Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18,JÚLÍ 1996 33 AÐSENDAR GREINAR Flutningnr stofnana er nauðsyn ÞEGAR stjórnsýsla ríkisins var að mótast þótti eðlilegt á tímum misjafnra samgangna og takmarkaðrar sam- skiptatækni að hafa stofnanir ríkisins á ein- um stað - í Reykjavík. Nú er öldin önnur. Samgöngur orðnar góðar og auðvelt er að koma gögnum og upp- lýsingum um allan heim - þ.m.t. út á land - um tölvur og mynd- senda. Þess vegna eru nú aðrar forsendur fyr- ir staðsetningu opin- berra stofnana en áður Gísli Gíslason og úrelt það álit ýmissa þingmanna Reykjavíkur að stofnanir ríkisins eigi heima í höfuðborginni. En það er ekki auðvelt að breyta því fyrir- komulag sem ríkir. Tregðulögmálið er allsráðandi þrátt fyrir yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að dreifa stjórnsýslunni. Það sannast enn sem landsbyggðarfólk þarf að búa við, að leiðin frá Reykjavík er mun lengri en leiðin til höfuðstaðar- ins. Vandaður undirbúningur Við undirbúning að flutningi Landmælinga íslands á Akranes hafa tveir umhverfisráðherrar gætt þess að undirbúa málið vel. M.a. lét Óssur Skarphéðinsson kanna sér- staklega hug starfsmanna til flutn- ings út á land með viðtölum. Vitan- lega voru starfsmenn ekki hlynntir flutningi, en ef fylgja á stefnu ríkis- stjórnar í þessu efni-er það ráðherr- ans og ríkisstjórnar að taka ákvarð- anir sem umdeildar kunna vera og óvinsælar í hópi starfsmanna. Hræðsla ýmissa embættismanna og sterk viðbrögð annarra varðhunda um samanþjappað vald höfuðborg- arinnar má ef til vill skýra með því að ákvörðun Guðmundar Bjarnason- ar sýnir svo ekki verður um villst að flutningur stofnana út á land þarf ekki að vera marklaus stefna heldur raunveruleiki sem nota má til styrktar landsbyggðinni. Hvers vegna Akranes? Össur Skarphéðinsson getur einn svarað því af fíveiju hann valdi Akra- nes sem hreiður fyrir Landmælingar íslands. Guðmundur Bjarnason ákvað að breyta ekki þeirri fyrirætl- an, þó svo hann hefði auðveldlega getað valið byggðarlag í sínu kjör- dæmi. Kostir Akraness í þessu efni eru m.a. þeir að á Akranesi er fjöl- breytt og afbragðs félagsleg þjón- usta. Góður spítali, traust heilsu- gæsla, öflug leikskólastarfsemi og góðir grunnskólar. Þá er á Akranesi ljölbrautaskóli og íþróttaaðstaða og íþróttastarfsemi sem er fyrirmynd þess sem aðrir vilja hafa í sínu byggðarlagi. Atvinnulíf er nokkuð fjölbreytt, en með starfsemi Land- mælinga ■ íslands er aukið enn á Ijölbreytn- ina og atvinnulíf stað- arins styrkt. Ekki má gleyma því að innan tíð- ar hillir undir verulega samgöngubót við höf- uðborgarsvæðið með jarðgöngum undir Hvalfjörð, en vafalaust munu allir vilja þá Lilju kveðið hafa þegar þar að kemur ■ þrátt fyrir kuldalega umfjöllun ýmissa aðila. Sú samgöngubót mun án efa draga verulega úr þeim hindr- unum sem ýmsir sjá í því að stofnun- in verði utan Reykjavíkur. Þáttur Akraneskaupstaðar Til þess að flutningur Landmæl- inga íslands geti orðið að raunveru- Guðmundur Bjarnason á heiður skilinn, segir Gísli Gíslason í þessari síðustu af þremur grein- um sínum, fyrir að láta ekki sitja við orðin tóm um flutning ríkisstofn- ana út á landsbyggðina. leika er hlutverk Akraneskaupstaðar nokkurt. Eitt hlutverk bæjarins er að tryggja starfsemi Landmælinga gott og vandað húsnæði gegn sann- gjarnri leigu. Húsnæði það sem bærinn mun festa kaup á og inn- rétta að þörfum Landmælinga mun verða betra en núverandi húsnæði stofnunarinnar og hagkvæmara hvað varðar stærð, heildarleigugjald og viðhaldskostnað. Þá er það hlut- verk bæjarins að auðvelda starfs- mönnum Landmælinga að flytja á Akranes. Það mun verða gert með því að tryggja starfsfólkinu, börnum þeirra, mökum og öðrum aðstand- endum, eftir því sem þörf er á, góða þjónustu og gott umhverfi. Þannig ætti ekki að óttast um of breytingar á högum barna starfsmanna, því í sumum tilvikum munu aðstæður þeirra vafalaust verða betri en í Reykjavík. Fara þarf yfir við hvað makar þeirra starfsmanna sem flytja starfa, en þá fyrst kemur í ljós hvernig megi glíma við aðstöðu þeirra. Það er bænum mikilvægt að vel takist til í þessu efni og þegar mál þessi verða skoðuð betur með þeim starfsmönnum, sem fylgja munu stofnuninni upp á Akranes, verður unnt að hyggja nánar að þörfum hverrar fjölskyldu. Stefna eða fölsk fyrirheit? Þegar frjallað er um flutning stofn- ana út á land verða stjórnmálamenn og þeir sem fjalla um þjóðmál á opinberum vettvangi að gera það upp við sig hvort fylgja eigi opin- berri stefnu í þessu efni í því skyni að vega gegn flutningi fólks til Reykjavíkur eða hvort um sé að ræða fölsk fyrirheit um aðgerðir. Sveitarstjórnarmenn utan höfuð- borgarsvæðisins hafa tekið trúan- lega viðleitni ríkisvaldsins um flutn- ing stofnana þótt öllum hafi verið ljós þau tregðulögmál sem giltu í því efni, einkum er varðar hagsmuni og afstöðu starfsmanna stofnana. Skýrslur hafa verið gerðar og það nýlega um hvernig megi standa að flutningi stofnana og því þarf engum að koma á óvart þótt látið sé reyna á einhveijar af þeim tillögum sem fyrir liggja. Áður hefur verið á það minnt að uppi er hávær krafa á höfuðborgarsvæðinu um að jafna atkvæðisrétt og fjölga þingmönnum höfuðborgarsvæðisins á kostnað landsbyggðarinn'ar. Á móti er það skýlaus krafa að landsbyggðin fái eðlilega hlutdeild í stjórnsýslu lands- ins. Virk stefna þar að lútandi hlýt- ur að koma við einhvern, eins og margar aðrar ákvarðanir stjórn- valda. Guðmundur Bjarnason á heið- ur skilinn fyrir að láta ekki sitja við orðin tóm í þessu efni og vonandi lánast ríkisstjórninni að styrkja fleiri byggðarlög með sama hætti. Höfundur er bæjarsijóri á Akranesi. Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás ehf., Langholtsvegi 84, s. 533 1330. Tilbúinn stíflu eyðir Hótd Stykkishólmi um hdpa Dævurfluvur með Ra??a Bjama föttuda?t- o? Iau?arda?tkvöld Vandað hlaðborð moð ?imilc?um róttum að hætti hú«im fllu holu yolívölhjr er við hótelið o? tauna cr til afnota fyrir hótelyerti "W ^hva^ke^ Hgó BaldriútíFlatey Flatey er náttúruperla sem lætur engan náttúrunnanda ósnortinn Sigling um Breiðafjörð með Eyjaferðum Snæfellsjökull í allri sinni dýrð Sigling frá Amarstapa, meðfram hnkaiegri strönd Snæfellsness. FORUM A SNÆFELLSNES Borgarbraut - S.438-1330 Lúxusútgáfa á einstöku tilboði Við vorum að fá til landsins sérstaka lúxusútgáfu af Volvo 850 station á einstöku tilboðsverði. Tilboðið er fólgið í því að þú færð ffrían aukahlutapakka að verðmæti hvorki meira né minna en 125.799 kr. í þessum pakka er: • Líknarbelgur fyrir farþega • Fjarstýring fyrir samlæsingu •Toppbogar • Hlíf yfir farangursgeymslu VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST Athugið einnig er tilboð á Volvo 850 sedan. Volvo 850 station kostar með þessum aukahlutum auk ríkulegs staðalbúnaðar frá aðeins: <2.798.000 lcf. Stgff. sjálfskiptur. Q BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.