Morgunblaðið - 17.07.1996, Page 1

Morgunblaðið - 17.07.1996, Page 1
KNATTSPYRNA: EVRÓPULEIKIR ÍA OG ÍBV / D2-D3 1996 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 17.JULI BLAÐ Morgunblaðið/Golli KR-ingar í undanúrslit KR vann Val 2:0 í átta liða úrslitum bikarkeppni KSI og er komið í undanúrslit ásamt IA og IBV en Þór og KA elgast við á morgun. Ríkharður Daðason gerði fyrra mark KR en á myndinni fagnar Guðmundur Benediktsson marki sínu og öðru marki KR. Ásmundur Haraldsson tll vlnstri lagði upp markið. Leikurlnn/D4. OLYMPIULEIKARNIR I ATLANTA Pétur og Sigurður féngu frest til kvölds Framkvæmdastjórn Ólympíunefndar ís- lands ákvað á fundi sínum í gær að veita Pétri Guðmundssyni kúluvarpara og Sigurði Einarssyni spjótkastara frest til kvölds til að ná lágmörkum fyrir Ólympíu- leikana í Atlanta sem verða settir á föstu- dag. Þeir taka þátt í móti í útborg Atlanta í dag og nái þeir lágmörkunum verður þeim bætt við ólympíuhóp íslands en ann- ars verða þeir úti í kuldanum. Fyrir fundinum í gær Iágu bréf frá íþróttamannanefnd Óí, þar sem óskað var eftir að Pétur og Sigurður yrðu þegar skráðir í ólympíuhópinn, og frá Fijáls- íþróttasambandinu, þar sem óskað var eft- ir að þeir fengju frest til 21. júlí til að ná lágmörkunum, ásamt stöðumati Gísla Sig- urðssonar, ólympíuþjálfara. Málið var rætt og vildi Margrét Bjarnadóttir að kösturun- um yrði bætt strax í hópinn en sú skoðun fékk ekki stuðning. Ósk FRÍ var heldur ekki tekin til greina en nefndin féllst ein- huga á að veita kösturunum frest til kvölds til að ná settu marki þar sem þeir hefðu ekki getað sannað sig endanlega á mótum sem þeir höfðu skráð sig í vegna þess að þau féllu niður í heild eða þeirra greinar. Pétur og Sigurður kepptu sl. laugardag og varpaði Pétur þá kúlunni 19,18 m en Sigurður kastaði spjótinu 77,62 m. Lág- markið i kúlu-er 19,50 m og í spjótkasti 79,90 m. Þeir verða með á móti í dag sem er fyrst og fremst sett á fyrir Bandaríkja- menn sem eiga eftir að ná lágmörkum. KJartan Jón Arnar bættf sig Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmað- ur, keppti á móti í LaGrange í Bandaríkjun- um um helgina og bætti sig í tveimur greinum. Hann kastaði spjóti 64,60 metra og bætti sig um tvo metra og varpaði kúlu 15,60 metra, en hann átti áður best 15,49 metra. Hann hljóp 100 metra á 10,4 sek. og 110 m grindahlaup á 14,28 sek. „Árangurinn á mótinu um helgina lofar góðu. Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel enda mjög góðar aðstæður hér til æf- inga. Ég hlakka til að keppa á leikunum," sagði Jón Arnar sem byijar keppni á Ólympíuleikunum 31. júlí. Kjartan Steinbach for- maður dómara- nefndar Alþjóða handknattleiks- sambandsins KJARTAN Steinbach var í gær kjörinn formaður leikreglna- og dómaranefndar Alþjóða handknatt- leikssambandsins, IHF, en Kjartan situr þing IHF í Atlanta i Bandaríkjunum þessa dagana. „Ég er mjög ánægður með kjörið og verð að segja eins og er að þetta var heýar- innar fjör og lyartað sló svo sannarlega á meðan á talningu stóð,“ sagði Kjartan í samtali við Morgunblaðið. „Þetta gef-1 ur okkur möguleika á að koma fram okkar sjón- armiðum, en það hefur reynst okkur erfitt í gegn- um tíðina,“ sagði Kjartan. Þrír voru í kjöri, Kjart- an, ítali að nafni Lacascio og Norðmaðurinn Öivind Bolstad, en hann hefur yerið varaformaður nefndarinnar undanfarin ár. í fyrri umferð kjörsins fékk Kjartan 37 atkvæði, ítalinn 27 og fyrrum varaformaður 13. Þar sem heiming atkvæða þarf til að vera löglega kjörinn var kosið á milli Kjartans og Lacascio og þá hlaut Kjartan 43 atkvæði en ítalinn 34. Litháin Javis Grinbergas ætlaði að gefa kost á sér en dró sig til baka áður en kom til kosninga. „Það vakti mikla athygli hvað ítalinn fékk mörg atkvæði því það vissi enginn innan hreyfing- arinnar hver maðurinn var. Hann er frá Sikiley og sagður vel efnaður enda barst hann mikið á,“ sagði Kjartan. Þetta er í fyrsta sinn sem íslending- ur er kjörinn í nefnd hjá IHF og formennska í nefndinni gefur sæti I aðalstjórninni en þar sitja sautján manns. „Stjórnin ræður gríðarlega miklu og má sem dæmi nefna að þegar reglum er breytt ákveður stjórnin það, aðildarlöndin eru ekki einu sinni spurð,“ sagði Kjartan, sem var kjörinn til fjögurra ára. Næsta verkefni hans er að skipa með sér þrjá menn í nefndina og verður það gert í kvöld. Kjartan sagðist hafa rætt við Bolstad eftir kjörið og hann hefði sagt sér að hann ætl- aði ekki að gefa kost á sér í hana. Örn Magnússon, framkvæmdastj óri Handknatt- leikssambands íslands, er með Kjartani á þinginu og sagði hann kjör Kjartans mikla viðurkenningu fyrir íslenskan handknattleik. „Þetta er mikill vegsauki fyrir okkur og í raun miklu sterkara en ég held að menn geri sér almennt grein fyr- ir,“ sagði Örn. Sænska konan Karen Nielson Green sigraði með glæsibrag í kjöri til formanns fræðslu- og útbreiðslunefndar og felldi þar Þjóðverjann Hans Georg Hermann. Knattspyrnu- landsliðið mætir silfurliði Tékka SILFURLIÐ Tékklands frá nýliðinni Evrópu- keppni í knattspyrnu mætir islenska landsliðinu í æfingaieik rétt við Prag miðvikudaginn 4. sept- ember og kemur siðan til íslands á næsta ári. Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusam- bands íslands, ræddi við Tékkana um þessa leiki meðan á EM stóð og tóku þeir vel í æfingaleiki heima og að heiman en í gær fékk hann staðfest- ingu á því að af þessu yrði. „Það var nvjög mikilvægt fyrír okkur að fá æfingaleik fyrir viðureignina á móti Litháen í undankeppni HM, sem verður ytra 5. október, og sérstaklega ánægjulegt að fá mótherja eins og silfurlið Tékka,“ sagði Eggert við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist gera ráð fyrir að allir atvinnu- mennimir yrðu með, svö framarlega sem þeir væru heilir, með þeirri undautekniugu að óvíst væri með leikmennina í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.