Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 4
faÓBK KNATTSPYRNA Valsmenn stóðu í bikarmeisturum KR EINUM leikmanni fleiri í60 mínútur voru KR-ingar ekki sannfær- andi í bikarvörn sinni gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í gær- kvöldi. En eigi að síður tókst þeim ætlunarverk sitt að komast áfram með því að skora eitt mark í hvorum leikhluta án þess að baráttuglöðum Valsmönnum tækist að svara fyrir sig þrátt fyrir vaska framgöngu. Morgunblaðið/Golli að var rétt á fyrsta stundarfjórð- ungi leiksins sem KR-ingum tókst að sýna sitt rétta andlit með fa^e8’um samleik og það bar strax árang- lvar ur því ekki hafði vall- Benediktsson arklukkan tifað skrifar , . ~ nema 1 rumar fimm mínútur er fyrsta mark KR var í höfn. En Valsmenn bitu frá sér og voru greinilega staðráðnir í að veita gestum sínum harða mótspymu og gáfu þeim lítinn frið til þess að byggja upp samleik. Leikurinn datt því niður, varð aldrei það augnayndi sem upphafsmínútumar gáfu vonir um. Bæði lið fengu sín færi og á 24. mínútu sendi Sigþór Júlíusson fallega 0B 4 Á 6. mínútu fékk ■ I Rlkharður Daðason knöttinn rétt fyrir utan miðjan vítateiginn eftir undirbúning Brynjars Gunnarssonar og renndi boltanum inn í teiginn á Guðmund Benediktsson sem sendi umsvifalust tii baka á Rík- harð og hann skaut viðstöðu- laust með hægri fæti í vinstra markhornið án þess að Lárus Sigurðsson fengi vörnum við komið. Einfalt og snoturt. OB^Ásmundur Haralds- ■ fCiison var nýkominn inn á völlinn sem varamaður á 77. mínútu er hann hljóp upp að endamörkum hægra megin með knöttinn og sendi fyrir markið þar sem Guðmundur Bene- diktsson kom á fullri ferð í miðjan teiginn og skaut rakleitt í vinstra markhomið. Valur-KR 0:2 Valsvöllur, 8-liða úrslit bikarkeppni KSÍ, þriðjudaginn 16. júli 1996. Aðstæður: Gola, hálfskýjað og 12 gráðu hiti, völlurinn góður. Mörk KR: Rikharður Daðason (6.), Guð- mundur Benediktsson (77.). Gult spjald: Valsmaðurinn Jón Grétar Jóns- son (16.)- fyrir brot og á ný (29.)- fyrir brot. KR-ingurinn Einar Þór Daníelsson (28.)- fyrir að mótmæia dómi. Rautt spjald: Jón Grétar Jónsson fyrir að hafa fengið gult spjald tvisvar. Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson. Aðstoðardómarar: Ólafur Ragnarsson og Einar Guðmundsson. Áhorfendur: 1.883. Valur: Lárus Sigurðsson - Bjarki Stefáns- son (Sigurbjöm Hreiðarsson 61.), Gunnar Einarsson, Jón Grétar Jónsson, Jón S. Helgason, Kristján Halldórsson - Nebojsa Corovic, ívar Ingimarsson (Sigurður Grét- arsson 76.), Salih Heimir Porca, Sigþór Júlíusson - Amljótur Davíðsson. KR: Kristján Finnbogason - Ólafur Krist- jánsson (Bjami Þorsteinsson 42.), Þorsteinn Guðjónsson, Þormóður Egilsson, Sigurður Örn Jónsson - Hilmar Bjömsson, Heimir Guðjónsson, Brynjar Gunnarsson, Einar Þór Daníelsson - Ríkharður Daðason (Ásmundur Haraldsson 76.), Guðmundur Benediktsson (Óskar Hrafn Þorvaldsson 81.). sendingu fyrir markið frá vinstri á Amljót Davíðsson sem skaut föstu skoti í hægra homið neðst en Krist- ján Finnborgason varði vel í horn. Skömmu áður hafði Lárus Sigurðs- son varið frá Ríkharði Daðasyni í opnu færi eftir laglegan einleik Ein- ars Þórs Daníelssonar. Á 29. mínútu urðu Valsmenn fyrir því áfalli að Jón Grétar Jónsson fékk annað gula spjald sitt í leiknum eftir brot á Guðmundi Benediktssyni. Vals- menn létu þó ekki bugast við mótlæt- ið og héldu áfram að beijast og fram til leikhlés mátti vart greina hvort liðið væri einum leikmanni færra. Baráttan var mikil um allan leik- völl lengst af síðari hálfleiks líkt og í þeim fyrri og fá marktækifæri sáust. Einum færri voru Valsmenn að reyna að klóra í bakkann og ívar Ingimarsson fékk tvö þokkaleg færi um miðjan leikhlutann en skaut í bæði skiptin framhjá. Innákoma Sig- urbjöms Hreiðarssonar lífgaði einnig upp á sóknarleikinn um tíma. En svo fór er líða tók á að barátta Vals- manna tók sinn toll og síðustu 25 mínútur leiksins voru KR-ingar mun sterkari og tókst að bæta við einu marki og innsigla sigur og áfram- haldandi þátttöku í bikarkeppninni ásamt ÍA og ÍBV. „Við vorum staðráðnir í að kom- ast áfram en það tókst ekki. Fengum á okkur mark snemma og misstum síðan fyrirliðann útaf. Eftir það var þetta erfitt hjá okkur en með smá- heppni hefðum við getað jafnað," sagði Jón S. Helgason, einn besti leikmaður Vals að leikslokum. Lúkas Kostie þjálfari KR var að vonum ánægður með sigurinn en ekki eins glaður með frammistöðu leik- manna sinna. „Þetta var hálfdauft hjá okkur og við náðum aldrei að leika eins við ætluðum, með stuttum sam- leik. En Valsmenn börðust vel og ég er ánægður með að við fengum ekki á okkur mark,“ sagði Kostic. Tveir í svidsljósinu að Hlíðarenda JÓN Grétar Jónsson, fyrir- liði Vals, og KR-ingurinn Ríkharður Daðason, sem er til hægri á myndinni, voru í sviðsljósinu í fyrri hálfeik þegar iiðin áttust við í átta liða úrslitum bik- arkeppni KSÍ að Hliðar- enda í gærkvöldl. Ríkharð- ur gerði fyrra mark KR snemma leiks en Jón Grét- ar fékk að sjá rauða spjaldið upp úr miðjum fyrri hálfleik. FOLK ■ PAULO Sosa leikur ekki með Juventus á næstu leiktíð því hann hefur flutt sig um set til þýsku meistaranna í Dortmund. Gerði hann þriggja ára samning við félag- ið. Kaupverð Sosa er 88 milljónir króna. ■ ANDREAS Köpke þýski lands- liðsmarkvörðurinn í knattspyrnu er enn án félags eftir að Barcelona missti áhuga á honum á dögunum. Frönsku liðin Bordeaux og Mar- seille hafa sýnt honum áhuga og einnig enska félagið Leeds. En hvað sem verður er ljóst að það félag sem festir kaup á Köpke verð- ur að greiða Stuttgart sem svarar til 26 milljóna króna. ■ HEIKO Herrlich markakóngur þýsku deildarinnar fyrir tveimur árum og leikmaður Dortmund lék lítið með á síðustu leiktíð vegna meiðsla. Hann var aftur kómin á skrið fyrir skömmu og skoraði níu mörk í tveimur æfingaleikjum. En Adam var ekki lengi í Paradís því í næsta leik sleit hann liðbönd í hné og verður frá um talsverðan tíma þess vegna. Marteinn gaf Fylki afsvar FYLKISMENN ræddu í gær við Martein Geirsson um að taka að sér þjálfun meistara- flokk félagsins í stað Magnús- ar Pálssonar sem var sagt upp störfum á mánudag. Kolbeinn Finnsson, formaður knatt- spyrnudeildar Fylkis, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að Marteinn hefði ekki gefið kost á sér í starfið. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hafa Fylkismenn nú rætt við Inga Björn Albertsson, en hann er að hugsa málið og gefur Árbæingum svar í dag. Aðalsteinn Víglundsson, fyrirliði liðsins, hefur stjórnað æfingum Iiðsins síðan Magnús hætti. Næsti leikur Fylkis verður á móti Val á sunnudag. Olga frá í tíu daga OLGA Færseth, landsliðskona úr KR, meiddist í leik KR og IBA í 1. deildinni á Akureyri á mánudag og verður frá keppni næstu tíu daga. Olga tognaði á utanverðu liðbandi í vinstra hné. Þetta er mikið áfall fyrir KR-inga þvl Guð- Iaug Jónsdóttir sleit krossbönd I hné fyrir nokkrum vikum og leikur ekki meira með liðinu í sumar. Bibercic og Ólafur í leikbanni gegn KR AGANEFND KSÍ kom saman tfl fundar í gær. 44 leikmenn voru úrskurðaðir í bann, þar af sex leikmenn úr 1. deild. Skagamennirnir Ólafur Adolfsson og Mihajlo Bibercic verða báðir i leikbanni í leikn- um gegn KR á sunnudaginn vegna fjögurra gulra spjalda. Baldur Bjarnason, Sljörn- unni, tekur út leikbann á móti Breiðabliki um helgina vegna íjögurra gulra spjalda og Karl Finnbogason úr Keflavík verð- ur í leikbanni gegn KR í 10. umferð 25. júlí af sömu ástæðu og Kekic Sinisa úr Grindavik tekur út leikbann á móti Leiftri um helgina. Valsmennimir Gunnar Einarsson og Jón Grét- ar Jónsson, sem fékk rautt spjald í bikarleiknum gegn KR i gærkvöldi, verða í leikbanni gegn Fylki á sunnudag. Steffi Graf ekki með á ÓL ÞÝSKA teimisdrottningin Steffi Graf verður ekki meðal keppenda í tennis á Ólympiu- leikunum í Atlanta. Það til- kynnti hún í gær og sagði ástæðuna vera meiðsli í hné. Hún hefur átt i þessum meiðsl- um um tima og læknir hennar ráðlagði henni að taka sér hvíld frá æfingum og keppni í nokkrar vikur og freista þess þannig að fá sig góða. Guðbjörg setti íslands- met í sleggjukasti GUÐBJÖRG Viðarsdóttir, HSK, setti íslandsmet í sleggjukasti kvenna á íþróttahátíð HSK á Laugarvatni um siðustu helgi. Kast- aði hún 40,38 metra og bætti eldra metið sitt um hálfan metra. Á sama móti náði Ólafur Guðmundsson tugþrautarmaður úr sama félagi góðum árangri í 110 metra grindahlaupi og 100 metra hlaupi. Hljóp hann grindahlaupið á 14,3 sekúndum og fór 100 metrana á 10,5 sekúndum. Bæði hlaupin voru mæld með handtimatöku. Grindahlaup Ólafs var besti árangur mótsins og gaf það honum 1010 stig samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Sigr- aði Ölafur í fjórum greinum i mótinu. Það gerði Sigríður Anna Guðjónsdóttir, HSK, einnig og vann hún besta afrekið í kvenna- flokki er hún stökk 12,78 metra í þrfstökki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.