Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Bandarískum lögum um aðgerðir gegn Kúbu harðlega mótmælt Geta brotið í bága við þjóðarétt Brussel. Reuter. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins, Kanada og Mexíkó sögðust í gær ætla að standa við þá hótun sína að grípa til gagnaðgerða gegn Bandaríkjunum þrátt fyrir tilraun Bills Clintons Bandaríkjaforseta til að leysa deiluna um lög sem herða refsiaðgerðirnar gegn Kúbu. Japanir sögðu að lögin gætu gengið í ber- högg við þjóðarétt. Flest ríki fögnuðu þeirri ákvörðun Clintons að fresta framkvæmd um- deildasta lagaákvæðisins, sem heim- Saddam fordæmir araba- leiðtoga Baghdad. Reuter. SADDAM Hussein, forseti íraks, fordæmdi í gær leiðtoga arabaríkja og sagði þá vera „ómerkilega skó- sveina“ utlendinga, fyrir að hafa útilokað írak frá þátttöku í ráðstefnu arabaleiðtoga um friðarþróun í Mið- Austurlöndum, í Kaíró í júní. Sagði Saddam þetta m.a. í 90 mínútna ræðu sem hann hélt í gær og sjón- varpað var beint. , Asakaði forsetinn Bandaríkja- stjórn um að nota Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna sem skálkaskjól fyr- ir „viðurstyggileg stefnumál sín.“ Bandaríkjamenn hafa lagt áherslu á, að viðskiptaþvingunum, sem Ör- yggisráðið samþykkti að lagðar skyldu á íraka vegna innrásarinnar í Kúveit 1990, verði ékki aflétt. Sagði Saddam, að með því að af- nema þvinganimar mætti „auka stöðugleika á svæðinu og í heiminum öllum.“ Væri það nauðsyn fyrir ír- ösku þjóðina. Eftirlitsmenn SÞ hindraðir Aðeins einum mánuði eftir að Ir- akar hétu eftirlitsmönnum Samein- uðu þjóðanna ótakmörkuðum að- gangi að þeim stöðum sem þeir hefðu áhuga á að skoða, var liði eftirlits- manna aftrað frá aðgangi að verk- smiðju nokkurri í útjaðri Bagdad. Liðinu var bannað að aka um veg sem það hugðist nota á leið sinni, á þeim forsendum að vegurinn lægi um öryggissvæði forsetans. ilar málshöfðanir í Bandaríkjunum á hendur erlendum fyrirtækjum sem fjárfesta í eignum sem bandarískir borgarar misstu vegna þjóðnýtingar eftir byltingu kommúnista á Kúbu 1959. Því sem næst öll ríkjanna lögðu þó áherslu á að sú ákvörðun að fresta málshöfðunum í hálft ár væri ekki fullnægjandi. Embættismenn Evrópusambands- ins sögðu að ákvörðunin dygði ekki til að afstýra gagnaðgerðum af hálfu ESB. Utanríkisráðherrar Spánar, H;ir;ijevo, Brussel. Reuter. RICHARD Holbrooke, sérlegur sendimaður Bandaríkjastjórnar, lýsti í gær viðræðum sínum við Slobodan Milosevie, forseta Serbíu, sem „ófull- nægjandi" og sagðist myndu hitta hann aftur að máli síðar í vikunni. Tilgangurinn með ferð Holbrooke er fyrst og fremst að þrýsta á um að Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu- Serba, verði komið frá völdum en Milosevic er talinn vera einn af fáum mönnum sem kunni að geta séð til þess. Holbrooke og Milosevic áttu fjög- urra tíma fund í gær. Að fundi lokn- um varðist Holbrooke allra frétta. „Eg get ekki sagt að okkur hafi orð- STUÐNINGSMENN Hillary Clinton, forsetafrúar Bandaríkjanna, leggja allt kapp á að hún gegni Iykilhlut- verki á flokksþingi Demókrata- -flokksins sem fram fer í Chicago í næsta mánuði. Nokkrir ráðgjafa eig- inmanns hennar eru hins vegar ekki sannfærðir um ágæti þessarar hug- myndar. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hef- ur hallað sér til hægri í stjórnmálum að undanförnu til að höfða til kjós- enda í úthverfum stórborganna, sem sveiflast á milli demókrata og repú- blikana. Ráðgjafar hans óttast að verði forsetafrúin áberandi, muni það minna almenning á þá fijálslyndu stefnu sem forsetahjónin stóðu fyrir á árum áður. Þá telja þeir einnig ástæðu til að óttast að beinist athygl- in að Hillary, geti það orðið til þess að umræðan um Whitewater-málið skjóti enn einu sinni upp kollinum og það á afar óheppilegum tíma. Slíkt geti orðið til þess að eyðileggja ráðstefnu Demókrataflokksins. Þeir finnast hins vegar einnig í herbúðum Clinton-hjónarma, sem telja að þeir, sem setji Híllary Clinton fyrir sig, hafi þegar gert upp hug sinn. Þar sé um að ræða hvíta karl- menn á miðjum aldri og þeim verði ekki haggað hvort sem frosetafrúin hefur sig í frammi eða heldur sig til hlés. Búast megi búast við háværum árásum á Hillary Clinton taki hún þátt í kosningabaráttunni. Vona þeir að slíkar árásir fæli konur frá Bob Þýskalands og írlands sögðu þó ákvörðunina skref í rétta átt. Lloyd Axworthy, utanríkisráð- herra Kanada, sagði að svo virtist sem þeirri ákvörðun Clintons að staðfesta lögin um Kúbu en fresta málshöfðunum væri ætlað að drepa málinu á dreif þar til eftir forseta- kosningarnar í nóvember. Clinton vildi sýna bandarískum kjósendum fram á að hann væri harður í horn að taka í Kúbumálinu en sýna er- lendum ráðamönnum sveigjanleika. ið ágengt í dag og ég mun ekki gera grein fyrir viðræðunum að öðru leyti en því að þær voru ófullnægjandi," sagði hann. Holbrooke hélt í gær til Zagreb í Króatíu, þar sem hann mun eiga við- ræður við Franjo Tudjman, forseta landsins. Að því búnu mun hann ráðfæra sig við bandarísk stjórnvöld áður en hann hittir Milosevic að máli í kvöld. Holbrooke ræddi ekki aðeins um Karadzic við Milosevic, heldur lagði einnig áherslu á aukin tengsl Serba við múslima. Hvatti hann Milosevic til að auka efnahagstengsl við Bos- níustjóm en Milosevic hefur boðið Dole, væntanlegum forsetaframbjóð- anda repúblikana. Clinton nýtur þeg- ar meira forskots á Dole meðal kvenna, en karla. Sumir ráðgjafar forsetafrúarinnar vilja einnig að Chelsea, sextán ára gömul dóttir forsetahjónanna, haldi ræðu á fiokksþinginu. Þess hefur verið vandlega gætt að halda henni fyrir utan sviðsljós fjölmiðlanna en nú telja margir að tími sé kominn til að hún „fullorðnist" og stígi fram á sjónarsviðið. Sagt er að Chelsea hafí mælst vel við ýmis óformleg tækifæri. Þeir sem styðja áætlanir um að auka hlutverk kvennanna í forseta- fjölskyidunni í kosningabaráttunni, vilja með því leggja áherslu á að forsetinn sé ungur að árum og þrótt- mikill, samanborið við hinn 72 ára gamla Dole. Harold Ickes, aðstoðarstarfs- mannastjóri forsetans, er hins vegar ekki sannfærður um að skynsamlegt sé að beina athyglinni að forsetafr- únni. Vissulega myndi ýmislegt nást fram, en margir myndu til dæmis spyija sig hvers vegna verið væri að ota henni fram þegar kjósa ætti for- seta, ekki forsetafrú. Með þessu virðist Ickes vísa til þess hversu mjög hefur dregið úr vinsældum forsetafrúarinnar frá því að forsetinn taiaði um „sameiginlegt forsetaembætti" og spaugaði með það að kjósendur sínir „keyptu einn og fengju annan frían“. Samkomulag sagl ólíklegt Clinton sagði að bandarísk stjórn- völd myndu nota næstu sex mánuði til að semja við önnur ríki um að taka höndum saman um að ein- angra kommúnistastjórnina á Kúbu. Til þess yrði skipaður sérstakur sendimaður. Talsmaður fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins sagði mjög ólíklegt að sendimað- urinn hefði áhrif á stefnu sambands- ins í málefnum Kúbu. Ejup Ganic, varaforseta Bosníu, að vera í forsæti viðskiptanefndar sem heldur til Belgrad í næstu viku og hefur Ganic tekið því boði. Aðgerðir NATO ekki útilokaðar Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), sagði í gær að allir möguleikar væru opnir, þegar staða Karadzic væri annars vegar og útilokaði ekki að gripið yrði til aðgerða til að handtaka hann. „Leiðin á milli [stríðsglæpa- dómstólsins í] Haag og Pale [höfuð- vígis Bosníu-Serba] styttist óðum, styttist og styttist," sagði Solana. En þrátt fyrir að ráðgjafar forseta- hjónanna takist á bak við tjöldin, eins og fullyrt er í The New York Times, hefur forsetinn enn yfirburða- stöðu gagnvart Dole, ef marka má nýjustu skoðanakannanir. Hefur Clinton um 24j prósentustiga forskot á Dole, eða 54% fylgi gegn 30% fylgi þess síðarnefnda. Það sem veldur ráðgjöfum Doles ekki síst áhyggjum er að margir flokksbundnir repúblikanar eru svo óánægðir með frambjóðandann að þeir virðast reiðubúnir að greiða Umbótaflokki milljónamæringsins Ross Perots atkvæði sitt. Perot hefur gefið sterklega til kynna að hann einn sé hæfur til að Bretland 13 árapilt- ur ákærður Liverpool. Reuter. LÖGREGLA á Bretlandi tilkynnti í gær að 13 ára piltur hefði verið ákærður fyrir morðið á Jade Matt- hews, sem var níu ára. Lík hennar fannst á brautarteinum í Liverpool að morgni áttunda júlí. Ekki er heimilt, samkvæmt breskum lögum, að gera nafn pilts- ins opinbert. Mál þetta hefur vakið minningar um það þegar tveir 10 ára piltar myrtu tveggja ára dreng, James Bulger, og skildu lík hans eftir á brautarteinum í Liverpool í febrúar 1993. ------*—♦—*---- Matareitrun breiðist út Osaka. Reuter. FLEIRI tilfelli af matareitrun greindust meðal skólabarna í Japan í gær, en á undanförnum dögum hafa þúsundir barna veikst í Sakai, útborg Osaka. Einnig greindust til- felli í borginni Yokohama í gær. Embættismenn í Sakai sögðust ekki vita hvernig bregðast mætti við faraldrinum og sagði borgarstjórinn í gær, að lausn virtist ekki í sjón- máli, heldur færi ástandi versnandi. Þar til í gær höfðu einungis grunnskólabörn sýkst, en þá greind- ust tilfelli hjá 15 framhaldsskóla- nemendum. Þegar síðast var vitað, höfðu tæplega fimm þúsund börn verið færð undir læknishendur vegna eitrunar og eru 360 þeirra á sjúkra- húsi, þar af eru 17 alvarlega veik. vera forsetaframbjóðandi Umbóta- flokksins. Richard Lamm, fyrrver- andi ríkisstjóri Colorado, lýsti því nýlega yfir að hann sæktist eftir til- nefningu flokksins. Lamm ýjaði að þvi að hann yrði betri frambjóðandi en Perot. Milljónamæringurinn frá Texas var hins vegar á öðru máli. Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Dole nýlega er öldungadeildarþing- maðurinn Alfonse D’Amato, sem hingað til hefur stutt hann. Átelur D’Amato Dole m.a. fyrir að láta að því liggja að vindlingar séu ekki vanabindandi, auk þess sem D’A- mato telur að skýra stefnu skorti í kosningabaráttu Doles, ekki síst í efnahagsmálum. Holbrooke fundar með Milosevic Serbíuforseta Segir niðurstöðu við- ræðna „ófullnægjandi“ Undirbúningur bandarísku forsetakosninganna Deilt um hlut verk forseta- frúarinnar Clinton hefur 25% forskot á Dole Washington. The Daily Telegraph. HILLARY Rodham Clinton forsetafrú (t.v.) ásamt dóttur sinni, Chelsea Clinton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.