Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG Vigdís og milljónin Frá Gunnar H. Ársælsson: RÍKISSTJÓRN íslands tók ekki alls fyrir löngu ákvörðun um það að frú Vigdís Finnbogadóttir, sem í 16 ár hefur á glæsilegan hátt þjónað lýð- veldinu sem forseti þess, skyldi í framtíðinni eiga þess kost að leggja fram reikninga vegna ferðakostn- aðar, að upphæð einni milljón krónur á ári. Einnig að starfrækt verði skrif- stofa, með ritara í kringum frú Vig- dísi, þegar hún lætur af embætti. Allnokkrar umræður hafa spunnist um þessa ákvörðun og mál þetta, sem að mínu mati er eðlilegt. í þessu sambandi vakna þó ýmsar spurning- ar hjá undirrituðum, m.a. þessar: 1) Hver átti þessa hugmynd og hvernig var staðið að ákvörðun þess- ari hjá ríkisstjórninni? Er hægt að fá upplýsingar um þetta? 2) Eru einhver tímatakmörk á þeim árafjölda sem frú Vigdís hefur þessa heimild til að leggja fram reikninga vegna ferðakostnaðar síns í framtíðinni? 3) Er fordæmið sem ákvörðunin gefur gott eða slæmt, og er nú ekki óumflýjanlegt að allir forsetar lýð- veldisins njóti þessara kjara, eða svipaðra, í framtíðinni og næstur í röðinni verði Ólafur Ragnar Gríms- son? Eða verður þetta háð duttlung- um sitjandi ríkisstjórnar hveiju sinni? 4) Er þetta eðlilegt í ljósi þeirrar staðreyndar að lágmarkslaun verka- manns á einu ári eru langt undir þessari upphæð? Er það siðferðilega rétt að taka svona ákvörðun þegar þúsundir manna og kvenna ganga um í leit að atvinnu? 5) Hver eru nákvæmlega eftir- launakjör forseta íslands? 6) Ef sú verður raunin að frú Vigdís komi til með að leggja fram reikninga, er það þá ekki í samræmi við opna og gegnsæja stjómsýslu- (sem e.t.v. er smám saman að kom- ast hér á, þó enn sé langt í land) að þessir reikningar yrðu birtir op- inberlega? Stjórnmálaflokkar lands- ins mættu einnig taka upp þann sið. 7) Hver er áætlaður kostnaður við skrifstofuhald og annan rekstur væntanlegrar skrifstofu frú Vigdísar? Að mínu viti er það hlutverk fjöl- miðla landsins að spyija spurninga sem þessara. Þó að viss „heilagleiki" og jafnvel dulúð hafi í gegnum tíðina umlukið embætti forseta Islands hafa nokkrar breytingar orðið á því á síð- ustu misserum. Og líklegt er að í ljósi kjörs Ólafs Ragnars Grímsson- ar, verði umfjöllun fjölmiðla um for- setann með nokkuð öðru sniði, e.t.v. opnari, meiri og óvægnari. Það skal tekið fram hér að undir- ritaður er einlægur „Vigdísarsinni“, og ég tel að hún hafi unnið stórkost- legt verk fyrir ísland og skilað okkur ' meiri tekjum og kynningu en okkur grunar. Reyndar tel ég að við hefðum átt að notfæra okkur þessa sérstöðu meðal vestrænna lýðræðisþjóða (þ.e. að hafa konu sem forseta) mun meira en við höfum gert á þeim 16 árum sem frú Vigdís hefur verið forseti. En því verður ekki breytt úr þessu. Á undanfömum áratug hafa orðið ’ gífurlegar breytingar á umhverfi fjöl- miðla hér á landi. Ljósvakafjölmiðlun er nú fijáls og hörð samkeppni ríkir. Sú samkeppni ætti að leiða af sér gagnrýna, en á sama tíma ábyrga fjölmiðla, sem að mínu mati ættu að fjalla á faglegan og óhlutdrægan hátt um ákvarðanir og mál sem þetta. Slíkt er í raun skylda Ijölmiðla. GUNNAR H. ÁRSÆLSSON, stjórnmálafræðingur. FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ1996 45 Blombeng Excellént fynin þá sem vilja aðeins það besta! OFNAR: 15 gerðir í hvítu, svörtu, stáli eða spegilálferð, fjölkerfa eða Al-kerfa með Pyroíyse eða Katalyse hreinsikerfum. HELLUBORÐ: 16 gerðir, með háhitahellum eða hinum byltingarkenndu, nýju Spansuðuhellum, sem nota segulorku til eldunar. Ný frábær hönnun á ótrúlega góðu verði. Hefur réttu lausnina fyrir þig! Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28-Sími 562 2901 og 562 2900 Íoppurinn í eldunartækjum Blombera í \ % Sérstök sportútgdfa með dlfelgum, vindskeið með henddljósi, Panasonic geislóspilara og 4 hdtölurum SUZUKI Afl og öryggi Baleno gerir öruggon akstur skemmtilegan MEÐ: 86 hestafla 16 ventla vél • öryggisloftpúðum íyrir ökumann og_ farþega í framsæti • samlæsingum • rafdrifnum rúðuvindum • raf- stýrðum útispeglum • styrktarbitum í hurðum • vökva- og veltistýri • upphituðum framsætum • samlitum stuðurum. ÍBALENÖatmælisgerð Þú fœrð ekki betur útbúinn bíl á svona verði1. Sumki Baleno, i'dyra ajhueUsgerð: 1.180.000,-kr. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.