Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ1996 43 * A norrænni slóð í Ár- bæjarsafni ÁRBÆJARSAFN verður opið helgina 20.-21. júlí frá kl. 10-18. Á laugardeginum geta börn lært að reisa horgemling og fleiri gamla leiki eða brugðið sér á hestbak. Á sunnudeginum verður opnuð ný sýning á Árbæjar- safni en það er norræna far- andsýningin A norrænni slóð. Sýningin er unnin af danska arkitektinum Sören Sass og rithöfundinum Ebbe Klavedal Reich. Sýningin er á íslensku og fjallar um Norðurlönd og íbúa þeirra. Á sunnudeginum mun glímu- félagið Ármann sýna glímu og aðra forna leiki á torginu fyrir framan miðasöluna kl. 15. Líkt og aðra daga verður tóvinna, roðskógerð, bókband, gullsmíði og margt fleira á boðstólum. Orlofsdvöl blindra og krabba- meinssjúkra LÍKNAR- og vinafélagið Bergmál gengst fyrir einnar viku orlofs- dvöl fyrir krabbameinssjúka dag- ana 12. til 19. ágúst og aftur 21. til 28. ágúst nk. að Hlíðardals- skóla í Ölfusi. Dvölin verður sjúkl- ingum að kostnaðarlausu. Þetta er annað sumarið sem Bergmál gengst fyrir slíkri orlofs- dvöl fyrir krabbameinssjúka, en að þessu sinni færir félagið út kvíarnar því vikurnar verða tvær og verða blindir meðal gesta fyrri vikuna. Orlofsvikan í fyrra þótti takast með afbrigðum vel og voru dvalargestir og Bergmálsfélagar mjög ánægðir, segir í fréttatil- kynningu. Verður stefnt að því nú, eins og þá, að gera öllum dvölina eins ánægjulega og frek- ast er unnt. Verður fjölbrej'tt dagskrá alla daga og kvöldvökur á hvet-ju kvöldi með iistafólki. Sundlaug er á staðnum og góð aðstaða til útivistar. Umsóknir berist fyrir 1. ágúst til Kolbrúnar Karlsdóttur, síma 557-8897, og Sveinbjargar Guð- mundsdóttur, síma 552-8730 og 554-2550, og veita þær einnig allar nánari upplýsingar. Síðdegis tónleikar á Ingólfstorgi TÓNLEIKAR verða haldnir á Ing- ólfstorgi á föstudag og hefjast þeir klukkan 17. Fram koma hljómsveitirnar Kolrassa krókríð- andi og Bag of Joys. Hamli veður verða tónleikarnir fluttir í Hitt húsið. Sjóminjasafnið Gömul vinnu- brögð og harmonikku- leikur GÖMLU vinnubrögðin verða kynnt í Sjóminjasafni íslands í Hafnarfírði frá klukkan 13-17 á sunnudag. Þá leika tveir fyrrver- andi sjómenn á harmónikku með- an opið er. Verkleg sjóvinna hefur verið fastur liður í starfsemi safns- ins í sumar og verður áfram á dagskrá alla sunnudaga í júlí og ágúst. Sjóminjasafnið er nú opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. I safninu eru varð- veittir munir og myndir er tengj- ast sjómennsku og siglingum fyrri tíma, þ.á m. tveir árabátar. Einn- ig er til sýnis loftskeyta- og korta- klefi af nýsköpunartogaranum Röðli GK 518, ýmis veiðarfæri, áhöld og tæki, m.a. hvalskutull, skipslíkön og fleira. I forsal Sjóminjasafnsins stendur nú yfir sýning á 15 olíu- málverkum eftir Bjarna Jónsson listmálara. Allt eru þetta myndir um sjómennsku og sjávarhætti fyrir daga vélvæðingar og má því segja að um hreinar heimildar- myndir sé að ræða. Allar mynd- irnar eru til sölu. * Alyktun aðal- fundar Félags heyrnarlausra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem samþykkt var af aðalfundi Félags heyrnar- lausra 22. júní síðastliðinn. „Við sem erum heyrnarlaus skorum á yfirvöld að tryggja mannréttindi heyrnarlausra lands- manna með því að viðurkenna með lögum íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra íslend- inga. Við skorum á yfirvöld að tryggja með lögum rétt heyrnar- lausra til menntunar sem fer fram á táknmáli, frá fæðingu til dauða- dags. Við skorum á yfirvöld að tryggja með lögum fullan rétt heyrnarlausra á táknmálstúlkun. Við skorum á yfirvöld að tryggja greiðslur fyrir táknmálstúlkun." Boðsmót Tafl- félagsins TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir boðsmóti í skák sem stendur frá miðvikudegi í næstu viku, 24. júlí, til 12. ágúst. Tefld- ar verða 7 umferðir og er um- hugsunarfrestur hálftími á 30 leiki. Öllum er heimil þátttaka og er skráning í síma TR á kvöldin. FRÉTTIR Sumarhátíð Sólstöðu- hópsins að Laugalandi SUMARHÁTÍÐIN „í hjartans ein- lægni“ verður haldin helgina 19. til 21. júlí næstkomandi, að Lauga- landi í Holtum, að frumkvæði lítils hóps er kallað hefur sig Sólstöðu- hópinn. Markmið Sólstöðuhópsins hefur verið að vekja fólk til umhugsunar um lífsgildi eins og ást, vináttu, frið, sameiningu, fjölskyldutengsl, bömin okkar, tengsl manna í millum, virð- ingu og trú, svo eitthvað sé nefnt. Vandað verður til hátíðar þessar- ar. Boðið verður upp á fjölda stuttra námskeiða, sniðnum að þörfum barna, unglinga og fullorðinna. Hátíðin er ætluð öllum; jafnt fjöl- skyldum sem einstaklingum. Dag- skráin verður bæði fróðleg og skemmtileg. Á meðan þeir fullorðnu eru á námskeiðum geta börnin ver- ið að leik í hinum ýmsu smiðjum. En bamadagskráin verður fjöl- breytileg og má þar nefna t.d. vís- indasmiðju, sköpunarsmiðju, leik- smiðju og trésmiðju. Þá mun einnig nokkur fjöldi listamanna koma að dagskránni, sem miðar þó að því að stuðla að virkni þátttakenda sjálfra. Unglingarnir fá einnig dag- skrá við sitt hæfi. Farið verður í ævintýraferð út í náttúruna, haldið sundlaugarteiti og fleira. Hátíðin ber yfirskriftina „í hjart- ans einlægni“ og er ætlunin að sam- einast að Laugalandi í Holtum og rækta hið jákvæða lífsgildi. Þar verða jafnt ungir sem aldnir saman í starfí og leik án vimuefna. Að- gangur að hátíðinni verður tak- markaður við 300 fullorðna og u.þ.b. 200 börn og unglinga. Inni- falið er í aðgangseyri allt það er lýtur að hátíðinni, námskeið, tjald- svæði, sund og fl. Bók um náttúruvemd afhent forseta íslands útgáfunnar, og Auði Sveinsdóttur stofnanir gefa ritið út í samein- formanni Landverndar, en þessar ingu. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Stórvirkar vinnuvélar og fjögurra öxla vörubílar sem nefndir eru „tólffótungar“ eru áberandi á verksvæði Héraðsverks. Framkvæmdir við veginn frá Jökulsá á Fjöllum í Víðidal á undan áætlun 30 manns á vöktum allan sólarhringinn NÝLEGA færðu Háskólaútgáfan og Landvernd Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta Islands, bókina „Umhverfisréttur; Verndun nátt- úru Islands" að gjöf. Bókin fjallar um náttúruvernd og umhverf- ismál og er í henni að finna yfir- lit um öll lög og reglur sem gilda hér á landi á þessum sviðum. Auk þess er þar sagt frá öllum alþjóða- samningum um umhverfismál sem íslendingar eru aðilar að og gildi þeirra metið. Er bókin mikil- vægt fræðslu- og upplýsingarit fyrir alla þá sem áhuga hafa á vernd náttúru íslands og auðlinda þess, segir í fréttatilkynningu. Höfundur bókarinnar, Gunnar G. Schram, prófessor, afhenti frú Vigdísi Finnbogadóttur ritið að viðstöddum Jörundi Guðmunds- syni, framkvæmdastjóra Háskóla- Ellefu ungmenni synda yfir Faxaflóa Sundhópur frá Sundfélagi Akraness ætlar á laugardag að synda frá Reykjavík til Akraness, svokallað Faxa- flóasund. Sundleiðin er um 21 km og skiptast krakkarnir á að synda. Þau eru 11 talsins og yngsti sundmaðurinn er 14 ára. Allt sundfólkið mun synda í blautbúningum til að verjast kuldanum í sjónurn. Fyllsta öryggis er gætt í framkvæmd sundsins. Lóðs- inn á Akranesi og Björgunar- sveitin Hjálpin hafa aðstoðað sundfélagið við þessa fram- kvæmd. Læknir verður um borð í bátnum sem fer með sundhópnum og tveir menn frá Björgunarsveitinni verða í kafarabúningum um borð í bátnum tilbúnir að grípa inn í ef á þarf að halda. Þetta er í þriðja sinn sem Faxaflóasund er farið og er þetta liður í fjáröflun félags- ins. Sundfólkið hefur nú á síð- ustu dögum safnað áheitum hjá einstaklingum og fyrir- tækjum á Akranesi og hefur það gengið mjög vel. Allur ágóði af þessari fjáröflun renn- ur í ferðasjóð félagsins. Lagt verður af stað í sund- ið frá Miðbakka í Reykjavík kl. 9 á laugardagsmorgun ef veður leyfir. Annars verður synt einhvern annan dag þeg- ar veður er hagstætt. Vaðbrekka, Jökuldal. - Fram- kvæmdir við nýja veginn frá Jök- ulsá á Fjöllum í Víðidal ganga vel. Þessi nýi vegarkafli er 13,5 kíló- metra langur og liggur nokkru vest- ar en gamli vegurinn. Nýi vegurinn fer þess vegna ekki um hlaðið á Grímsstöðum eins og sá gamli ger- ir. Verktaki við verkið er Héraðs- verk frá Egilsstöðum. Heildar rúm- metrafjöldi efnis sem fer í veginn er um 380 þúsund rúmmetrar. Nú þegar er lokið við að aka út um 200 þúsund rúmmetrum og verkið þrem vikum á undan áætlun. Að sögn Sveins Jónssonar fram- kvæmastjóra Héraðsverks vinna nú um 30 manns við verkið á vöktum allan sólarhringinn. Verkið gengur vel og sagði Sveinn að lokið yrði við að aka út burðarlagi í lok ágúst. í framhaldi af því verður umferð hleypt á veginn í byijun september, en slitlag verður lagt á veginn næsta sumar. Héraðsverk fer svo strax að loknu þessu verki austur á Fjarðarheiði þar sem þeir hafa fengið annað verk, 5,5 kílómetra vegarkafla með áætl- uðum verklokum á uppbyggingu um miðjan oktober. „Voice Organizer ™“ Helsli innflytjandi fyrir Skandinavíu, Borg Utvikling AS, leitar að söluaðila fyrir hinn vinsæla „Voice Organizer" (tímastjómandi, setn stjórnast af rödd). Varan er aðallega ætluð atvinnulífinu. Vinsamlegast hafið samband á fax'OO 47 69 14 33 15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.