Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR + Guðrún Stef- ánsdóttir fædd- ist í Reykjavík 81. október 1925. Hún andaðist á gjör- gæslu Landspítal- ans 11. þ.m., sjötug að aldri. Foreldrar henn- ar voru: Stefán Guðmundsson, tré- smiður í Reykja- vík, ættaður úr Rangárvallasýslu, og kona hans Guð- rún Jóhannsdóttir, húnvetnskrar ætt- ar. Systkini: 1) Brynhildur Stefánsdóttir, f. 1911, húsmóð- ir á Selfossi, maki Kristinn Júlíusson, á tvö börn. 2) Mar- grét Stefánsdóttir, f. 1914, húsmóðir í Rvík, maki Frí- mann Helgason, látinn, á tvö börn. 3) Arndís Stefánsdóttir, f. 1917, d. 1989, húsmóðir í Rvík, maki Sigurður Jónsson, barnlaus. 4) Guðmundur Jó- hann Stefánsson, f. 1922, d. 1927. 5) Þórdís Stefáns- dóttir, f. 1925, d. 1987, húsmóðir í Kópavogi, maki Ríkharður Hall- grímsson, Iátinn, áttu 3 börn. Að Ioknu gagn- fræðaprófi vann Guðrún um tíma hjá Karli Jónssyni lækni í Tún- götu. Árið 1947 hóf hún skrif- stofustörf hjá ísaga í Reykja- vík og starfaði þar óslitið til ársjns 1993 eða í tæp 46 ár. Útför Guðrúnar verður gerð í dag frá Fossvogskirkju, og hefst athöfnin kl. 15. „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ „Sælir eru friðflytjendur, þvi að þeir munu Guðs böm kallaðir verða.“ „Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.“ (Matt. 5:8,9,5). Látin er mágkona mín Guðrún Stefánsdóttir. Hana hefí ég þekkt frá þvi að hún var ung stúlka í for- eldrahúsum í Reykjavík, er ég kvæntist Brynhildi systur hennar. Guðrún var að mörgu leyti merk kona og langar mig til að mæla eft- ir hana nokkur orð. Guðrún var fædd á Kárastíg 12 í Reykjavík og var tvíburi við systur sína Þórdísi, sem dó 1987. Þær voru yngstar systkina sinna. Tvíburamir Guðrún og Þórdís ól- ust upp á heimili foreldra sinna, í skjóli þeirra og eldri systra sinna, og áttu góðu atlæti að fagna. Þær gengu hefðbundinn menntaveg síns tíma og luku prófum úr gagnfræða- skóla. Á heimilinu var lögð áhersla á almenna menntun og ekki síst á þann þátt er sneri að tónlist. Guðrún reyndist hafa fallega söngrödd og átti greiðan aðgang að ýmsum söngkórum allt frá barn- æsku. Síðasti kór, sem hún starfaði Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðbord, fallegir salir og mjög góð þjónnsta Upplýsingar ísíma 5050925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR ilflTIL UFTLEIfilIl í, var kór Þjóðleikhússins, en í þeim kór söng hún í mörg ár. Þannig liðu æskuár Guðrúnar að heimiiið hélst að mestu í sömu skorð- um allt til fermingaraldurs hennar. En þá fóru eldri systurnar smátt og smátt að giftast, stofna sín eigin heimili og jafnvel flytjast til ijar- lægra staða. Alltaf hélst þó sama góða sambandið við þær. En svo lauk að þegar tvíburasystirin Þórdís giftist og fór sjálf að búa var Guð- rún orðin ein eftir hjá foreldrunum. Hún ein systranna giftist aldrei og var með foreldrum sínum meðan þau lifðu en bæði komust þau á áttræðis- aldur. Þegar á ungum aldri fór Guðrún út á hinn svonefnda vinnumarkað. Fljótlega réðst hún til skrifstofu- starfa hjá fyrirtækinu Isaga hf. og þar var vinnustaður hennar á fimmta tug ára eða þar til hún lét af störfum utan heimilis fýrir aldurs sakir. Þar var hún virtur og velmet- inn starfsmaður. Guðrún átti allfjölmennan vinahóp utan nánustu ættingja og vinnufé- laga. Var þar bæði um að ræða söngfélaga og félagskonur í sauma- klúbbi og fleiri. Vináttan, sem þar stofnaðist, ent- BORGAR APÓTEK Álftamýri 1-5 GRAFARVOGS APÓTEK Hverafold 1-5 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Borgar Apótek Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. ist ævilangt. Kom þetta vel fram í þeim fagnaði, sem hún hélt vinum sínum og ættingjum, er hún varð sjötug sl. haust. Naut hún þess inni- lega að gleðjast þar með sínu fólki. Þótt Guðrún hefði ærið að starfa út á við og við heimilisstörf, lét hún ekki þar við sitja. Hún var hin mesta hagleikskona við handavinnu. Handaverk hennar voru eftirsótt og eiga ýmsir góða muni gerða af henni. Guðrún giftist ekki og átti engin böm sjálf. Hinsvegar mat hún mik- ils og þótti sérlega vænt um afkom- endur systra sinna. Sambandið við þá gaf henni mikla lífsfyllingu. Þar sem annarsstaðar reyndist hún hið mesta tryggðatröll. Með Guðrúnu er gengin mæt kona og vammlaus, sem allsstaðar vildi koma fram til góðs, hógvær kona og hjartahrein. Blessuð sé minning hennar. Kristinn Júlíusson. Þegar árin færast yfír má búast við að æsku- og ungdómsvinunum fækki. Það er þó alltaf mikið áfall þegar einhver þeirra fellur í valinn, ekki síst þegar atburðimir gerast óvænt og með stuttum fyrirvara. Nú er Guðrún Stefánsdóttir dáin, hún sem virtist þó vera sæmilega hraust fyrir aðeins hálfum mánuði. Það eru líklega um það bil níu ár síðan Þórdís, tvíburasystir henn- ar, lést. Þær vom alltaf mjög sam- rýndar auk þess sem þær vom nauðalíkar í sjón og það jafnvel svo að ýmsir áttu erfítt með að þekkja þær í sundur. Að öðm leyti vom þær hreint ekki svo líkar. Þórdís var hress og kát og ævinlega var mikið fjör í kringum hana. Þær vom báðar óvenju músíkalskar og því var oft mikið sungið og vel þar sem þær vom enda voru þær báðar í Þjóðleik- húskómum í mörg herrans ár. Guðrún var rólegri. Hún vann öll sín störf í kyrrþey og alltaf virtist eins og hún væri svo sem ekkert að gera. En það munaði vemlega um afköstin hennar. Þær systurnar vom báðar miklar mannkostamann- eskjur en hvor á sínu sviði. í raun má segja að þær hafí eins og bætt hvor aðra upp. Þær voru miklar hannyrðakonur og ótrúlega vand- virkar. Það sem við í saumaklúbbn- um, sem við höfum verið í frá tví- tugsaldri, munum þó ef til vill best er hve góðir vinir og félagar þær báðar voru. Guðrún var óvenjulega ósérhlífin og lét sig ekki muna um að gera öðmm greiða hvenær sem því varð við komið. Hún var líka alltaf boðin og búin að taka að sér ýmislegt sem gera þurfti fyrir hópinn sameigin- lega. Á haustin var hún oftast fyrst til að hafa saumaklúbb, og alltaf var hún tilbúin að sauma og pijóna fyr- ir hvem sem var. Allt, sem hún átti, var hún tilbúin að gefa eða lána og bækurnar, sem hún fékk í jólagjöf, gengu venjulega hringinn til allra í klúbbnum. Guðrún giftist ekki en segja má að á stóm heimili með manni og bömum hefði Guðrún sómt sér vel því að hún var óvenju dugleg og myndarleg húsmóðir og auk þess höfðingi heim að sækja. Við, sem eftir stöndum, eigum eftir að sakna Guðrúnar en við munum þó alltaf geyma allar þær mörgu góðu minningar sem tengjast henni og Þórdísi, systur hennar. Að lokum viljum við votta að- standendum hennar okkar dýpstu samúð. Saumaklúbburinn. Jiiiiimi jl Erfidrykkjur P E R L A N Slmi S62 0200 Ixiiiixiiir JÓNA MARGRÉT SVEINSDÓTTIR + Jóna Margrét Sveinsdóttir fæddist á Giljalandi í Miðfirði 18. júlí 1926. Hún lést á heimili sínu í Kópa- vogi 16. mars síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sveinn Guðmunds- son bóndi og Ses- selja Björnsdóttir húsmóðir. Jóna fluttist tveggja ára gömul með foreldr- um sínum til Hvammstanga. Fjölskyldan flutti síðan til Hafnarfjarðar 1941 og bjó þar síðan. Jóna stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi veturinn 1947-1948. Árið 1948 giftist Jóna Eiríki Bjarnasyni múraranema frá Bjargi I Helgustaðahreppi í Reyðarfirði. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík, síðan í Hafnar- firði. Þau byggðu sér hús í Víðihvammi í Kópavogi árið í minningu þess að í dag eru sjötíu ár frá fæðingu Jónu Mar- grétar Sveinsdóttur vil ég minnast kynna minna við hana með þakk- látum huga. í friði og kærleika gekk hún á meðal okkar látlaus og blíð, en samt svo virðuleg og traust. Ég sakna hennar Jónu, þessarar góðu grannkonu, sem bjó hér hinum megin við garðinn minn í Hrauntungunni. Við vorum ekki daglega inni á gafli hvor hjá ann- arri í morgunkaffi, en gátum leitað hvor til annarrar ef með þurfti. Við dáðumst saman að blómunum í görðunum okkar og gáfum hvor annarri afleggjara af fallegustu blómunum okkar. Saman fórum við á vorkvöldum út í Hafnarfjarð- arhraun að leita að jurtum á dögg- votri jörð og fundum fyrir sam- kennd við landið í dularfullri dalal- æðunni sem smaug í gjótum og drögum. Þá vorum við á besta aldri og yngstu börnin okkar léku sér saman. Það voru góðir dagar. Öll umgengni við Jónu og Eirík var sem best varð á kosið. Drengirnir þeirra voru prúðir og vel upp ald- ir, enda áttu þeir gott heimili og traust athvarf hjá móður sinni sem var alltaf heima. Jóna var einstaklega handlagin. Allur saumaskapur lék t.d. í hönd- um hennar og prýddu því margir fagrir útsaumaðir munir heimilið, m.a. útbjuggu þau hjón sér tjald- vagn í samvinnu við systur Eiríks og mág. Tjöldin voru hins vegar saumuð inni í stofu hjá Jónu. Þarna urðu til tveir þessir líka fínu tjaldvagnar á stuttum tíma, sem ég horfði á fullbúna úti á stétt. Það var-ánægjulegt að sjá gleði þeirra hjóna yfir vel unnu verki. Þau nutu þess að ferðast um land- ið og kom þá tjaldvagninn að góð- um notum. Á ferðalögum sínum tóku þau mikið af ljósmyndum og held ég að þau hafi átt myndir af flestum kirkjum landsins. Um það leyti er þau fluttu í Hamraborgina hófu þau byggingu á myndarlegum sumarbústað ásamt sonum sínum í landi múrara í Grímsnesi. Saman unnu þau að því að gera allt snyrtilegt bæði utan húss sem innan, en því miður nutu þau dvalar þar alltof stutt, því fljótlega fór heilsu Jónu að hraka. Það var eins og tengslin við þessa fyrrverandi nágranna ykjust eftir að þau fluttust burt. Við hjónin heimsóttum þau oft og ég dáðist mjög að andlegu þreki hennar, hve hún tók sínum þungu veikindum af miklu jafnaðargeði og gat rætt um sjúkleika sinn og væntanlegan dauða. Þau hjón gerðu sér fulla grein fyrir að hveiju stefndi. Þau nýttu 1955 og síðar í Hrauntungu 10 í sama bæ árið 1964. Árið 1989 fluttust þau hjón í Hamra- borg 16 í Kópavogi. Jóna og Eiríkur eignuðust fimm syni. Þeir eru: 1) Sveinþór, f. 1950, kvæntur Eygló Sævarsdóttur og eiga þau tvær dæt- ur, áður eignaðist hann tvo syni með fyrri konu sinni Hjördísi Péturs- dóttur. 2) Jóhann Ásberg, f. 1951, kvæntur Hrönn Péturs- dóttur og eiga þau eina dóttur og tvo syni. 3) Guðmar, f. 1955, dáinn 1956. 4) Snorri, f. 1958, kvæntur Kristínu Ólafsdóttur og eiga þau tvo syni. 5) Jón Eiríkur, f. 1964, kvæntur Önnu Lísu Geirsdóttur og eiga þau tvær dætur. Jóna var jarðsett I kyrrþey að hennar eigin ósk 26. mars. sér vel þann tíma sem hlé varð á veikindum hennar og fóru þá til útlanda. Þau fóru nokkrum sinnum til Hollands að heimsækja þar systurdóttur Jónu og höfðu mikla ánægju af þessum ferðum. Þau voru sem áður samstillt og róleg og tóku örlögum sínum með jafnaðargeði og voru þakklát fyrir hveija stund sem þau fengu að vera saman. Eiríkur stóð óhaggað- ur við hlið sinnar elskuðu eigin- konu og hafði hana heima og hjúkraði henni af mikilli alúð til hinstu stundar. Var Eiríkur mjög þakklátur heimahjúkrunarfólki Krabbameinsfélagsins fyrir að gera þeim hjónum þetta mögulegt. Ég heimsótti Jónu nokkrum sinnum eftir að hún var orðin rúm- liggjandi. Undir það síðasta svaf hún orðið mikið. Þegar ég heim- sótti hana í síðasta sinn settist ég hjá henni og horfði á friðsæla ásjónu hennar og hugsaði um öll árin sem við vorum nágrannakon- ur en höfðum þó allt of lítil sam- skipti. Ég iðraðist þá alls hins tap- aða tíma því ég vissi að nú var skammt í burtför hennar. Allt í einu vaknaði hún og þekkti mig, faðmaði mig að sér og minntist við og sagði: „Nú fer ég að fara, það var svo gott að hafa átt þig fyrir vinkonu." Hún andaðist tveimur dögum síðar hinn 16. mars, umvafin kærleik ástvina sinna. í garðinum mínum stendur fal- legur runni sem heitir snækóróna og er hann í dag í fullum blóma. Þennan runna færðu Jóna og Ei- ríkur mér fyrir nokkrum árum. Jónu fannst nauðsynlegt að ég eignaðist runnann því hún vissi að mér þótti gaman að eiga sem flestar tegundir. Þessi gjöf gladdi mig mjög, ekki síst fyrir það að gleði þeirra hjóna var jafn mikil og mín sem þiggjanda. í fyrra, það var þennan dag hjá þessum stig að bænum; hún lagði á munn sér munablóm i mogunblænum. Og eitthvað langt í fjarlægð fór hún burt - svo frjáls í spori; en munablómið brosir enn í blæ í vori. (Tsúí Hú.) Líf hvers og eins er sem örstutt spor á eilífðarbrautinni. Hver og einn skilur eftir sig ófyllt skarð. Þinni göngu er lokið hér á meðal okkar. Megi þín göfuga sál hvílast þar sem blómin anga. Vertu sæl, elskulega Jóna, minning þín mun lifa hjá ástvinum þínum. Stefanía Ragnheiður Pálsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.