Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Siglufirði. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir SÉÐ niður í Siglufjörð af Skarðsvegi. Sigluíj arðarskarð opnað umferð Flutningur Landmælinga Islands Ráðherra krafinn um rökstuðning Hlöðuþak brann á Ytri-Asum ELDUR kom upp í fjóshlöðu við bæinn Ytri-Asa í Skaftár- tungum um fjögurleytið í gær- dag. Slökkvilið var kallað til frá Vík og Kirkjubæjarklaustri og gekk greiðlega að slökkva eldinn sem farinn var að loga upp úr þakinu. I hlöðunni var lítilræði af bögguðu heyi og skemmdist það allt. Þá skemmdist þak hlöðunnar en slökkviliðsmenn náðu tökum á eldinum áður en hann barst í fjósið. Það slapp því alveg. Kveikt í ruslageymslu LÖGREGLU var á tjórða tím- anum í fyrrinótt tilkynnt að eldur væri laus í pípulagninga- þjónustunni Vatnsafli við Rangársel í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var eldurinn í rusla- geymslu og var talsvert mikill en hann náði ekki að komast í verkstæðið sjálft. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og' náðist að afstýra miklu tjóni. Talið er að kveikt hafi verið í ruslageymslunni en Rann- sóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn á eldsupptök- um. VEGURINN um Siglufjarðar- skarð var opnaður um síðustu helgi og er nú fær jeppum. Fimmtíu ár eru nú liðin frá því að hann var upprunalega tekinn i notkun og fram til ársins 1967, er Strákagöng voru opnuð, var þessi vegur eina færa landleiðin til Siglufjarðar. Skarðsvegur liggur í 630 metra hæð yfir sjávarmáli og er þaðan bæði mikið og fagurt útsýni. Skipulagðar útsýnisferð- ir eru frá Siglufirði alla laugar- daga. Sökum mikilla snjóa vet- urinn 1994-1995 reyndist aldrei gerlegt að opna veginn síðastlið- ið sumar, en nú hefur hann ver- ið mokaður og vatnsræstur. Vegur um Siglufjarðarskarð er talinn vera einn best varðveitti hlaðni fjallvegur landsins. UMHVERFISRÁÐHERRA hefur verið krafínn um rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun sinni að flytja starf- semi Landmælinga íslands frá Reykjavík til Akraness. Krafan er gerð með vísan í 21. grein stjórn- sýslulaga af Ragnari Halldóri Hall hæstaréttarlögmanni fyrir hönd Hrafnhildar Brynjólfsdóttur, sem er starfsmaður Landmælinga ís- lands, félagi í Félagi íslenskra nátt- úrufræðinga og trúnaðarmaður stéttarfélagsins á vinnustað. Ákvörðunin var kynnt á fundi sem umhverfisráðherra, Guðmund- ur Bjarnason, átti með starfsmönn- um Landmælinga 3. júlí sl. Þá fékk Hrafnhildur afhent minnisblað um þetta málefni en henni hefur ekki enn borist nein formleg tilkynning um ákvörðunina. í bréfi Ragnars Halldórs Hall til umhverfisráðherra segir m.a. að Hrafnhildur telji ákvörðunina varða mjög mikilsverða hagsmuni hennar sjálfrar og annarra starfsmanna stofnunarinnar, þótt ákvörðunin eigi ekki að koma til framkvæmda fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Þá telur hún að ákvörðunin sé mjög íþyngjandi fyrir sig og að slíka ákvörðun megi ekki taka án þess að hún hafi ótvíræða lagastoð og sé byggð á lögmætum sjónarmið- um. Hrafnhildur segir í samtali við Morgunblaðið að krafan sé gerð fyrir hönd allra starfsmanna Land- mælinga, þótt hennar nafn sé not- að, enda sé það nærtækt þar sem hún sé trúnaðarmaður. Aðeins sé verið að gera það sem sjálfsagt sé, þ.e. að krefjast rökstuðnings. Starfsmenn telji að hann vanti og ekki séu komin fram nein fagleg rök fyrir því að starfsemi stofnunar- innar sé betur sett á Akranesi en í Reykjavík. „Það hefur verið ákveðið að flytja mitt starf og mælst til þess að ég flytji með. Eg hef ekki séð að fyrir landsmenn sé það betra að stofnun- in sé staðsett á Akranesi.“ Hrafn- hildur segir að starfsmennirnir trúi því ekki að Landmælingar verði fluttar upp á Akranes og þeim sýn- ist að engin skynsemi liggi að baki ákvörðuninni. í bréfi Ragnars Halldórs Hall til umhverfisráðherra segir einnig að að Bandalag háskólamanna - BHMR hafí falið honum að tilkynna umhverfisráðherra að samtökin áskilji félagsmönnum sínum, sem starfa hjá Landmælingum Islands, rétt til hvers kyns réttarúrræða í tilefni af fyrirhuguðum flutningi. Um 30 manns starfa hjá Landmæl- ingum íslands. Um það bil helming- ur eru félagsmenn í BHMR og helmingur í BSRB. Lífskjör á íslandi eru lakari nú en 1986 ef marka má skýrslu Sameinuðu þjóðanna Þjóðhagsstofnun telur forsendurnar gamlar Lífslgor á íslandi eru þau áttundu bestu í heiminum að því er fram kemur í nýbirtri skýrslu Þróunarmálastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Þórmundur Jónatansson gluggaði í skýrsluna og ræddi við Sigurð Snævarr hagfræðing á Þjóðhagsstofnun um gildi hennar. LÍFSKJÖR á íslandi eru þau átt- undu bestu í heiminum ef marka má niðurstöður skýrslu Þróunar- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, (United Nations Development Programme), um lífskjör og velferð í 174 ríkjum, sem birt var í gær. ísland hefur fallið um tvö sæti frá síðasta ári en var í 14. sæti árið 1994. í sérstökum kafla um ísland er vakin athygli á því að landið sé eitt þriggja ríkja á Vesturlöndum þar sem þjóðarhagur er lakari nú en hann var árið 1986. Hin ríkin væru Kanada og Finnland sem raunar eru bæði ofar á listanum en ísland. „Það er engin ástæða til að lýsa yfir þjóðarsorg út af niðurstöðum skýrslunnar. Skýrslan hefur tak- markað gildi og hún staðfestir ein- göngu það sem við vissum að ísland er í hópi 10-15 ríkustu þjóða heims,“ sagði Sigurður Snævarr, forstöðumaður á Þjóðhagsstofnun, þegar niðurstöðurnar voru bomar undir hann. Hann segir að skýrslan hafi takmarkað gildi fyrir okkur, m.a. vegna sérstakrar áherslu stofnunarinnar á að kanna lífskjör í þróunarlöndunum. Við niðurröðun þjóða var tiltölulega lítil áhersla lögð á að miða lífskjör og þjóðarhag við landsframleiðslu, heldur var mat lagt á menntunarstig, lífslíkur og kaupmátt einstaklinga. Við ákvörð- un á menntunarstigi var kannað hlutfall læsra og einnig þeirra sem sækja skóla. Hæpnir mælikvarðar „Þessi vísitala sem Sameinuðu þjóðimar búa til er um sumt afar hæpin," sagði Sigurður. „Viðmiðan- irnar mæla miklu fremur þróunar- stig þjóðanna en þjóðarhag. Þannig er í skýrslunni tiltölulega meiri áhersla lögð á meðalævilengd og hlutfall læsra en í öðrum rannsókn- um á lífskjörum. Þessir þættir eru mikilsverðir fyrir þróunarríki en skipta minna máli fyrir þróuð ríki. Kostur við rannsóknina er hve margar þjóðir eru með en það leið- ir einnig til þess að niðurstöður eru mjög grófar og ónákvæmar. Skýrsl- an er því ekki sérstaklega góður mælikvarði á lífskjör í þróuðum ríkj- um en er gagnlegri til að meta kjör fólks í þróunarlöndunum," sagði hann. Lífskjörum í iðnríkjunum er að mati Sigurðar betur lýst með mati á landsframleiðslu á mann miðað við jafnvirðisgildi gjaldmiðla eins og OECD setur það fram. „Gott dæmi um mismunandi niðurstöðu er Lúxemborg. Á lista OECD eru Lúxemborgarar efstir en á lista Sameinuðu þjóðanna eru þeir í 27. sæti. Ástæða þess er sú að mennt- unarsókn er þar tiltölulega minni en í öðrum vestrænum ríkjum og þar er meðalaldur t.a.m. rúmlega tveimur árum lægri en á íslandi. ísland er í áttunda sæti á lista Sameinuðu þjóðanna en engu að síður er kaupmáttur af landsfram- leiðslu 47% hærri í Lúxemborg en á íslandi. Það má velta því' fyrir sér hvort menn meta meira, hærri laun eða styttra líf. Það er að sjálf- sögðu erfitt að segja til um hvort menn vilja láta tvö ár af ævi sinni fyrir hærri laun eða öfugt,“ segir hann. Sigurður telur að í þessu ljósi sé skýrslan ekki mjög áhugaverð. Hann kveðst á hinn bóginn telja skýrslu sem Alþjóðabankinn birti í fyrra hafa verið mjög áhugaverða. Þar voru auðæfi þjóða, náttúruauð- ur, mannauður og tækjaauður, metin og þjóðum raðað að metnum þessum þáttum. í þeirri könnun lenti Island í sjöunda sæti og í ljós kom að tiltölulega stór hluti auðæfa íslands er náttúruauður en að sama skapi óvenju lítill hluti mannauður. Gamlar forsendur Sigurður segir einnig að taka verði tillit til þess að forsendur í skýrslunni séu nokkuð gamlar. All- ar tölur og upplýsingar séu frá því fyrir 1993. Hann segir samanburð á þjóðarhag samkvæmt niðurstöð- um skýrslunnar og frá árinu 1986 þess vegna nokkuð hæpinn. „Efna- hagur landsins var í sögulegu há- marki árið 1986 en á hinn bóginn var þjóðarhagur óvenju lakur árið 1993,“ sagði hann. Lífskjör best í Kanada Efst á lista Þróunarmálastofnun- arinnar voru Kanada, Bandaríkin, Japan, Holland, Noregur, Finnland og Frakkland í þessari röð. Svíar eru níundu á listanum svo að dæmi sé tekið, Bretar eru í 16. sæti, Danir í því 17. og Lúxemborg í 27. sæti. Ef löndum er raðað eftir stöðu kvenna og jafnréttismála færist ísland upp í sjötta sæti, Svíar fara á toppinn en sætin á milli skipa í réttri röð Kanada, Noregur, Banda- ríkin og Finnland. Japanir falla niður í 12. sæti en Danir rífa sig upp í sjöunda sæti. Skýrslan leiðir í ljós að í 89 ríkj- um heims gætir efnahajgslegrar stöðnunar eða hnignunar. I þessum ríkjum er efnahagur lakari nú en hann var fyrir 10 árum. Aðeins þijú ríki á Vesturlöndum eru í þess- um hópi og þ.á m. ísland eins og áður segir. Flest þessara ríkja eru í sunnanverðri Afríku, Suður- og Mið- Ameríku og í Austur-Evrópu. í flestum Asíuríkjum, þ.á m. í Kína og á Indlandi, og í ríkjum OECD, hafa þjóðartekjur á mann aftur á móti aldrei verið hærri. Hagvöxtur er sérstaklega mikill í nokkrum ríkjum Asíu, t.d. Kína, Malasíu og Kóreu. Skýrsluhöfundar telja versnandi hag þessara ríkja staðfesta ótta manna um að bil milli þróunarlanda og þróaðra ríkja gleikki stöðugt og hinir ríku verði ríkari og öfugt. Til staðfestingar þessu er bent á að samanlögð auðæfi 358 milljarða- mæringa heimsins eru meiri en samanlagðar þjóðartekjur fjöl- margra vanþróaðra ríkja þar sem býr tæpur helmingur heimsbyggð- arinnar. Rík áhersla er ennfremur lögð á það í skýrslunni að miklar þjóðar- tekjur eða góður hagvöxtur leiða ekki sjálfkrafa til betri lífskjara. Af þessum sökum eru samfélags- legir þættir, s.s. lífslíkur, barna- dauði, læsi, skólasókn og þátttaka kvenna í atvinnulífi, teknir með í mati stofnunarinnar á lífskjörum. Þessu til áréttingar er bent á tvö dæmi. í Pakistan er hagvöxtur mikill en samt sem áður býr 61% þjóðarinnar við ófullnægjandi heil- sugæslu og menntakerfi. í Argent- ínu eru þjóðartekjur með þeim hæstu utan Vesturlanda en á sama tíma eiga 29% íbúanna ekki greiðan aðgang að hreinu vatni. Geislandi I i i I » ( I I i H é t i % I p l i i H 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.