Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRIÐARSAMSTARF í ÞÁGU ÍSLANDS FYRIRHUGUÐ almannavarnaæfing á vegum Atlants- hafsbandalagsins og samstarfsríkja þess í Friðar- samstarfi NATO, sem mun fara fram hér á landi næsta sumar, er að mörgu leyti tímanna tákn. Hveijum hefði dottið í hug fyrir aðeins tæpum áratug að hingað kæmu pólskar, úkraínskar eða tékkneskar hersveitir í friðsam- legum tilgangi? Eða að utanríkisráðherra íslands legði áherzlu á að fá hingað rússneskt herlið til æfinga?! Heimsmyndin er breytt. Ríki, sem áður voru óvinveitt Atlantshafsbandalaginu, starfa nú með aðildarríkjum þess á friðsamlegum grundvelli. En öryggishugtak Atl- antshafsbandalagsins og samstarfsríkja þess hefur sömu- leiðis breytzt og víkkað út. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra bendir réttilega á það í viðtali við Morgunblaðið í gær, að NATO tryggi ekki eingöngu hernaðarlegt ör- yggi, heldur snúist samstarf aðildarríkjanna jafnframt um að tryggja innra öryggi og öryggi hins almenna borg- ara. Þannig er það eitt af markmiðum Friðarsamstarfsins að efla samstarf aðildarríkjanna 43 á sviði leitar- og björg- unarstarfa vegna náttúruhamfara. Það er einkar ánægju- legt að fyrsta æfing samstarfsríkjanna, sem beinist að þessu markmiði, skuli haldin hér á landi. ísland leggur þannig sitt af mörkum til þróunar hins nýja öryggishug- taks og eflingar öryggis í Evrópu. Á þriðja þúsund hermanna frá ríkjum Friðarsamstarfs- ins munu æfa viðbrögð við öflugum og mannskæðum jarðskjálfta á íslandi. Slíkar náttúruhamfarir geta dunið yfir á íslandi þegar minnst varir, eins og reynsla fyrri alda sýnir. Ef slíkt gerist - sem við vonum auðvitað að verði ekki - er nánast óhjákvæmilegt að alþjóðleg aðstoð verður að koma til. Það er mikill fengur að því fyrir ís- lenzk almannavarnayfirvöld að fá nú tækifæri til að æfa viðbrögð við náttúruhamförum með björgunarliði frá þeim ríkjum, sem sennilegt er að séu í hópi þeirra, sem helzt myndu koma til hjálpar á neyðarstundu. Með æfingunni leggur ísland þannig sitt af mörkum til Friðarsamstarfsins og tryggingar friðar og stöðug- leika, um leið og ljóst nrá vera að Friðarsamstarfið er með beinum hætti í þágu íslands. ÚTTEKT Á ÍSLENZKU EFNAHAGSLÍFI ÞORVALDUR Gylfason, prófessor í hagfræði, hefur verið fenginn til þess að stýra árlegri úttekt á sænsku efnahagslífi, sem gerð er á vegum virtrar sænskrar rann- sóknarstofnunar. Ætlunin er að hann safni um sig hópi erlendra sérfræðinga, sem skoði sænskt efnahagslíf með augum gestsins og birti árangurinn á bók upp úr kom- andi áramótum. Þessi sænska ákvörðun vekur spurningu um, hvort það þjóni ekki íslenzkum hagsmunum, að fá hingað erlenda sérfræðinga, til að gera úttekt í íslenzku efnahagslífi og setja fram ábendingar í ljósi fjölþjóðlegr- ar reynslu og þróunar í umheiminum, eins og Þorvaldur Gylfason bendir á í samtali við Morgunblaðið í gær. Við ætlum að spyrja þeirrar spurningar, segir Þorvald- ur Gylfason ennfremur, hvað Svíar, sem eiga við mikinn hagvaxtarvanda að etja, geti lært af reynslu annarra þjóða; hvaða lærdóma þeir geti til dæmis dregið af þeirri umbótabylgju, sem gengið hefur yfir heimsbúskapinn síð- astliðin tíu til tuttugu ár, eða af reynslu Austur-Evrópu- ríkja á leið frá miðstýringu til markaðsbúskapar, eða af hagvaxtarþróun í Austur-Asíu undanfarið, svo dæmi séu nefnd. Sérhver þjóð þarf að huga að eigin efnahagsaðstæðum, reynslu, sérstöðu og sögu. Það er á hinn bóginn hyggi- legt á tímum harðnandi samkeppni og vaxandi heimsvið- skipta, að draga lærdóma af annarra reynslu og færa sér í nyt gagnlegar utanaðkomandi hugmyndir. Með það í huga, sem og vegna þess að glöggt er gests augað, gæti það gagnast okkur vel, meðal annars við hagstjórnar- ákvarðanir, að hafa í höndum úttekt hlutlausra, erlendra hagfræðinga á íslenzku efnahagslífi, kostum þess, göllum og möguleikum. Það eru engin rök fyrir nýju stríði KATRÍN Fjeldsted, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Morgunbiaðið/Goiii Almenn ánægja ríkir meðal heilsugæslulækna um tillögur ráðuneytis- ins í málefnum heilsugæslunnar þó tortryggni ríki í garð stjómvalda á efndimar. Þrátt fyrir það er stefnt að því að taka upp valfrjálst stýríkerfí strax á næsta ári sem sumir sérfræðingar hafa nefnt dul- búið tilvísanakerfí. Jóhanna Ingvarsdóttir ræddi við Katrínu Fjeldsted, formann Félags íslenskra heimilislækna, sem er sannfærð um að það sé hagur allra að frumþjónustan hefjist í heilsugæslunni. Ferskt kjöt utan sláturtíðar HÖFUM EKKILEYFI TILAÐVERAÍ GAMLA FARINU Morgunblaðið/Ragnar Axelsson BÆNDUR þurfa að flýta sauðburði hjá hluta fjárstofns síns til að geta selt ferskt kjöt yfir lengri tíma en venja hefur verið. KATRÍN Fjeldsted, formað- ur Félags íslenskra heim- ilislækna, segir að því fari fjarri að heimilis- læknar séu að semja um kjör sér- fræðinga með því að styðja stefnu heilbrigðisráðuneytisins sem felist í því að tekið verði upp valfrjálst stý- rikerfi í heilsugæslunni, eins og lesa hefði mátt út úr ummælum for- manns Félags sérfræðilækna eftir að ráðuneytið kynnti tillögur sínar í þessu efni. Sjúklingar jafnt sem sérfræðingar hafi algjört val í þessu efni. Það mun eftir sem áður ríkja óbreytt ástand hjá þeim sem ekki vilja vera með. „Aftur á móti eiga þeir sérfræð- ingar, sem vilja taka þátt í kerfinu, að fá ákveðna uppbót á greiðslur frá Tryggingastofnun sem enn er ekki ákveðið hvað verður há, en ég tel að hún þurfi að vera umtals- verð. Enginn er þó neyddur til að taka þátt og engum er refsað fyrir að taka ekki þátt. Sjúklingur, sem kýs að vera innan kerfisins, getur farið fram hjá því ef honum sýnist og án tilvísunar til sérfræðings, en þá fær sjúklingurinn vitaskuld ekki lækkað komugjald hjá honum og sérfræðingurinn fær ekki uppbót- ina.“ Friður er fyrir löngu orðinn tímabær Aðspurð um hvort að stríð milli læknahópanna, sérfræðinga annars vegar og heilsugæslulækna hins vegar, geti verið í uppsiglingu, svar- ar Katrín því til að engar forsendur séu fyrir stríði. „Ef svo er, finnst mér mjög áhugavert að vita á hvaða rökum það stríð yrði háð. Það er ekki verið að tala um tilvísana- skyldu éða breytingu á högum sér- fræðinga nema þeirra sem vilja það. Það er ekkert í þessari stefnu ráðuneytisins sem réttlætir stríð. Það eru engin rök fyrir stríði. Ég tel löngu orðið tímabært að það komist á friður milli þessara læknahópa. Þeim friði var raskað fyrir rúmu ári þegar Sighvatur Björgvinsson, þáverandi heilbrigð- isráðherra, ætlaði að taka upp tilvís- anir. Þá urðu heimilislæknar fyrir miklum og óvægnum árásum af hendi sérfræðinga, sem m.a. birtu niðrandi auglýsingar í fjölmiðlum sem beint var gegn heimilislæknum án þess að þeir væru þátttakendur í deilunni. Sérfræðingar kusu þá að fara í stríð, sem fyrst og síðast var á milli ráðuneytisins og sérfræð- ingafélagsins." Örlar á óöryggi um efndir yfirvalda Heilsugæslulæknar sögðu upp störfum sínum þann 1. febrúar sl. með þriggja mánaða fyrirvara og áttu uppsagnirnar að taka gildi 1. maí. Heilbrigðisráðherra nýtti sér heimild í lögum til að framlengja uppsagnarfrestinn um þijá mánuði eða til 1. ágúst. Nú hefur heilbrigð- isráðuneytið markað sér stefnu í málefnum heilsugæslunnar sem að mati heimilislækna var frumfor- senda fyrir því að hægt yrði að taka upp kjaraviðræður við samninga- nefnd ríkisins. „Auðvitað ríkir í hópi heilsu- gæslulækna mikið óöryggi um efnd- ir stjórnvalda vegna langvarandi vanefnda fram að þessu. Við, sem höfum tekið þátt í þessum viðræð- um, trúum því og treystum að ráðu- neytið muni fylgja sinni eigin stefnu eftir. Það er þó kostur að ákveðið er að fimm ára tilrauna- verkefni með valfijálst stýrikerfi hefjist strax á næsta ári. í öðru lagi er búið að endurskoða áætl- un um byggingu heilsu- gæslustöðva sem var langt frá því að vera fullnægjandi. Við bentum á að fara mætti aðrar leiðir en þær sem ríkið hefur notast við til þessa, til að flýta uppbyggingu heilsugæsl- unnar. Við bentum á að það sé ekki sjálfgefið að það verði að reka heilsugæslustöðvar í opinberum byggingum. Þvert á móti mætti fara í útboð meðal byggingaverk- taka með forsögn um það hvers konar starfsemi gæti hugsanlega rúmast í húsinu og síðan gerður langtímaleigusamningur. Það hljóta ýmsir verktakar að treysta sér í slíkt. Þetta fannst ráðuneytinu skynsamlegt og hefur gert að sinni stefnu. Auk þess má búast við auk- inni ásókn í svokallaða þjónustu- samninga um starfsemi heilsu- gæslustöðva og þar getur mönnun haldist í hendur við verkefni um- fram það sem nú er. Það er a.m.k. stefna stjórnvalda að rýmka um rekstrarumhverfi heilsugæslunnar þannig að hún sé ekki bundin við ríkisrekstur eingöngu. Innan margra heilsugæslustöðva er mikill áhugi meðal lækna um að taka að sér rekstur stöðva. Ég er sannfærð um að því fyrirkomulagi muni fylgja aukin rekstrarleg ábyrgð og að- hald.“ Stefnan fullnægir faglegum kröfum Katrín tekur það skýrt fram að ekki sé um eiginlegan samning ráðuneytisins og Félags heimilis- lækna að ræða. Stefnan sé fag- ráðuneytisins þó félagið hafi komið að málum sem ráðgjafi og fallist á að umrædd stefna nægi tii að full- nægja þeim faglegu kröf- um, sem heimilislæknar geri til starfsumhverfis. Liður í því er valfijálsa stýrikerfið, sem á að stuðla að því að fólk leiti fyrst ti! heimilislækna með ný vandamál. Heimsóknir til heilsu- gæslulækna verða sennilega ókeypis og afsláttur veittur hjá sérfræðingum gegn árlegri ein- greiðslu 16 ára og eldri og í því sambandi hefur verið talað um 1.500-2.000 kr. Það verður verk- efni nefndar, sem skipuð verður að afloknum sumarleyfum, að út- færa kerfið í smáatriðum og kveða upp úr hvort eða hve há ein- greiðsla verður innheimt. Aftur á móti sagði Katrín að núverandi komugjöld á heilsugæslu- stöðvarnar næmu 254 milljónum kr. á ári og ef ekki ætti að hljótast af kostnaðarauki vegna niðurfell- ingar þeirra, gæti þurft að setja á eingreiðslu á hvern einstakling 16 ára og eldri. Frelsi til að velja Katrín sagði það vera misskiln- ing, sem komið hafi fram í fréttum, að þessar breytingar væru ættaðar frá Danmörku. Það eina, sem væri danskt í þessu efni, væri krossinn í skattaskýrslunum. 98,5% Dana hefðu valið heilsugæsluleiðina, en þar væri ekki um neinar greiðslur sjúklinga að ræða, engir bónusar væru fyrir sérfræðinga, sem hefðu heldur ekkert val um hvort þeir sætu innan eða utan kerfisins. í okkar kerfi væri um fijálst val að ræða, sjúklinga jafnt sem sérfræð- inga. „Verðstýring hefur áður verið reynd hér á landi og nægir ekki ein sér vegna skorts á heimilislæknum. Heilsugæslan þarf að vera í stakk búin til þess að sinna þeim verkefn- um, sem faglega tilheyra henni. Það er hún ekki í dag vegna skorts á heimilislæknum. Það er því ekki hægt að færa heimilislækningar allt í einu á þann stað, sem þær tilheyra, án þess að leiðrétta upp- byggingu og mönnun. Þetta hangir allt saman.“ Friður ríkir úti á landi Katrín segir félagið hafa gert áætlanir um æskilega fjölgun heilsugæslulækna svo viðunandi ástand ríki, en félagið hafi nú sæst á að fjölgað verði um fimm lækna á ári næstu fjögur árin. Hún kveður ástandið vera verst á höfuðborg- arsvæðinu; í Reykjavík, Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði. í Hafnar- fírði sinna t.d. sjö heilsugæslulækn- ar nítján þúsund manns, sjö þúsund fleiri einstaklingum en góðu hófi gegnir. „Úti á landi er víða búið að leysa erfiðustu vandamálin. Ekki ber þó að skilja það svo að úti á landi sé alls staðar fullmannað. Hinsvegar ríkir þar friður um heil- sugæsluna, sem sinnir um 90% af þeim verkefnum, sem til falla í heil- brigðismálum íbúa á landsbyggð- inni. Þar eru mun færri íbúar á hvern lækni, einfaldlega vegna þess að þeir verða að vera fleiri vegna vaktabyrðarinnar enda nánast á vöktum allan sólarhringinn allan ársins hring.“ Katrín segir að staðall Félags íslenskra heimilislækna sé mjög metnaðarfullur og líti félagsmenn svo á að viðmiðunin eigi að vera um 1.500 manns á hvern heilsu- gæslulækni þegar öllum þáttum heimilislækninga er sinnt, þar með talin ungbarna- og mæðravernd. Aftur á móti væri nú mjög al- gengt að læknar væru að sinna tvö til þijú þúsund sjúklingum hver, sem væri alltof mikið álag. Hún nefnir heilsugæslu- stöðina í Fossvogi sem dæmi, en þar er Katrín sjálf einn þriggja heil- sugæslulækna. „Við erum fyrir löngu búin að fylla kvótann hér hjá okkur og ættum fyrir löngu að vera búin að loka fyrir frekari aðgang. Siðferðilega séð höfum við ekki vilj- að bregða á það ráð því þá værum við að neita íbúum hverfisins um ■ þá þjónustu, sem þeir eiga rétt á.“ Hrun blasti við Katrín segir að ástæða fyrir upp- sögnum heilsugæslulækna hafí ver- ið tvíþætt. Annars vegar hafí mönn- um verið það ljóst að staða heilsu- gæslunnar í heilbrigðiskerfínu upp- fyllti ekki þær faglegu kröfur, sem gerðar eru til hennar, að því leyti að hún var bæði ofhlaðin og undir- mönnuð, einkum á höfuðborgar- svæðinu. Hrun heilsugæslunnar hafí blasað þar við. „Heilsugæslan um allt land er samhangandi starf, öryggisnet sem þjóna á íbúunum allan ársins hring, en uppbyggingu heilsugæslu á höf- uðborgarsvæðinu hefur aldrei verið lokið. Fjölgun heimilislækna hefur ekki haldist í hendur við þau verk- efni, sem eðlilegt má telja, af fag- legum ástæðum, að heimilislæknar sinni. Það er ljóst að jafnvægið er ekki eins og vera skyldi og að frum- heilsugæslan er að hluta til unnin af læknum, sem ekki hafa þjálfað sig til heimilislækninga. Samkeppni getur verið eðlileg milli lækna, en ekki milli ólíkra sérgreina. Allt í kringum okkur eru stjórn- völd að taka sér tak og breyta áherslum til að tryggja undirstöðu frumheilsugæslunnar í sessi. Hún á auðvitað að vera þannig mönnuð að hún geti leyst öll þau mál, sem faglega séð er eðlilegt að séu innan þessa geira. Skilin á milli eru all- skörp og ekki eins óljós og menn eru að reyna að blása upp hér. Heimilislækningar falla undir frumþjónustu. Það er samfelld þjónusta við sjúklinginn, sem er fyrsti snertiflöturinn á heilbrigðis- kerfinu og tekur á móti sjúklingum sem ekki er búið að flokka niður eða greina að neinu leyti. Sjúkling- urinn getur vissulega haft skoðun á því hvað ami að honum og það þarf að virða.“ Öngþveiti og óstjórn Aðra ástæðu fyrir uppsögnum heilsugæslulækna má rekja til kjara- mála, að sögn Katrínar. „Við höfum verið með lausa kjarasamninga frá ársbyijun 1995. Ástæða þess að við höfum ekki treyst okkur í kjara- samninga var sú að okkur fannst við búa við mjög svo óljóst faglegt umhverfi og vissum í raun ekki hvort núverandi öngþveiti í heilbrigðis- þjónustu utan sjúkrahúsa, þar sem var engin stjóm á neinu, myndi ríkja áfram. Það virtist vera sem yfírvöld hefðu enga stefnu þrátt fyrir að lög í landinu kveði á um að heilbrigðis- þjónustan eigi að byija í heilsugæsl- unni. Kjarasamningar hljóta að þurfa að byggja á því faglega um- hverfí, sem við vinnum í. Okkur fannst skorta á að heil- brigðisyfirvöld hefðu stefnu í mál- efnum heilsugæslunnar og fylgdu henni eftir. Því báðum við um að stefnan yrði sett fram. Án hennar yrðu engir kjarasamningar undirrit- aðir. Heilsugæslulæknar hafa lög- um skv. skyldur, sem ekki eru lagð- ar á herðar annarra lækna, t.d. varðandi síma- og vaktþjónustu. Um það sér spítalakerfið. Sérfræð- ingar geta lokað stofum sínum hve- nær sem er og farið í frí.“ Launaviðmiðun okkur í óhag Katrín segir að heilsugæslulækn- ar hafi dregist mjög aftur úr í kjör- um í langan tíma miðað við aðrar háskólamenntaðar stéttir auk þess sem sú mikla ábyrgð og það öryggiskerfi, sem bundin eru í heilsugæsl- unni, séu mjög vangoldin í launum. Sú stefna ráðu- neytisins, sem kynnt var í liðinni viku, tekur ekkert á launa- kjörum, heldur aðeins til starfsum- hverfís heilsugæslunnar. Samningaviðræður um kaup og kjör eru nú þegar hafnar milli samn- inganefndar læknafélaganna og samninganefndar ríkisins og hafa nú þegar fjórir fundir farið fram án þess að kaupkröfur hafí verið birtar.„Ég get þó sagt að við viljum endurskoðun á öllum þeim þáttum, sem okkur fínnst vera í ólestri.“ Formaður sauðfjár- bænda í Vestur-Húna- vatnssýslu segir, að með því að koma á beinu sam- bandi við verslanir spar- ist milliliðakostnaður sem nýttur sé til að borga bændum hærra verð fyrir afurðirnar. Helgi Bjarnason ræddi við Eyjólf Gunnarsson. UMRÆÐAN hófst síðastlið- inn vetur. Stjómin fór að ræða almennt um stöðu sauðfjárræktarinnar og þá kom upp sú hugmynd hvort ekki væri grundvöllur fyrir því að koma fersku dilkakjöti á markað yfír lengri tíma en nú er. Miklar birgðir hafa safnast upp í frystigeymslunum og manni hefur fundist of lítið gert til að selja kjötið," segir Eyjólfur Gunn- arsson bóndi á Bálkastöðum í Hrúta- fírði, formaður Félags sauðfjár- bænda í Vestur-Húnavatnssýslu, um tildrög þess að gengið var til samn- inga við Hagkaup um sölu á fersku dilkakjöti utan hefðbundinnar slát- urtíðar. 200 lömb á viku Stjórn Félags sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu fór til fundar við stjórnendur Hagkaups og segir Eyjólfur að þeim hafí verið afskap- lega vel tekið. Segir hann umhugsun- arefni að það skuli ekki hafa gerst fyrr að bændur úr hefðbundnum búskap færu á fund stjórnenda þessa stóra verslunarfyrirtækis til að ræða möguleika á aukinni sölu. „Hag- kaupsmenn leggja mikið í þetta og mér finnst raunar, að öðrum verslun- um ólöstuðum, að þeir sýni bændum mestan skilning," segir Eyjólfur. Ákveðið var að taka upp viðræður um málið og lauk þeim með undirrit- um þess samkomulags sem kynnt var í síðustu viku. Meginefni samn- ingsins sem er til tíu ára, er að bænd- ur munu heija slátrun í lok júlí í sumar og ljúka henni ekki fyrr en í annarri viku desember. Hefst slátrun því sjö vikum fyrr en venjulega og lýkur sjö vikum eftir hefðbundna sláturtíð. í framtíðinni er ætlunin að hefja slátrun enn fyrr, eða í byrjun júlí, en það er ekki mögulegt á fyrsta ári vegna þess að bændur þurfa að búa sig sérstaklega undir það í tíma. Áætlað er að slátra 200 lömbum á viku. Það er alls um 50 tonn af kjöti, og selur Hagkaup kjötið ferskt og sérstaklega merkt í öllum verslunum sínum. Kjötið er staðgreitt og greiðir Hagkaup hærra verð fyrir kjöt sem lagt er inn fyrir hefðbundna sláturtíð til að mæta aukakostnaði bænda. Þannig er greitt 50% álag á það kjöt sem lagt er inn í byijun júlí en það fer síðan stiglækkandi fram að slát- urtíð. Sláturhúsið Ferskar afurðir á Hvammstanga slátrar fénu með sér- stökum samningi við Hagkaup. Krefst viðhorfsbreytingar Eyjólfur segir að vissulega sé framkvæmd samningsins háð því að félagið fái nógu marga dilka hjá bændum. Segir hann að málið hafí lítið verið kynnt en viðbrögð_ bænda þó verið framar vonum. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta krefst töluverðrar viðhorfsbreytingar. Bændur hafa lifað í allt öðru rekstr- arumhverfí en við erum að boða með þessu og það getur tekið eitt til tvö ár að sanna að þetta gangi," segir Eyjólfur. Hann segir að ef málið gangi sæmilega fyrir sig í haust verði farið yfir það í vetur og næsta ár skipulagt það tímanlega að bænd- ur geti breytt sauðburð- artíma lítils hluta fjár- stofns síns. Nokkrir sauðfjár- bændur í öðrum héruð- um hafa óskað eftir þátttöku í Hagkaups- verkefninu. Eyjólfur segir að þó forystumenn sauðfjárbænda í Vest- ur-Húnavatnssýslu standi fyrir málinu komi vel til greina að fleiri verði með og enn hafí engum verið neitað. Bændur þurfa að leggja nokkuð á sig til að geta útvegað dilka á þeim tíma sem sam- komulagið við Hagkaup gerir ráð fyrir. „Þetta er mun við- fangsmeira en menn hafa vanist. En ég lít svo á að við höfum ekki leyfí til að vera í einhveiju gömlu fari. Við erum að fara inn í nýtt rekstrarumhverfí og erum í mikilli samkeppni við aðrar kjöttegundir. Við verðum að bregðast við. Það er skylda okkar að fara að óskum neyt- enda. Ef þeir vilja ferskt kjöt þá eig- um við að haga rekstri okkar þannig að hægt sé að bjóða upp á það,“ segir Eyjólfur. Hann bendir á að töluvert verðálag sé á kjötið og menn fái viðbótar- kostnað sinn að hluta borinn uppi með því. „Mér finnst bændur vera að vakna upp við það að eitthvað þurfí að gera til að koma framleiðsl- unni á framfæri. Við höfum verið á stöðugu undanhaldi frá því kvótinn var settur á. Forysta bænda verður að hætta undanhaldinu og setja sér það markmið að sækja fram á nýjan leik.“ Óþarfa milliliðir Fréttir af samningi Vestur-Hún- vetninga við Hagkaup bárust fljótt um landið og urðu að aðalumræðu- efni fjölda bændafunda í vor. Ari Teitsson, formaður Bændasamtak- anna, lýsti áhyggjum af því að bænd- ur væru að fjölga heildsöluaðilum á sama tíma og þeir ættu í samningum við sífellt færri fyrirtæki vegna sam- þjöppunar á smásölumarkaðnum. Eyjólfur segist hafa rætt málið við formann og framkvæmdastjóra Bændasamtakanna á undirbúnings- tímanum og telur að þeir hafi sýnt málinu skilning. Hann veit af vanga- veltum meðal sauðfjárbænda í öðrum héruðum en segist sjálfur ekki hafa heyrt mikið í mönnum. Hann telur sig þó hafa stuðning stjórnar Land- samtaka sauðfjárbænda. í kjölfar ^ framtaks Vestur-Húnvetninga hefur að minnsta kosti einn sláturleyfis- hafi farið að bjóða verðálag á kjöt sem lagt er inn fyrir hefðbundna sláturtíð en þó mun lægra en Hagkaups- samningurinn gerir ráð fyrir. „Nei, alls ekki,“ segir Eyjólfur þegar hann er spurður að því hvort þeir félagar séu að kljúfa bændastéttina með því að semja við Hagkaup fram hjá öllum hefðbundnum milliliðum í sölu búvara. „Með því — að koma á betri sam- skiptum milli framleið- enda og kaupmanna komumst við bændur í beinna samband við neytendur vör- unnar. Við komumst framhjá þeim óþarfa milliliðum sem hafa verið í ferli kjötsins og bóndinn fær meira í sinn vasa en ella.“ Bendir hann á að heildsöluálagn- ing og umboðslaun falli út og komi þeir fjármunir fram í yfirverði til bóndans. „Hagkaup á í samkeppni við aðrar verslanir og getur ekki selt kjötið dýrara. Einhvem veginn verður að vera hægt að greiða bænd- um hærra verð fyrir þá fyrirhöfn sem er við að útvega ferskt kjöt yfir lengri*' tíma og það er gert með því að minnka milliliðakostnaðinn. Ég held að það hljóti að þjóna hagsmunum bænda," segir Eyjólfur. Vantar frumkvæði Eyjólfur telur það enga lausn á sölumálum lambakjöts að hafa alla heildsöluna á einni hendi. Segist ekki vera þannig stemmdur. Aftur á móti veltir hann því mjög fyrir sér hvernig standi á því að ekki hafi fyrr verið talað við Hagkaup eða aðra kaupmenn um það hvort þeir vildu kaupa ferskt kjöt utan hefð- bundins sláturtíma. Telur hann að fyrir löngu hefði verið hægt að greiða bændum það yfírverð sem Vestur- Húnvetningar hafa nú samið um. „Það hefur vantað allt frumkvæði í sölumálin og of mikið verið um að menn hafi setið og beðið eftir pönt- un,“ segir Eyjólfur Gunnarsson. Enginn er neyddur til þátttöku Urðum fyrir óvægnum árásum Eyjólfur Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.