Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ , 32 í FIMMTUÐAGUR 18; JÚILÍ ,199«; i AÐSEIMDAR GREINAR ÞÓRARINN Hjart- arson ritaði grein í Morgunblaðið þann 16. júní 1996 og nefndi hana Skilningsham- landi skrif Þórs White- head um upphaf seinna stríðs. Þar segir: „Það er naumast rétt hjá Þór Whitehead að »dulinn tilgangur« Stalíns með griðasáttmálanum hafi verið stórkostleg skrið- drekasókn heimsbylt- ingarinnar eftir að auðvaldsríkin hefðu lamað hvert annað.“ Þessi fullyrðing Þór- arins er röng. Þór Whitehead hefur rétt fyrir sér um þetta efni. Árið 1920 var kjörorð Rauða hers- ins, er hann gerði áhlaup á Varsjá: Fram til Berlínar! Pólski herinn og pólska þjóðin komu í veg fyrir að áætlunin heppnaðist. Vanburða til- raun til uppreisnar í Þýzkalandi var _ gerð 1923. Árið 1928 var dagskipan Stalíns sú, að alheimshreyfing kommúnista skyldi beina spjótum sínum gegn sósíaldemókrötum, og voru þeir nefndir „sósíalfasistar". Með því móti ýtti Kommúnistaflokk- ur Þýzkalands undir valdatöku Hitl- ers. Þegar árið 1934 lýsti Stalín yfir vilja til samvinnu við Þýzkaland í ræðu á 17. þingi Kommúnista- flokks Sovétríkjanna. Davíð Kandel- aki, sem var opinberlega verzlunar- fulltrúi við sovétsendiráðið í Berlín, fékk skipun um að þreifa fyrir sér um tengsl við Hitlersþýzkaland (1935-6). Stalín leit á Hitler sem „ísbijót byltingarinnar". Sá síðar- nefndi myndi bijóta niður lýðræði og þingræði í Þýzkalandi og ryðja þannig brautina fyrir kommúnisma. Tilgang- urinn með griðasátt- málanum 23. ágúst 1939 var sá, að Sovét- ríkin fengju frið meðan Þýzkaland örmagnaðist við að koma hinum lýð- ræðissinnuðu Vestur- veldum á kné. Eftirleik- urinn yrði þá auðveldur fyrir Rauða herinn. Þórarinn Hjartarson ritar: „Með griðasátt- málanum tóku Sovét- menn upp einangrun- arstefnu". „Sovétfor- ystan hættir að líta á byltingu sína sem hlekk í evrópskri byltingu". Samt talar hann nokkrum línum ofar um „stórrússneska útþenslu“ og „rúss- neska heimsvaldastefnu". Þetta eru furðuleg fræði. Var það „einangrunarstefna“ að gera bandalag við Stórþýzkaland Hitl- ers? Var það einangrunarstefna að stefna að því að gera alla Evrópu sovézka? „Tal um sovésk áform um land- vinningastríð til vesturs held ég sé tal gegn betri vitund." Hvað gengur Þórarni Hjartarsyni til að skrökva til um þessi mál? Veit hann ekki betur? Eða lýgur hann vitandi vits? Hvort sem heldur er, eiga þessi fræði hans lítið skylt við sannleikann. Þórarinn Hjartar- son hlýtur að hafa lært það við móðurkné, að það er ljótt að skrökva. En hann virðist hafa gleymt því. Siðgæðismælikvarðar Þórarinn Hjartarson kennir þjóð- inni það, „að aðgerðir Rússa í Pól- landi, krafa þeirra um herstöðvar í Eystrasaltslöndum, krafan um her- stöð og breytt landamæri í Finn- landi, allt átti þetta sér býsna vel grundaða réttlætingu og var alls ekki óveijandi." Það er ekki alls- kostar ljóst hvaða sjónarmiðum er hér verið að lýsa, frá hvaða sjónar- hóli þetta var veijandi. Svo virðist sem Þórarinn Hjartarson sé að lýsa viðhorfi sjálfs sín, sem jafnframt er skoðun Stalíns. Það er þó ljóst, að Þórarinn Hjartarson er að rétt- læta innrás stórveldis inn í smærri nágrannalönd sín. Árás eins ríkis á annað er „alls ekki óvetjandi". Með Siðgæðisskoðanir Þór- arins Hjartarsonar eiga, að mati Arnórs Hanni- balssonar, lítið skylt við sögulegt mat. þessari rökfærslu er árás Hitlers á Pólland 1. sept. 1939 „alls ekki óveijandi". Það er þá einnig veij- andi, að sovétstjómin lét flytja 1,5 milljónir Pólveija úr Austur-Pól- landi nauðungarflutningum til Sí- beríu og Kazakhstan. Þórarinn Hjartarson virðist hafa gleymt því, að innrás Rauða hersins í Finnland haustið 1939 hafði þann tilgang að innlima Finnland í Sovétríkin, eða hefur hann ekki heyrt um Terijoki- stjómina? Og heldur Þórarinn Hjartarson, að ætlan Stalíns og Molotovs með kröfunni um her- stöðvar í Eystrasaltslöndum hafi ekki verið að innlima þessi lönd i Sovétríkin? Hefur Þórarinn Hjartar- son ekki lesið ákvæði griðasáttmál- ans um_ skiptingu Evrópu í áhrifa- svæði? í ljósi þessa verður erfitt að skilja hversvegna Þórarinn Hjartar- son er svo einnig þeirrar skoðunar að „innlimun pólsku héraðanna (morðin í Katynskógi og tilheyr- andi) og Eystrasaltsríkjanna til frambúðar í Sovét að þjóðunum forspurðum er hins vegar alls ekki veijandi“. Það er veijandi að farið sé með fólk eins og fé frá og með 17. sept. 1939 í Austur-Póllandi, en ekki veijandi að forystuliði pólska hersins var slátrað eins og fé í sláturtíð í Katyn i apríl 1940. Hvar er samhengið í þessu? Það sem hér er um að ræða, er ekki „sögulegt mat“ eins og Þórar- inn Hjartarson heldur. Það em sið- gæðisskoðanir Þórarins Hjartarson- ar. Þær eiga lítið skylt við sögulegt mat. Línan gleypt - greiðlega eða treglega Þórarinn Hjartarson eyðir nær þrem dálkum í að sýna fram á, að forystumönnum íslenzka kommún- istaflokksins hafi gengið frekar treglega að kyngja því, að þeir voru eftir 23. ágúst 1939 orðnir að opin- berum bandamönnum nazista. Með þessu þykist Þórarinn hafa hrakið ummæli Þórs Whitehead, sem túlka má á þá leið, að forysta Sameining- arflokks alþýðu - sósílistaflokksins (sem laut forystu sömu manna og Kommúnistaflokksins áður) hafi gleypt nýju línuna strax. Vel má vera, að Þór hefði átt að draga það skýrar fram í dagsljósið, að þessir forystumenn fóm hægt í það að boða nýju línuna opinberlega. En Þórarinn haggar þó í engu því sem Þór segir í bókinni Milli vonar og ótta. Þórarinn virðist halda, að það sem kommúnistar létu frá sér fara opinberlega og á prenti, sé það sem þeir í raun og veru voru að hugsa. En milli þessa tvenns var þó nokk- urt bil. Kristinn E. Andrésson segir í skýrslu, sem hann gaf yfirboðurum sínum í Komintern þann 19. apríl 1940 (þá staddur í Moskvu): Skílningshamlandi sannleikshömlur Arnór Hannibalsson „Til þess að standa vörð um ein- ingu innan flokksins, þyrfti að koma á hlutleysispólitík í þessu stríði (þ.e. Finnlandsstríðinu). Fyrrverandi for- ystumaður sósíaldemókrata, sem hefur gengið í lið með okkur (lík- lega Sigfús Sigurhjartarson) lagði til að svo yrði farið að: Við erum sammála um innanlandspólitíkina, því skulum við ekki deila um utan- ríkispólitík. Við skulum gera sam- komulag: í blaði okkar skulum við skrifa sem minnst um það mál, að við séum hlutlausir. Forysta okkar samþykkti þetta, og þar með tókst okkur að ná meirihluta í flokks- stjóminni þar til Finnlandsstríðinu lauk.“ (Skjöl Kominterns, 495, 15, 105, 30.) Hvergi örlar á efa um það í máli Kristins, að sönnum sósíalist- um beri að fylgja utanríkisstefnu Sovétríkjanna, styðja griðasáttmál- ann og fagna Finnlandsstríðinu. í fyrirmælum Kominterns til kommúnista í Sameiningaflokknum (undirrituð af Dimitrov, Gottwald, Pieck, Florin og Manúílski) er lögð á það áherzla, að þeir fyrrnefndu beijist gegn því, að ísland styðji ríki hinnar ensk-amerísku heims- valdastefnu, þ.e. að ísland verði hlutlaust og ekki nýtt gegn hinu sovézk-þýzka bandalagi. Orð Þórarins Hjartarsonar hljóma æði undarlega: „Með samn- ingnum (þ.e. griðasamningnum 23.8. 1939) gerði Sovétforystan evrópskum kommúnistum mjög erf- itt fyrir og fórnaði hagsmunum þeirra fyrir hagsmuni stórveldis- ins.“ Hvaða hagsmuni höfðu komm- únistar víða um heim aðra en hags- muni Sovétríkjanna? Ef þeir höfðu einhveija aðra hagsmuni, voru þeir ekki kommúnistar. Ef Þórarinn Hjartarson vill geta gert betur en Þór Whitehead og framleitt skilningsaukandi skrif um upphaf seinna stríðs, þarf hann að læra meira, lesa betur og hætta að skrökva. Höfundur er prófessor. Betri grunnskólar hjá sveitarfélögum MEÐ því að flytja grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga 1. ágúst næstkomandi er sveitarfélögum sýnt mikið traust. Fátt er þjóðinni dýrmætara en að vel sé hlúð að menntun og skólastarfí. Aldrei fyrr hefur svipað skref verið stigið við flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Lítum á nokkrar tölur til stuðn- ings þessari staðhæf- ingu. Skólaárið 1995/96 voru nemendur í grunnskólum landsins um 42.200. Við flutning grunn- skólans eru kennarar við hann 3.040 í 2.635 stöðugildum og leið- beinendur 509 í 324 stöðugildum eða sam- tals 3.549 starfsmenn við kennslu. Annað starfsfólk við grunn- skólann á vegum ríkis- ins er um 100, þannig að alls flytj- ast 3.650 til 3.700 starfsmenn frá ríki til sveitarfélaganna við flutn- inginn. Þegar litið er til fjármuna, kem- ur í ljós, að verkefni, sem metin eru á rúma sex milljarða eða sam- tals 6.227.250 þús. króna, færast frá ríki til sveitarfélaga. Áætlað er að húsnæði, sem sveit- arfélög geta eignast að fullu með flutningnum, sé á bilinu 320-360 þúsund fermetrar að stærð og brunabótamat eignarhluta ríkisins í því sé um 15-17 milljarðar króna. Þessar tölur segja meira en flest annað um umfang þeirra verkefna, sem flytjast nú úr verkahring ríkis- ins til sveitarfélaganna. Aðdrag- andinn hefur verið nokkur en mesta vinnan hefur farið fram á liðnum vetri. Þarf engan að undra, þó nokkum tíma taki að koma hlutum í það horf að öllum líki. Samningar ríkis og sveitarfélaga um flutninginn hafa í för með sér, að meira fé en áður rennur til grunnskólans. Hlutverk menntamála- ráðuneytisins Hlutverk mennta- málaráðuneytisins verður áfram mikil- vægt í starfsemi grunnskólanna þó að rekstur þeirra flytjist til sveitarfélaga. Rík- inu verður áfram skylt að leggja til og kosta kennslu- og námsgögn er fullnægja ákvæðum aðalnám- skrár. Unnið hefur verið að því að setja reglugerðir sem kveða nánar á um útfærslu á ýmsum ákvæðum grunnskólalaganna. Þar má nefna reglugerðir um sérkennslu og sér- fræðiþjónustu, upplýsingaskyldu sveitarfélaga, lágmarksaðstöðu og búnað skólahúsnæðis, viðmiðunar- stundaskrá, valgreinar, námsgögn, íslenskukennslu nýbúa, nemenda- verndarráð, agamál, skoðun próf- úrlausna, framkvæmd samræmdra prófa, námsmat í sérskólum og Þróunarsjóð. Taka flestar þessara reglugerða gildi 1. ágúst næstkom- andi. Menntamálaráðuneytið gegnir áfram mikilvægu hlutverki við mótun menntastefnu. Vinna er hafin við endurskoðun aðalnám- skrár en dreifing á valdi í skólamál- um gerir miklar kröfur til nám- skrárgerðar. Lít ég á það sem höf- uðviðfangsefni í menntamálum nú þegar grunnskólinn flyst og ný framhaldsskólalög hafa verið sam- þykkt, að námskrár í grunn- og framhaldsskólum verði gerðar þannig úr garði, að íslenska skóla- kerfið sé í fremstu röð á alþjóðleg- an mælikvarða og þeir, sem hafa gengið í gegnum það, geti nýtt sér hin bestu tækifæri, hver á sínu sviði. Innan tíðar verður áætlun vegna þess mikla starfs kynnt nán- ar. Stefni ég að því, að verkinu ljúki á tveimur árum bæði fyrir grunn- skóla og framhaldsskóla. Þegar litið er á valdsvið mennta- málaráðuneytisins eftir að grunn- skólalögin koma að fullu til fram- kvæmdar er ástæða til að vekja sérstaka athygli á 9. grein lag- anna, þar sem segir, að mennta- málaráðherra fari með yfirstjórn málaflokksins og hafl eftirlit með því að sveitarfélögin uppfylli þær skyldur sem kveðið er á um í lög- um, reglugerðum og aðalnámskrá. Ráðuneytið annast upplýsingaöflun um skólahald og skólastarf og er ráðherra skylt að gera Alþingi grein fyrir framkvæmd skólastarfs á þriggja ára fresti. Þá hefur menntamálaráðuneytið úrskurðar- vald í einstökum málum sem snerta skólahald og starf í grunnskólum. Megintilgangur upplýsinga- öflunar og eftirlits með skólahaldi er að fá fram vitneskju um hvort það sé í samræmi við menntastefnu stjórnvalda. Fylgst verður með því, hvort og hvernig tekst að fram- fylgja ákvæðum laga og reglu- gerða. í grunnskólalögunum er mælt fyrir um nýmæli í eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga um skólastarf. Vinnureglur um þetta efni eru í mótun. Eftirlitið felst, lögum samkvæmt, í samræmdum prófum, úttektum á sjálfsmatsað- ferðum skóla og reglubundnu mati á einstökum þáttum skólastarfs. Með flutningi grunn- skólans til sveitarfélaga, segir Björn Bjarnason, er stjórn skólanna færð nær borgurunum og til fulltrúa þeirra í sveitarstjómum. Reglur um þetta verða ekki smíðað- ar á skömmum tíma heldur þurfa þær að þróast og mótast. Á vegum ráðuneytisins og ýmissa aðila, sem sinna skólarann- sóknum, er nú unnið að þvi að þróa mat á skólastarfi, sem hentað geti hér á landi. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar og verða efalaust reyndar á næstu misserum og árum. Matsaðferðir eru einnig háðar að- stæðum í viðkomandi skólum og því óvíst, hvort nokkurn tíma verði unnt að svara því með einhlítum hætti, hvernig menntamálaráðu- neytið hagi úttekt sinni á sjálfs- matsaðferðum skóla. Sjálfsmat skólanna er hins vegar unnið innan þeirra sjálfra af starfsfólki þeirra. Skólanámskrá er mikilvægt tæki hvers skóla til að marka starfi sínu ramma. Hún er í raun andlit skól- ans. Innan menntamálaráðuneytisins er nú að hafið starf sem lýtur að innra skipulagi ráðuneytisins sjálfs og breytingum þar vegna breyttra verkefna. Staðinn vörður um hagsmuni nemenda Flutningur grunnskólans bygg- ist á vilja til að dreifa valdi og stuðla að nokkurri samkeppni í þeirri vissu að unnt sé að gera betur. Stjórn skólanna er færð nær borgurunum og til fulltrúa þeirra í sveitarstjórn- um, foreldrar fá nýtt hlutverk og skólamenn aukið sjálfstæði til að taka ákvarðanir um stofnanir sín- ar. Jafnframt er lögð áhersla á að fylgjast með árangrinum. Upplýs- ingamiðlun um niðurstöður sam- ræmdra prófa og skólastarf á að aukast. Samræmd próf og gæða- staðlar eru forsendur þess að unnt sé að dreifa valdi í skólakerfinu og standa vörð um hagsmuni nem- enda. Markmið um bætta menntun nást ekki nema grunnskólinn og allir aðrir skólar séu í höndum manna sem vilja þeim vel og hafa skilning á þörfum þeirra. Ég efast ekki um að grunnskólinn sé í góð- um höndum hjá sveitarstjórnar- mönnum. Þessi aukna valddreifing kallar á gott samstarf sveitar- stjórnarmanna, menntamálaráðu- neytis, skólastjórnenda, kennara, foreldra og annarra sem að starf- semi skólanna koma. Markmiðið er að bæta menntun í landinu. Hin góða samvinna sem tókst um flutn- ing grunnskólans, gefur góð fyrir- heit um framhaldið. Höfundur er menntamálaráðherra. Björn Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.