Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens SENIXJ T/L AtÍN ÞCsDUFUGL T/L JtG> ' ^ Qt/LA LÍF/NO M£TE>- » ULM IHJŒE Z-W 5' Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand U)A5 ▼ NO, A MEA / LANCE 6ENERAL? I CORPORAL F0R6ET TME DI66IN6, MARCIE-.LET'S JU5T CRAWLTOTHE FENCE.. MY UNCLE WOULD BE PROUD OF ME..MEUIA5 IN TME INFANTRY... ME ALWAY5 SM5 ME R05E TMR0U6H THE RANK5.. Sleppum því að grafa, Frændi minn yrði stoltur Hann segir alltaf að Var hann herforingi? Nei, Magga... skríðum bara að af mér... hann var í fót- hann hafi unnið sig hann var óbreyttur her- girðingunni.... gönguliðinu... upp... maður. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Guð/Darwin - lifandi eða dauðir? Frá Huldu Jensdóttur: TVEIR ungir menn skrifa grein í Morgunblaðið nýverið. Þeir vitna í Friedrich Nietzche, að hann hafi sagt: „Guð er dauður". Við þessa ungu menn langar mig til að segja. Fullyrðingar F. Nietzc- he sýna aðeins takmörkun hans sjálfs og hroka, ekkert annað, því eitt er að vita og annað að draga ályktanir. Ungu mennirnir halda áfram og segja. „Það er ekki Guð, sem hefur skapað manninn í sinni mynd það er maðurinn sem hefur skapað Guð í sinni mynd, þetta eru sannindi sem eru löngu viðurkennd af hvetjum hugsandi manni" (let- urbr.mín). Nú er það svo að kristin kirkja, sem telur milljónir, boðar að við séum sköpuð í Guðs mynd og af Guði. Það er því stórt upp í sig tekið að fullyrða að allar þessar milljónir séu ekki hugsandi mann- eskjur. Að lesa líffræði í menntaskóla, en þar eru ungu mennirnir, segir lítið enda fer margt eftir því, hvern- ig á er haldið í kennslunni. Að halda því fram að: „kristin trú“ „sé hræsni“ og „oft leidd af leiðtogum sem fái viðkvæmar sálir.. . “ „til að gera hvað sem er... “ „ ... sjálfsmorð í þágu safnaðar- ins ... “ o.s.frv. er skelfilegt. Krist- in kirkja er að sjálfsögðu ekkert af þessu, þvert á móti er hún horn- steinn menningar og mannkær- leika, eins og dæmin sanna, sem hefur ekkert að gera með þá vit- fyrru, sem þarna er vitnað í. Við mannanna börn erum og verðum alltaf gallagripir, en allir hljóta að vera sammála um að lífs- gildi og meginreglur kristinnar trú- ar, séu það sem heldur heiminum gangandi, svo langt sem það nær. Auðvitað-vildum við öll að betur gengi, en án þessara kristnu gilda væri ástandið mun hörmulegra en raun ber vitni. Á íslandi njótum við þeirra forréttinda að þjóðlíf okkar allt er byggt á kristnum gildum og þarf ekki langt að fara til að sjá muninn. Menn deila um það hvort kenn- ingar Darwins séu villukenningar eða allur sannleikurinn. Ég hefi ekki hugsað mér að blandast í þær deilur, en get þó ekki neitað mér um að benda á að sjálfur Darwin dró til baka sumar af kenningum sínum áður en hann fór héðan af heimi og sumt honum eignað, ekki hans. Hinsvegar er mér ljúft að taka undir kenningar Darwina um það að allt líf hafi sameiginlegan uppruna og að allar dýrategundir séu greinar af sama meiði. Fyrir mér er það deginum ljósara að sama lögmálið gengur í gegn um allt sköpunarverkið, það er órofa heild, þar er líking, þar er þráður sem ég kýs að kalla hina skapandi hönd almættisins, en sem ljósmóðir í mörg ár get ég ekki sætt mig við að virðing fyrir barninu í móðurlífi fyrstu vikurnar er ekki meiri en virðingin fyrir eðlu eða ketti á sama aldurstigi, er e.t.v. ekki að undra þótt fóstureyðingavandamálið sé eins geigvænlegt og raun ber vitni, þar sem fleiri hundruð börn á litla Islandi árlega, fá ekki tækifæri til að fæðast og lifa. Menn gráta varla þótt eðla eða köttur deyi á fyrstu vikum meðgöngunnar fyrir slysni eða fyrir tilverknað einhvers, en menn geta grátið allt lífið ef barn í móðurkviði hefur verið fjarlægt þaðan að ósekju og/eða í hugsunar- leysi. Slíkur samanburður hlýtur því að teljast rugl. Um leið og sæðisfruma karl- manns og eggfruma konu samein- ast, kviknar líf - mannlíf. Allir erfðaeiginleikar manneskju eru þar. Litla hjartað, sem byrjar að slá þegar eftir 3 vikur er ekki hjarta eðlu, kattar eða apa. Það er hjarta í lítilli manneskju. Vísindin eru stöðugt að leita svara við flóknum spurningum lífs- ins og það er vel, en svörin eru ekki alltaf auðfundin. I hafinu er flóð og fjara, þar finnast sölt, það sama og í líkama okkar segja sum- ir. Aðrir komast að þeirri niður- stöðu, að við séum komin af jörðu, því þar sé að fínna öll sömu efnin sem líkami okkar er uppbyggður af, enda förum við öll þangað aft- ur. Sumir draga ályktanir, sumir fullyrða, aðrir efast og leitin heldur áfram, en eitt eru menn sammála um. í eggjakerfum konunnar eru mörg hundruð þúsund kynfrumur þegar á frumfósturstigi. Kynfrum- ur, sem verða að eggjum. Sum þess- ara eggja verða að mönnum, ekki að einhverju öðru. Við getum talað um atóm ef við viljum, frumur, frumukjarna, kjarnasýrur (DNA), sem stjórna skiptingu frumanna, það er mannlífið. í kjarnanum geymast litningarnir, mesti leynd- ardómur lífsins. Manneskjan, sem þannig verður til, er einstök, aldrei verður nokkur manneskja aftur til alveg eins. Frá upphafi til enda hefur hún sín séreinkenni, sem eng- inn getur breytt og aldrei verða frá henni tekin. Þremur vikum eftir samruna eggs og sæðis mælist hjartsláttur í lítilli manneskju. Eftir 6 vikur er þar munnur, varir og tunga og vísir kominn að mjólkur- tönnunum tuttugu, sem vaxa hratt. Eftir 7 vikur sýnir litla krílið við- brögð við áreiti og hreyfingar þess mælast. Eftir 8 vikur finnur það til og eftir 10 vikur hefur það fengið fullkomna mannsmynd og 11-12 vikna kyngir það sofnar, vaknar, heyrir. Viðbrögð við hávaða og einnig tónlist mælist. Þessu dýrmæta lífi, sem þannig fullkomnast í líkama konunnar á nokkrum mánuðum, er ætlað eitt- hvað sérstakt. Þess vegna ber okk- ur að taka vel á móti því, bera virð- ingu fyrir því og umvefja það ómældum kærleik. Ekkert af þessu mesta undri sköpunarverksins má missa sín, að auki hlýtur það að teljast móðgun við þetta meistara- verk sköpunarverksins að líkja því við nokkuð annað en það, sem það er, þ.e. manneskja sem margir telja að sé sköpuð í Guðs mynd. HULDA JENSDÓTTIR, Eskihlíð 8, Reykjavík. Allt efni sem birtist ( Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.