Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Raunávöxtun á bankareikningum jan.-júní 1996 Sérkjarareikningar Landsbankinn Kjörbók 0,38-1,37% Landsbók12m. 3,28% Landsbók24m. 4,68% Landsbók60m. 5,68% Grunnur* 5,68% Búnaðarbankinn Gullbók 0,80% Metbók 1,28% Stjömubók 12 Stjörnubók 30 Bústólpi* 3,34% 5,18% 5,57% íslandsbanki Sparileið 2 0,25% Sparileið 3 0,25% Sparileið 12 3,33% Sparileið 24 Sparileið 48 4,67% 5,69% Sparileið 5* 5,72% Sparisjóðir Trompbók Trompbók 12 Trompbók 24 Öryggisb. vtr. Bakhjari 12 Bakhjarl 24 Bakhjari 36 Bakhjarl 48 Bakhjari 60 Húsnæðissp.r.* 0,81% 1,63% 3,08% 1,97% 3,20% 4,69% 5,15% 5,50% 5,72% 5,72% Ýmsir reikningar Reikningur Almenn sparisjóðsbók Tékkareikningar Lands bankinn -206% -2.06/ -2,44% Búnaðar- bankinn -2,03% -2,03/ -2,42% Islands- banki -2,16 % -2,15/ -2,51% Innlendir gjaldeyrisreikningar, lausir Bundnir reikningar til 3 og 6 mánaða skila hærri ávöxtun. NÁNARI upp- iýsingar um sérkjarareikninga er að finna í mánaðarlegu vaxtayfirliti Seðlabankans * Húsnæðissparnaðar- reikningar Bandaríkjadollar Sterlingspund Þýsk mörk Danskar krónur Norskar krónur Sænskar krónur Franskir frankar Svissn. frankar Japanskt yen ECU 6,55% 7,63% -7,03% -5,31% 0,02% 8,91% -4,14% -12,12% -9,16% -0,52% 6,57% 7,73% -6,98% -5,26% 0,59% 9,07% -3,94% -12,11% -9,07% 0,18% Gengisbundnir krónureikningar SDR (Sérstök dráttarréttindi) -0,74% -0,61% ECU (European Currency Unit) 1,00% 0,80% 6,83% 8,02% -6,81% -4,88% 0,50% 9,63% -3,76% -12,03% -9,11% 1,55% -0,61% 1,03% Spari- sjóðir -1,89% -1,89% 6,84% 8,11% -6,90% -4,92% 0,38% 9,76% -3,47% -12,09% -9,11% 1,54% -0,82% 0,71% Innstæðueigendur bera mismikið úr býtum hjá bönkunum Raunávöxtun varð hæst 5,6-5,7% BUNDNIR sparireikningar til fimm ára og húsnæðissparnaðarreikningar skiluðu mestri ávöxtun af innstæðum í íslenskum krónum í bankakerfinu fyrstu sex mánuði ársins. Raun- ávöxtun þeirra var á bilinu 5,6-5,7% á tímabilinu og bar þar lítið á milli einstakra stofnana. Eigendur innstæðna á óbundnum sparireikningum á borð við Kjörbók Landsbankans, Gullbók Búnaðar- bankans, Sparileið 2 hjá íslands- banka og Trompbók sparisjóðanna báru aftur á móti lítið úr býtum. Raunávöxtun þeirra reikninga var almennt vel innan við 1%, en fór hæst í 1,37% af Kjörbók af þeim innstæðum sem höfðu staðið óhreyfðar í 2 ár. Þá rýrnuðu innstæð- ur að raungildi á almennum spari- sjóðsbókum og almennum tékka- reikningum. Þetta sést nánar á með- fylgjandi töflu sem Morgunblaðið hefur tekið saman. í þessu sambandi vekur sérstaka athygli að gríðarlegar innstæður eru á þessum reikningum, samkvæmt peningamálatöflum Seðlabankans. Þar sést að í lok maí voru tæplega 46 milljarðar á óbundnum sparireikn- ingum, tæpir 16 milljarðar á almenn- um sparisjóðsbókum og 35 milljarðar á tékkareikningum. Fullvíst má telja að langstærstur hluti af innstæðum á almennum sparisjóðsbókum staldri þar stutt við og reikningarnir séu notaðir á svipaðan hátt og tékka- reikningar. Óbundnir sparireikningar eru ennfremur notaðir í svipuðum tilgangi hjá viðskiptavinum bank- anna. Einhver hluti innstæðna á þessum sparireikningum hefur þó án efa verið ávaxtaður á þessum lágu vöxtum um lengri tíma. Má telja lík- legt að einhver hluti innstæðueig- enda hafí enn ekki áttað sig á því að nú er óheimilt að verðtryggja óbundnar innstæður og þessir reikn- ingar séu ekki lengur hagkvæmur kostur til langtímaávöxtunar. Verðtryggð innlán voru í lok maí um 49 milljarðar og annað bundið sparifé um 12,1 milljarðar. Góð ávöxtun af lírureikningum Á töflunni sést einnig hver ávöxt- un gjaldeyrisreikninga hefur verið í íslenskum krónum og skiptir þá máli hvernig gengi viðkomandi mynta hefur þróast. Þar kemur t.d. fram að ávöxtun hefur verið mjög góð af sænskum krónum en aftur á móti héfur þróunin verið óhagstæð þegar um hefur verið að ræða sviss- neska franska og þýsk mörk svo dæmi sé tekið. Hér sést þó ekki ávöxtun reikn- inga;í ítölskum lírum sem skiluðu allt að 19% raunávöxtun. Samtals áttu landsmenn tæpa 13 milljarða á gjaldeyrisreikningum í lok maímán- aðar. Lokaverð verðbréfa í Evrópu hækkar Stöðugri markaður í Wall Street London. Reuter. EVRÓPSK verðbréf hækkuðu í gær eftir góða byrjun í Wall Street þrátt fyrir miklar sveiflur daginn áður. Verðbréf í London, Frankfurt og Paris hækkuðu um meira en 1% um leið og staðan batnaði í New York batnaði eftir sveiflurnar á þriðjudag þegar viðskipti með hlutabréf voru meiri en nokkru sinni fyrr. Staða dollars var veikari þrátt fyrir batann í Wall Street og var mikið selt vegna óvissu á markaðn- um eftir verulega lækkun á gengi doljarans á þriðjudag. í London varð 1,8% lækkun á FTSE vísitölunni á þriðjudag, en í gær hækkaði hún um 0,78% vegna aukinnar bjartsýni eftir góða byrjun í Wall Street. Dow Jones vísitalan lækkaði um meira en 160 punkta á þriðjudag, hækkaði síðan og sýndi 50 punkta hækkun um tíma, en lokastaðan var 9.25 punkta hækkun í 5358.76. Umskiptin í New York í gær voru talin stafa af meiri hagnaði Intel Corp en búizt hafði verið við og við það hækkuðu tæknibréf í verði, en varkárni gætti í London vegna óstöð- ugleikans í New York. Ótti við vaxtahækkun vegna batnandi efna- hagsástands hefur leitt til tæplega 7% lækkunar Dow síðan í júlí bytj- un. Komið hefur á óvart hve skjótt markaðirnir í Evrópu hafa brugðizt við lækkunum í Bandaríkjunum. í Frankfurt hækkaði DAX vísi- taln um 1,1% og hélt hækkunin áfram í tölvuviðskiptum eftir lokun vegna hinnar góðu stöðu í New York. „Spurningin er, hvort staðan heldur áfram að batna í Bandaríkj- unum,“ sagði verðbréfasali í London. „Batahorfur hjá okkur eru ekki slæmar, en við ættum erfitt með að þola aðra mikla lækkun vestanhafs." Frönsk verðbréf hækkuðu einnig eftir lækkunina á þriðjudag, vegna stöðugri markaðar í Wall Street og sterkrar stöðu á bandarískum og evrópskum skuldabréfamarkaði. Hlutabréf hækkuðu um 0,3% yfír daginn. Þetta ehr™vaP sem þjód- nofðingjum sæmir! gera miklar knihir 'beS “ T ^r * sem lálfsögðu á íslensku kipWtiJl .Sími;5I1 JllT .Fax-51T 51k Heimasföa: http;//www.applej's ^ ^ tengjast Intemet fmáni teegja við það myndbandstökSvéffS-VHsT^^55 30 jj(ems^i^Sím“lí^f nf 9eisladiskar 3.0 (ritvinnsla EÍS lei,!l,r)'.ClansWo^ imu er um tölvunum sem wð getum boðið é þessu frábæra verö/. * APple-umboðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.