Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 ára ábyrgð NYjU NILFISK RYKSUGURNAR HAFA FEIKNA SOGAFL OG FULLKOMNASTA SÍUNARBÚNAÐ SEM VÖL ER Á* Nilfisk AirCare Filter® Með 2ja laga pappírspoka, grófsíu og HEPA-síu heldur Nilfisk eftir 99,97% allra rykagna sem eru stærri en 3/10.000 úr millimetra (0,3 my). *í sænskri neytendaprófun (Konsumentverket) á 11 þekktum ryksugum var Nilfisk með HEPA-síu sú eina sem fékk toppeinkunn fyrir síunarhæfni. rz CJ) cn (z ■o ^ XO O <§ _ Archffecfural Pekjandí vörn í ýmsum litum sem hrindir frá sér vætu en leyfir lofti að leika um viðinn. Einnig fyrir járn og stein. ræður góða verðið ríkjum og allir dagar eru tilboðsdagar. Liturinn er sérverslun með allar málningarvörur og þér er þjónað af fólki sem kann sitt fag. Lífu Sérverslun •rétti liturinn, rétta veréié, rétta fólkib Síðumúla 15, sími 553 3070 o 31 ár á islandi! Solignum Ertu viðbúinn veðri og vindum? ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Stórhátíð heilags Þor- láks biskups SUÐURGÖNGUFARI hringdi og vildi vekja at- hygli annarra Suður- göngumanna frá því í sum- ar á því að biskupsmessa verður haldin laugardaginn 21. júlí kl. 8 í Kristskirkju, Landakoti, heilögum Þor- láki, verndardýrlingi ís- lendinga, til heiðurs. Væri það ekki Suðurgöngu- mönnum til sóma að mæta til messu og sýna þar með hug okkar og þakklæti fyr- ir hans þátt í ferðunum? Lélegir hjólreiðastígar HJÓLREIÐAKONA hringdi til Velvakanda og kvartaði yfir lélegum hjól- reiðastígum í bænum. Hún segist hjóla víðs vegar um bæinn og víða sé pottur brotinn, en steininn taki þó úr á stígnum frá Elliða- árdal að Skeiðarvogi. Stíg- urinn er eins og þvotta- bretti og varla hægt að hjóla á honum. Hún telur að borgaryfirvöld ættu að gera eitthvað í þessum málum. Tapað/fundið Uppstoppuð rjúpa UPPSTOPPUÐ ijúpa, standandi á hraunsteini í sumarklæðum, tapaðist úr Hornstofu Heimilisiðnað- arfélagsins, Laufásvegi 2, í byrjun júlí. Viti einhver um ijúpuna er hann beðinn að hringja í Heimilisiðnað- arfélagið í síma 551-7800 (símsvari). Jakki tapaðist SVARTUR jakki með vín- rauðu fóðri tapaðist í mið- bænum sl. laugardags- kvöld. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 551-7737. Göngustafir töpuðust GRÁIR göngustafir með silfurlitu blómamynstri töpuðust við veginn sem liggur upp á Skálafell sl. sunnudag. Hafi einhver heiðarlegur tekið stafina til handargagns er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 551-3275. Myndavél tapaðist OLYMPUS-myndavél tap- aðist við vitann í Dyrhólaey laugardaginn 13. júlí sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 551-2737. Gæludýr Kettlingar TVEIR sætir sjö vikna kettlingar þurfa nýtt heim- ili. Svartur fress og brönd- ótt læða. Báðir mala og eru af heimakæru kyni, kassa- vanir. Vinsamlega hafið samband í síma 551-3695 (símsvari til kl. 17). Köttur í heimilisleit SEBASTÍAN er tveggja ára elskulegur köttur sem vantar nýtt heimili. Hann er af Nesinu og vanur að geta farið út, eyrnamerkt- ur, bólusettur og búinn að fara í aðgerð. Vinsamlega hafið samband í síma 551-7787 eftir kl. 17. Páfagaukur fannst LÍTILL hvítur páfagaukur fannst í Sigtúni við Kringlumýrarbraut sl. þriðjudag. Farið var með fuglinn í Blómaval og eig- andi getur vitjað hans þar. Farsi 01995 Farota Cartoons/Dtet. by Univered Prew Syndcate UAISbt-AZS/ce>OLTUAfí-T „ Bg erati/eg n/gLa^ur- e.f t/ié -eigum, siefnumót -erþab kynferé/'eleg are/'Lnú eta. gfyrUinrux- ? " SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Svartur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á alþjóð- legu móti í Santa Clara á Kúbu í sumar. Heima- maðurinn R. Perez (2.405) var með hvítt, en stórmeist- arinn Gildardo Garcia (2.540), Kólumbíu, var með svart og átti leik. 18. - Bh5! 19. Dxh5 - Dh3 20. He4 (Litlu betra var 20. f3 — Bc5+ eða 20. g6 - h6 21, He4 - Rf6! Og vinnur) 20. — g6 og hvítur gafst upp, því eftir 21. De2 — f3 blasir mátið við. Úrslit á mótinu urðu þessi: 1. Arencibia, Kúbu 9 v. af 13 mögulegum, 2. Matamoros, Ekvador 8 !4 v., 3. Nogueiras, Kúbu 8 v., 4. Zapata, Kólumbíu 7‘A v., 5—6. Becerra, Kúbu og Gildardo Garcia 7 v., 7—10. Harry Schiissler, Svíþjóð, Herrera, Kúbu, Pecorelli, Kúbu og Pupo, Kúbu 6 'A v. o.s.frv. Það kemur á óvart að Schiissler skuli hafa verið með, síðast mun hann hafa teflt á móti árið 1988. Hann hætti eftir að hafa verið útnefndur stór- meistari. FIDE veitti honum titilinn á undanþágu frá ströngustu kröfum. Full- langt var á milli mótanna þar sem Schussler náði stór- meistaraárangri. En nú er hann byijaður að tefla á nýjan leik og getur sýnt fram á að hann sé titilsins verðugur. Víkverji skrifar... AÐ er vart hægt annað en taka undir orð Péturs Jónssonar formanns atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar, þegar hann seg- ir yfírlýsingar Sigrúnar Magnúsdótt- ur oddvita R-listans um að ekkert sé athugavert við flutninga Land- mælinga ótímabærar. Sérstaklega vekja orð Sigrúnar athygli í kjölfar þess, að borgarráð í heild sinni sam- þykkti sérstaka tillögu ■ þar sem flutningur Landmælinga ríkisins til Akraness var harðiega gagnrýndur. xxx AUÐVITAÐ er það ávallt vand- ræðalegt fyrir stjórnmála- menn, þegar á daginn kemur að þeir eru ekki heilir í því samstarfí sem þeir hafa undirgengist. Af orð- um Sigrúnar má draga þá ályktun að henni renni framsóknarblóðið til skyldunnar, þ.e. að styðja Guðmund Bjarnason umhverfisráðherra og samráðherra eiginmanns síns, Páls Péturssonar. En hvernig getur þessi afstaða oddvita R-listans í Reykja- vík samræmst þeirri ábyrgð sem hún hefur axlað, þ.e. að gæta i hvívetná hagsmuna Reykvíkinga? Það getur vart talist í þágu hags- muna borgarbúa, að flytja 30 störf úr borginni, flytja um 120 manns úr borginni, nauðuga viljuga, senda börnin úr skólum sínum og gera þeim að hefja skólagöngu í öðru byggðarlagi og þar fram eftir göt- um. Hefði nú ekki verið nær fyrir oddvitann að spara sér yfirlýsing- arnar í þessum efnum, og velja gulls ígildið, þögnina? xxx NORÐMAÐURINN Jan Fasting, kajakræðarinn sem bjargað var um borð í flutningaskip- ið Daníel D. í fyrradag, ætlar ekki að gera það endasleppt. Sjálfsagt er flestum það í fersku minni, þeg- ar þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði honum af ísjaka við Græn- land í júlí í fyrra, þegar ísbirnir höfðu gert sér óþægilega dælt við hann. Víkverji fær ekki betur séð, en það hafi verið óðs manns æði, að ætla sér að róa á kajak, sem sællar minningar hét einu sinni húðkeipur, frá Seyðisfirði til Fær- eyja og þaðan áfram til Noregs. Egill Þórðarson varðstjóri hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sagði hér í Morgunblaðinu í gær, að aldrei áður hefði verið reynt að sigla á kajak þessa leið og vonandi myndi engum hugkvæmast slíkt síðar. xxx ANNARS hlýtur þessi Fasting að vera hálfgerður furðufugl þar sem hann leggur í hveija svaðil- förina á fætur annarri og hefur síð- an lífsviðurværi sitt af því að koma frásögnum af svaðilförunum á prent. Það er jafngott að maðurinn tryggi sig í bak og fyrir, eins og fram kom hér í fréttafrásögn blaðsins í gær að hann gerir. Björgun hans við Grænland í fyrra kostaði 1,2 milljón- ir króna, sem Landhelgisgæslan hef- ur að fullu fengið greiddar. Væntan- lega sleppur tryggingafélag hans með lægri upphæð að þessu sinni, en Víkveija undrar stórlega, að eitt- hvert tryggingafélag skuli yfír höfuð vera fáanlegt að tryggja annan eins mann og Jan Fasting.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.