Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 17 Viltu spara? Skipulagning er lykil- orðið að spamaði HÚN bakaði tvö brauð, 40 stóra kanilsnúða og hnoðaði í tvö brauð til viðbótar. Allt að því er virtist án nokkurrar fyrirhafnar á meðan Guðbjörg R. Guðmundsdóttir staldraði við og spjallaði við hana um bókina sem hún var að gefa út og heitir Viltu spara? Sannfærandi? Það er óhætt að segja það. „VIÐ erum sex í heimili og það er engin spurning að brauðbakst- urinn sparar okkur 40-50.000 krónur á ári,“ segir Vigdís Stefáns- dóttir, höfundur ummræddrar bók- ar, en hún er mikil áhugamann- eskja um hagræðingu og skipulag í heimilisrekstri. Ég sé að hún kaupir enga tveggja kílóa poka af hveiti því í einu hominu er stór tunna sem hún sækir hveiti í þegar hún stendur í þessum bakstursstórræðum. Mis- munandi korntegundir geymir hún í skáp fyrir ofan hrærivélina og hún er fljót að vinna í eldhúsinu, slumpar í brauðið og segist löngu hætt að nota uppskriftir. Brauðbaksturinn tekur nokkrar mínútur og er fastur hluti af dag- legum störfum á þessu heimili. Er með matseðil fyrir vikuna „Lykilorðið að því að spara er skipulag," segir hún og bendir á lista sem hangir á ísskápnum. „Ég skipulegg matseðil fyrir vikuna og geri svo lista yfir það sem vantar og kaupi inn samkvæmt honum.“ Vigdís segir að vinnuhagræðing sé líka fólgin í að láta matseðil vikunnar hanga uppi, því þá geta þeir sem koma fyrstir heim byrjað að elda. „Ég verð hinsvegar að viðurkenna einn hæng á þessu fyr- irkomulagi og hann er sá að unga fólkið á heimilinu mætir misjafn- lega vel í matinn eftir því hvað á seðlinum stendur." Hún segist hafa sett sér það takmark að matarreikningurinn fari ekki mikið yfir 40.000 krónur á mánuði og venjulega stendur það. „Það eru engar steikur á matseðlinum hjá okkur en við neit- um okkur ekki um neitt sem við söknum. Við förum einu sinni í viku í Bónus og kaupum inn og slðan vantar oft ýmislegt smálegt inn á milli sem við kaupum þá á mismunandi stöðum hveiju sinni. Mér finnst hagstæðara að fara sjálf að kaupa inn en ef bóndinn gerir það. Hann man oft ekki hvað er til í skápunum heima. En vertu nú ekkert að skrifa það.“ Að nýta það sem til er Þegar talið berst að matargerð segir Vigdís að í bókinni fjalli hún um að nýta það sem til er á heimil- inu. „Það borgar sig að nýta afganga og það sem til er. Súpur eru upp- lagðar ef til er dálítið af græn- Nýtt MS grillsósa með hvítlauk ÞESSA dag- ana er Mjólk- ursamsalan að kynna nýja grillsósu sem framleidd er hjá Mjólkur- samlaginu í Búðardal. Sós- an ber nafnið, Grillsósa sumarsins 1996 og er með hvítlauksbragði. Hún er búin til úr sýrðum rjóma að mestu leyti en ekki olíu eða majónesi eins og oft tíðkast. Andabringur í appelsínusósu HAFIN er sala á andabringum í appelsínusósu og peking önd að kínverskum hætti hjá Nóatúni. Um er að ræða tilbúna rétti sem koma frá Bretlandi. Einungis þarf að hita réttina. Andabringur í appelsínu- sósu koma í skömmtum fyrir tvo og kostar pakkinn 748 krónur en peking öndin er með pönnukökum og sósu og kostar 648 krónur. meti, súpukraftur, hrísgijón, kart- öflur og baunir. Þegar ekki er búið að ákveða hvað á að vera í matinn læðist með í körfuna ýmis óþarfi. „Það er óþarfí að birgja sig upp af mat fyrir hveija helgi og það er líka sparnaður að kaupa ekki meira en þörf er á hveiju sinni.“ Fátilboðog kíkja ð smáauglýsingar Vigdís hefur að undanförnu ver- ið að koma yfir sig þaki og segir að skipulagið geti líka gert gæfu- muninn þegar staðið er í húsbygg- ingum. „Hver framkvæmd í hús- byggingum krefst skipulagningar og íhugunar og það borgar sig að skoða alla valkosti áður en rokið er til og farið að kaupa. Það skiptir líka miklu máli að auglýsa í dagblaði eftir tilboðum í ýmis verk, pípulögn, raflögn og svo framvegis. Við gerðum það með raf- og pípulögn og tilboðin sem koma inn eru afar misjöfn." Vig- dís segir líka að þau hafi nýtt sér smáauglýsingar og þannig til dæmis keypt allar hurðir fyrir húsið á alls 10.000 krónur. „Það er um að gera fyrir fólk sem er að byggja að gefa sér tíma til að velta öllum framkvæmdum fyrir sér og íhuga þá möguleika sem í boði eru.“ Við tókum þá stefnu að byggja húsið smám saman eftir efnahag og getu og reyna að eiga fyrir sem flestu og taka sem minnst lán.“ Rekstur bíls kostar hundruð þúsunda - En hvernig sparar fólk öðru- vísi en með skipulagi? „Það er gífurlega dýrt að reka bíl og með því að leggja einum slíkum má spara þijú til fjögur hundruð þúsund á ári. Annars er ég með dæmi um fimm manna fjölskyldu í bókinni og tel að þegar allt er tekið með í reikninginn en vel að merkja enginn lúxus s.s. sumarfrí eða sparnaður þurfi sú fjölskylda að hafa 263.000 krónur í mánaðar- tekjur þ.e.a.s. fyrir skatta. Launin eru almennt of lág á Islandi til að lifa af þeim, það fer ekkert á milli mála.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg VIGDÍS Stefánsdóttir gaf nýlega út bókina Viltu spara? en þar er m.a. að finna fjölda uppskrifta. íslendingar kunna ekki að spara Vigdís heldur því fram að íslend- ingar kunni ekki að spara. „Það er einhver lenska hér á landi að eyða öllu sem aflað er og meira til. Mér finnst það gleymast í um- ræðunni um betri lífskjör í ná- grannalöndunum að þar sparar fólk. „Hvorki Norðmönnum, Dön- um né Svíum dettur í hug að eyða öllu. Þeim liggur ekkert á að eign- ast öll ný tæki sem hugsast getur, þeir hafa ekki þörf fyrir að kaupa sófasett á nokkurra ára fresti og henda út nothæfri eldhúsinnrétt- ingu og fá sér nýja. Við hugsum hinsvegar oft þann- ig og eigum fyrir bragðið aldrei afgang.“ Það er ekki hægt að segja skilið við Vigdísi án þess að fá uppskrift- ina að þessum ljúffengu snúðum sem hún bakaði á meðan við spjöll- uðum og hér kemur hún. Reyndar er uppskriftina einnig að finna í bók Vigdísar. Gersnúðar 50 g pressuger eða 1 bréf þurrger 850 g hveiti 100 g sykur 5 dl volg mjólk (mó vera helmingur vatn) 1 tsk. salt 125 g lint eða bróðið smjörllki (móvera 1 dl bragðlítil olía) Setjið volga mjólk í skál, myljið ger út í og setjið smá sykur yfir. Látið freyða. Setjið svo hveiti, syk- ur, salt og smjörlíki saman við. Hnoðið og látið lyfta sér í 1 klst. Skiptið deiginu í 2-4 hluta, fletjið út og penslið með mjólk. Dreifið kanilsykri yfir og rúllið upp. Skerið í bita og raðið á plötu. Látið lyfta sér í 30-60 mínútur og bakað við 200°C í 10-14 mínútur. Ef vill má setja glassúr á snúðana eða mylja marsipan og blanda saman við hnet- ur í stað kanilsykurs. Þá passa rús- ínur og epli vel með kanilsykri. ■ Hótel Bifröst Norðurárdal, Borgarfirði. Sími 435 0005, Fax 435 0020. Sumartilboð: Matur, drykkur og gisting, verð 4.650 á mann. Sælkerahlaðboð á sunnudögum, verð aðeins 1.600 á mann. í veitingasal: Sérréttaseðill - réttir dagsins. Fullt vínveitingaleyfi. EinstöR náttúrufegurð og frábærar gönguleiðir við allra hæfi. Svefnpokapláss, gufa, Ijósabekkur. Verslunarmannahelgarpakki. Leitið upplýsinga og gerið pantanir á Hótel Bifröst. Ný kryddlína G. Pálsson ehf. er að setja á markaðinn nýja kryddlínu sem heit- ir AROMA. Um er að ræða 5 teg- undir til að byija með, fyrir svína-, lamba,- nauta, og kjúklingakjöt og síðan fiskikrydd. Fyrir næstu ára- mót verða tegundirnar orðnar 20 talsins. Allt krydd frá G. Pálssyni kemur frá Austurríki. Bandarísk kalkúnaskinka í Nóatúni er nú hægt að fá niður- sneidda kalkúna- skinku frá Banda- ríkjunum og kosta 240 grömm um 340 krónur. Kalk- únaskinkan er fitu- lítil eða með 2% fitu og vatnsinni- hald nemur 10%. fenknr kjúklínqur á jíwto/itvtrtegí Djúpsteiktir kjúklingavængir í kryddraspi (Uppskrift fyrir fjóra) 3 2egg 1/2 dl mjólk 1 msk dijon sinnep 1 msk soya sósa 1/ tsk kryddsalt 1/2 tsk hvitlaukspipar Hrærið allt vel saman. 1 -1,2 kg ferskir kjúklingavængir Látiö kjúklingavængina i eggjahræruna og veltið þeim síðan upp úr kryddraspinu. Djúpsteikiö upp úr hreinni djúpsteikingarolíu, þar til þeir eru orðnir vel brúnaðir. Látið á ■p> eldhúspappír til að draga í sig mestu ” fituna. Bakið að lokum í 200 gráðu heitum ofni í 10 mínutur. Svona kjúklingavængir eru hentugur „partíréttur" vegna þess að hægt er að djúpsteikja þá fyrirfram og klára síðan í ofninum áður en þeir eru bomir fram. Gott er að hafa góða „barbeque" kryddsósu með. Kryddrasp: 3 dl brauðrasp 1/2 dl sesamfræ 1/2 dl muldar möndlur 1 dl mulið kornfleks HAGKAUP - fjtrlrflölakyldMa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.