Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 4
4 E MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 MORGUNBLÁÐIÐ Bestu kveðj- urfrá Ragnheiði til okkar allra EIN af mörgum fimm ára stúlkum í Reykjavík heitir Ragnheiður Guðna- dóttir og hún sendir Myndasögum Moggans og ykkur öllum bestu kveðj- ur. Að kasta kveðju á einhver, eins og það er stundum orðað, er góður siður. Líður ykkur ekki betur ef einhver er vingjarnlegur og óskar ykkur alls hins besta? Einmitt, hjartað slær aðeins öðruvísi og þið finnið hitann inni í ykkur - ó, hvað það er nú gott að vera til, þrátt fyrir að ýmislegt gangi nú á í lífinu. Það er eitt það mikilvægasta sem við gerum hvert fyrir annað, að vera ekki með stæla og ónotalegheit. Verum góð hvert við annað og okkur líður miklu, miklu betur. Árhringir trjánna TRJÁBOLIR vaxa (gildna) mest á vorin og síðla sum- ars. Frumur tijábolarins eru ljósar á vorin en með dökkan lit síðsumars og á haustin. Þannig myndast ljós og dökkur viður á víxl og saman mynda einn ljós og annar dökkur hringur í tijábolnum einn árhring, sem þýðir vöxt tijábolarins á einu ári. Húsagerð- arlist MIKILL litamaður er hann Guðmundur Axel Sverrisson, 5 ára, Heiðarholti 14, 230 Keflavík. Húsið hans er stórt hús með mörgum herbergjum og strompi. Og litirnir, maður lifandi! Væri ekki líflegra í kringum okkur ef að minnsta kosti nokkur hús í hveiju hverfi væru eitthvað í þessa veru? SAFNADU svalafernu-flipum oc SVALA-FROSTPINNABRÉFUM OC PÚSLAÐU OC PCYTTU SVIFPISKI i ALLT SUMAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.