Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Hörður Ingólfs- son, íþrótta- og myndlistarkennari, fæddist 1. jan. 1930. Hann varð bráð- kvaddur á heimili dóttur sinnar í Dan- mörku 7. júlí sl. Faðir hans var Ing- ólfur Gíslason kaupmaður, f. 4. júní 1899, d. 13. feb. 1968; móðir hans er Fanney Gísladóttir, Vogatungu 105, Kópavogi, f. 4. júní 1911. Hörður var annar í röð sjö systkina: Erna, f. 29.1. 1928, Helga Sigríður, f. 19.3. 1931, Ingólfur Gísli, f. 11.11. 1941, d. 27.3. 1996, Lára Sigrún, f. 2.8. 1943, Ólafur f. 28.2. 1945, Sigurður Valur, f. 31.5. 1948. Hinn 1. okt. 1966 kvæntist Hörður Birnu Ágústsdóttur, f. 20.1. 1949. Börn þeirra eru: 1) Hörður Ágúst, f. 22.4. 1967. Sambýliskona hans er Guðrún Dóra Sigurðardóttir, f. 18.6. 1969; börn þeirra: Hörður Alex- ander, f. 3.7. 1988, Telma Lov- ísa, f. 4.2. 1993. 2) Inga Rún, f. 2.2. 1969, sambýlismaður Már Gunnlaugsson, f. 17.2. 1964, sonur hennar Sveinn Valur Arn- arsson, f. 3.4. 1988. 3) Reginn Örn, f. 21.7. 1972. Hörður lauk prófi frá kenn- aradeild Myndlista- og handíða- skólans árið 1949 og íþrótta- kennaraskólanum að Laugar- vatni árið 1951. Hann var kenn- ari allan sinn starfsferil, fyrst Það dimmdi skyndilega á þessu sólbjarta sumri í hugum vina og vandamanna þegar sú fregn barst að Hörður Ingólfsson hefði orðið bráðkvaddur á heimili dóttur sinnar þar sem hann var í skemmti- og við Brúarlandsskóla í Mosfellssveit en lengst af í Kópavogi. Hörður hafði mikinn áhuga á myndlist, bæði myndskurði og list- málun, og málaði fjölda málverka, bæði með olíu og vatnslitum og hélt allmargar sýningar á þeim verkum sín- um. Sem íþrótta- maður tók hann mikinn þátt í félags- lífi og gegndi mörg- um trúnaðarstörfum á þeim vettvangi. Hann var um tíma í stjórn og formaður Umf. Aftur- eldingar í Mosfellssveit og í stjórn UMSK og starfaði einnig í KR og í Breiðabliki í Kópa- vogi. Hann var mjög góður fijálsíþróttamaður og keppti á mörgum íþróttamótum og vann til fjölda verðlauna í frjálsum íþróttum og fimleikum. Hann var um árabil í fimleikaflokki úrvalsliðs KR sem sýndi víða, bæði hérlendis og erlendis. Þá var hann einnig um skeið í sljórn Skógræktarfélags Kjal- arness, um tíma formaður þess, og átti sæti í sljórn Skógræktar- fél. Kjósarsýslu og Skógræktar- fél. Kópavogs. I stjórn Alþýðu- flokksfél. Kópav. 1960 - 68, jafn- framt varabæjarfulltrúi. I rit- nefnd Alþýðublaðs Kópavogs 1960-65. Útför Harðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, og hefst athöfnin kl. 13.30. vinarheimsókn til barna og barna- barna sinna í Danmörku hinn 7. þ.m. Hin ótímabæra heimsókn gestsins með ljáinn, sem til allra kemur að lokum, kom vissulega á óvart. Það hlýtur vissulega að vera MINNINGAR gott að kveðja á þennan hátt hina jarðnesku tilvist, - hverfa eins og ljós slokknar, losna við ellinnar hrörnun og kröm og það er nú ef til vill mest huggun þeirra afkom- enda, ættingja og mörgu vina sem á eftir horfa og höfðu eðlilega búist við að mega njóta enn um langa stund samvista við þann geðfellda, fríska og skemmtilega dreng sem Hörður var. Ætti eg að velja eitt orð sem lýsti Herði Ingólfssyni mági mínum myndi eg kjósa að segja að hann hafí fyrst og fremst verið jákvæður persónuleiki. Hann ólst upp við sveitastörf á stóru heimili því for- eldrar hans höfðu þá alllengi stund- að búskap ásamt verslunarstörfum austur á Selalæk á Rangárvöllum og síðar í Fitjakoti í Kjalarness- hreppi. Hann vandist því snemma útilífi og á þessum æskuárum var hann mikill hestamaður og gerðist brátt hinn fræknasti íþróttamaður. Það lá því beint við að hann sneri á þá braut er hann kaus sér lífs- starf. Lauk hann íþróttakennara- prófí frá Laugarvatni og hóf brátt kennslu á þeim vettvangi. En í eðli hans var listræn æð, líkt og í mörg- um ættmönnum hans. Eitt helsta frístundagaman hans frá blautu barnsbeini var að teikna og mála og lauk hann einnig kennaraprófi í myndmennt og málaði síðan í frí- stundum alla ævi. Telja má skaða að hann skyldi ekki hafa tóm eða aðstæður til þess að setjast að frek- ara námi á því sviði, þroska þannig við fótskör meistaranna góða hæfi- leika sína eftir því efni stóðu til og ná langt á þeim vettvangi. En þótt Hörður væri í eðli sínu félagslynd- ur, var hann öðrum þræði hlédræg- ur og dulur, flíkaði aldrei tilfinning- um sínum og fáa hygg eg hafa þekkt þá innstu hræringu hugar hans sem nú er horfin til upphafs síns „sem báran - endurheimt í hafíð.“ Hann átti það oft til á tylli- dögum eða hátíðum vina og vanda- manna að færa þeim fallegt mál- verk að gjöf, en það varð ekki fyrr en á síðustu árum sem hann fékkst til að sýna verk sín og falbjóða þau öðrum. Samferðamönnum Harðar duld- HÖRÐUR INGÓLFSSON + Sigvaldi Gunn- laugsson var fæddur í Hofsárkoti í Svarfaðardal 9. nóvember 1909. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Gunn- laugur Sigurðsson, f. 24. maí 1878, d. 17. des. 1921, og Anna Stefánsdóttir, f. 6. des. 1874, d. 23. nóv. 1957. Systkini Sigvalda voru Stef- án, f. 1902, Egill, f. 1904, Tryggvi, f. 1906, Sigurður, f. 1912, og Anna Sigríður, f. 1920. Bræðurnir eru allir látnir en BORGAR APÓTEK Álftamýri 1-5 GRAFARVOGS APÓTEK Hverafold 1-5 eru opin til kl. 22 —fo— Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ðorgar Apótek Anna Sigríður er bú- sett í Kópavogi. Sigvaldi kvæntist eftirlifandi konu sinni Margréti Kristínu Jó- hannesdóttur frá Sandá í Svarfaðardal 12. ágúst 1934. Þau eignuðust átta börn. 1) Gunnlaugur, f. 29. jan. 1935, maki Sig- ríður Jónsdóttir, þau eiga fjögur börn. 2) Jóhannes, f. 26. ágúst 1936, maki Kristín Tómasdóttir, þau eiga þijú börn. 3) Árdís Fanney, f. 1. jan. 1939, maki Jón Ármann Árnason (skildu), þau eiga fjögur börn. 4) Anna Kristín, f. 26. jan. 1941. 5) Steinunn Helga, f. 25. febr. 1944, maki Ófeigur Hólmar Jó- hannesson, þau eiga þijú börn. 6) Rósa, f. 11. jan. 1947, hún á einn son, Adda. 7) Hólmfríður, f. 28. sept. 1950, og 8) Elín Sig- ríður, f. 28. sept. 1950, maki Thorbjörn Byrnes, þau eiga tvö börn. Útför Sigvalda fór fram frá Dalvíkurkirkju 13. júlí. Kynni okkar Sigvalda hófust er ég réð mig sem kaupamann að Hofs- árkoti um eins árs skeið fyrir tæpum 20 árum. Þá var Sigvaldi reyndar hættur sjálfstæðum búskap og flutt- ur að Skeggstöðum, sem liggja að Hofsárkoti, en Gunnlaugur sonur hans tekinn við búskap. Sigvaldi tók þó þátt í bústörfum með okkur þðtt kominn væri hátt að sjötugu og gekk til allra verka bæði kvölds og morgna. Þessi stuttu kynni nægðu tií þess að tengja okkur vináttubönd- um sem haldist hafa síðan þótt ekki hafí gefíst mörg tækifæri til þess að halda þeim við hin síðari ár. Ekki tel ég mig færan til þess að lýsa lífshlaupi hans en þó veit ég það að hann hafði búið aíla sína ævi á ættarbýiinu Hofsárkoti í Svarfaðardal, þar sem faðir hans hafði einnig búið og forfeður og formæður. Aldrei hygg ég að hafí hvarflað að honum að nokkur annar staður á jarðríki væri betri og ekki veit ég til þess að hann hafí farið af bæ nema brýna nauðsyn bæri til. Enda eru fáir staðir eins vel til þess fallnir að tengjast átthagabönd- um og Svarfaðardalur. Há og tignar- leg fjöll skarta á alla vegu, Stóllinn gnæfír fyrir miðju dalsins og beggja vegna rísa háreistar og brattar hlið- ar, með Rimar ttjónandi efst að austanverðu. Eftir fjarðarbotni renn- ur lygn áin en bæir standa í þéttum röðum beggja vegna. í ímynd minni er þetta hinn íslenski dalur þjóðsagn- anna. Sigvaldi var ekki hár í Iofti en bætti það upp á sviðum sem ekki verða mæld með mælistiku. Hann stendur mér fyrir hugskotssjónum sem fulltrúi þeirra eðliskosta sem prýtt hafa hinn íslenska bónda öld fram af öld, þrautseigju, þolgæðis og óendanlegs langlundargeðs. Ég sé hann fyrir mér berandi byrðar á baki, tína gijót úr túni og slétta fyrir orf og ljá, vinnandi frá morgni til kvölds. Og ekki veitti af því barna- hópurinn, sem sjá þurfti fyrir, var stór. En hann var reyndar sá sjóður sem skilaði sér margfalt til baka þegar börnin uxu úr grasi. Hann var kvikur á fæti, glaðlynd- ur og skrafhreifínn og hann gat allt- af séð hina spaugilegu hlið hlutanna þótt um grafalvarleg málefni væri að ræða. Hann var ákafamaður í rökræðum og urðu margar rökræð- urnar við morgunverðarborðið þegar SIGVALDI GUNNLA UGSSON ust ekki margir góðir eiginleikar þessa orðvara og dagfarsprúða manns og fólu honum margvísleg trúnaðarstörf á vegum félaga sem störfuðu á þeim vettvangi sem snerti áhugamál hans - ekki síst íþróttir. Þeim sinnti hann sem öðr- um störfum af alúð og vandvirkni enda var það eitt af hans einkennum að vera jafnan reiðubúinn að ljá góðu máli lið og rétta hjálparhönd, væri það á hans valdi og fyndi hann þörfina. Þessarar góðfýsi hafa bæði vinir og vandamenn notið til hinsta dags. Eftir að Hörður lét að mestu af kennslustörfum fluttist hann til Hveragerðis, eignaðist þar hús og tók nú til við gamalt áhugamál á þeim hlýja stað - að rækta tré og blóm, jafnframt því að mála. Þar dvaldi hann síðustu árin og hafði komið sér upp heimili í talsverðum „listamannastíl" ásamt fallegum garði. Við mágarnir höfðum oft á yngri árum átt saman skemmtilegar útilífsvistir, að vísu of fáar því margvíslegar annir hindruðu, og síðustu orð hans voru, er hann kvaddi og hugðist fara í stutta heimsókn til barna sinna í Dan- mörku: „Við megum til með að skreppa á sjó þegar eg kem aftur.“ Lítt grunaði mig þá að þessi knái maður væri farinn í sinn hinsta róður. Um leið og eg vil flytja hon- um að móðunni miklu hinstu þakk- ir fyrir skemmtileg og góð kynni frá unglingsárum, sendi eg aldraðri móður Harðar, börnum hans, barnabörnum og öðrum ættingjum dýpstu samúðarkveðjur. E.J. Stardal. Hörður Ingólfsson er dáinn. Skammt er-stórra högga á milli, þegar Hörður fellur nú frá aðeins þremur mánuðum á eftir Ingólfi Gísla bróður sínum og báðir af svipuðum orsökum, það er hjarta- áfalli. Öldruð móðir, Fanney Gísladótt- ir, sér nú á bak öðrum syni sínum sviplega. Hörður gerði íþróttakennslu og teiknikennslu að ævistarfi og byrj- búið var að sinna fjósverkum. Hann hafði mikla unun af að ræða um landsins gagn og nauðsynjar og reyndar allt milli himins og jarðar og hafði yfirleitt mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum. Og hann gat æst sig talsvert ef honum var mis- boðið eða einhverjir þeir atburðir voru í fréttum sem ekki samrýmd- ust hans siðferðiskennd. Ég minnist sérstaklega eins sem honum fannst forkastanlegt, og þreyttist aldrei á að tjá sig um, en það voru aksturs- íþróttir. Honum fannst óskiljanlegt hvemig menn gætu gert sér að leik að hætta lífi og limum á þennan hátt og þar að auki valda fólki og fénaði óþægindum með slíku hátta- lagi. Hann var eins og uppruni hans stóð til sannur framsóknarmaður en þó var ekki þar með sagt að hann gæti ekki hlustað á rök annarra. Þegar staðið var upp frá borðum, eftir harðar rökræður, urðu þó aldr- ei neinir eftirmálar þótt skoðanir hefðu verið skiptar. Það var aldrei leiðinlegt að vinna með Sigvalda hvort sem það voru fjósverkin, heyskapur eða kartöflu- upptaka. Þótt handtök væru oft við- vaningsleg og afköst lítil var við- komandi leiðbeint um rétt hand- brögð, góðlátlega, og gamanyrði lát- ið fylgja með. Enda var því við brugðið hvað börnum og unglingum gekk vinnan vel í umsjá hans. Hann var líka einstaklega hlýlegur og nærgætinn við þá sem þurftu á upp- örvun að halda. Þótt samverustundirnar yrðu fáar seinni árin vegna fjarlægðar og anna var alltaf jafn endurnærandi að koma í Svarfaðardalinn og ekki sak- aði þá að spjalla við Sigvalda í leið- inni. Seinustu árin voru þau hjónin þó flutt til Dalvíkur og urðu því stundirnar færri. Fyrir um ári síðan hitti ég hann á götu á Akureyri og fannst mér hann þá enn jafnléttur á sér og áður og grunaði mig þá ekki að innan árs yrði hann allur. aði snemma. Hann lauk prófum frá íþróttakennaraskólanum og Mynd- lista- og handíðaskólanum ungur. Hann var afbragðs fimleikamaður og virkur i þeirri íþrótt um árabil og lengur en flestir aðrir. Þá bar snemma á listhneigð hans og hélt hann allmargar málverka- sýningar. Hörður Ingólfsson, mágur minn, var mörgum góðum mannkostum búinn. Hann var mikið prúðmenni. Hann var hýr í bragði og glaður, en fámáll. Einstök hugarró, friður og hlýleiki fylgdi honum hvar sem hann fór. í öllum störfum var hann hæglátur og aldrei sagði hann styggðaryrði um nokkurn mann eða gerði á hlut annarra. Hann æðraðist aldrei yfir neinu, hvað sem á gekk og var alltaf bjart- sýnn. Hann var bóngóður er til hans var leitað og að þessu leyti líkur Ingólfi Gísla, bróður sínum, sem við kvöddum hinstu kveðju fyrir skömmu. Hörður hafði líka góða kímnigáfu eins og bróðir hans, og margt spaugilegt hrökk af vörum hans. Hann var maður fróður og lesinn. Helga systir hans, konan mín, hafði orð á því að Hörð- ur hafi verið einstakur leikfélagi og hennar besti vinur enda aðeins eitt ár á milli þeirra. Þau höfðu bæði yndi af frjálsum íþróttum og hestum og fóru styttri og lengri ferðir saman á hestum á yngri árum. Hörður var góður hestamað- ur, glöggur og ratvís svo af bar. Eftirlifandi börn Harðar eru þijú, þau Hörður Ágúst, Inga Rún og Reginn Örn, en tvö þeirra búa í Danmörku. Hörður var staddur á heimili dóttur sinnar í Danmörku, þegar sviplegan dauða hans bar að. Dóttir hans hafði fetað í fótspor hans og lokið framhaldsnámi í lista- skóla í Danmörku nýlega. Hörður var góður og umhyggju- samur sonur og er að móður hans mikill harmur kveðinn við fráfall hans. Öllum þótti vænt um hann sem kynntust honum. Börn hans, barnabörn, tengda- börn, skyldfólk, vinir og kunningjar munu sakna þar drengskaparmanns sem Hörður Ingólfsson var. Hermann Hallgrímsson. Ég votta Margréti, börnum hans og ættingjum mína innilegustu samúð. Egill Einarsson. Með nokkrum orðum viljum við kveðja Sigvalda Gunnlaugsson afa okkar. Frá því við munum eftir okkur og fram á fullorðinsár vorum við alltaf velkomin til hans og ömmu í sveitinni. Syngjandi hlátur afa og glaðlyndi hans urðu það besta vega- nesti sem hann gat gefíð okkur og munum við ætíð minnast hans með þakklæti fyrir það. Það sem kannski situr mest eftir frá þessum heimsóknum er þó áhugi hans á hugðarefnum okkar og hæfí- leiki til þess að ræða þau mál sem á okkur brunnu hvetju sinni. Rædd- um við um heima og geima og umræðurnar bárust þá oftar en ekki inn á heimspekileg svið þar sem rúm var fyrir ýmsar skoðanir og kenning- ar. Ékki vorum við alltaf sammála en þó enduðu viðræðurnar alltaf á góðum nótum og iðulega fylgdi þessi dillandi hlátur. Afí hafði mikið yndi af því að taka myndir, jafnt af fólki sem feg- urð landsins. Þessi brennandi áhugi hans á því að mynda og njóta þess sem fagurt er, varð okkur hvatning til þess að hafa augun opin fyrir sérkennum mannlífsins og náttúr- unnar. Fallegi dalurinn hans varð honum ætíð innblástur og mun um ókomna tíð minna okkur á hann og fegurð lífsins. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Árni, Margrét Kristín, Sigvaldi Oskar og Anna Sigrún. 4 Í i 4 i 1 ( ( ( I I I I i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.