Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Nei-þýðir-já-lögmálið ... finnst hann oft á heiðum AFAR margt er skylt með kommúnist- um og nasistum og freistandi að spyrða þá saman. Báðir eru alræðissinnar, en þeir síðarnefndu hins veg- ar ekki nógu miklir hræsnarar til að geta talist vinstri menn. Báðir áttu erlenda liðsmenn, grimmdin -og kúgunin var svipuð, sömuleiðis sjálft stjómskipulagið, áróð- urstæknin og margt fleira, en of langt mál er að rekja það hér. Nasistar sögðu sig hins vegar, öfugt við kommúnista, opinberlega úr lögum við siðferði og siðmenningu og virtu ekkert boðorð nema það fyrsta, sem þeir sneru upp á sjáifa sig á sama hátt og kommúnistar höfðu áður gert. Það boðorð sýnist mér vera ein meginstoð stórasannleika af öllu tagi, þar með talinni alræðis- hyggju, en einnig einn helsti grundvöllur ofstækis, umburðar- leysis og trúarbragðastyrjalda. Hinum boðorðunum níu, sem eru sammannleg undirstaða siðmenn- ingar hvarvetna, óháð kristinni trú, vörpuðu nasistar fyrir róða. Alveg ólíkt vinstri mönnum fóru þeir hvergi í launkofa með fyrirlitningu sína á lýðræði, mannúð og mann- gæsku og frömdu ekki, eins og kommúnistar, illvirki sín undir for- merkjum hins góða. Fanturinn og frelsishetjan Ágætt dæmi um afstöðu heims- ins til svonefndra „hægri manna“ og vinstri manna má finna í ferli tveggja harðstjóra, þeirra Pinoch- ets, fyrrum Chileforseta og Castros Kúbuleiðtoga: Pinochet hélt góðan frið við aðr- ar þjóðir, en engir friðarsinnar sóttu þó á hans fund. Castro hefur hins vegar stofnað til eða haldið gangandi styrjöldum allt frá Suður-Ameríku til Suður- Jemens, en heijaði þó allra lengst og mest í Afríku. Því hafa kunnir friðar- sinnar og mannvinir mjög sótt á hans fund (García Márquez, Olof Palme o.fl.), enda er enn vandfundinn sá vinstrisinnaði „mann- réttindafrömuður" og fi-iðarsinni, sem ekki hefur eitthvað hlýlegt að segja um Castro. Þegar stór hluti verkfærra manna á Kúbu var annað hvórt landfiótta, fangelsað- Vilhjálmur ur eða í Afríku að Eyþórsson drepa svarta menn fyrir Rússa, flykktust áhugamenn um „frið“, „lýðræði", „tjáningarfrelsi“ og „mannrétt- indi“ hvaðanæva að úr heiminum til Kúbu til að fylla í skörðin á sykurekrum Castros, þ. á m. fjöldi íslendinga. Enginn „hægri maður“ hafði hins vegar slíka aðdáun á stjórn- arfari í Chile að hann færi til Pin- oehets að vinna í koparnámum, og engin „vináttufélög“ voru stofnuð við hann. Pinochet tók við landi sínu í fátækt og upplausn, en skilaði af sér blómlegu búi. Efnahagur Kúbu var í örum vexti þegar Castro tók við völdum en er nú rjúkandi rúst. Vinstri menn settu af stað ein- hverja umfangsmestu „mannrétt- indaherferð“ sögunnar gegn Pinochet. Á Kúbu starfar Amnesty að mannréttindamálum án aðstoðar og gegn vilja vinstri hreyfingar- innar. Pinochet stofnaði til kosninga, skilaði sjálfviljugur af sér völdum og breytti landinu í lýðræðisríki. Á Castro er ekkert fararsnið, og engar kröfur eru uppi um slíkt frá vinstri mönnum. Samt eru flóttamennirnir og fangarnir fleiri, áþjánin og fátæktin margfalt verri en nokkurn tímann í Chile. Á því er enginn vafi að Castro hefur verið þjóð sinni miklu óþarf- ari en Pinochet var sinni þjóð, þótt Helgi Hálfdanarson GOLF GOLF er holl íþrótt, sem sér iðkendum sínum fyrir skynsam- legri hreyfingu úti í náttúrunni án hættu á ofreynslu. Hún fer fram á grónu landi án þess að því sé spillt, og hún er kjörinn vettvangur fýrir heilbrigða og vin- samlega keppni. Dálítið hef ég undrazt það, að þeir sem iðka golf skuli vera kall- aðir kylfingar, séu kenndir við kylfu, verkfæri sem er víðs fjarri því að vera einskorðað við þennan leik. Flestum, sem heyra orðið kylfa, mun koma annað fyrr í hug en golf. Væri ekki nær, að þeir sem leika golf, væru kenndir við leikinn sjálfan og kallaðir gylfing- ar, fyrst golf er viðurkennt töku- orð í málinu? Undirritaður verður að játa á sig þann vesaldóm að vera of lat- ur til að stunda þessa góðu íþrótt, svo að öll kynni af henni eru álengdar. Þess er því að vænta, að íðmál greinarinnar hafí að mestu farið þar'fyrir ofan garð og neðan. Einhverju af því bregð- ur þó fyrir í fréttum fjölmiðla. Flestir munu kannast við að hafa heyrt orðið pútt og sögnina að pútta og vita hvað við er átt. Ekki verður sagt, að þar sé íslend- ingslega að orði komizt, enda skín enskan ljóslifandi í gegn. Þó virð- ist ekki þurfa langt að seilast eft- ir íslenzkum orðum til þessara nota. Tökusögnin að pútta virðist í þessu sambandi notuð á sama hátt og íslenzka sögnin að stinga yrði við höfð. Orðabók Menning- arsjóðs tilgreinir af sambærileg- um dæmum: „að stinga bókinni í hilluna“ og „að stinga peningun- um í vasann.“ Kúlunni er púttað í holuna, henni er stungið í holuna með kylfunni. í staðinn fyrir nafn- orðið pútt kæmi þá sjálfkrafa ís- lenzka nafnorðið síunga. Þetta var laglegt pútt., þetta var lagleg stunga. Þarna var fallega stungið. Hvað sem þessu orðafari líður, er allt lofsvert sem gert er af opinberri hálfu til eflingar golf- íþróttinni og henni til hagræðing- ar. Aðgefnu tilefni: Höfundur er hvorki sálmaskáld né prestakennari. „Vináttufélög“ við al- ræðisstjórnir eru athug- unarefni, segir Vil- hjálmur Eyþórssón í þessari annarri grein af fjórum, t.d. í Sovétríkj- unum fyrrverandi, Alb- aníu, Kína, N-Kóreu, Kúbu og A-Þýskalandi. sá síðamefndi hafi beitt andstæð- inga sína álíka mikilli harðýðgi og Kúbuleiðtoginn. Flestir, en alls ekki allir, þessir andstæðingar voru reyndar kommúnistar sem hugðust koma á svipuðu stjórnarfari og rík- ir á Kúbu og hefðu því sjálfir beitt sömu aðferðum á valdastóli. Fyrir aðfarir sínar uppskar Pinochet fordæmingu heimsins, en því er ekki að heilsa um Castro. Þvert á móti er hann ennþá beinlín- is hetja, jafnvel „frelsishetja“ í augum þeirra friðelskandi vinstris- innuðu mannvina sem gera sér hetjur úr herskáum, fjarlægum harðstjórum. Enginn gerir frelsis- hetju úr Pinochet, þótt hann hafi, ólíkt Castro, komið á lýðræði. Umfjöllun um Castro er enn sem fyrr með allt öðrum og vinsam- legri hætti en nokkur dæmi eru til um Pinochet sem kann ekki sem „hægri maður“ lagið á því að fremja illvirki undir yfirskini hins góða. „Eigir þú vin...“ Ég hef á liðnum árum stöku sinnum skrifað um vinstrimennsk- una hér í blaðið og þá aldrei látið hjá líða að nefna „vináttufélögin“ sérstaklega, bæði vegna þess hvað mér finnast þau vera merkileg og eins vegna þess hvað fáir aðrir hafa vakið á þeim athygli. Þau eru allrar athygli verð, því þar stofn- uðu íslenskir menn til sérstakrar vináttu við stjórnirnar í löndum á borð við Sovétríkin (MÍR), Albaníu, Norður- Kóreu, Víetnam, Kína, Kúbu, Austur-Þýskalandi og raun- ar flestöllum öðrum alræðisríkjum. Þessi samtök bera allra gleggst- an vott um raunverulegan hug vinstrifólks til alræðisins, þótt raunar sé af nógu öðru að taka. Það voru ekki aðeins Alþýðu- bandalagsmenn sem tóku þátt í „vináttufélögunum“, heldur einnig fólk úr þeim stjórnmálaflokkum, sem gátu yfirleitt hugsað sér sam- starf og jafnvel vináttu við erlend- ar alræðisstjórnir (sbr. vinstri-Gúl- ag-regluna sem ég nefndi í fyrstu grein). Þannig má t.d. nefna þátt- töku framsóknarmanna í „vináttu- félaginu" við Búlgaríu. Á verksviði „vináttufélaganna" var m.a. að fá hingað listamenn, fengju þeir yfirleitt brottfararleyfi (fjölskyldumeðlimir voru hafðir í gíslingu á meðan). Var ítarlega sagt frá öllu í alræðisríkinu og jafnframt látið í það skína, að hér væri um samskipti „alþýðu" land- anna að ræða, enda höfuðmarkmið hinna erlendu stjórna að réttlæta sig gagnvart eigin þegnum með því að vísa til þess víðtæka stuðn- ings og samúðar, sem þær nutu meðal vinstri manna vestan tjalds. Starf „vináttufélaganna" var þannig ætlað til stuðnings alræðis- stjórnunum og til að villa um fyrir þegnum þeirra. Tóku fjölmargir stjórnmála-, mennta- og listamenn þátt í þessu brölti, þ.e. væru þeir ekki önnum kafnir við að fordæma „kúgun“, „ritskoðun", eða önnur „mannrétt- indabrot“, sem þeir sáu þá — og sjá enn — í hveiju homi hér á Vesturlöndum. Margir vinstri menn, aðallega liðsmenn Alþýðu- bandalagsins, hafa einnig notið góðs af starfsemi „vináttufélag- anna“ á annan hátt, t.d. í tengslum við ferðalög til alræðisríkja Gúl- agsins, því þangað var þeim tíðför- ult meðan fært var (sbr.: „Eigir þú yin / farðu að finna hann oft“). Ég vil aftur undirstrika, að aldr- ei hefur þetta varpað skugga á „lýðræðis- og „mannréttindabar- áttu“ þessa góða fólks, sem fram fór samtímis. Höfundur er ritstjóri. Reglugerðir eiga að vérnda fólk en ekki verktaka UNDIRRITUÐ sem er íbúi við Laugarnes- veg vill að gefnu til- efni setja nokkur orð á blað um hávaða- mengun i og við íbúð- arhús í Reykjavík. Hávaði mælist í desi- belum (skammstafað dB) og er sá skali logaritmískur þannig að við hver 3 dB tvö- faldast hávaðinn. Ármann Örn Ár- mannsson forstjóri Ármannsfells kvartar mjög undán því í fjöl- miðlum að bent sé á að fyrirtæki hans ætli sér að selja hljóðmenguð fjölbýlis- hús á lóðinni Kirkjusandur 1-5 hér í borg. Ármann segir m.a. í grein sinni í Mbl. laugardaginn 13.7. 1996: „Við höfum verið í farar- broddi við íbúðarbyggingar í 30 ár...“ í þessu sambandi vil ég benda á að Ármannsfell reisti á árunum 1989-90 hátt og mikið fjölbýlishús sem stendur á horni Ásholts og Laugavegar og er umferðarhávað- inn við húshliðina sem snýr að Laugaveginum álíka mikill og hann verður við þær húshliðar á Kirkju- sandi 1-5 sem snúa að Sæbraut, þ.e.a.s. nálægt 70 dB. Þetta gefur mér tilefni til að benda á að fjölbýl- ishúsið við Ásholt er ekki hannað í samræmi við þá þekkingu sem var til stáðar á þeim tíma í „borgar- kerfinu“ samanber eftirfarandi til- vitnun í tillögu að hverfaskipulagi sem Guðrún Jónsdóttir arkitekt vann fyrir Borgarskipulagið í apríl 1987: „I nágrannalöndum okkar er miðað við að hávaði í nýrri íbúðabyggð fari ekki yfir 55 dB (A) (innanhúss hámark 35 dB(A)).“ Þess ber einnig að geta að fjölbýlishúsið er heldur ekki hannað í samræmi við þá þekkingu sem fyrir fannst „ríkiskerfinu“ samanber það að mjög ströng mengunarvarnareglugerð gilti um umferðarhávaða a.m.k. frá 21. Vera Guðmundsdóttir ágúst 1989. Hér er rétt að undirstrika að munurinn á 55 og 70 dB er ekkert smáræði vegna þess að eins og áður segir tvöfaldast hávaði við hver 3 dB þannig að 70 dB er hvorki meira né minna en 32 faldur sá hávaði sem 55 dB táknar. Er þá ekkert vanda- mál í fjölbýlishúsinu við Ásholt úr því að „fyrirtæki í farar- broddi“ byggði það og borgaryfirvöld „sáu ekki“ að það var ekki hannað í samræmi við sjálfsagðar kröfur nútímans? Jú, þar er nú aldeilis hávaðamengunin, það veit ég því ég þekki aðstæður hjá fólki sem býr þar. Ýmsir í því húsi hafa átt í erfiðleikum með svefn og nokkuð er um að fólk Það er reglugerðarbrot, segir Vera Guðmunds- dóttir, að leyfa meira en 55 dB við húshlið að Kirkjusandi 1-5. hafi reynt að selja íbúðir sínar í húsinu vegna þessa. Einnig má benda á að íbúarnir hafa bundist samtökum um að knýja á um að bórgin komi þeim .til hjálpar með því að minnka umferðarhávaðann í húsinu m.a. með því að fækka akreinum á Laugaveginum framan við húsið úr þremur í tvær. En ekkert gengur, íbúarnir hafa verið lokkaðir í gildru m.a. með há- stemmdum auglýsingaáróðri Ár- mannsfells á sínum tíma sem hljómaði ansi líkt og núverandi söluáróður vegna Kirkjusandshús- anna. Margt er skrýtið í kýrhausnum! Borgarverkfræðingur biður borgaryfirvöld um fjármagn til að leysa úr málum þeirra íbúa sem þegar búa við umferðarhávaða- mengun í borginni eins og sjá má í grein í Mbl. s.l. þriðjudag. Skýtur þá ekki skökku við að þessi sömu borgaryfirvöld ætli að fara að heimila þijú stór fjölbýlishús þar sem útreiknaður umferðarhávaði er allt að 70 dB, þ.e.a.s. þrisvar til fjórum sinnum meiri hávaði en þau 65 dB, sem er það sem miðað er við í áðurnefndri grein í Morgun- blaðinu þegar fjallað er um hveijir teljist búa við óviðunandi hljóð- mengun og hveijir ekki. Fyrir tæpum áratug var Ár- mannsfell með ýtni við borgaryfir- völd og gáfu þau eftir. Afleiðingin af þessu var að hið hljóðmengaða fjölbýlishús við Ásholt reis. Ár- mannsfell er enn á ný með ýtni við borgaryfirvöld og spurningin er: Ætla þau enn að ný að gefa eftir og ætla þau enn á ný „að setja kíkinn á blinda augað“ og láta sem þau sjái ekki reglugerðar- brotið? Við hvaða reglugerðarbrot er átt? Það er reglugerðarbrot að leyfa meira en 55 dB við húshlið að Kirkjusandi 1-5 því hér er ekki um endurnýjun byggðar að ræða. En þó svo að hér væri um end- urnýjun byggðar að ræða, þá leyf- ist einungis 70 dB hávaði við hús- hlið (ekki glugga) á hávaðasamari hlið hverrar íbúðar, en einungis 55 dB við húshlið á hljóðlátari hlið hverrar íbúðar og er þessu skilyrði (um 55 dB) ekki fullnægt að Kirkjusandi 1-5. Ef svo illa fer að þessi þijú hljóð- menguðu fjölbýlishús við Kirkju- sand rísa þá munu þau reynast mörgum íbúum þar illa og er þá hætt við að margir þeirra muni hvorki hugsa hlýtt til Ármannsfells né núverandi borgaryfirvalda. En þetta er ekki einkamál þeirra og því spyr ég: Er þetta stefnan sem borgarbúar vilja að sé í fararbroddi íbúðabygginga í Reykjavíkurborg? Höfundur er líffræðingur og íbúi við Laugarnesveg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.