Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 9 FRÉTTIR STJÓRN félagsins skipa nú: Sitjandi f.v. Borghildur Fenger, vara- formaður, Elísabet G. Hermannsdóttir, formaður og Guðrún Kr. Jörgensen, ritari. Aftari röð f.v.: Ragnheiður Sigurðardóttir í varasljórn, Herdís Guðmundsdóttir, meðstjórnandi, Asta Tryggva- dóttir í varastjórn, Unnur Einarsdóttir, meðstjórnandi, Astrid Kofoed-Hansen í varasljórn og Esther Valdimarsdóttir, sem á sæti í varastjórn. Aðalfundur Kvenfélagsins Hringsins Fimm milljónir í gjafir KVENFÉLAGIÐ Hringurinn hélt aðalfund sinn 17. apríl sl. í Grand Hótel Reykjavík og kom fram að félaginu bárust rúmar 5 milljónir króna í gjafir á síð- asta ári. I fréttatilkynningu segir: „Eins og áður rennur öll fjáröfl- un félagsins í Barnaspítalasjóð Hringsins og einnig bárust sjóðnum á síðasta starfsári margar veglegar gjafir. Happdrætti Háskólans, (Happ í hendi) 1,5 millj., DAS (Bingó lottó), 1 millj., gjöf frá Minning- arsjóði Sigríðar Halldórsdóttur og Jóhannesar Ö. Oddssonar, 500 þús., minningargjöf frá Hö- skuldi Ágústssyni og frú, 500 þús., styrkur frá Newman’s Own found, 1.261.800 kr., minning- argjöf frá Þórði Guðbrandssyni, 100 þús., gjöf frá nemendum í Tjarnarskóla, 100 þús., gjöf frá Sigríði og Ottari Ellingsen, 100 þús., gjöf frá ískraft, 150 þús., styrkur frá Mjólkursamsölunni, 66 þús., gjöf frá velunnurum, 50 þús., gjöf frá Þorsteini Jóns- syni v/frumsýningar á Skýja- höllinni, 25.500 kr., gjöf frá Þórunni Jónsdóttur, 10 þús., gjöf frá Árnýju Kristjánsdóttur, 2 þús., gjöf frá N.N., 4.707 kr., lokauppgjör v/söfnunar Callý- ar, 143 kr. Á starfsárinu gaf félagið Barnaspítala Hringsins öndun- armæli, öndunarvél og hita- kassa að verðmæti 3,6 miiy. kr. Einnig styrkti félagið sjúk börn fyrir samtals 268 þús. kr. Félagið þakkar öllum velunn- urum góðar gjafir." Skólaárið 1996-1997 Borgin mun reka sérskóla á grunnskólastigi REYKJAVÍKURBORG, Samband íslenskra sveitarfélaga og Jöfnun- arsjóður sveitarfélaga hafa gert með sér samkomulag um að Reykjavíkurborg taki að sér rekst- ur allra sérskóla og -deilda á grunnskólastigi, sem starfandi eru í borginni skólaárið 1996-1997. Um er að ræða sérdeildir fyrir sjónskert börn, hreyfihamlaða, einhverf börn, Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla, Dalbrautarskóla, Einholtsskóla og Vesturhlíðar- ) skóla. Innritaður nemendafjöldi næsta ár er 241. í bókun borgarráðs segir að ráðið samþykki fyrir sitt leyti drög að samningnum en með fyrirvara um að viðunandi samkomulag ná- ist við BHMR og BSRB um réttar- stöðu annarra starfsmanna en kennara. Kennsla með sama hætti í samningnum kemur fram að I gengið er út frá að kennsla nem- endanna verði með sama hætti næsta skólaár og undangengið ár, þar með talin ráðgjafarþjónusta stofnana við nemendur í öllum almennum grunnskólum. Umsam- in greiðsla Jöfnunarsjóðs mun greiða allan kostnað við rekstur skólanna þar með talinn stjórnun- arkostnað. Gert er ráð fyrir að með göngu- deildarnemendum sem sækja Dal- brautarskóla fylgi greiðsla frá því sveitarfélagi sem nemandinn á lögheimili í eða 12.500 krónur á viku á meðan hann dvelur í skólan- um. Fyrir rekstur sérskóla og sér- deilda greiðir Jöfnunarsjóður borginni rúmar 307,9 milljónir. Verði nemandi frá sveitarfélagi sem notið hefur sérstaks auka- framlags úr Jöfnunarsjóði, vegna fötlunar, vistaður í ofangreinda sérskóla skal jöfnunarsjóðsfram- lagið renna til borgarinnar á með- an þeirri skólavist sendur. Samningurinn er gerður vegna næsta skólaárs og skal ákvörðun tekin um framtíðarfyrirkomulag eigi síðar en 15. apríl 1997. Siþ'a Aðal- steinsdóttir Fréttastjóri menning- arefnis DV SILJA Aðalsteinsdóttir hefur ver- ið ráðin fréttastjóri menning- arefnis hjá síðdegisblaðinu DV frá og með 1. september næstkom- andi. Hún er cand.mag. í íslensk- um bókmenntum frá Háskóla Islands, hefur starfað við kennslu og blaða- mennsku og var rit- stjóri tímarits Máls og menningar og Þjóðviljans. Eftir hana liggja þýð- ingar og bækur um ýmis málefni. I samtali við Morgunblaðið sagði Si(ja að ráðning hennar sýndi aukna áherslu DV á menn- ingarefni. „Menningin hefur verið dálítið úti í horni síðastliðin ár hjá DV. Efninu hefur verið dreift um allt blaðið og það vantað ákveðinn prófíl. Eg held að þetta verði skemmtilegt verkefni. Það er skemmtilegra að reisa eitthvað við sem hefur verið í ólagi en að taka við því sem er vel á vegi statt.“ Silja taldi ekki að stjórnmála- skoðanir hennar eða fortíð sem ritsljóri Þjóðviljans yrðu henni fjötur um fót. „Eg er í raun ekki pólitísk skepna. Eg hef alla mína starfsævi verið við menningar- skrif og menning er að mínu áliti ekki pólitísk. Síðastliðin fjögur ár hef ég skrifað fyrir DV og það hefur verið vandræðalaust." Silja sagðist þegar hafa rætt við ákveð- ið fólk sem hún vildi hafa með sér til samstarfs en vildi þó ekki nefna nein nöfn. háel edda Sumarleikur 1996 Vinningsnúmerið þann 16. júlí var: 5873 UTSALA hef§t í dag, fínmitudag \Týtt kortaixniabll VERSLUNIN ennar Opið kl. 12-18. Sími 552 4800 Skólavörðustíg 6b, gegnt Iðnaðarmannahúsinu. REIAIS & CHATEAUX, ÞRIGGJA RÉTTA ÁDEGISVERÐUR * m AÐ EIGIN VALI FYRIR AÐEINS BORÐAPANTANIR í SÍMA552 5700 utsala - utsala Nýtt kortatímabil Pils, dragtir, blússur, buxur, bolir og jakkar ÖÓuntu,, tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, s. 561 1680. POLO 3-1-1 kr. 62.200 HÚSGÖGN í SUMARHÚSIÐ Ath.: Sófasett 3.1.1 frá kr. 51.900. Hornsófi furu 2H2 frá kr. 69.900. VISA - EURO raðgreiðslur. _______Sk__________________________ □□□□□□ HÚSGAGNAVERSLUb Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.