Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR17. JÚLÍ1996 C 7 Sæplast hf. kynnir sterkari trollkúlu SÆPLAST hf. á Dalvík er nú að setja á markaðinn nýja trollkúlu, „Iceplast 1087“. Nýja kúlan er höggþolnari og slitsterkari en fyrri trollkúlur frá fyrirtækinu og þolir meira dýpi, eða allt að 1.950 metra. Hilmar Guðmundsson, sölustjóri innanlands hjá Sæplasti, segir að fyrirtækið hafa byrjað að þróa þessa nýju kúlu árið 1994 og sé árangui'inn nú að líta dagsins ljós. Öflugu tölvuforriti í samvinnu við sérfræðinga á Iðntæknistofnun hafi verið beitt til að reikna út form og þykktir, sem gefi hámarks dýptar- þol og viðunandi uppdrif. Einnig hafi sérstök gerð af plasti verið valin í kúluna til að ná fram meiri styrk og höggþoli. Niðurstöðurnar úr tölvugreiningunni hafi síðan ver- ið notaðar til grundvallar við móta- smíði. „Umfangsmiklar prófanir hafa verið gerðar á hinni nýju kúlu í þrýstitanki, þar sem líkt er eftir álagi við notkun í sjó. Hámarks- dýptarþol nýju kúlunnar er 1.950 metrar í eina klukkustund, sem er meira en aðrar kúlur með miðju- gati frá okkur þola. Kúlan er einn- ig höggþolnari og slitsterkari en aðrar kúlur, sem við höfum kynnzt. Við erum sannfærðir um, að þegar tekið er tillit til allra þátta, svo sem að trollkúlan hentar fyrir dýpstu slóðir og hún er gífurlega slitsterk, sé hér um að ræða trollkúlu, sem er í mjög hagkvæm í notkun,“ segir Hilmar. Auk þessa hafa verið gerðar fleiri endurbætur á trollkúluframleiðslu Sæplasts, svo sem „Iceplast 1085“. Hún þolir nú meira dýpi en áður og er sterkari en áður. Hámarks- dýptarþol þeirrar kúlu er nú 1.200 metrar. Samið um veiðar á Okhotskhafinu RÚSSAR og Bandaríkjamenn hafa náð samkomulagi um verndun fiskistofna í Okhotskhafi. Um er að ræða stofna, sem eru á mörkum miðlínu milli landa, einkum alaska- ufsa, sem hefur verið ofveiddur á þessum slóðum árum saman. Sam- kvæmt samkomulaginu skal tekið mið af hagsmunum Rússa við stjórnun veiðanna. Bandarísk stjórnvöld munu svo sjá um að þegnar sínir virði veiðistjórnun á hafinu og einnig á alþjóðlega svæð- inu í miðju þess, en það hefur geng- ið undir nafninu Hnetuholan. Reiknað er með að þessu sam- komulagi fylgi samningar Rússa við fleiri þjóðir, sérstaklega þær sem stundað hafa veiðar á alþjóð- legum svæðum í Hnetuholunni, Kleinuhringum í Beringshafi og Smugunni. Okhotskhaf er mjög stórt innhaf við austurströnd Rússlands. 200 mílna lögsaga Rússa nær hringinn í kringum það en ekki út miðjuna, þar sem hið umdeilda alþjóðlega svæði, Hnetuholan er. FTC á Islandi með MAJA-roðflettívélar FYRIRTÆKIÐ FTC á íslandi hefur nú hafið innflutning á MAJA-roð- flettivélum fyrir heilan fisk og lax. Önnur vélin roð- flettir heilan fisk eins og flatfisk og steinbít, og segir Gunnar Oskars- son, eigandi FTC, að hún hafi verið kynnt ýmsum fiskfrmaleiðendum hér og hlotið góðar viðtökur. Með henn sé auðvelt að roð- fletta bæði stóran fisk og smáan, en vaxandi eftirspurn sé eftir heil- um roðflettum fiski á erlendum mörkuðum. Hin vélin er ætluð til roðfletting- ar á laxi og segir Gunnar að kostur- inn við hana sé einkum sá, að hún taki fitulagið af flakinu með roðinu. Því sé hún einnig mjög hentug til roðflettingar á ufsaflökum. Fyrirtækið MAJA er þýzkt og hefur starfað í um 50 ár. Það fram- leiðir einnig ísvélar og vélar til vinnslu á kjöti, sem hafa verið í notkun hér á landi. Gunnar segir að vélarnar hafi fengið góðar viðtökur hjá fram- leiðendum og þær séu auk þess ódýr kostur, til dæmis fyrir smáa framleiðendur. ATVINNA ÍBOÐI Háseta vantar á Steinunni SF10 sem gerir út á net. Upplýsingar í síma 478 2080 og 478 1408. BÁTAR — SKP KVáilTABANKINN Kvótabankann vantar þorsk til leigu og sölu Vantar þorskaflahámark til sölu. Grálúða til leigu. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. FRETTIR HÖFUNDUR bókarinnar, Guðmundur Lýðsson, afhendir sjáv- arútvegsráðherra Þorsteini Pálssyni eintak af bókinni. Þjónustu- bók útgerðar og fiskvinnslu komin út ÚT ER komin þriðja útgáfa af Þjónustubók útgerðar og fisk- vinnslu. Fyrsta útgáfa kom út í nóvember 1993 undir nafninu Þjónustubók fiskvinnslunnar en síðan þá hefur bókinni allri verið breytt, bæði hvað varðar útlit og efnistök og er hún nú meira ne tvöfalt stærri en fyrsta útgáfa. Má því segja að þetta sé önnur útgáfa bókar- innar með núverandi sniði. Bókin er hugsuð sem hand- bók allra þeirra er tengjast útgerð og fiskvinnslu; heimild sem þeir geta nýtt sér daglega til að nálgast upplýsingar um stjórnun, reglugerðir og mark- aðsmál í greininni og til að finna þjónustufyrirtæki. Efni bókarinnar skiptist eins og áður í tvo meginþætti: ann- ars vegar upplýsingakafla og hins vegar þjónustuskrá þar sem skráð eru meira en 1.200 fyrirtæki, stofnanir og lögaðil- ar er tengjast á einhvern hátt útgerð og fiskvinnslu. Líkt og í fyrri bók er gæðastjórnun aðalviðfangsefni upplýsingak- afla bókarinnar. Þar er að finna upplýsingar um HACCP eftirlitskerfið, og SIO 9000 gæðastjórnunarkerfið, bæði leiðbeiningar um hvaða kröfur slík kerfi gera og skýrslu um reynslu fyrirtækis af slíku kerfi. Birtar eru greinar frá hinum ýmsu stofnunum sjávar- útvegsins um það nýjasta sem er að gerast á þeim vettvangi. Að auki eru birtar gagnlegar upplýsingar um útflutning og bankaþjónustu, ásamt skrám yfir hin ýmsu eyðublöð sem fi- skútflytjendur þurfa að nota. Bókin hefur stækkað um 70 blaðsíður frá í fyrra og stafar það einkum af fjölgun fyrir- tækja í þjónustuskránni en í henni er skráður fjöldi þjón- ustufyrirtækja og stofnana í sjávarútvegi, auk allra vinnslu- leyfishafa í landi og/eða báta yfir lOtonn. í viðauka er listi yfir stjórn- ir, nefndir og ráð sjávarútvegs- ins, listi yfir nöfn sjávardýra á nokkrum tungumáluni, mynd- ræn útfærsla á aflatölum helstu nytjategunda og umreikning- stafla fyrir ýmsar mælieining- ar. Einnig fylgir bókinni ítarleg atriðisorðaskrá með tilvísunum bæði í þjónustuskrá og upplýs- ingakafla. Þjónustubók útgerðar og fiskvinnslu er 374 bls. í brotinu 23x14,5 cm. Útgefandi er GL útgáfan, Klapparstíg 25-27, Reykjavík. Bókinni er dreift til allra aðila sem skráðir eru i hana og dreifir Fiskistofa henni til vinnsluleyfishafa. Aðrir geta nálgast bókina hjá útgefanda eða hjá bókabúð Máls og menn- ingar, Laugavegi 18. Netagerðin Ingólfiir kaupir 50% hlut í Ingvari og Ara NETAGERÐIN Ingólfur Anlfin Címilfanrmi í Vestmannaeyjum hefur keypt rkulvlll í5ctIIIlvcp£JIll 1 helmings hiut j víraverkstæð- veiðarfæraþi ónustu ini; ln^ar j Ari-Nafni fyrir; 1 u tækisins hefur venð breytt í Netagerðin Ingólfur - Ingvar og Ari. Framkvæmdastjóri hefur verið ráð- inn Omar Hreinsson. Ingvar og Ari var fyrir í eigu Ellingsen hf. sem keypti fyrirtækið árið 1989. Birkir Agnarsson, framkvæmda- stjóri Netagerðarinnar Ingólfs, seg- ir að með þessu sé verið að styrkja bæði fyrirtækin. Það verði áfram með víraþjónustu fyrir skipin, en jafnframt verði sett upp netaverk- stæði og því boðið upp á alhliða veiðarfæraþjónustu fyrir öll skip í Reykjavík. Meiri samkeppni „Viðskiptavinir okkar hafa óskað eftir meiri samkeppni í veiðarfæra- þjónustu á höfuðborgarsvæðinu, en flest netaverkstæðin í Reykjavík eru mjög sérhæfð. Við munum hins vegar taka að okkur uppsetningu og viðgerðir á öllum helztu veiðar- færum. Þá hefur verið gífurlega mikið að gera á netaverkstæði okk- ar í Eyjum og hægt verður að miðla verkefnum á milli staðanna, til að jafna vinnuna og stytta afgreiðslú- tíma. Á verkstæðinu í Reykjavík verða fjórir starfsmenn til að byrja með, en auk þess verður hægt að senda mannskap frá Vestmannaeyj- um, verði þörf á því,“ segir Birkir. Kynna breytt karfatroll Netagerðin Ingólfur er með um- boð fyrir írsku netagerðina Swan Net og eru þeir nú að kynna breytt flottroll fyrir veiðar á úthafskarfa. Nokkur skip hafa reynt fyrir sér með eldri gerð þessara trolla, en möskvinn í þeim hefyr reynzt of lítill og þau hafa því orðið full þung í drætti. Þau hafa á hinn bóginn reynzt vel við þorskveiðar í Smug- unni. Nú hefur flottrollinu verið breytt og möskvinn stækkaður. Það gaf að sögn Birkis góða raun á úthafskarfanum í vor og hefur nú verið ákveðið að taka eldri gerðir til baka og breyta þeim fyrir eigend- ur þeirra. I---------------------------------------- Marel flæðivogir fyrir loðnu og síld Helstu kostir: • alsjólfvirk • samfellt flæði • engin uppsöfnum • bætt yfirsýn yfir framleiðslu • allt að 100 tonn ó klst. • 99% nókvæmni • sterkbyggð • fyrir fiskimjöl, rækju og skel • löggildingarhæf Hoföabakka 9,112 Reykiavík Sími: 563 8000 Fax: <eykia 563 8001

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.