Morgunblaðið - 17.07.1996, Page 1

Morgunblaðið - 17.07.1996, Page 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ1996 Viðtal 3 Karl Sigurgeirs- son fram- kvæmdastjóri á Hvammstanga Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Indverjar reyna að laga sig að markaðslögmál- unum Fiskmarkaðir g Mikil söluaukn- ing á innlendu fiskmörkuðunum UNNIÐ í RÚSSAFISKINUM • FISKUR frá Rússlandi, mest heilfrystur, hefur haidið uppi stöðugri atvinnu í frystihúsi Tanga hf. á Vopnafirði undanfar- in misseri. Framleiddir eru sér- flokkaðir lausfrystir bitar úr flökunum, sem seldir eru vestur um haf með góðum árangi, að sögfn Friðriks Guðmundssonar, framkvœmdastjóra Tanga. Allt stefnir í eitt bezta aflaár Islandssögunnar I FISKAFLI okkar af ísland- Aflinn á fiskveiðiárinu SlíSSÍS um 1,6 milljónir tonna ustu mánaðamót höfðu alls 1.404.000 tonn borizt á land. Inni í þessum tölum er ekki veiðin úr norsk-íslenzka síldarstofninum og af Flæmska hattinum. Sé hún tekið með er heildaraflinn orðinn nærri 1,6 milljónir tonna og stefnir því eitt af beztu aflaárum sögunnar. Frá áramótum er aflinn orðinn tæplega 1,2 milljónir tonna að meðtalinni síld og rækju utan lögsögu til síðustu mán- aðamóta, en síðan þá hafa meðal annars veiðzt um 150.000 tonn af loðnu. Mestur afli Íslendinga á einu ári er 1.752.256 tonn. Samkvæmt bráðabirgðatölum F'iskistofu hafa 150.000 tonn af þorski veiðzt á fiskveiðiárinu, en 137.500 tonn á sama tíma í fyrra. Minna hef- ur veiðzt af ufsa, ýsu og karfa, en meira af flestum öðrum tegundum. Miklu munar að mun meira veiddist nú af úthafskarfa en í fyrra. Botn- fiskafli alls er því orðinn um 409.000 tonn, en var 391.000 tonn í fyrra. Rækjuafli heldur áfram að aukast og var nú orðinn rúmlega 67.000 tonn á móti 59.000 á sama tíma í fyrra. Síld- veiði er svipuð en nú höfðu veiðzt 794.000 tonn af loðnu á móti 554.000 í fyrra. Sé litið á aflann frá áramótum er þróunin svipuð, loðnan stendur að baki aukningunni, en lítils háttar aukning er einnig á bolfiskveiðum í heild. Aflinn í júní varð alls 43.600 tonn, sem er 13.600 tonnum meira en í júní í fyrra. Þorskaflinn varð rúm 10.000 tonn, litlu meira en í fyrra, en ýsuafl- inn 4.170 tpnn, sem er mun meira en í fyrra. Uthafkarfaflinn nú varð 13.300 tonn, en aðeins 2.500 í fyrra. Þá er enn veitt meira af rækju en árið áður. Samkvæmt upplýsingum fiskistofu er rækjuafli íslenzkra skipa á Flæmska hattinum orðinn 7.600 tonn frá áramótum. Afli af norsk-íslenzku síldinni í maí og júní varð 166.500 tonn, en var 174.000 í fyrra. Fréttir Markaðir Ágætis ýsuveiði • ÁGÆTIS veiði hefur yer- ið hjá ísfisktogurum víða við landið að undanförnu. Mjög góð ýsuveiði var á Látragrunni í júní og togar- ar hafa fengið góðan þorsk- afla suðaustur af landinu. Skipsljórar sem Verið ræddi við segja að allstaðar sé þorsk að fá en flestir forðist hann vegna kvóta- leysis./2 Dauft í Smugunni • ENN hefur þorskurinn ekki gefið sig til í Smug- unni en þar eru nú stödd 13 íslensk skip og 6 skip á leiðinni þangað. Kristján Elíasson, stýrimaður á Sigli, segir aflabrögðin mjög léleg og engan fisk kominn á svæðið ennþá. Siglir hefur verið í Smug- unni í 10 daga og aflinn orðinn að sögn Kristjáns um 12 tonn./4 Humarvertíð víða að ljúka • HUMARVERTÍÐIN er nú víðast hvar á síðasta snún- ingi enda afli verið fremur lélegur í sumar og margir bátar hættir veiðum þó enn sé um mánuður eftir af vertiðinni. Humarkvótinn var á þessu fiskveiðiári 594 tonn og er nú búið að veiða um 58% kvótans eða um 344 tonn. Humarútflytjendur gæti því vantað afurðir til að fylla gerða samninga í vertíðarlok. Allir eru þó sammála um að vertíðin í ár sé mun betri en sú í fyrra./8 Frekari veiðar á síld í óvissu • SÍLDVEIÐUM lauk snögglega í júní eftir góða veiði. Skipin hafa síðan snú- ið sér að loðnuveiðum með góðum árangri. Litlar líkur eru á að skipin fari á ný til síldveiða, nema loðnuveið- im bregðist. Hjálmar Vil- hjálmsson, fiskifræðingur, segir að tvær síldargöngur hafi komið vesturyfir hafið í vor en ekki sé tímabært að spá til um hvort önnur þeirra kunni að ganga að landinu í haust ./8 Meira utan af óunninni ýsu • ÚTFLUTNINGUR á ferskri ýsu hefur aukizt verulega það, sem af er ári. Fyrstu 6 mánuðina höfðu 4.148 tonn verið seld á brezku uppboðsmörkuðun- um í Hull og Grimsby. Það er 37% aukning frá síðasta ári, en þá höfðu 3.029 tonn farið utan fyrri helming árs- ins. Langmest af ýsunni fór utan í maí, 1.093 tonn, eða rúmur fjórðungar heildar- innar. í júnímánuði fóru svo 933 tonn utan, sem er meira en fjórfalt það sem fór utan í sama mánuði 1995. Verðið á ýsunni er að meðaltali 111 krónur á kíló, og hefur það hækkað um 4%. Ysuverð á innlendum fiskmörkuðum er 79 krónur. Ysa seld á fiskmörkuðum tonnaf slægðum fiskf 1200 800 600 Minna utan af ísuðum þorski Þorskur seldur á fisk- ENGLAND mörkuðum • SALA á óunnum þorski til Bretlands hefur dregizt saman um 18% á fyrri helm- ingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Nú hafa 717 tonn farið út, en 871 í fyrra. Verðið hefur hefur lækkað um 9% og er nú 123 krónur á kíló. Þessi útflutn- ingur hefur dregizt öi*t sam- an undanfarin ár, en salan innan lands hefur á hinn bóginn aukizt. Verð á þorsk- inum hér heima er 90 krón- ur á kíló./6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.