum áhuga á æfingunni meðal samstarfsríkja NATO segir Halldór Ásgrímsson að megnið af kostnaði við æfinguna sé greitt af NATO og Bandaríkjunum og sam- starfsríkjunum því gert auðvelt að taka þátt í henni. „Austur-Evrópuríkj- unum er jafnframt mikið í mun að auka samstarf sitt við NATO-ríkin, því að öll þessi ríki vilja ganga í Atl- antshafsbandalagið og þau, eins og fleiri, vilja benda á þá möguleika sem Friðarsamstarfið býður upp á,“ segir Halldór. í fyrsta sinn undir borgaralegri stjórn í forsendum æfingarinnar er gert ráð fyrir að öflugur jarðskjálfti, á við Suðurlandsskjálftann 1896, hafi orðið á Suðvesturlandi með manntjóni og gífurlegri eyðileggingu. Gengið verð- ur út frá því að fjarskipti og allar samgöngur liggi niðri í nágrenni höf- uðborgarinnar og að fjöldi fólks sé grafínn í rústum húsa. Utanríkisráð- herra segir að hvort sem öflugur jarð- skjálfti yrði í nágrenni höfuðborgar- innar eða á Suðurlandi, gætu slíkar hamfarir kallað á alþjóðlega hjálp. „Það eru tvær hliðar á þessu máli,“ segir Halldór. „Önnur er sú að æfíng sem þessi kann að vekja ugg meðal fólks. Það er verið að leiða fram f dagsljósið að eitt- hvað þessu líkt getur gerzt. Hin hliðin er þessi: Er það ekki ófyrirgefanlegt af okk- ur að gera ekki ráð fyrir eða undirbúa okkur ekki fyrir að eitt- hvað svona geti gerzt? Við skulum vona að það gerist aldrei, en æfíngin getur að sjálfsögðu komið fleirum að gagni en okkur. Það er ekki bara verið að æfa viðbrögð við hamförum hér á íslandi, heldur sambærilega alþjóðlega hjálparstarfsemi ef eitt- hvað slíkt kemur fyrir annars staðar." Æfingin verður undir stjórn Al- mannavarna ríkisins og verður þetta í fyrsta sinn sem Friðarsamstarfsæf- ing er undir borgaralegri stjórn. Æðsti stjórnandi hermanna jafnt og íslenzkra björgunarsveitarmanna verður Sólveig Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Almannavarna. Sólveig segist ekki kvíða því að þurfa að stjórna bæði hermönnum og björgun- arsveitarmönnum. „Þarna verður unn- ið að borgaralegu málefni. Þegar nátt- j úruhamfarir verða, eru borgaralegar björgunarsveitir oftast fyrst kallaðar j til. Ráði þær ekki við verkefnið, fá þær I liðsauka, sem oft er úr röðum hersins. ! Herlið verður auðvitað að geta starfað með borgaralegum sveitum til þess að nýta megi það í alþjóðlegu sam- starfí um björgunaraðgerðir.“ Að sögn Sólveigar hefur fjöldi und- irbúningsfunda verið haldinn með yf- irmönnum varnarliðsins hér á landi og fulltrúum miðstöðvar Friðarsam- starfsins í Evrópuhöfuðstöðvum her- stjórnar NATO í Mons í Belgíu. „Það samstarf hefur gengið ákaflega vel. Stjórn og skipulag borgaralegra björgunarsveita annars vegar og hers hins vegar eru mjög ólík. Til að ná yfirsýn yfir sérsvið hvers og eins þarf að hafa náið samráð." Að sögn Sólveigar mun öllum björgunarsveitum á Islandi verða boð- in þátttaka í æfingunni, en að svo stöddu hefur aðeins verið haft sam- band við landssamtökin og formlegri tilkynningu um æfinguna hefur ekki verið dreift til allra sveitanna. „Þótt við höfum fundað mikið með erlendum samstarfsmönnum okkar og fjallað um æfínguna hjá Almannavarnaráði erum við rétt að byija að hafa sam- band við þá, sem verða lykilmenn á æfíngunni, svo sem björgunarsveitir, almannavarnanefndir, slökkvilið og lögreglu," segir hún. Sólveig segir að með æfingunni sé hugsanleg neyðarhjálp frá NATO- ríkjum og öðrum ríkjum Friðarsam- starfsins löguð að íslenzkum al- mannavarnaáætlunum. „Til þess að alþjóðlegt björgunarstarf komi að gagni þarf það að vera fagmannlega unnið og hjálpin þarf að berast fljótt. Tii þess að þetta tvennt gerist þarf að undirbúa og skipuleggja það mjög vel. Nú fáum við tækifæri til að reyna kerfið. Æfingin sjálf verður í júlí á næsta ári, en það starf sem við mun- um vinna til að undirbúa móttöku - þessa liðs, mun koma okkur tii góða á komandi árum,“ segir Sólveig. Ekki eingöngu hernaðarsamstarf Að mati utanríkisráðherra mun æfingin ekki einvörðungu gagnast íslendingum á sviði almannavarna, heldur einnig þátttöku íslands í evr- ópsku varnar- og öryggissamstarfí. „Með því að taka þátt í Friðarsam- starfinu og halda æfingu hér á landi erum við orðin virkari þátttakendur og sýnum fram á að við getum átt aðild að þessu samstarfi án þess að hafa her,“ segir utanríkisráðherra. „Það hefur mikla þýðingu fyrir okk- ur, bæði inn á við og út á við. Það%- leiðir hugann frá því að samstarfið sé eingöngu hernaðarsamstarf. Við Islendingar höfum alltaf verið í of miklum mæli uppteknir af því að samstarfið sé eitt- hvert hemaðarbrölt. Þessi æfing ætti að færa okkur sönnun um annað og meira. Margir em þeirrar skoðun- ar að hemaðarógnin sé tiltölulega lít- il í dag og friðvænlegra í heiminum. Er þá ekki einmitt ráðrúm til að beina athyglinni að öðra? Það leynast víða hættur, sem rétt er að undirbúa sig fyrir. Ég held að þetta muni líka stuðla að því að aðrar þjóðir geri slíkt í auknum mæli. Við hljótum að geta eytt meiri kröftum í að skapa betra innra öryggi fyrir borgarana, hvort sem það er gagnvart náttúmhamför- um, margvíslegri glæpastarfsemi, hryðjuverkastarfsemi eða baráttunni gegn eiturlyfjum.“ íslenzkar hjálparsveitir verða með Vonazt eftir þátttöku Rússlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.