Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 6
,6 B FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Microsoft sækir að Netscape Tölvur Mörgum hló hugur í brjósti þegar Microsoft virtist hafa misst af lestinni í slagnum um yfirráð á veraldarvefnum. Ámi Matthíasson reyndi betaútgáfur af Intemet Explorer 3.0 frá Microsoft og Netscape Navigator 3.0 og komst að því að ekki er marktækur munur á forritunum annar en sá, að það fyrmefnda er ókeypis. ft* 4ocM«*a Qf JULY171 HlGH-SBCUWTY SOFIWAKE Fw ö* Sm kc*, Hicicikm i* pitaiad to cffsr itt U.S. *«««« of Kettenje Kav«ator xod Ketacjpe Samre úutn aow bu du# to Aanjoid, pkiu* txrafem Boclc tptcal Save SIO - Kxtny ody - ooig# il Jot wx> br*w « bomr feb. 8* Fctixmt 100 c««is>Mtti wt Nct*c»pe eíett. »ttw. Á- ordtvdopneotiookioftanrtCerawcrcotporÉt* f \ Nersura Powbk Piunc 1 X> Sw yowWttfeowi wttcm ofKct»c*pc Httd«tf«r • wífe SsfJias^SíJEcláas. * «ttte of fow blemet utftir i «ad lSHar^ttor VÍ+-1M. yoarcopjr « >m oo 8#m$$éí3siáfcsm&s^- XcpScttt mi Bttr Wcb contcrt wth Htfocy* m- f* £* >w &o Cjiwtti 1M> 'r"o,ö 'a ö ö # i fWwV ííSv, $«**> ftwí* Æ tddton (hiip /iw<tnn'cm) —-----------------jjq iiiýy:'yy;:i- ■;/ /' J: Qwoklink —} (ÁlAIOGÍiNK I FREE CATALOGS! SimpSífv /OU( ar.Sir.v iiíe Críiit<r»f!«» ciistom star! page. íí8æ^§|||| Now te* «asy to find your w»y around tha H i , Wcí). WáhtoSNt.7 ttock quotos. sports scoros. nows. woathar. > mSSBBBl comics, movlcs. muslc, Wet sitos. and fots oh... and if you atc ncw xo tho mon orojust o cilck away. Intamot.. click /w« tor our 'fttfttnft t'JtaS:!! <?« gwxcvíó þ> mtíM Cvaacccs yvur MÍNQC Pvfvonjl FfC'tf for ?t*v fMWi MHOfKtwvr trr<Awv«1k EINS og sjá má svipar notendaskilum Navigatior og Explorer mjög saman og álíka er að nota þau. AÐ ÞÓTTI í meira lagi sögu- legt þegar Bill Gates, helsti eigandi Microsoft-risans, viðurkenndi það á síðasta ári að Microsoft hefði nánast misst af helstu byltingu í tölvuheiminum á þessum áratug, alnetinu/veraldar- vefnum. Fyrirtækið sá ekki fyrir þróunina sem sannast kannski best á því að það lagði mikið púður í eig- in áskriftametþjónustu Microsoft Network, eða MSN, sem átti að skáka fyrirtækjum eins og America Online og Compuserve og fylgdi með Windows 95. Annað kom á daginn. Það sannaðist í alnetsbyltingunni að fáir státa af ófreskisgáfu í tölvu- heiminum og ungtyrkir nýrrar ald- ar, Netscape þar fremst í flokki, virtust albúnir til að velta soldánin- um gamla og spillta. Bill Gates var á öðru máli og setti af stað gríðar- legt átak innan Microsoft tii að ná fótfestu á markaðnum, breytti MSN í vefstöð og hóf smíði á rápforriti. Netscape komst á núverandi stall með því að þróast hraðar en vefur- inn, önnur fyrirtæki urðu að fylgja fordæmi þess og taka upp þær nýj- ungar sem fýrirtækið bryddaði uppá. Framan af var rápforritið, Navigat- or, ókeypis enda hugðust Netscape- stjórar afla tekna með sölu á vefþjón- um; þeir væm veigameiri hugbúnað- ur sem fyrirtæki myndu helst kaupa og því hægt að leggja vel á. Þrátt fyrir rífandi gang kostar sterk bein að þola velgengni og Netscape neyddist til þess að fara að selja rápforritið til að standa undir mikilli þróunarvinnu, en tekjur af þeirri sölu em fimmtungur af heildartekj- um fyrirtækisins í dag. Microsoft fylgdi fordæmi Netscape framan af og fylgir enn. Rápforrit Microsoft heitir Internet Exp.lorer, jafnan kallað Explorer, og fyrsta útgáfan þótti heldur klén þó hún væri ókeypis. Önnur útgáfan var öllu betri, nokkuð óstöðug þó og átti það til að fijósa við ólíkleg- ustu verk. Hún hafði það helst til síns ágætis að vera ókeypis líkt og fyrri útgáfan og var raunhæfur kostur í ljósi þess að hún kostaði ekkert en Navigator á fjórða þúsund krónur. Fyrir skemmstu kom síðan út betagerð þriðju útgáfu af Explor- er og enn er forritið ókeypis. Fáir áttu von á að Microsoft myndi ná að vinna upp forskot Netscape, ekki síst þar sem Netscape ræður um 80% rápforrita- markaðarins. Sú gríðarlega vinna sem Mierosoft hefur aftur á móti lagt í markaðssetningu og þróun er farin að skila sér og óhætt að spá því að lokaútgáfa af Explorer 3.0 eigi eftir að ná stórum hluta af kökunni. Netscape er reyndar einnig með nýja útgáfu á leiðinni, Navigat- or 3.0 er á betastigi, og slagurinn verður því harður. Harður slagur Ekki er vert að taka of mikið mark á betaútgáfum, lokaútgáfur eru yfirleitt hraðvirkari og traustari þegar þær loks berast, en í svo hörð- um slag er eins víst að lokaútgáfurn- ar verði jafnvel mun öflugri en beta- útgáfurnar. Forritin eru bæði þægi- leg í notkun, Explorer þægilegri ef eitthvað er, en til að keyra javafor- rit þurfti að sækja sérstaka viðbót, en Navigator Gold 3.0 beta er frem- ur þungt. Javaforrit keyra eins og ekkert sé í Navigator, en á Explorer voru þau óstöðug og þegar mikið gekk á átti vélin það til að ftjósa lengri eða skemmri tíma. Með helstu framförum í forritun- um tveimur er að ekki þarf að hlaða inn á vélina allskyns hjálparforritum til að lesa hreyfimyndir og hljóð, einnig VRML (að minnsta kosti ekki eins og er, því eins og vefurinn hefur þróast, finna menn upp hjólið oft á dag). Risstafla, eða whitebo- ard, er einnig í báðum forritunum og gagnvirk. Þar hefur Explorer reyndar vinninginn því þar geta þrír tengst í einu inn á sömu töfluna og skoðað og skrifað. Það, og sitt- hvað fleira reyndar, gerir að verkum að Explorer hentar betur fyrir innra- net, eða innanhússnet. Öryggismál eru aftur á móti betur leyst í Navi- gator og reyndar er um margt betra að eiga við Navigator, fínstilla og móta eftir því sem hver vill. Ekki má gleyma bókamerkjum sem mikið eru notuð, en þar hefur Navigator yfirburðastöðu. Sem vonlegt er eru fyrirtækin ekki síst að slást um frumkvæði; hvort forritið um sig býður upp á sitthvað sem hitt getur ekki lesið, þó Expiorer verði að elta Navigator eins og skugginn vegna markaðs- hlutdeildar þess síðarnefnda. Helsti kosturinn við Explorer í augum margra verður efiaust að forritið er ókeypis, en greiða þarf fyrir Navigator. Sé eitthvað að marka þær betaútgáfur sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni er ekki mark- tækur munur á forritunum og því varla ástæða til að greiða fyrir Navigator; svo einfalt er það. Ekki er erfitt að spá fyrir um niðurstöðu þessara átaka; Microsoft hlýtur að komast að minnsta kosti upp að hlið Navigator og jafnvel lengra, ekki síst í ljósi þess að Expl- orer vinnur eðlilega afskaplega vel með Windows 95, en þó til sé út- gáfa af Explorer 2.0 fyrir Windows 3.x, þá verður Explorer 3.0 aðeins fyrir 32 bita stýrikerfi. Þegar búið verður að sníða skrávinnsluhlið Windows 95 (eða 97) og NT þannig að hún verður nánast eins og Expl- orer, en það er víst í vændum, jafn- vel strax á næsta ári, munu Windows-notendur geta notað Expl- orer jafnt innan tölvunnar sem á rápi úti í heimi. Tengslatexti Svonefndur hypertext er mjög notaður á vefnum eins og flestir vita. Sumir hafa viljað þýða það orðabókarþýðingu sem „ofurtexta", sem byggist á misskilningi á for- skeytinu hyper. Það er runnið úr grísku og getur eins þýtt yfir og allt um kring. Einnig eru dæmi um merkinguna handan e-s og ómælt. Hér á blaðinu hefur hyperlink verið þýtt sem efnistengsl, sem skýrir sig að mestu sjálft. Þýða mætti hyper- text. sem tengslatexta. Ábendingum um efni og athugasemd- um má koma til am/m@mbl.is. FORRÁÐAMENN Sólarfilmu þeir Þórhallur Birgisson og Birgir Þórhallsson ásamt Helgu Lilju Björnsdóttur og Sigurbjörgu Sverrisdóttur frá Glaðni-Iistasmiðju, fagna samstarfssamningi. Sólarfilma tekurað sér sölu á Glaðnisvörum FRAMLEIÐSLA á minja- og skarp- gripum og barmmerkjum er nú aftur hafin af fullum krafti á Siglufirði í verksmiðju Glaðnis eftir u.þ.b. árs hlé. Verksmiðjan er nú orðin eign Glaðn- is-listsmiðju ehf. Áhersla verður lögð á það fyrst um sinn að framleiða þá minjagripi og aðrar vörur, sem best seldust af fyrri framleiðsluvör- um verksmiðjunnar. Þá er og verið að undirbúa framleiðslu á vörum, sem byggja sérstaklega á gamalli íslenskri menningu. Ekki fer á milli mála að ýmislegt af vörum Glaðnis- listsmiöju er meðal þess ánægjuieg- asta og vandaðasta, sem til sölu hefur verið hér á landi af innlendum minjagripum og er nú unnið kapp- samlega að endurreisn félagsins. Verksmiðja félagsins er sú eina sinnar tegundar hér á landi, en þar hefur m.a. verið framleitt mikið af skartgripum eftir norrænum fyrir- myndum frá víkingatíma. Sólarfilma ehf., sem hefur sér- hæft sig með góðum árangri í fram- leiðslu og sölu á minjagripum í 35 ár hefur nú tekið að sér að dreifa framleiðsluvörum Glaðnis-listsmiðju ehf. utan höfuðborgarsvæðisins og nýta til þess öflugt sölukerfi sitt. En starfsmenn Glaðnis munu sjálfir sjá um dreifinguna í Reykjavík og nágrenni og hafa nýlega opnað sölu- skrifstofu í Reykjavík. Þessa dagana er dreifing Glaðnisvaranna að hefj- ast að nýju. Ný þjónusta Fedex Ferill sendinga rakinn FEDERAL Express hefur fyrst hraðflutningafyrirtækja í heiminum boðið viðskipta- vinum sínum þá þjónustu að rekja feril sendinga á alnet- inu. í frétt frá flutningsmiðlun- inni Jónum hf., umboðsaðila Fedex, kemur fram að við- skiptavinur hér heima, sem afhendir hraðsendingu til út- flutnings að morgni dags, geti fengið strax viðkomandi Fedex-sendingarnúmer og síðan kannað sjálfur feril sendingarinnar á alnetinu næsta dag þar sem nákvæm- lega kemur fram hvar og hve- nær sendingin var móttekin, klukkan hvað og af hveijum, að því er segir í frétt. Það sem af er þessu ári hafa að meðaltali um 1,5 milljónir notenda flett upp alnetsíðu Fedex í hveijum mánuði til að kanna feril send- ing sinna eða til að^koða þær ýmsu upplýsingar sem þar er boðið upp á. Heimasíða/Internetsíða FEDEX er http://www.fedex.com Keramik stúdíó opnað LILJA Þorbjörnsdóttir hefur opnað verslunina og vinnustof- una Keramik Studio að Arnar- bakka 2-4 í Reykjavík. í frétt frá fyrirtækinu segir að þar verði í boði keramik-vörur og gips og þeir sem þess óska geti fengið aðstoð og leiðsögn hjá starfsfólki á staðnum. Sérstök til- boð verða fyrir hópa og sauma- klúbba. Keramik Studió er opið eftir hádegi alla daga nema sunnudaga og auk þess er opið fjögur kvöld í viku, mánudaga til fimmtudaga, frá klukkan 20 til 23. Islux með Telematvogir Innflutningsfyrirtækið íslux hefur fengið umboð fyrir Telemat-vogir sem gefa bæði upp þyngd og rúm- mál vörunnar. I frétt frá fyrirtækinu kemur fram að vogirnar eru fyrstar sinnar gerð- ar hér á landi. Flutningafyrirtæki, sem verðleggja þjónustuna eftir þyngd vörunnar, eru oft að flytja hluti sem taka mikið rými þrátt fyr- ir að vera léttir. Telemat-vogina er hægt að tengja við tölvukerfi flytjanda og kerfið getur ákveðið í hverju tilfelli fyrir sig hvort greitt er fyrir flutninginn samkvæmt þyngd eða rúmmáli. Fyrirtæki, sem eiga vogir sem mæla eingöngu þyngd, geta bætt telemat-rúmmálsmælum við vogina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.